Vikan


Vikan - 21.08.1952, Qupperneq 3

Vikan - 21.08.1952, Qupperneq 3
VIKAN, nr. 32, 1952 3 CHAPLIN Nú er hann búinn að endur- nýja gamla geríið sitt. ALLIR ÞEKKJA óhreina, litla flækinginn með harða hattinn, skrýtna yfirskeggið og bambusstafinn. Hann vekur hlátur og jafnframt meðaumkun, þar sem hann sífellt berzt við að hjálpa öðrum og sýnast fínn maður, en fer alltaf vitlaust að því. Fyrirmynd þessa flækings má finna í bernsku Chaplins. Foreldrar hans voru blásnauðir enskir listamenn. Charlie kynntist snemma öreigum leikhúsanna og var 7 ára gamall, þegar hann kom fyrst fram á leiksviði. Eftir dauða föður þeirra voru Charley og bróðir hans Sidney sendir á fátækrahæli. Það var draumurinn hans að komast á leik- svið, og honum tókst það að lokum, fyrst í reví- um í Englandi, en síðan í Ameríku. Þar hafði Mack Sennett byrjað að kvikmynda mjög ein- falda gamanleiki; leikarinn datt, velti vatnsfötu, fékk rjómaköku framan í sig o. s. frv., og í þessu var Charlie Chaplin snillingur. Listamanns- ferill hans er alveg einstakur upp frá þeim degi í nóvember 1913, þegar hann sást fyrst á sýn- ingartjaldinu í myndinni „The Kids Auto Race“ Menn höfðu hraðann á I þá daga, og gaman- myndir Chaplins vöktu hlátur um allan heim. Brátt tók hann að setja myndir sínar sjálfur á svið og síðar að framleiði þær. Þá gerði hann tvær frægustu myndir sinar ,,Gullæðið“ og „Borgarljós". Eftir stríðið kom „Einræðisherrann“, sem er háðsmynd um Hitler og flokksmenn hans. 1 „Monsieur Verdoux" sáum við nýjan Chaplin, sem ekki var lengur með harða hattinn og bambusstafinn, en Chaplin þrátt fyrir það. 1 þeirri mynd leikur hann atvinnulausan banka- gjaldkera, sem fer að sjá fyrir sér með fjölkvæni og kvennamorðum. Ádeilan er meira áberandi í þessari mynd en í fyrri myndum hans og bein- ist gegn skipulögðum fjöldamorðum ríkjanna. Chaplin nær í hlutverki litla, glæsilega Frakkans næstum fullkomnun í kvikmyndaleik og sveiflast með miklu öryggi milli grófs gamans og biturr- ar alvöru. „Þegar ég framleiði kvikmynd," hefur Charlie Chaplin sagt, „hugsa ég fyrst um að hún verði skemmtileg." Chaplin vinnur af mikilli vand- virkni. Það tekur hann oft mörg ár að skrifa kvik- myndahandritið. Hann velur leikar- ana nákvæmlega, klippir myndirnar sjálfur og semur tónlist við þær, því hann getur spilað á næstum öll hljóðfæri, þó hann hafi aldrei lært það og þekki ekki nóturnar. Hann er líka mik- ill kaupsýslumað- ur, en það er ó- venjulegt um lista- menn, og stjórnar félagi sínu með dugnaði og hag- sýni. Æfi hans er æfintýrið um enska, fátæka drenginn, sem aflaði sér auðæfa og sigraði heim- inn með óviðjafnanlegum listagáfum sinum. NÍJASTA MYND CHAPLINS. Á Sunset Boulevard i Hollywood stendur gömul kvikmyndavinnustofa. Þar inni er fjöldi manns við vinnu sína og meðal þeirra lítill hvíthærður maður, klæddur eins og siður var 1917, en á þeim tíma gerist myndin: yfir skónum eru gráar legg- hlífar, vestið er tvíhneppt úr perlugráu efni og jakkinn úr stálbláu ullarefni. Á sviðinu er ung leikkona að mála sig fyrir framan spegil, hún setur á sig hattinn og lítur snöggvast á ósýnilegt barn. Bak við hana eru kvikmyndatökumennirn- ir með tækin sín, hljómfræðingar og rafmagns- menn. Og yfir hurðinni glampar á rautt ljós: eng- an hávaða. „Limelight", 81. mynd Chaplins, verður tilbúin til sýningar fyrir áramót. Hann hefur unnið að henni í tvö og hálft ár. ,,Þú skilur þetta ekki enn," segir Chaplin við ungu leikkonuna. Hann gengur hægt upp á sviðið og sezt fyrir framan spegilinn. Hann læzt vera að mála sig, tekur hattinn, setur hann á sig og segir viðeig- andi setningu. Chaplin er nú með stóran kvenhatt á höfðinu, hann máíar sig með rauðum varalit og hreyfir sig kvenlega. Þetta gæti verið sprenghlægilegt, en enginn hlær. Atriðið er sorglegt í myndinni og litli maðurinn getur laðað fram tár eða hlát- ur að eigin vild. Fimm sinnum stöðvar hann vélina og sýnir hvernig eigi að leika þetta atriði, en hann sýnir engin merki óþolinmæði og brosir alltaf. SAGAN ER EINFÖLD. „Limelight" er saga gamals skrípaleikara, Calvero, vesalings trúðs, sem er hættur að geta komið fólki til að hlæja. 1 söguna fléttast ást gamals manns til ungrar stúlku, sem elskar ungt tónskáld. Calvero nýtur nú hvorki hylli áhorfend- anna né kvenfólksins. Kvöld nokkurt gerir hann örvæntingarfulla tilraun til að ná tökum á á- horfendum, en fellur ofan I hljómsveitargryfjuna og brýtur stóran kassa (það var ekki séð fyrir). Höfuð hans eitt stendur upp á milli hljóðfæranna. Áhorfendurnir ætla að deyja úr hlátri — og Cal- vero er í raun og veru að deyja: hann hefur hrygg- brotnað við fallið. Nú er hann aftur oröinn frægi gam- anleikarinn. Hann lokar augunum eftir! að hafa horft í síðasta sinn á Theresu. Theresu leikur 20 ára gömul leikkona, Clarie- Bloom. Eftir að Chaplin hafði leit- að árangurslaust í Ameriku að stúlku Frh. á bls. 14. 3 MÁNUÐIR ÞeGAR við sáum hana fyrst — þá var rigning. Þegar myndin var tekin — þá var'hka rigning. Og þegar við töluðum við hana, þá var enn rigning, nema þá skipti það kannski minnstu máli: hún var komin í hús. Við fundum hana i kirkjugarðinum í Fossvogi. Hún var þar nyrst í garðshorn- inu og með henni garðyrkjukona, og það var sem sagt úrhellis, dembandi, bandvit- laus rigning. Þær voru eins og dregnar af sundi, þessar samverkakonur. Það var ekki að sjá, að á þeim finndist þurr þráður. Og þær voru að raka og moka og guð má vita hvað, og keyra illgresi og grjóti í gríðar- stórum hjólbörum út fyrir kirkjugarðs- múrana. Mesta erfiði. Og mesta kuldaverk. Og alltaf rigning, sífelld, sauðþrá, íslenzk rign- ing frá morgni til kvölds. Sól? Hún sást ekki fyrr en í ágúst. Spurðu bændurna. Spurðu sjálfan þig. Eða spurðu stúlkuna á forsíðunni. Hún er búin að vera í kirkju- garði í þrjá mánuði og hún ætti að geta sagt þér það, sem raunar er á allra vitorði: engin sól — fyrr en í ágúst. Hversvegna eru menn þá að ráða sig í svona vinnu: útivinnu, puðvinnu, moksturs- hjólböru-moldarvinnu, þegar hvergi er hlýtt á öllu Islandi nema innan dyra? Ástæðan er tvíþætt. Númer eitt: Vinnumarkaðurinn er þröngur, framboð meira en eftirspurn. Númer tvö: Stúlkan, sem hér er á dagskrá, vill vinna úti og hvergi nema úti. — Nei takk, má ég vera frí! segir hún. Tjti vil ég vera, að minnsta kosti að sumr- inu. Held maður geti unnið sér til hita. Já, og bíddu við: ég ætla ekki að verða skrifstofustúlka alla æfi. Hún er í Menntaskólanum og fer í fjórða bekk í vetur. Hún hefur víða farið á sumr- um — til vinnu: kaupavinnu i fyrra („Ég var Flóafífl“), hjálparkokkur hjá laxveiði- mönnum í Borgarfirði o. fl. o. fl. Og nú vinnur hún I Fossvogskirkjugarði með sex stúlkum öðrum; vinnutími: 8—5, með hálf- tíma í mat og 20 mínútur í kaffi tvisvar á dag. VIKUNNI er það sönn ánægja að kynna Bryndísi Víglundsdóttur, Laugavegi 70. Hún er 18 ára — og óhrædd við rigningu. Ljósmyndina á forsíðu tók Pétur Thomsen. GULLÆÐH) ° BORGARLJÓS ° EINRÆÐISHERRANN 0 MONSIEUR VERDOUX ° LIMELIGHT

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.