Vikan - 15.01.1953, Page 2
I FRASOGUR
FÆRANDI
Það varð uppi fótur og fit
skömmu fyrir jólin í tilefni af
tveimur íslenzkum biómyndum,
þó fyrst og fremst annarri —
}>eirri, sem allt dramað var í —
en í henni gaf meðal annars að
líta asskoti svalan prest, sem stal
perlufesti af deyjandi kerlingu og
hlaut fyrir það makleg málagjöld,
þ. e. brauðhníf í bakið. I*essi mynd
var sýnd í Tjarnarbíó og Hafnar-
bíó í Beykjavík, og í forspjalli
sagði vist eitthvað á þá leið, að
svona perlufestaþjófnaðir og hníf-
stunguhafarí væru dagiegir við-
burðir, biessuð verið þið, mikið
ef svona kónar væru ekki staddir
í þessu kvikmyndahúsi einmitt í
kvöld, til dæmis á fjórða bekk eða
sextánda bekk.
Og blaðamenn höfuðborgarinnar
ruku upp til handa og fóta og
skrifuðu í blöðin, að ljót væri
hún þessi, maður minn'. Mikið
hvort prestamir urðu ekki illir
líka.
Nti er ekki nema gott eitt
um það að segja, þegar heilbrigða
gagnrýnin stýrir pennum blaða-
mannanna — ef henni va;ri ekki
svona raunalega misdægurt. Ég
á við, að hávaðinn varð svo mik-
ill í kringum þessa mynd, að engu
var líkara en aðstandendúr henn-
ar hefðu brotið einhverja guð-
dómlega regiu, framið helgispjöll
með því að búa til íslenzka bíó-
mynd sneydda listrænum einkenn-
um i bak og fyrir. Hinsvegar er
auðvitað sannieikurinn sá, að
höfundar myndarinnar gerðu eklt-
ert annað en fylgja islenzku venj-
unni, sem hljóðar svona á mínu
máli: I>að hefur aldrei verið búin
tii ein einasta bíómynd á íslandi,
sem á það nafn skilið, hvorki
miðað við fólksfjölda, gengi ís-
lenzku krónunnar né hlaupvídd-
ina á kínverskum fallbyssum í
Kóreu.
Aldrei.
E G lít þess vegna þeim aug-
um á málið, að fólkið, sem bjó
til myndina um prestinn, sem stal
perlufestinni frá kerlingunni, sem
var að gefa upp öndina, hafi sætt
allt of harkalegri meðferð. Mynd-
in þess var engu
Iélegri en aðrar
íslenzkar myndir,
hún var bara
venjulega afleit.
Að taka þessa
mynd og skamma
hana, án þess að
skamma allar
aðrai' íslenzkar
myndir, er herfi-
leg hlutdrægni.
I>að er ekki hægt
að skamma eina
ísienzka mynd,
án þess að
skamma þær allar. Tii dæmis
vildi ég fyrir mitt Ieyti þúsund
sinnum heldur sjá ameríska kú-
rekamynd en íslenzka framleiðslu.
I>ó hata. ég kúrekamyndir. En
mér þykir vænt um íslenzka
framleiðsiu.
I»AÐ er bók væntanleg inn-
an skamms á markaðinn um
íslenzk nýyrði. Sennilega hefur
höfundur hennar Iátið þau orð
liggja milli hluta, sem verða til
í kaffihúsum og á dansgólfum og
í unglingafans. Þau orð eiga lika
oftast stutta æfi, þau festa ekki
rætur í máiinu.
Þó eru þau iðulega smellin og
hnittileg. En þau eru oft bundin
við einstaka landshluta og stöku
sinnum við sérstakar persónur. Þá
þarf maður að kunna söguna alla,
til þess að vera með á nótunum.
E G vík að þessu héma vegna
bréfs, sem VIKAN fékk fyrir
skemmstu. Það var frá ungum
pilti, lífsglöðum, kátum og galsa-
fengnum. Bréfið lians bar allt
þetta með sér, þó var það kurt-
eisin sjálf. En hann notaði eitt
orð, sem ég hafði aldrei heyrt
áður, þó mér sé nú sagt, að það
sé ekki nýtt a,f nálinni. Það var
orðið „glymskratti“, sem mun
þýða grammófónn.
En meðal annarra orða: Hvaða
orð á íslenzkan yfir grammófón?
I nýju „Time“ eru fróðlegar
upplýsingar um sjálfsmorðshneigð
manna í ýmsum löndum. Þrjátíu
og tvær ríkisstjórnir liafa sent
Alþjóðlegu heilbrigðisstofnuninni
skýrslur um þetta. Þær sýna
meðal annars, að 1) konur eru
ekki hálfdrættingar á við karl-
menn í þessum efnum og 2) sjálfs-
morðskandidatamir eru fæstir í
kaþólskum löndum.
Sjálfsmorð em hvergi tíðari en
í Berlín, þar sem 43 af hverjum
100,000 körlum og 33 að hverjum
100,000 konum styttu sér aldur
1950. Ástandið í Vestur-Þýzka-
landi er á hinn bóginn mun betra;
þar voru tölurnar fyrir sama ár
27 af 100,000 körlum og 12 af
100,000 konum. Nokkur önnur
iönd: Austurríki — 34 karlar
og 15 konur; Danmörk — 32
karlar og 15 lconur; Svissland —
35 karlar og 13 konur; Japan —
24 karlar og 15 konur; Bandarík-
in — 33 karlar og 10 konur; Spánn
— 8 karlar og 3 konur; frland —
4 karlar og 1 kona.
Hér er enn miðað við töluna
100,000.
Méb er ókunnugt um, hvort
Island hefur gefið skýrslu, en ég
liygg, að sjálfsmorðstalan hér sé
„í góðu meðallagi", ef komast má
svo ókurteislega að orði. Hins-
vegar er greint frá því í sltýrsl-
unni, að upplýsingar hafi borist
um hvorki meira né minna en
160 mismunandi sjálfsmorðsað-
ferðir, sem er furðulega há tala
og bendir til furðulega mikillar
hugkvæmni þeirra, sem hiut eiga
að máli. Loks er að geta þess,
að Danir eru miklir sjálfsmorð-
ingjar borið saman við mann-
fjölda, til dæmis er dánarorsökin
í aldursflokknum 25 til 34 ára
sjálfsmorð í nærþví fjórða hverju
tilfelli.
G.J.Á.
rátdanÁjnn
Viltu vera svo góð að segja mér
hverjir velja lögin, sem leikin eru í
morgun-, hádegis- og miðdegisút-
varpinu.
Eru það þulirnir?
Þín Didda.
Nei, þulirnir koma ekki nálægt því
að velja lögin, sem leikin eru í út-
varpinu. Það gerir tónlistardeild út-
varpsins.
Kœra Vika!
Viltu vera svo góð að birta fyrir
mig danslagið „Á réttardansleik“
sem fékk verðlaun á danslagakeppni
8.K.T. síðastliðinn vetur.
Dansunnandi.
Á grundinni við réttarvegginn
ganga þau í dans,
og Gunna stígur jitterbugg
en Jónki Óla-skans;
Jónki bóndi í hjáleigunni
og kaupakonan hans.
Brosljúf, ástfús borgarmær,
sem bregður ei við neitt,
ilmvatnsþvegin, uppmáluð
og augnabrúnareitt,
og Jónki hefur rakað sig
og rauðan lubban greitt . . .
Hæ-hæ og hó hó,
tónar töfra og kalla.
Hæ-hæ og hó hó,
hljóma klettar fjalla.
Og fullur máninn gægist yfir
grettið tindaskarð;
geislasindri fölvu stráir
laut og döggvott barð.
Er það bara blær, sem piskrar
bak viS réttargarð ?
Heitt að Jóni hallast Gunna,
hvíslar: — Ég er þreytt . . .
Hvaða fjas og vitleysa, —
og Jónki brosir gleitt.
Ó, hann Jón, það erkiflón,
sem aldrei skilur neitt.
Hæ-hæ og hó hó,
grund við dansinn dynur.
Hæ-hæ og hó hó,
harmonikan stynur.
Á grundinni við réttarvegginn
gengið var í dans,
og þegar Jónki þreyttist á
• að þramma Óla-skans,
vegavinnustrákur stökk
af stað með Gunnu hans.
Og fullur máninn gægist yfir
grettið tindaskarð,
glottir kalt að Jónka, er skimar
út um laut og barð.
Já, — hamingjan má vita hvað
af henni Gunnu varð . . .
Hæ-hæ og hó hó,
hrópar Jón og stynur.
Hæ-hæ og hó hó,
dimmt í klettum dynur.
Hæ-hæ og hó-hó.
L. G.
1. Van Heflin er fæddur í Okla-
homa 13/12 1910. Hann hefur leikið á
leiksviði síðan 1930 og 1936 fór hann
að leika í kvikmyndum. Leikur hans
er látlaus, mannlegur og heill, en.
þrátt fyrir það líkist hann engum
öðrum leikara. Hann er góður karakt-
erleikari, þó honum séu oft fengin í.
hendur mjög léleg hlutverk. Nýlega.
hefur verið sýnd hér ágæt mynd með
honum í öðru aðalhlutverkinu:
„Madame Bovary“.
Van Heflin er 185 sm. á hæð, hefur
gráblá augu og skolleitt hár.
2. Svavar Gestsson, Ránargötu 14,
Reykjavík, gefur út Jassblaðið.
3. Allir hlýlegir litir fara þér vel.
Rautt, gulrautt og brúnt eru ágætir
litir fyrir þig.
Ég er ein af þeim, sem keypti miða
í Happdrœtti Byggðasafns Borgar-
fjarðar. Ég veit ekki annað en að
löngu sé búið að draga, þó ég hafi
hvergi séð það auglýst. Viltu nú at-
huga það fyrir mig hvort nokkurn
tíma hafi verið dregið í þessu happ-
drœtti og ef svo er þá hvaða númer
komu upp.
18. nóvember var dregið í Happ-
drætti Byggðasafns Borgarfjarðar og
þessi númer komu upp:
l. Nýtt bókasafn (ca. 150 bindi í
skáp) nr. 17003 — 2. Málverk eftir
Ásgeir Bjarnþórsson nr. 61495 — 3.
ferð til Miðjarðarhafs og til baka nr.
41495 — 4. Isskápur, Rafha nr. 73905-
— 5. Saumavél, Husquarna nr. 5685
— 6. Þvottavél, Hoover nr. 54729 —
7. Hrærivél, English Eleetric nr.
73805 — 8. Útsaumaður 12 m. kaffi-
dúkur nr. 44170 — 9. Matarstell 12.
m. nr. 70558 — 10. Kaffistell 12 m.
nr. 49136 — 11. Laxveiðistígvél nr.
C2789 — 12. Rafmagnsrakvél nr.
45994 — 13. Hraðsuðuketill nr. 3982
— 14. Straujárn nr. 42787 — 15. Jóla-
trésseria nr. 34635 — 16.—20. 5 raf-
magnsbrauðristar nr. 17237, 66183,
32323, 65456, 39875. 20.—25. 5 stk'.
ljósmyndir af frægum málverkum,
nr. 49696, 5092, 50449, 8866, 44187. '
Norge — fsland jj
I Noregi, innan- |
lands eða öðrum |
löndum, getur hver I
valið sér í gegnum Islandia, I
bréfavin við sitt hæfi. Skrif- |
ið eftir upplýsingum.
BRfFAKllÍBBURlNN I
IUANDIAI
Reykjavík |
FRÍMERKJASKIPTI
Sendið mér 100 íslenzk frí-
merki. Ég sendi yður um hæl
200 erlend frímerki.
Gunnar H. Steingrímsson
Nökkvavogi 25 — Beykjavík
1. Viltu segja mér eitthvað um
kvikmyndaleikarann Van Heflin?
2. Hvert á að skrifa til að gerast
áskrifandi að Jassblaðinu?
3. Hvaða litir fara mér bezt. Ég
er há og frekar grönn með grá augu,
brúnt hár og frekar dökka húð ?
FRÍMERKJASKIPTI
Sendið mér 100 íslenzk frí-
merki. Ég sendi yður um hæl
200 erlend frímerki.
Gunnar H. Steingrímsson
Nökkvavogi 25 — Reykjavík
tJtgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.
2