Vikan


Vikan - 16.10.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 16.10.1952, Blaðsíða 2
VIKAN, nr. 40, 1952; í FRÁSÖGUR FÆRAIMDI Eg sagði í þessum dalkum síðast svolítið frá Elizabeth Bret- landsdrottningu, og hvað hún hefði í mörgu að snúast; það var samkvæmt ósk eins les- anda, sem finnst VIKAN ekki segja nándarnærri nógu oft og ítarlega frá konunglegu fólki á borð við Elísabetu. En nú er hérna á skrif- borðinu mínu annatf óskabréf og mjög í öðrum dúr en drottningar- bréfið. Það er frá „Iþróttamanni", og hann biður um „nákvæmar leið- beiningar" í Atlaskerfinu, „sem Tíminn er búinn að segja frá". Þad vill svo til, að við á VIKUNNI höfum veri,ð að rabba um þetta fram og aftur upp á síðkastið, hvort ekki væri ómaks- ins vert að taka eitthvað saman um kerfið. En svo varð úr að láta það liggja milli hluta, af tveimur ástæðum. I fyrsta Iagi eru menn víst almennt rétt sí- svona í meðallagi af jáðir í að líta út eins og vöðvanuddaðir naut- gripir. I öðru lagi er það af og frá, að konur geti haft áhuga á kerfinu, nema að síður væri; þ. e. ef einhver yrði til þess að upp- finna nokkurskonar ranghverft Atlaskerfi, sem í stað þess að stækka vöðva minnkaði þá bok- staflega. I*AÐ liggur þessvegna í aug- um uppi, að það verður ekki úr því, fyrsta kastið að minnsta kosti, að VIKAN eyði prentsvertu í að gefa nákvæmar leiðbeiningar í At- laskerfinu. En piltinum til sára- bóta, sem biður um þetta, er það að segja, að stórgripavöðvar eru ekki nærri því eins móðins úti í löndum eins og margur virðist ætla hér heima. Þokkalegur lík- amsvöxtur er venjulegast látinn nægja þarna úti, og meir að segja eru dæmi til þess, hvernig ofvöxt- ur & vöðvum og önnur „hraust- leikamerki" geta blátt áfram snú- izt gegn eiganda sínum. Eg nefni Jeff Chandler leikara, en hann er samkvæmt blaðaf regnum ekki ein- asta vöðvastæltur og atlas-legur, heldur líka 1 o ð i n n á brjóstinu. En hefur þetta þá vakið almenna hrifningu? Ónei! Því að þegar hann var ráðinn til þess að leika hálfstrípaðan sjóræningja í bíó- mynd fyrir skemmstu, gengu brjósthárin ekki meir í augun á leikstjóranum en það, að hann skipaði Jeff að veskú snauta heim til sín og raka þau af sér á svip- stundu! Svo að þarna sjáið þig svart á hvftu, að það er ekki allt fengið með steinaldarútlitinu. ÞaÐ fara væntanlega kosn- ingar í hönd, sem árum saman hafa verið alveg sjálfsagðar, en enginn hefur almennilega þorað að mæla með fyrr en loksins núna. Þetta eru kosningarnar um ölið, þegar allir atkvæðisbærir menn á landinu verða beðnir að segja meiningu sína um mjöðinn, og svara nú ekki loðið. Það verða herlegar kosningar, því þær hljóta að hafa í för með sér mikinn áróður, að minnsta kosti á bak við tjöldin. Þab verður sérstaklega spennandi að fylgjast með þessu í herbúðum stjórnmálamannanna. I>að vill nefnilega svo til, að það er sennilegast" ekkert til efiðara í lífi eins stjórnmálamanns cn að taka aistöðu til áfengs öls. Það getur stappað nærri pólitísku sjálfsmorði, og aumingja menn- irnir vita þetta. Aróðurinn hlýtur að verða ef tir því. Eg spái því að hann snúist á annan bóginn um það að fá alla menn í landinu til þess að bannfæra ölið. Og á hinn bóginn um það, að fá alla menn'í landinu til að bannfæra ekki þá stjórn- málamenh, sem ekki vilja bann- færa ölið. En þetta verður allavegana fullt af fjöri og kátlegum tilburðum. JÞAD er sagt, að reykvískir dansleikir hafi tekið talsverðum stakkaskiptum síðan byrjað var að gera gangskör að því að ung- lingar hættu að fara þar á fyllirí. Sumir vilja þó halda því fram, að ekki sé breytingin áberandi til batnaðar. Vasapelar eru svo f jand- ans ári fyrirferðarlitlir. En það fer ekki milli mála, að allt eftirlit & dansleikjum hefur verið skerpt til liiuna undanfarnar vikur, og að veitingahúsin reyna eftir mætti að fara að nýju regl- unum. TlL DÆMIS er það vfst orð- ið allt annað en barnaleikur fyrir íiilla.n mann að komast inn á dans- leik. Honum er snúið við f dyr- unum. Og sannorðir menn segja, að það sé jafnvel hætt að vera barnaleikur að drekka sig fullan á dansleik, því að þjónarnir snúi bökunum við þannig mönnum. Þetta er ágætt og til fyrir- myndar. En meðal annarra orða — og úr því allt tal okkar snýst þessa stundina um fulla unglinga — hvað varð af kvenlög- reglunni, sem öll blöðin og jafnvel út- varpið með voru að tala um fyrir nokkrum ár- um ? Ef ég man rétt, átti málið að vera komið á það stig, að það væri ekkert eftir annað en ráða kvenmennina. Og siðan ekki söguna meir. EkKI svo að skilja, að ég hafi mikla trú á því, að einn eða tveir kvenlögregluþjónar geti bjargað drykkfelldum unglingum frá eilífri glötun. Bara ætlaði ég að nota tækifærið til þess að gera það að tillögu minni, að Fegrun- arfélagið verði látið velja konurn- ar, þegar að þvf kemur. Það setur þá að minnsta kosti ekki upp gosbrunna á meðan. G. J. A. Kœra Vika! Nú er ég i svo miklum vandrœöum, og leita til þín í neyð minni. Eg yfir- gaf ibúðina hérna í vor i aðeins mán- uð, en þegar ég kom aftur og hóf vorhreingerninguna fann ég tvo maðka með rauðan haus, en það var bara byrjunin þvi ibúðin virðist vera alveg undirlögð og mölur kominn um allt. Við -erum búin að sprauta DDT á alla hluti, veggina' hvað þá annað en það virðist engin -áhrif hafa á pennan ófógnuð. Mölkúlur eru i hverri skúffu og hillu en alltaf er ég að finna fleiri götótt föt og mölflugur. Ég er nú álveg orðin úrrœðalaus og veldur þetta mér vaxandi áhyggjum með degi hverjum því alltaf er ég að rekast á þessar litlu iðandi hvítu pöddur sem halda sig helzt i dökkum fötum. En þœr virðast ekkert stœlcka og er ég farin að halda að þetta sé ekki mölur á byrjunarstigi. En hvemig lítur mölur út fyrst? Hvernig i ósköpunum á ég að fara aðf Ung húsmóðir. Því miður kannast VIKAN ekkert við maðka með rauðum haus, sem kippa sér ekki upp við DDT. Þú skalt snúa þér til Aðalsteins Jóhannssonar meindýraeyðis, Rauðarárstig 36 (sími 5056). Svar til Erlu: Don Ameche lék Stefan Foster í kvikmyndinni „Við Svanafljót". Aðrir leikarar voru Andrea Leeds og Al Jolson. Myndin var tekin 1940. Kœra Vika, Geturðu ekki sagt mér hvað kona á að gera, þegar hún kemst að raun nm að maðurinn hennar er hrœðilega reglusamuir og hreinlegur, en hún sjálf óreiðusöm? Auðvitað á maður þá að taka gagngerðum breytingum. en það er ekki svo auðvelt. Er ekki bezt að mætast á miðri leið? Getur eiginmaðurinn krafizt þess að allt sé í röð og reglu í saumakörfunni og í borðstofunni ? Húsmóðir. Mér finnst að konan eiga aS hafa saumakörfuna sína í friði (hvernig sem hún lítur út), en þá verður hún að sauma tölurnar á buxurnar mannsins síns og gera við fötin hans, svo hann hafi ekkert erindi í körf- una. Það er öðru máli að gegna með borðstofuna bæði af fagurfræðilegum og heilsufræðilegum ástæðum. Þið eigið vafalaust bæði erfitt með að taka breytingum, en þú hefur sjálf stungið uppá því að mæta honum á miðri leið. Hvernig væri að haf a borð- Framhald á bls. 13. f^^^^^Q^^^^^^^^^^^^^^^^^^)^^^ Iðnsýningin 1952 Opin alla daga frá klukkan 14 til 23. Læknaskipti Þeir samlagsmenn, sem réttinda njóta í Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur og óska að skipta um lækna frá næstu áramótum, snúi sér til skrifstofu samlagsins, Tryggvagötu 28, til loka þessa mánaðar, enda liggur þar frammi listi yfir lækna þá, sem valið er um. Læknaskipti geta því aðeins farið fram, að samlags- maður sýni tryggingarskírteini sitt og skírteini beggja, ef um hjón er að ræða, enda verða þau að hafa sömu lækna. — Reykjavík, 1. október 1952, Sjúkrasamlag Reykjavíkur. B ? v * V : V V" V V V V V *' V V V V >»XK+Z<*Z<K<<^ :?:?>!« TJtgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gíslj J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.