Vikan - 30.10.1952, Síða 11
VIKAN, nr. 42, 1952
11
MOIA
Eftir JAY DRATLER.
AÐ VAR æfintýri líkast að aka heim þetta
kvöld. Ég reið klofvega á halastjörnu, og
niður undan mér strituðu mannaumingjarnir upp
eftir Wishire Bouleward. Ég sneri til vinstri upp
einstefnuvetrarbraut, og á leiðinni ók ég utan í
vegarmerki, svo það þeyttist út í geyminn.
En á sumum sviðum hugans hugsaði ég þó
skýrt. Á þeim sviðum, þar sem gosið hafði upp
óttablandin aðgerðalöngun strax og ég heyrði
nafn Mónu. Nú hummaði í huga mínum á þeim
sviðum, og ég hegðaði mér samkvæmt því.
Nálægt Sunset Boulevard stanzaði ég bílinn.
Tuggugúm var í hanzkahólfinu. Því næst Lav-
ender rakvatn. Burt með skrúflokið; aðeins fá-
einir dropar. Framar fyndist enginn ilmur af
tigrynju.
En þar með var ekki öllu lokið. Nokkru síðar
hafði hummið í huga minum breytzt í öskrandi
hvæs. Ég velti því fyrir mér, hvort Móna hefði
vitað fyrirfram, að Bill ætlaði sér að stunda
töskuþjófnað. Mér þótti það ekki liklegt. Samt
þekkti ég hana svo lítið. Áður hafði það nægt,
en nú var allt breytt. Hvaðan var hún ? Hvar
hafði hún verið hingað til ? Hvers vegna gugnaði
hún ? Hvers vegna höfðum við bæði gugnað ?
Mig langaði til að vita, hvað gerði okkur svo
samþýðanleg, hvað oili þvl, að við hittumst,
hvaða samkenni í fortið og uppvexti stuðluðu að
fundi okkar. Hvaða orsakir í umhverfi okkar,
hvaða sálfræðileg rök knúðu okkur út í þennan
óhjákvæmilega flótta frá eðlilegu fjölskyldulífi ?
Hvað olli þessum atburðum ?
Við erum öll mótuð af sérhverju orði, sem við
segjum, af sérhverjum hlut, sem ber fyrir augu
okkar eða berst að eyrum okkar, öllu því, sem
heili okkar meðtekur frá því við fæðumst. Og
úr því að tvær manneskjur geta orðið svo nánar
hvor annarri á svipstund — hvaða sameiginlegar
minningar áttu þær þá? Höfðu þær vaxið úpp
við svipaðar heimilisvenjur, fengið sams konar
áminningar og veitt sömu mótspyrnu ? Höfðu
þær séð samkonar æskudrauma rætast?
Ó já. Það var svo margt sem ég vissi ekki.
Mér flaug það ekki í hug, fyrr en ég kom heim,
að allt frá byrjun hafði ég ekki haft hug á að
spyrja Sú, hvernig henni liði. Hún kvartar aldrei,
og það var harla erfitt að trúa því, að hún hafði
legið næstum fjóra mánuði í rúminu.
Hún spaugaði bara, var kát og fjörug, og ef
til vill heimsóttu hana svona margir einmitt
vegna þess. Hún tók ekki á móti gestum sínum
með neinum eymdarstunum.
Ennþá var hún vakandi, las í blaði og beið
eftir mér og um leið var eins og loku væri skot-
ið fyrir Mónu í huga mínum. Állt í einu var ég
sá sami og áður, spurði um barnið mitt, hlustaði
á, hvað það hafði sagt og gert og borðað. Og
eftir stundarhik sagðist ég ætla með henni í dýra-
garðinn næsta sunnudag.
Þegar maður lofar barni einhverju, þá verður
maður að efna það.
„Hvað ertu að lesa?“ spurði ég um leið og ég
steig upp í rúmið. Svona var þetta ein-
falt; svona áreynslulaust. Nú var ég aft-
ur orðinn sá sami og áður. Eiginmaður
fram í fingurgóma. Það var líkt og að
fæla héra úr bæli sínu. Og sjálfur var ég
hérinn. Það hafði Móna sagt. Hræddur;
„Hún er um eiginkonu sem fer á glap-
stigu,“ sagði Sú.
„Láttu þér það að kenningu verða,“ sagði ég.
„Að þú skulir segja þetta,“ andæfði hún. „Þú
ert hamingjusamur. Þú hefur mig hjá þér. Ég
er að vísu óttalega vesöl sem stendur, ligg á
meltunni alla daga. En fram hjá þér tek ég
ekki.“
Ég brosti við henni. „Og veiztu af hverju? Af
því ég tæki þig annars i bóndabeygju."
„Ég mundi mana þig að reyna,“ sagði hún,
„ef ég væri ekki með öll þessi ósköp í magan-
um.“
Ég gekk til hennar og laut niður og kelaði
við hana ástleitinn. Svo kleip ég hana í nefið,
og hún brosti til mín. Svo var ekki meir. En nóg
var það samt.
Og svona einfalt var þetta. Og það var allt
af því, að hugur minn skiptist í tvennt. Og sá
hluti hans, sem lét nú til sín taka, hann var
ósnortinn af þvi, sem gerzt hafði fyrr um kvöld-
ið.
„Hefurðu talað nýlega við lækninn?“ spurði
ég-
„Já, i dag. Hann sagði ég mætti hætta við
pranonepillurnar og ópíumið," sagði hún.
„Afbragð. Bráðum geturðu aftur gegnt hlut-
verki þínu sem eiginkona," sagði ég. „Og ef
við eignumst aðra telpu álika og ,,Litlu“, þá verð-
um við virkilega hamingjusöm." „Litla“, var
Anna.
Sú skrikti. „Ég fór í mömmuleik við hana i
dag. Ég var litla barnið, og hún var mamman.
Ég var lasin. Og hún sagði mér að leggjast á
hliðina, svo að hún gæti mælt hitann.“
Við hlógum litla stund, og við vorum mjög
samstillt. Eins og við vorum raunar alltaf.
Trúðu mér, það má líta á hana frá margvís-
legum hliðum, en ævinlega endurspeglast hún
á öðru sviði hugans. Þannig er það, án þess
manni sé það sjáifrátt. Og þetta virðist eðli-
legt, blátt áfram réttmætt. Tígrynjan læsir klón-
um í hjarta þitt, og enginn sér þess samt rnerki.
•„Nú skulum við fara að sofa, vina,“ sagði
ég. „Klukkan er meir en þrjú, og þú verður þreytt
á morgun." Ég geispaði. Þreyttur. Þreyttur og
innantómur.
Svona var þetta i raun og veru. Blíða mín til
Súar hafði ekkert dvínað. Engin breyting. Allt
var eins. Og ég óskaði, að hún gæti farið fram
úr. Mig langaði til að skrifa til hennar nokkur
orð á spegilinn í baðherberginu. Svoleiðis gerð-
um við oft hér fyrrum. Við skrifuðum með sápu.
Kjánalegar setningar. „Ég elska þig, kelli mín.“
Stundum teiknuðum við líka hjarta ,með ör í
gegnum sig. Eða hausltúpu og bein í kross, og
litil setning niður undan. „Gettu hver elskar
þig?“ Stundum skrifuðum við ástarorð á smá-
seðla og földum svo einhversstaðar í íbúðinni —
stungum þeim 1 bækur, sem okkur þótti vænt um,
í skúffur eða kápuvasa.
Allt var þetta fjarskylt Mónu. Eins og í sér-
stöku hólfi. Afmarkað. Hvað er svo hræðilegt
við það? Látum svo vera — ég er bara misindis-
maður, illa rættur syndari. Margt auðvirðilegra
hefur gerzt í þessari borg. Hér var til dæmis
evrópskt par; hann var filmstjóri, hún leikkona.
Þau eru gift og búa ennþá saman. En þau lifa
samt hvort í sínu lagi, spurnarlaust, jafnvel án
gagnkvæmrar velþóknunar. Svo spjalla þau um
afrek vikunnar á sunnudögum, jafnvel að öðru
íólki viðstöddu. Þá segja þau hvort öðru, við
hvaða karla og konur þau hafa átt mök; hvernig
það tókst og svo framvegis; hvað þessi sagði á
eftir og hvað hinn.
Ég var að minnsta kosti ekki eins auðvirði-
legur og þetta fólk.
Reyndin varð sú, að mér gekk erfiðlegar með
Makk heldur en Sú. Og ég held ég hafi búizt við,
að svo yrði.
Hann hringdi til mín áður en ég fór til skrif-
stofunnar daginn eftir.
„Halló," sagði hann. „Get ég leyft henni að
heimsækja hann núna?“
Þetta kom eins og reiðarslag yfir mig, og mér
varð orðfall. „Já,“ sagði ég að lokum.
„Hvernig var það ? Þú virðist harla vondauf-
ur,“ sagði hann hljóðlega. Jafnvel hann varð að
lina á hörkunni. Þó var rödd hans eilítið hás.
Hann ræskti sig.
„Ég sofnaði seint.“
„Hvernig var hún?“
„Ég segi þér það, þegar ég hitti þig næst.“'
„1 dag?“
„Nei. Ég þarf að fara á fund hjá kvikmynda-
íélaginu," laug ég.
„En í kvöld þá?“
„Ég er upptekinn. Það kemur fólk í heimsókn
í kvöld.“ Það var að minnsta kosti satt.
„Hvað er að þér?“ spurði hann. „Þú ert þó
ekki að verða innbilskur?"
„Ekki núna, Makk, ég get ekki sagt þér neitt
núna.“
„Því ekki?“
„Ég get það bara ekki.“
Hann þagði litla hríð. „Er einhver þarna hjá
þér.“
„Já.“ Og ég sagði þetta af svo miklum létti,
að það hljómaði sennilega.
„Nú . . . jæja, ég hitti þig seinna. Vertu bara
rólegur,” sagði hann. „Og skemmtu þér vel.“
„Auðvitað. Vertu sæll, Makk.“
Mig fiðraði um allan skrokkinn. Mér fannst
ég vera skítugur. En við hverju mátti ekki búast
af Makk. Svona var hann. Og fjölmargir urðu
verri en hann í lögreglunni. Ef til vill var ekki
einu sinni hægt að álasa honum. Eitt sinn sagði
hann mér frá því, hvernig lögreglumenn í saur-
lifnaðardeildinni hækkuðu i tign. Þeir fram-
kvæma nokkurskonar handtökur. Eins og til
dæmis þegar nokkrir þeirra boruðu gat á þakið
Það er ekki verra en hver önnur vinna
að vera eiginmaður. En það hjálpar óneit-
anlega mikið, ef manni geðjast að húsbónd-
anum.
yfir salernum karla í einum borgargarðinum
og settu mexikanskan strák þar upp á til að
fylgjast með kynvillingum. Eða þegar þeir ginntu
stráka til athæfis, sem vörðuðu við 228. greinina
i kaflanum um saurlifnað. Makk sagði mér líka
frá sálsýkisfræðing, sem lögreglan kvaddi iðu-
lega til rannsóknar á þesskonar málum. Auðvit-
að fékk hann ríflega þóknun. En að síðustu gerð-
ist hann meðsekur. Til sögunnar var nefndur
tuttugu og tveggja ára kynvillingur. Lögreglu-
maður nokkur hafði verið í einkabíl, borgara-
klæddur. Hann hafði tekið strákinn upp í bílinn,
gert sig líklegan og handtekið hann síðan.
Sálsýkisfræðingurinn var kvaddur til rannsókn-
ar, og hann missti stjórn á sér og athugaði hæfni
kenninga sinna í reynd. Að hans áliti, hafði hann
sagt, var sérhver maður, sem lét teygjast til
slikra athæfa, með öll einkenni kynvillinga, hvort
sem hann gerði sjálfum sér það ljóst eða ekki.
Það varð uppsteytur i réttinum, og pilturinn
var sýknaður. En sálsýkisfræðingurinn var aldrei
aftur kvaddur til lögreglunnar.
Nú var Makk eflaust að geta sér orðstírs í
saurlifnaðardeildinni.
Áður en ég fór til skrifstofunnar þennan