Vikan - 30.10.1952, Side 14
14
VIKAN, nr. 42, 1952
Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu.
Framhald af bls. 6.
„Nei, nngfrú Green.“
„Hún er heima. Parðu bara beint upp.“
1 stiganum mætti hann manni, sem hélt á
vegg-fóðurrúllum og þegar hann kom upp á skör-
ina var viðgerðarmaðurinn að koma út úr her-
berginu.
„Við erum svei mér búnir að vera fljótir.“
sagði hann og leit á úrið sitt. „Viltu líta inn
áður en við förum að veggfóðra ?“
Foam sá undir eins að ekkert hafði verið
sparað, þó hann kynni ekki að meta allt þetta
skraut. Veggjunum var skipt með gylltum römm-
um og veggfóðrið glitraði i ljósinu.
„Sú gamla valdi dýrasta veggfóðrið í bókinni,“
sagði viðgerðarmaðurinn. „Enda stakk majórinn
þvx að henni að ekki yrði gert meira við nr. 16,
meðan hún væri í því. Það verður engin smá-
upphæð, sem Cross verður að borga. Ég hefði
reynt að róa hann í gærkvöldi, en majórinn var
svo ákveðinn."
Þegar Foam barði að dyrum á nr. 15, hrópaði
reiðileg rödd „Kom inn“.
„Ó, ert það þú? Ég hélt að það væri majór-
inn. Ég þoli ekki að horfa á hvernig farið er með
vesalings Rafael, þegar allt gengur honum á
móti. Majórinn hvatti kerlinguna tit að eyða eins
miklu af peningum Cross og hægt var. Hvers
vegna ertu að hlægja?“
„Að því að Cross sagði mér að majórinn væri
of viðkvæmur til að reka viðskipti."
Foam sagði henni frá kortinu frá Evelyn og
skilaboðunum frá Cross. Andlit hennar ljómaði
eitt augnablik, en svo rak hún upp hæðnishlátur.
„Nú er hann aftur farinn að ýkja. Milljóner?
Minna má nú gagn gera. Heldurðu að þetta sé
hvít þrælasala? Bara að ég sé nú nógu hvít, því
ég slæ ekki hendinni við vinnu núna. Eg er búin
að rápa allan daginn og hefi ekkert haft upp úr
því.“
„Hvers vegna ferðu ekki heim?“
„Vegna þess að mig langar til að lifa. Þú get-
ur ekki ímyndað þér hvernig það er heima. Fjór-
ar kröftugar máltiðir á dag, og gönguferðir i
leðjunni, til að ná í Prestablaðið. Pabbi segir að
mín bíði gott heimili, en ég vil heldur vera svöng
og hafa ekki von um neina máltið en fara þang-
að.“
Þau borðuðu saman á litlu veitingahúsi og
ræddu um kortið frá Evelyn og tilboðið frá Cross.
„Finnst þér að ég ætti að hringja til frú
Stirling ?“ spurði Viola.
„Því ekki það ? Það er til milljónamæringur,
sem heitir Stirling og ég skal láta spyrjast fyrir
um fjölskyldu hans. Ég læt þig ekki taka neina
vafasama vinnu.“
„Þá hringi ég strax og ég kem heim. Kannski
ég fái tilefni til að hlægja og það er alltaf ein-
hvers virði.“
Foam fylgdi henni heim til að vita hver ár-
angurinn yrði af símtalinu. Majórinn var sjálf-
ur við dymar en dyravörðurinn var hvergi sjáan-
legur. Foam sýndist honum ekkert vera um að
sjá þau, þó hann léti ekki á því bera.
„Viljið þér fá vinnu, Foam," sagði hann. „Goya
segist ætla að flytja inn snemma í fyrramálið
og viðgerðarmaðurinn gerir ekki meira í dag.
Ég hefi orðið að fá aðra menn til að vinna í
nótt. Þarna kemur nýi spegillinn."
Foam leit á spegilinn, því hann vissi að hann
væri ekki af lakara taginu. Bæði ramminn og
glerið var nýmóðins og miklu ljótara en gamli
spegillinn. Aftur á móti virtist hann óvenjulega
þungur, því maðurinn, sem bar hann, gekk keng-
boginn, þó hann væri sterklega vaxinn.
„Hversvegna kaupa þau nýjan ramma? Hann
brotnaði þó ekki,“ sagði Viola um leið og hún
kom út úr símaklefanum.
Hún hafði talað við einkaritara frú Stirling,
sem hafði veitt henni viðtal morguninn eftir.
645.
KROSSGÁTA
VIKUNNAR
Lárétt skýring:
1 yfirhöfn — 5 bera á
brýn — 8 sæti — 12
bands — 14 horfa — 15
ábata — 16 málmur —-
18 dríf — 20 tók — 21
málfræðiskammstöfun —
22 geðsleg —- 25 tveir
eins — 26 horfa — 28
hali — 31 beina að -—■
32 hreyfing — 34
óhreinka — 36 merki —
37 smiðaáhald -— 39
gælunafn —■ 40 skemmt-
un — 41 muldu — 42
hjálparsögn — 44 vind-
ar — 46 not -—■ 48 hest
50 á skrúfum — 51 guð
— 52 bílategund — 54
ættarnafn — 56 dýra-
mál —57 lönd austan
Eystrasalts — 60 drykk-
ur -— 62 gusar — 64
ílát — 65 mannsnafn —
66 skelfiskur — 67 dám
— 69 ófús — 71 mæla
— 72 hrekkir — 73 ílát.
Lóörétt skýring:
1 tók ófrjálsri hendi — 2 mannsnafn — 3 utan
— 4 tveir samstæðir ■— 6 íþrótt — 7 óánægja
—- 8 skammstöfun — 9 tala — 10 fínt (slang-
uryrði) -+- 11 eins (forn ritháttur) — 13 and-
varp — 14 hrista — 17 greinir —' 19 í vafa —
22 auðmjúka — 23 eind — 24 meindýrafans —
27 stanz — 29 fataefni — 30 viðtengt — 32 vot-
ur — 33 vandar — 35 huga — 37 töf — 38
stilltur — 43 forföður — 45 tíndu — 47 æða —
49 hjakk — 51 guðsmann — 52 leiða — 53 flýti
— 54 latnesk bæn — 55 sól — 56 meira en allt
annað — 58 tryggur — 59 munngæti — 61
hæna — 63 sædýr — 66 þrír eins — 68 fanga-
mark félags — 70 mynt, skammstöfun.
Lausn á 644. krossgátu Vikunnar.
Lárétt: 1 gerlegt — 7 stofnar -— 14 Ara —
15 Mars — 17 óframa — 18 sinn — 20 loppa -—
22 agið — 23 Annam — 25 sal — 26 ama —
27 ld — 28 mis — 30 ranni — 32 ta — 33 eir
—- 35 skeinan — 36 fól — 37 Elsu — 39 tína
— 40 skattheimtuna — 42 lauf — 43 arga —
45 aur — 46 greiðra —48 rót — 50 nm •— 51
seinn — 52 ana — 54 fa •— 55 peð — 56 agi
— 58 andað -— 60 veri — 62 árana — 64 dári
— 65 aðilar — 67 raka — 69 tin — 70 rakarar
—• 71 rauðinn.
Lóðrétt: 1 gasaleg — 2 erindi — 3 rann — 4
em — 5 gal — 6 tros — 8 tóa — 9 of — 10
frami — 11 naga — 12 ami — 13 raðtala —
16 sparipeningar — 19 nam — 21 plan — 24
misst — 26 ann — 29 Skutari — 31 naumara
— 32 tóna — 34 rekur —■ 36 fínar — 38 laf
— 39 tug — 40 saum — 41 ti-ana — 42 landvar
— 44 staðinn — 46 geð — 47 enar — 49 ófarin
—- 51 seila — 53 and — 55 prik — 57 inar —■
59 dáti — 61 eða — 62 ára — 63 aka ■— 66
ar — 68 au.
„Hugsaðu þér ef sveitaprestsdóttirin fer að búa
með milljónamæringum,‘fc hrópaði hún. „Annars
er mér illa við ríkar stúlkur. Þær hafa alltaf
fengið hlutverkin, sem ég ætlaði að fá, af því
þær þurftu ekki launin. Annars reyndi ég að
borga fyrir mig, því ég steig ofan á tærnar á
þeim og ýtti við olnboganum á þeim, þegar þær
voru að mála sig. Vertu bless og þakka þér
fyrir.“
Þegar hann kom fram á ganginn sá hann beint
inn í nr. 16. Dyrnar stóðu opnar og þar var eng-
inn inni. Hann gekk inn í herbergið og lyfti
speglinum til að vita hve þungur hann væri. Sér
til mikillar undrunar lyfti hann honum auðveld-
lega. Ramminn var úr gylltu gifsi og holur að
innan.
Framhald í nœsta blaði.
Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5:
1. 1 Radio City Music Hall í New York og
það er svo gisið, að ef maður stendur bak
við það, sjást áhorfendurnir greinilega.
2. Björn Grímsson (sonur Grims Skúlasonar í
Hruna) og Hjalti Þorsteinsson prófastur
í Vatnsfirði
3. Metternich prinsessa.
4. Skjálftinn eykur hreyfingu vöðvanna og hit-
ann i likamanum um leið.
5. Það er notað í málmblöndur, sem úr eru
gerð smiðatól, vélahlutar, skipsskrúfur o. fl.
og það kemur mest frá Sovétsambandinu,
Vestur-Indlandi, Afríku og Brasilíu.
6. 300 km.
7. Ernest Hemingway.
8. Á Siglufirði
9. 1 Moskvu.
10. Hvítur. Kofinn hlýtur að hafa staðið á Póln-
um og þar i grennd erú aðeins hvítabirnir.
Bréfasambönd
Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar
5 krónur.
JÓN MAGNOS RUNÓLFSSON (við konu 40—45
ára) Suðurgötu 25, Keflavík. — DIETER
BETHKE (við 14—17 ára stúlkur) Hvanneyrar-
braut 80, Siglufirði. — STEINAR HALLGRlMS-
SON (við stúlkur 14—17 ára) Hvanneyrarbraut
32, Siglufirði. — BJÖRN ÞÓR HARALDSSON
(við stúlkur 14—17 ára), Hvanneyrarbraut 6,
Siglufirði. — JÓRUNN H. SVEINSDÓTTIR (við
pilta eða stúlkur 18—20 ára), Brautarholti,
Haganesvík, Skagafirði. — INGIBJÖRG
ÁGÚSTSDÓTTIR (við pilta 17—21 árs) Skóga-
^kóla, A.-Eyjaf jöllum, Rang. — ELlNBORG
KRISTJÁNSDÓTTIR (við pilta 17—21 árs),
sama stað. — JÓNA MAGNÚSDÓTTIR (við pilta
17—22 ára) Þverá, Ólafsfirði, Eyjafjarðarsýslu.
— BJÖRN SIGURÐSSON, KARL JÓNSSON og
RAFN SIGURÐSSON (við stúlkur 18—20 ára)
allir á B/v Jörundi E.A. 335, Akureyri. — HAF-
STEINN HALLDÓRSSON (við stúlkur 15—19
ára), Heiðarbæ, Flóa, Árnessýslu. — HLlF
JÓNSDÓTTIR (við pilta 17—22 ára), Ártúni, Ól-
afsfirði, Eyjafjarðarsýslu. — GUNNAR HVANN-
DAL (við stúlkur 17—25 ára), JÓN MAGNÚS-
SON (við stúlkur 17—25 ára), PÁLMI HÉÐINS-
SON (við stúlkur 17—25 ára), allir í Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík. — SIGRÚN SIGURÐAR-
DÓTTIR (við pilta 15—19 ára), Uthlið, Biskups-
tungum, Árnessýslu. — MARGRÉT KARLS-
DÓTTIR (við pilta 15—19 ára) Gýgjarhólskoti,
Biskupstungum, Árnessýslu.