Vikan


Vikan - 21.08.1952, Qupperneq 4

Vikan - 21.08.1952, Qupperneq 4
4 VIKAN, nr. 32, 1952 Þegar öryggið sprakk Ný smásaga eftir HUGRIJIMU 'C'G HEFI NÝLEGA uppgötvað mikinn leyndardóm, þegar merkilegt fyrir- brigði gerðist í sjálfum mér, svona ein- hvers staðar mitt á milli sálar og líkama. Það sprakk nefnilega í mér öryggið. Öryggið? endursegir þú og lítur á mig spyrjandi augum, eins og ég sé eitthvert veraldarinnar viðundur. Svo endar þú með því að reka upp skellihlátur, og þú hlærð þar til að þú verður uppgefinn og neyðist til þess að halda um magann. En þú þarft ekki að hiægja að þessu, góður- inn minn. Fagnaðu aðeins með mér yfir því, að þetta skyldi koma fyrir, annars hefði ég orðið að gjalli. Það var öryggið sem bjargaði mér. Ég veit ekki, hvort þú hefur nokkurn tíma orð- ið frávita af ást til konu, en það hefi ég verið. Ég sá hana tveimur dögum eftir að ég fór að vinna hjá N. forstjóra. Hún kom inn á skrif- stofuna í einhverjum erindagjörðum. Það var silfurtæra röddin hennar, sem kom mér til þess að líta upp, og augu okkar mættust andartak. Það var eins og ég hefði orðið fyrir dularfullum seiðandi áhrifum. Eg varð gersamlega heillaður, þó var konan ekki beinlínis falleg; en hún var alveg eins og ég vildi, að konur væru. Vel í meðallagi há, fremur grann^axin, dökkhærð, djarfleg með stór, blágrá, greindarleg augu, og yndislegar, litlar hrukkur, milli dökkra augna- brúna. Nefið var beint og fremur hátt, munnur- inn lítill og festulegur. Hreyfingarnar fjörlegar og ákveðnar. Ég hataði forstjórann fyrir það, hvað hann virtist hafa mikinn áhuga fyrir að afgreiða er- indi hennar, eins og hún kæmi honum einum við, og ég sá ekki betur, en að hann brosti til hennar um leið og hún gekk út. Næst, þegar hún kæmi, skyldi ég þó sannar- lega verða á undan forstjóranum að taka á móti henni. ENGIN kona hafði við fyrsta tillit haft því- lik áhrif á mig. Ég hugsaði Um hana hverja þá stund af deginum, sem ég þurfti ekki að hafa hugann fast bundinn við störf mín. Stundum hitnaði mér svo um hjartaræturnar, að blóðið ólgaði í æðunum. Á næturna, þegar ég loks gat sofnað, birtist hún mér oft sem fögur draum- sýn, en það varð aðeins til þess, að þrá min til hennar varð heitari og löngun mín til að kynn- ast henni enn ákafari. Mér fannst ekki ráðlegt að spyrja forstjórann neins henni viðvíkjandi. Ég var hræddur um, að með því myndi, ég skemma fyrir sjálfum mér, og vekja enn meiri áhuga hjá honum fyrir stúlkunni. Það var viss- ara að fara varlega. 1 annað sinn kom hún á skrifstofuna jafn óvænt og í fyrra skiptið. Ég spratt á fætur. Mér þótti slæmt, hvað ég var illa rakaður, og buxurnar nærri brotalausar, en ég reyndi að gleyma þvi og brosti mínu blíð- asta brosi. Hún heilsaði mér blátt áfram; svo horfði hún í kring um sig, eins og hún væri að leita að einhverju. „Er forstjórinn ekki við?“ spurði hún. „Nei,“ sagði ég, og mig langaði til þess að bæta við: sem betur fer. „Get ég nokkuð gert fyrir yður?" Ég reyndi að gera mig svo aðlaðandi og elskulegan sem ég gat. „Nei, þakka yður fyrir. Ég þarf nauðsynlega að tala við forstjórann." Ég roðnaði eins og stelpukrakki. Ekki veit ég, hvort hún hefur séð það. Hún horfði á mig, og ég glápti á hana. I einhverju fáti helti ég niður blekbyttu, sem stóð á afgxeiðsluborðinu. Rétt í því kom forstjórinn í dyrnar. Þá var mínu klaufa- lega hlutverki lokið. Ég snautaði í sætið mitt aft- ur og gaut augunum útundan mér til skötuhjú- anna, sem töluðust við í hálfum hljóðum. Erind- ið virtist ekki vera mjög mikilvægt eða erfitt úrlausnar, svo skjótt var þvi lokið. Mér leið illa. Horfurnar voru slæmar fyrir mér. Forstjórinn virtist ætla að verða hlutskarp- ari. Ég reyndi að hughreysta sjálfan mig með því, að hann væri nú af þeirri manntegund, sem margir ættu erindi við, svo að ekkert sérstakt þyrfti að 'liggja á bak við það, þó að stúlkan vildi heldur tala við hann en mig. Ég var þó ólíkt laglegri maður en forstjórinn, og stúlkur geng- ust venjulega töluvert fyrir útlitinu. Daginn eft- ir keypti ég dýrustu tegund af blöðum í rak- vélina mína. Ég notaði hvitu skyrturnar mínar hversdags, en þeim var ég annars vanur að klæð- ast um helgar. Einstöku sinnum kom það fyrir, að ég mætti henni á leiðinni um bæinn. Reyndi ég þá að taka sem virðulegast ofan, og fékk ég það endur- goldið með blíðu brosi, sem hlýjaði mér og end- urnærði ástarþrá mína, svo að næsta dag var ég í sjöunda himni af fögnuði. Ég varð að kynnast henni. FYRSTA sporið steig ég með því að áræða að spyrja forstjórann um nafn hennar. Ég sá ekki betur, en að hann svaraði spurningu minni með sigri hrósandi glotti. Mig langaði til þess að gefa honum kjaftshögg. Hann hafði ekkert leyfi til þess að storka mér. Valfríður Berg hét hún, norsk í föðurætt, og bjó með móður sinni. En hvað nafnið átti vel við hana. Valfríður. Hver andardráttur minn nefndi nafnið hennar. Valfríður. Valfriður, sögðu miiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniuiiiiiiiiiiiiiiiiiiij I VEIZTU -? & 1. Hvernig er hægt að búa til rauðvin i og hvítvin úr samskonar vínberjum | án þess að lita rauðvínið? 2. Hvenær andaðist Jón Sigurðsson for- | seti? 3. Hvenær er Gísli Sveinsson fæddur? 4. Hvaða þrír frumlitir mynda aðra liti ? | 5. Til hvaða fylkingar og huaða flokks i telst kræklingurinn ? 6. Geturðu raðað eftirfarandi orðum þann- | ig að það orðið sem táknar minnstan | hraða komi fyrst og mestan hraða i síðast. Andante, presto, allegro, largo, | allegretto, adagio? 7. Hvað þýðir kvenmannsnafnið Anna? | 8. Hverjar eru þrjár frægustu systur i Hollywood? Nýlega var mikið skrifað f um eina þeirra í blöðunum. 9. Gáta. | Forakta mig flestir á daginn, fussa ef þeir sjá mig um bæinn, en hafa beztu not min um nætur, þá nenna ekki úr rúminu á fætur. | 10. Hvað heitir sundið milli Krímskagans | og Kákasus ? | Sjá svör á bls. 14. 11IIIII liiiilliin iii 11 iilim n iiiin iii II llii lli lliiiiiiiiiiiii II iiiiiiiiiii 11111111111111111 iii skórnir mínir við hvert spor, sem ég steig á leiðinni heim til hennar. Aldrei fyrr hafði mér fundist skemmtilegt marr í nýjum skóm. Ég fann heimilisfangið í nafnspjaldaskránni hjá lög- reglunni. Bara að hún yrði nú heima. Húsið var tvílyft, snoturt og vinalegt. Ég fékk taugatitring og máttleysi í hnén um leið og ég drap að dyrum. Tígulleg miðaldra kona kom fram. Jú, Valfríður var heima, en það var gestur hjá henni. Ég átti nú samt að bíða á meðan henni yrði- gert aðvart um komu mína. Ég svitnaði og kólnaði á víxl á meðan ég beið. Hvað átti ég eiginlega að segja við stúlkuna ? Eitthvað varð ég að taka til bragðs. Hún gat álitið mig geggjaðan, ef ég stæði þarna orðlaus. En nú var of seint að snúa við. Ég varð að láta til skarar skríða. Mér sýndist hún roðna, þegar hún sá hver kominn var. Það gaf mér góðar vonir. „Komið þér sælar," sagði ég og rétti henni hendina. Ég gleymdi alveg að segja til nafns míns. Hún tók kveðju minni glaðlega um leið og hún kynnti sig fyrir mér. „Það var fallega gert af yður að koma hingað," sagði hún. „Gjörið svo vel að koma inn. Það er nú reyndar gestur hjá mér, sem þér þekkið." „Það er verst, ef ég geri ónæði." Hver getur það verið, sem við þekkjum bæði? „Ég . . . hm . . . ég er nú ekki nákunnugur í þessum bæ og þekki fáa. Yður hlýtur að skjátlast ungfrú." „Nei, mér skjátlast ekki, eða þekkið þér ekki N. forstjóra. Hann er unnusti minn, og við ætlum að gifta okkur á morgun." Ég ætla ekki að reyna að lýsa ástandi mínu. Það væri tilgangslaust. Ég veit ekkert, hvernig ég fór að klóra mig út úr vandræðunum, sem ég var kominn i. „Ég . . . mér . . . ég bjóst við þvi, að það gæti skeð, að húsbóndi minn hefði gengið hingað til yðar. Ég er nefnilega ekki vel frískur; líður ekki rétt vel og hefi ekki sofið rólega undanfarnar nætur. Þess vegna langaði mig til þess að biðja forstjórann um frí á morgun. Ég hefi hugsað mér að hvíla mig, til þess að vita, hvort ég gæti ekki náð mér aftur. Það er svo erfitt að vinna, þegar mann vantar svefn." „Já, ég skil það vel, og það stóð nú einmitt svo á, þegar þér komuð, að við vorum að tala um að loka skrifstofunni á morgun; ja, þó það nú væri á sjálfan brúðkaupsdaginn okkar. Þér getið áreiðanlega fengið frí, eða viljið þér tala við hann sjálfan?" „Nei, nei, þess þarf ekki. Ég trúi yður. En hvað ég vildi sagt hafa. Ég óska yður til ham- ingju með framtíðina." „Þakka yður fyrir. Þér eruð auðvitað hissa á þessu, en við höfum haldið trúlofuninni leyndri og viljum helzt, að brúðkaupið fari fram í kyrr- þey." „Það er óneitanlega skemmtilegt, mjög skemmtilegt. Verið þér sælar og afsakið ónæðið." „Verið þér sælir, og þér megið vera alveg viss- ir um að fá fri á morgun." SVO lokaðist hurðin. Valfríður hvarf inn til unnustans aftur, en ég reikaði frá húsinu. Ein- hvern veginn komst ég út á götuna. Ég óskaði af öllu hjarta, að ég væri steindauður. Hvílík sneypa, hvílík kvöl og vonbrigði. En hvað ég gat hagað mér heimskulega. Var ég starblindur? Þvi gat ég ekki verið búinn að sjá þetta? Og ég, sem þóttist ætla að verða hlutskarpari en for- stjórinn. Skyldi ég hafa hagað mér mjög klaufalega í Framhald á bls. 14

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.