Vikan


Vikan - 02.10.1952, Page 9

Vikan - 02.10.1952, Page 9
VIKAN, nr. 38, 1952 9 — Éff var kurtcisin sjálf og lipurð- in, en liann sagði, að hcrbergið vœri ckki nógu stórt fyrir okkur báða. Sjóliðinn og börnin hans Sjóliðinn á myndinni er bandarískur og hann er að heilsa upp á níu mánaða gamlan son sinn í fyrsta skipti. Skip sjóliðans — tundurduflaslæðarinn Symbol — var ný- komið úr níu mánaða leiðangri til Koreu, þegar þessi mynd var tekin. Og kona sjóliðans heldur á 23 mánaða gamalii dóttur þeirra. Fagnaðarfundir, alveg augljóslega. Ekki á vígvellinum Hershöfðinginn, sem hér er neðantil hægra megin, er orð- inn allfrægur. Þó gat hann sér elcki frægðarorðið á vígvellin- um. En hann var kvaddur á vettvang, þegar fangauppreisn- in á Koje-eyju í Koreu var bú- in að kosta tvo hershöfðingja stöðuna og minnstu munaði að stríðsfangarnir réðu lögum og lofum á staðnum. Haydon L. Boatner, en svo heitir maður- inn, var þá falin yfirstjórn fangabúðanna, og nú kvað ríkja þar kyrrð og spekt og hermenn Sameinuðu þjóðanna hafa í fullu tré við fangana. Þarna á að semja Myndin til vinstri er líka viðkomandi Koreustriðinu. Hún er af nýju húsi í Panmunjom, þar sem vopnahlésnefndir kommúnista og Sameinuðu þjóðanna hafa setið á rökstól- um hátt á annað ár. Nú er meiningin að nefndirnar noti framvegis þetta hús til funda- haldanna, en þær hafa til þessa notast við tjöld. Þetta spáir þó óneitanlega allt öðru en góðu fyrir vopnahlésviðræðun- um, að þeir skuli vera búnir að byggja heilt hús yfir þær! l.illi: Komdu aftur, pabbi. Þetta cr ckki húsbóndi þinn. I»að er cinhvcr annar. Tvennskonar menn hal'a áhuga á hinum „fullkomna" glæpi. Þetta eru annarsvegar reyfarahöí'undar, hinsvegar ósviknir glæpamenn.. Metal glæpamanna mnnu þó engir hafa jatn- mikinn áhuga á fullkomna glæpnum eins og morðinginn tilvonandi. Enda hættir hann oft lífi sínu fyrir glæpinn. Konan, sem hér er með dótt- ur sinni og frænku, varð fórnarlamb manns, sem hafði þesskonar glæp i huga. Svo vildi til, að hann var mað- urinn hennar. Og svo kæn- lega myrti hann konuna sína, að lögreglan hélt lengi vel, að hún hefði farist í bílslysi. En svo komst upp um kauða (glæpurinn hans reyndist með öórum orðum ekki full- kominn) og nú bíður hann dóms í fangelsi. — Myndin er tekin tveimur vikum fyrir morðiö. Þá var maðurinn konunnar búinn að undir- búa glæpinn. Svo framdi hann morðið seint um kvöld- ið — og svo komst semsagt allt saman upp. Litli Jón Lilli: Ilvert ertu að fara pabbi? Pabbinn: Þegiðu, ég vil ckki að hann sjái mig. Laumufarþegi um borð Patricia Kaskel, 19 ára, komst i blöðin, þegar hún gerð- ist laumufarþegi á risaskipinu Queen Mary. Það komst upp um hana, þegar hún reyndi að komast í land í Englandi. En æfintýrið fékk góðan endir. Pabbi laumufarþegans sagði blaðamönnum: ,,Ég er búinn að senda skipafélaginu greiðslu fyrir fargjaldinu hennar — þó með því skilyrði, að henni verði hvergi hleypt í land á heim- leiðinni."

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.