Vikan


Vikan - 16.10.1952, Blaðsíða 7

Vikan - 16.10.1952, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 40, 1952 Nokkur orð um ,táninga'- ameríska, franska og íslenzka Hvaðan er stúlkan á forsíðunni? Það skiptir kannski ekki máli. Hjálmar Bárðarson tók myndina á Selfossi í sumar, og íslenzk er stúlkan, svo mikið er víst. Og hún er þar á ofan ósvikinn „táningur". En hvað er þá „táningur"? Það er lausleg þýðing á enska orðinu „teenager". Og hvað er „teenager"? Við báðum ritstjóra heimilissíðunnar að skrifa um það nokkur orð og hér eru þau: IFLESTUM löndum er mikið skrif- að um „táningana", en hér sést varla minnzt á þennan skemmtilega og skrítna hóp, nema ef nöldrað er yfir því hvað þeir hafi hátt. Tán- ingarnir eru á þeim aldri, sem endar á tán eða tján: þrettán, fjórtán, fimmtán, sextán; sautján, átján og nítján ára gamlir. Sumir kalla þetta vitleysisárin, en á foreldramáli heitir það erfiði aldurinn. Táningarnir okkar eru hreint ekk- ert einsdæmi. Alls staðar skilur fólk á þessum aldri sig greinilega frá öðru fólki, enda hlýtur að vera erfitt að lifa í heimi, þar sem maður er full- orðinn í sjálfs síns augum, en barn i augum annarra. Athafnasemi og sköpunargleði táninganna, hvar sem þeir ala manninn, kemur líka fram í því að breyta og laga til það mál, sem annað fólk talar. Aftur á móti fá þeir ólíkt yfirbragð, eftir því í hvaða landi þeir hafa alizt upp. Amerískir „teenagers" eru einna frægastir og hafa haft mikil áhrif á jafnaldra sína í öðrum löndum, enda eru þeir viðurkenndir heima hjá sér og þar eru starfandi mörg félög til að beina vitleysunni inn á réttar eða að minnsta kosti skaðlausar brautir. BANDARÍKIN 1 Bandaríkjunum lítur meðal-tán- ingur svona út: Hann gengur í óhreinum verkamannabuxum, helzt með málningarslettum. Það er alveg ótækt að eiga nýjar og hreinar verkamannabuxur og strax ráðin bót. á þvi. Buxnaskálmunum er brett upp og alls konar víðar peysur og úlpur notaðar við þær. 1 sumum skólum er þó bannað að koma svona klædd- ur í tíma, en þá eru nemendurnir komnir i gallann um leið og þeir koma heim. Ameriskir táningar stunda íþróttir (baseball), þamba kóka-kóla í apotekum og fá sér þar snúning við og við. Foreldrarnir virð- ast ánægðir með þetta fyrirkomulag og lána kjallaraherbergi eða jafn- vel boröstofuna, svo krakkarnir geti drukkið sitt kók og dansað. Annað einkenni ameriskra táninga er það, hve fljótt þau_byrja að „para sig saman". Það þykir ekkert eðli- legra en að ungur herra, sem orðinn er 14 ára gamall, eigi sína vinkonu, sem fer með honum í bíó, á ísbar og annað sem hann fer. Auðvitað kynn- ir hann hana fyrir foreldrum sínum. FRAKKLAND Það er erfiðara að gera sér grein fyrir hvað er meðal-táningur í Frakklandi, og helzt þyrfti að skipta þeim í flokka. 1 einum flokknum yrðu þá þeir sem hafa orðið fyrir ame- rískum áhrifum. 1 annan flokkinn kæmu skólakrakkarnir, sem eru svo önnum kafin við lestur á veturna, að litið ber á þeim nema í skóla- hverfunum (þar eru erfið sam- keppnispróf við alla skóla). Strax og prófin eru búin á vorin fyllast svo allir þjóðvegir af hjólreiðamönnum og göngugörpum með bakpoka, tjöld og svefnpoka á bakinu. Svona flækj- ast þeir um meginlandið fyrir litinn pening, þangað til skólinn byrjar aftur. En það eru existensialistarnir, eins og þeir eru kallaðir, sem fyrst vekja athygli útlendinga, sem koma til Parisar. Þeir spruttu upp eins og gorkúlur eftir stríðið. Þeir kenna sig við existialisma Sartres, en í raun og veru vita víst fæstir þeirra í hverju sú heimspekisstefna liggur. Þeir eru voðalega sorgmæddir yfir því hve heimurinn er vondur og segj- ast hugsa svo mikið, að þeir megi ekki vera að öðrum eins hégóma og að klæða sig almennilega eða þvo sér. Þeir búa í Latinuhverfinu og eru háskólanemendur og „listamenn". Þeir eru óhreinir og illa til fara og flækjast milli kaffihúsanna í heim- spekilegum deilum og á kvöldin dansa þeir jitter-bug í loftlausum kjöllurum. Þeir láta fara mikið fyrir sér og þjást mikið fyrir þennan vonda heim. ISLAND Ef við berum táningana okkar saman við jafnaldra þeirra í þessum tveim löndum er þó talsverður mun- ur þar á. Það heyrist oft að islenzk- ur meðaltáningur sé lifandi eftir- mynd amerískra jafnaldra sinna í klæðaburði. Þetta er mesta vitleysa. Amerískar stelpur koma aldrei i fin- .um kjólum og háhæluðum skóm í skólann og amerískir skólastrákar ganga aldrei í jakkafötum og með bindi hversdagslega. Annars sjást hér fleiri ungar stelpur i lághæluðum skóm og fléiri strákar í úlpum og bindislausir en fyrir nokkrum árum. En eitt hafa islenzkir skólakrakkar fram yfir jafnaldra sína í flestum öðrum löndum. Þeir vinna á sumrin og þó þeir komi ekki alltaf með mik- inn pening til baka, hafa þeir að minnsta kosti verið úti og safnað orku fyrir veturinn. Og nú eru þeir komnir í bæinn. Ungu stúlkurnar leiðast eftir Austurstræti á kvöldin, rúnt eftir rúnt, og ungu mennirnir standa á horninu hjá Árna Björns- syni og inni í öllum skotum og virða þær fyrir sér. Það er varla hægt að komast inn á. ísbarana, aðsetursstaði táninganna, því marga langar í kók, kaffi eða mjólk milli rúntanna. VINSÆLT FRAMHALD I IÐNÖ LEIKFLOKKUR GUNNARS R. HANSEN sýnir þessa dagana í Reykjavík leikrit Guðmundar Kamban „Vér morðingjar". Sýn- ingarnar eru i Iðnó og alltaf fyrir fullu húsi, svo að þetta er ósvik- ið framhald á þeim vinsældum, sem flokkurinn aflaði sér á ferða- lagi sínu um landið í sumar. Hann sýndi alls á 26 stöðum og stund- um oftar en einu sinni, og síðast- liðinn sunnudag efndí hann til fertugustu sýningarinnar á þessu Kamban-leikriti og enn fyrir fullu húsi. En það var áttunda sýning hans í Reykjavik og fleiri munu fyigja. Flokkurinn hefur fært lands- mönnum á einu sumri merkilegt leikrit og ágætan leik. Gunnar R. Hansen annaðist leikstjórnina og undirbúning allan í Reykjavík, og svo sendi hann flokkinn af stað í sumarferðalagið, en sat sjálfur heima. Það var ferðast í 22 manna bíl og leikararnir máttu hafa með sér leiktjöld á tvö svið, auk far- angurs. Þeir máttu lika vera sínir eigin aðstoðarmenn á ferðalaginu öllu, þ. e. a. s. í þeirra hlut féll yenjulegast allur undirbúningur hverrar leiksýningar á hverjum stað, auk hinnar eiginlegu sýn- ingar sjálfrar. Sagan hefur svo endurtekið sig i Reykjavík, þar sem leikararnir haf a meir að segja skiptst á að standa í miðasölunni. Meðfylgjandi myridir eru teknar á æfingu flokksins. Þessi til vinstri er af Gunnari leikstjóra. Sú efri er tekin á samlestrarprufu. Þessir sitja (frá vinstri): Gísli Halldórsson, Erna Sigurleifsdóttir, Edda Kvaran, Einar Þ. Einarsson. Áróra Halldórsdóttir. Þessir standa: Gunnar R. Hansen og Ein- ar Pálsson. DREKKIÐ em IS-KALT | VIÐTOL 5 við þjóðkunna menn, sem birtast 5 I SAMTlÐINNI, vekja athygli. 10 : hefti (320 bls.) árlega fyrir að- ¦ eins 35 kr. Sendið áskriftarpönt- ¦ un, og þér fáið tímaritið frá síð- S ustu áramótum. Argjald fylgi E pöntun.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.