Vikan


Vikan - 21.08.1952, Page 6

Vikan - 21.08.1952, Page 6
6 VIKAN, nr. 32, 1952 þessu, held ég að það sé ekki nauðsynlegt að ég gerj mér meira ómak.“ Hann brosti til önnu. „Ég sagði þér eftir að lögreglan heimsótti okk- ur, að þú yrðir að vera hér vegna sjálfrar þín, var það ekki ? Þar gabbaði ég þig auðvitað. Þú hefðir auðveldlega getað komizt héðan án þess að nokkur fengi að vita það. Ég kærði mig bara ekki um að gera mér það ómak að sækja þig í hvert skipti sem þér dytti í hug að flýja.“ ,,Ég vildi aðeins kvelja manninn þinn eins lengi og hægt væri," hélt hann miskunnarlaust áfram. „En það er að verða dálítið hversdags- legt að hafa þig hér, svo mín vegna máttu fara. Kvenfólk missir fljótt aðdráttaraflið, er það ekki Fielding ?“ Lárus kreisti stólarminn svo fast að hnúamir hvítnuðu. Hann langaði til að ráðast á Mikael og kyrkja hann. En hann minntist þess hvernig farið hafði fyrir honum á brúðkaupsdaginn. En Anna, sem staðið hafði hreifingarlaus eins og stytta, tók sér nú stöðu fyrir framan Mikael og augu hennar skutu gneistum. ,,Þú nýtur þess að láta hann hugsa hið versta, er það ekki? Þú reynir að gefa allskonar ósóma í skyn með hverju orði, sem þú segir. Ég var farin að halda, úr því þú ekki — úr þvi þú lézt mig í friði — að þú hefðir ef til vill einhverja sómatilfinningu, þrátt fyrir allt. Nú veit ég að þú ert djöfull, djöfullegur lygari . . .“ Og þegar hún heyrði viðbjóðslegan hlátur hans, sló hún hann beint í andlitið. Hann skipti ekki um svip. Lárus horfði á þau einkennilega sljóu augna- ráði, eins og hann skildi ekki hvað fram fór. En þegar Mikael ávarpaði hann aftur, drógust augnahvarmarnir saman. „Veiztu nú hvað, Fielding, mig langar helzt til að hafa ykkur bæði hér í nótt. Það gæti orðið reglulega skemmtilegt, núna þegar hún er kom- in i villikattarskapið. Skemmtilegt að njóta fé- lagsskapar hennar enn einu sinni, með þig undir sama þaki." Burma Burmverska stúlkan má sjálf velja sér eigin- mann og giftist venjulega innan við tvítugt. Athöfnin er mjög einföld. Hjónaleysin taka sam- an höndum, segja, að þau ætli að lifa saman í sátt og samlyndi, snæða síðan hrisgrjón. Svo er ætlast til þess, að eiginmaðurinn vinni um tíma fyrir fjölskyldu eiginkonu sinnar, áður en hann stofnar eigið heimili. Celebes Þarna eru sumstaðar hinir furðulegustu gift- ingarsiðir. 1 þorpum á vesturströnd eyjarinnar tekur brúðguminn þátt í mikilli veizlu, en brúð- urin er ekki viðstödd. Þegar hún að lokum kem- ur til veizlunnar, er henni lyft upp á herðar föður síns og hann ber hana inn til veizlugesta. Hún er fagurlega búin og andlitið málað. Hún er auðmjúk og lífvana, og svo eru henni gefin deyfi- lyf, svo að hún líti ekki augum mannsefnið sitt, fyrr en að athöfninni lokinni. Kína Kvongun sonarins er mikill atburður í Kína. Enn þann dag í dag ákveða foreldrarnir oftast giftingu barna sinna. Giftingin kostar auk þess Lárus öskraði og stökk á fætur. „En eins og ég sagði áðan,“ hélt Mikael áfram og yppti öxlum, „þá hefur blómið fölnað." Anna sagði með lágri röddu, sem titraði af reiði: lrBg hefi aldrei vitað að hægt væri að hata eins og ég hata þig nú. Ef ég óska nokkurs framar þá er það að þér hefnist fyrir þetta." En Mikael svaraði hirðuleysislega án þess að líta á hana. „Farðu upp og pakkaðu niður í töskuna þína. Ég er orðinn þreyttur á rifrildi, mér þykir ekkert gaman að þér lengur. Farið þið nú burt héðan bæði tvö.“ Meðan þau óku til baka, var Anna að hugsa um hvemig það væri að missa vitið. Hún fann til einkennilegrar tilfinningar í höfðinu, eins og heilinn snerist hraðar og hraðar. Hún reyndi enn að segja Lárusi að Mikael hefði ekkert gert sér — hefði ekki snert sig. En hann vildi ekki trúa henni. „Ég veit til hvers þú segir þetta," sagði hann, „það er til að reyna að breyta tilfinning- um mínum. En það er alveg tilgangslaust — að halda þessu fram. Ég veit alltof vel hvað hef- ur komið fyrir." Svo Anna hætti að tala meira um það. Hún taldi sjálfri sér trú um að þegar mestu áhrifin af áfallinu væru liðið hjá, mundi þetta lagast. Þá yrði hann fúsari að hlusta á hana. Þau óku alla nóttina og komu til London snemma morguns. Lárus ók beint heim til sín. Hér höfðu þau ákveðið að byrja hjúskap sinn, og héðan hafði Mikael Killikk rænt henni. Nú, þegar hún kom, að húsinu, fannst henni það ekki vera heimili sitt. Allt kom henni ókunnuglega fyrir sjónir. Það, sem hafði verið svo dásamlegt, hafði verið óhreinkað og eyðilagt af miskunnar- lausum höndum. Lárus opnaði hurðina með lyklinum sinum og setti töskuna hennar í anddyrið. Anna, sem lang- aði til að greiða sér og laga sig til, spurði feim- in. nokkra peninga. Biðillinn er allt að því skyldug- ur að færa tengdapabba tilvonandi álitlega fjár- upphæð sem gjöf, áður en hjónavígslan fer fram. Peningarnir eiga að bæta foreldrunum tapið við missi dótturinnar. Nokkuð fer upphæðin þó eftir fegurð og hæfileikum brúðurinnar. Indland Fyrir fáum árum var Hindúakonan metin eftir því, hversu hæf móðir hún reyndist sonum sínum. Sem slík var hún verðmæt eign. Þar af leiðandi er gifting dóttur meðal hástéttarinnar geysi- mikilvæg athöfn. Heimanmundurinn er hár og faðir brúðurinnar eys peningum til athafnarinnar af örlæti, skemmtir Brahma-prestum, ættingjum brúðgumans og öðrum gestum í nokkur dægur. Þegar ungur Hindúi kvænist, tekur hann brúður- ina heim til foreldra sinna og býr þar félagsbúi með ógiftum systkinum og konum og fjölskyld- um hinna kvæntu bræðra sinna. Italía Þegar ungt fólk giftist á Italíu, stofnar það ekki nærri alltaf heimili, heldur býr nokkurn tíma hjá föður brúðgumans. Ef faðirinn er sæmi- lega efnaður, fá ungu hjónin íbúð í húsi hans. „Má ég fara inn í svefnherbergið þitt, Lárus?" Hann kinkaði kolli án þess að svara og var auðsjáanlega í illu skapi. En hvað þetta var einkennilegt, að hún skyldi segja þetta. Svefnherbergið hans, eftir að þau höfðu komið þar fyrir tvöföldu rúmi. Og að spyrja hvort hún mætti fara þangað inn? Hún opnaði hurðtna og hlakkaði til að vera ein um stund. Á rúmi Lárusar lá ókunnug stúlka og svaf. Anna starði á hana. Hún var ung og falleg og ljóst hár hennar breiddist yfir koddann. Hún var klædd, nema hún hafði farið úr skónum og hneppt frá sér kjólnum. Anna var sannfærð um að hún hafði verið þarna alla nóttina. Hrollur fór um Önnu. Hún gekk að rúminu og hristi ungu stúlkuna. Hún opnaði augun. Þau voru stór og falleg. „Hver ertu og hvað ertu að gera hér?“ spurði Anna. Hún talaði rólega, því hún átti enga reiði til lengur. Stúlkan settist upp og sveiflaði fótunum fram af rúmstokknum. Það var vonbrigðaglampi í aug- unum. „Ert þú kona Lárusar?" Hún virti önnu vand- lega fyrir sér, eins og hún væri eitthvert furðu- verk, „Komstu til baka af sjálfsdáðum, eða sótti Lárus þig? Lofaði maðurinn þér að fara?“ Anna var skelfingu lostin. Vissi þessi unga stúlka hvað hafði komið fyrir. Lárus hafði sagft henni það. Þegar Anna skildi það, varð hún enn ruglaðri en hún hafði nokkru sinni orðið þessa síðustu daga. „Lárus," hrópaði stúlkan allt í einu og hljóp fram að dyrunum, þar sem Lárus nú stóð. Kjóll- inn var enn óhnepptur og flakti frá henni. „Lárus, ég lokaði mig hér inni í gærkveldi og beið eftir þér, en þú komst ekki og ég vissi ekki hvar þú varst," sagði unga stúlkan með afsök- unarsvip. „Ég ætlaði að biða eftir þér, en svo sofnaði ég.“ Japan I Japan er hjónabandið sannarlega ekki álitið einkamál brúður og brúðguma: þar í landi er litið á það sem algert fjölskyldufyrirtæki. Fjöl- skylduvinir hinnar tilvonandi brúður eða brúð- guma ákveða hjónabandið. Á islenzku mætti kalla þessa menn miðlara eða milligöngumenn. Þegar miðlarinn sannfréttir, að faðirinn vilji gjaman finna maka handa syni sínum eða dóttur, þá fer hann á stúfana að kanna möguleikana hjá góðum nágrannafjölskyldum. Hann gætir þess vandlega að fá sem gleggstar upplýsingar um efnahag þessa fólks, heilsufar liklegrar fjölskyldu og þar fram eftir götunum. Að giftingunni lokinni er brúðurin svo talin vígð fjölskyldu eiginmanns sins. Hinn hvíti búningur, sem hún ber meðan á giftingarathöfninni stendur, táknar, að hún sé frá þeim degi dáin foreldrum sínum, en eins og kunnugt er táknar hvítt sorg í Japan. Nýja-Guinea og Melanesia Þarna er litið á hjónabandið sem hver önnur verzlunarviðskipti. Faðir brúðurinnar tilvonandi semur við föður brúðgumans um hæfilegan prís fyrir stúlkuna, en því hærri sem hann er því meiri eru verðleikar hjónaleysanna. Oft er samið um þessi hjónabönd löngu fyrirfram, en vígsluathöfn- in fer alla jafna fram, þegar pilturinn er orð- inn fimmtán ára. Söluverð stúlkunnar er ósjaldan notað til þess að tattóvera likama hennar. Það er annað að ganga í hjónabandið þar. Hér á Islandi förum við ti\ prestsins — þ. e. a. s. ef við viljum mikið við hafa. En úti í löndum fara þeir víða allt öðru vísi að því að ganga í heilagt hjónáband. T. d.:

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.