Vikan


Vikan - 21.08.1952, Síða 14

Vikan - 21.08.1952, Síða 14
14 VIKAN, nr. 32, 1952 CHARLIE CHAPLIN Framhald af bls. 3. í þetta hlutverk, fann hann hana á ensku leik- sviði. Það er sagt, að hún hafi fengið þetta hlut- verk vegna þess hve prófíll hennar og Chaplin er líkur. Aðrir leikarar hafa lika Chaplinsvip, því 5 börn hans leika í myndinni, það yngsta þriggja og hálfs árs gamalt. 1 síðari myndum sínum hefur Chaplin talað mikið og predikað, en lagt minni áherzlu á lát- bragðaleik. 1 „Limelight" er hann aftur orðinn þöguli, hryggi og óheppni trúðurinn, sem er ást- fanginn af ungri stúlku. Þegar öryggið sprakk Framhald af bls. Jf. samtalinu við 'hana. Hvað ætli Valfríður hugsi um mig? Það var alveg sama héðan af. Það var úti um hamingju mína og mig sjálfan. Bara, að einhver bifreiðin keyrði yfir mig. En heim komst ég. Ég vissi naumast af því, hvernig ég fóf að þvi að hátta, en ég var feg- inn að fela mig i rúminu. Ég var grasasni, fífl, fábjáni og var þó talinn sæmilega greindur að eðlisfari. Bara að ég gæti útilokað mynd Vai- fríðar úr huga mínum, en hún var grópuð þar. En fyrst að ég mátti ekki eiga hana, vildi ég brenna hana I eldi hjarta míns og askán átti að blandast blóði mínu. Mér fannst höfuð mitt ætla að klofna. Æðarn- ar við gagnaugun voru þrútnar og slógu svo hátt, að ég fékk suðu fyrir eyrun. Undir morg- uninn seig á mig mók. Þá var það, sem undrið skeði. — Ég hentist til í rúminu. Það var líkast því, að strengur brysti. Sársauka fann ég lítinn, aðeins undarlega tilfinningu um leið og hár smellur kvað við. Ég opnaði augun nægilega snemma, lil þess að sjá eldglæringarnar gneista út frá mér öllum ofan að mitti. „Þetta er öryggið i þér, sem sprakk," sagði rödd einhvers staðar í undirvitund minni. Og ég efast ekki um, að röddin sagði satt. Ég varð allur annar maður. Það var, eins og létt væri af mér þungu fargi. Ég hafði eignast mitt fyrra jafnvægi aftur. Ég var frjáls og glað- ur. Valfriður og forstjórinn voru mér jafn óvið- komandi, eins og þau höfðu verið fyrir nokkrum vikum, þegar ég kom ókunnugur í þennan bæ í atvinnuleit. Ég teygði úr mér í hlýju rúminu og notaleg hendi fór um ungan og stæltan líkama minn. Það var yndislegt að eiga frí og mega sofa langt fram á dag. Hvorki læknavísindin eða sálfræðingarnir vilja trúa því, að þetta hafi átt sér stað, en sannleik- ur er það eigi að síður, og hann er og verður alltaf sagna beztur. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 4: 1. Með því að láta hýðið vera með í rauðvín- inu, en taka það af áður en hvítvínið ér búið til. 2. 7. des. 1879. 3. 7. des 1880. 4. Blár, gulur og rauður. 5. Kræklingurinn er skeldýr og telst til lin- dýrafylkingarinnar. 6. Largó, adagio, andante, allegretto, allegro, presto. 7. Anna er hebreskt nafn og þýðir hin yndis- lega. 8. Konstansa, Barbara og Joan Bennett. 9. Næturgagn. 10. Kerchrsundið. Það er tæpar 2 mílur á breidd á einum stað. 635. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1. gróðurreiturinn. — 6. hestsnafn. — 9. sá. — 10. verkur. — 11. land- ræma. — 13. vesæl. — 15. frosinnar. -— 17. for. — 18. hóps. — 20. ögn- ina. -— 24. suðir. — 25. kóp. — 27. ílát, fl. — 29. stíf. — 31. manns- nafni, ef. — 32. svifu. — 33. flík. — 35. ilát, fl. — 37. skakkar. — 40. hjálparsögn. — 41. skemmd. — 43. næmur á fegurð. — 46. hljópst. — 48. brúka,. — 49. kvendýr. — 50. kvíði (forn ending). — 51. dútl. — 52. saurgaðir. Lóðrétt skýring: 1. nákvæmur. — 2. heimilisáhald til ullar- vinnslu. — 3. maður. — 4. á fætinum. —i 5. hafa vilja til. — 6. fugl. — 7. slæm. — 8. hörunds- skemmdar. — 12. mannsnafn. — 14. rólegheitin. — 16. ekki neina (kiljansk-stafsetning). — 19. raska ró. — 21. hræðsla. — 22. heitmærin. — 23. eyktarmark. — 26. fram yfir. — 28. gefa frá sér hljóð. — 29. demban. — 30. hreyfingin. — 31. keyra. — 34. fjölmargt. — 36. keyrsla. — 38. blásið. — 39. duglegur. — 42. gerð lengri. — 44. hljóð. — 45. bómull. — 47. op. — Lausn á 634 krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1. bóla. — 5. ern. — 7. Elsa. — 11. gaul. — 13. ónæm. — 15. frá. — 17. rafmagn. — 20. áta. — 22. leti. — 23. grafa. — 24. snót. — 25. aki. — 26. svo. — 27. tug. — 29. ami. — 30. 'flís. — 31. utan. — 34. brást. — 35. ritar. — 38. kári. — 39. fáni. — 40. ágætt. — 44. skvap. — 48. grái. — 49. ólar. — 51. bás. — 53. agn. — 54. pár. — 55. sút. — 57. raki. — 58. angur. — 60. þari. T— 61. ara. — 62. trauð- ur. — 64. tak. — 65. flói. — 67. mása. — 69. gall. — 70. Pan. — 71. pína. Lóðrétt: 2. ógáti. — 3. la. — 4. aur. — 6. róma. -r- 7. enn. — 8. læ. — 9. smána. -— 10. afla. — 12. lagvís. — 13. ógauti. -— 14. bati. — 16. rekk. — 18. frost. — 19. aftur. ■— 21. tómt. — 26. slá. — 28. gat. — 30. Prigg. — 32. nafar. — 33. ske. — 34. brá. — 36. ráp. -— 37. eir. ■—• 41. æra. — 42. tágari. — 43. tinna. — 44. sópuð. —■ 45. klárum. — 46. var. — 47. fáar. — 50. lúra. — 51. bras. — 52. skafa. — 55. satan. — 56. tikk. — 59. gula. — 62. tól. — 63. ráp. — 66. 11. — 68. sí. Bréfasambönd Furðulega Senoran Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar 5 krónur. John nokkur Morrison er lamaður og til þess að drepa tímann, hefur hann byrjað að safna frímerkjum. Nú langar hann til að eignast ís- lenzkan bréfvin, sem getur skipzt á frímerkjum við hann. Vill ekki einhver hjálpa þessum veika manni og skrifa honum. Heimilisfangið er: 169, Connels Point Kd„ South Hurstville, N.S.W. Australia. SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, Austurhlið, Biskupstungum, Árnessýslu, vill skrifast á við 13—17 ára pilta. — MARGRÉT EGILSDÖTTIR, (við pilta 13—17 ára), Múla, Biskupstungum, Árnessýslu. — SIGRlÐUR EYGLÓ ÞÓRÐAR- DÓTTIR, (við pilta 20—25 ára), Vík, Mýrdal, Vestur-Skaptafellssýslu. — ERNA GUÐLAUGS- DÓTTIR (við pilta 20—25 ára), sama stað. — A.LEXANDER EDVARD, (við stúlkur 20—25 ára), Hofstöðum, Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi. — KJARTAN EGGERTSSON (við stúlkur 20— 25 ára), sama stað. — SIGRlÐUR AUÐUNS- DÓTTIR (við pilta 20—25 ára), Reier gard, Jeloy pr. Moss, Norge. — GUÐLAUG GUÐMUNDS- DÓTTIR (við pilta 20—25 ára), sama stað. -— ANGELA GUÐJÓNSDÓTTIR (við pilta 16—20 ára), Blönduhlíð 24, Reykjavík. — SIGRUN BERGSDÓTTIR (við pilta 20—25 ára), Hofi, Ör- æfum, Austur-Skaftafellssýslu. — EINAR ER- LENDSSON (pilt eða stúlku 13—14 ára), Álftar- ósi, Álftaneshréppi, Mýrum. María Eva Durate, bóndadóttir, náði ekki miklum vinsældum sem leikkona, en hún hafði ljómandi fallega útvarpsrödd. Svo það var ekki nema eðlilegt að Per- on leitaði til hennar í hvert skipti, sem hann þurfti að senda út beiðni um aðstoð vegna jarðskjálfta. Þannig hittust þau. Eva, sem hafði ótakmarkað sjálfstraust og dugnað, vildi verða fremsta kona Argentínu. Svo að hún tók atvinnumála- og félags- málaráðuneytið undir sína stjórn, án þess að biðja um leyfi stjórnarinnar og út- nefndi sjálfa sig ráðherra. Aldrei fyrr í sögu Argentínu höfðu verkamenn fengið svo mikil hlunnindi. Og til að tryggja sér nafnbótina „frú Örlæti“ stofnaði hún sjóð til styrktar fátækum og allir sem vildu halda hylli hennar urðu að gefa í þennan sjóð. Hún keypti upp heil blöð og notaði þau til að auka vinsældir sínar. Hún hafði líka yfirstjórn kvikmyndaiðnaðarins á hendi. Ef henni líkaði ekki við einhverja leik- konuna lét hún senda hana úr landi og beitti áhrifum sínum til að hún fengi ekki einu sinni vinnu í Hollywood. í

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.