Vikan - 15.01.1953, Blaðsíða 11
híohi \
Té*~-
jT-ef'
Eftir JAY DBATLEB.
I....
UM hvorn okkar óttastu meir,“ sagði ég ön-
uglega. Það var fjári hart að þurfa að
segja það.
„Það vgrður allt í lagi með þig . . . ég veit það.
Hleyptu honum bara ekki inn . . . Talaðu ekki við
hann. Rektu hann burt.“ Hún snökkti. „Rektu
hann bara heim til sín aftur.“
„Móna.“
„Ég þoli þetta ekki, Jon. Ég þoli það ekki, ég
þoli það ekki. Hann er þó maðurinn minn. Ég
verð að standa við hlið hans héðan í frá. Ég verð
að hugsa um hann upp frá þessu . . . Við stöndum
okkur. Ég skal gæta hans.“
„Þér er ekki alvara með þessu,“ sagði ég
grimmur. „Við skulum tala um það einhvern tima
seinna.“
„Pyrirgefðu mér, ástin mín, fyrirgefðu mér.
Gerðu það. En ég þoli þetta ekki lengur svona.“
„Þetta verður allt í lagi,“ sagði ég. „Ég skal
sjá um hann.“
Hún grét viðstöðulaust.
„Ég elska þig, Móna . . .“
Hún svaraði ekki.
Hinn þjakaði tónn í orðum hennar hvildi yfir
xnér likt og mara.
Nú stóð mér svo mikil ógn af Smæley, að ég
nötraði af reiði við hugsunina eina. Heimili mínu
stóð ógn af honum, bæði Önnu og Sú. Það rifjað-
ist upp fyrir mér, þegar ég sá eitt sinn sporðdreka
úti á svölunum, skammt frá sandkassa önnu.
Aðeins nálægð hans við Önnu hleypti svo illu
hlóði i mig, að ég tók undir mig stökk og tróð
á honum án afláts, marði hann niður í sandinn
með hælnum. Og hann varð likt og kvoða á jörð-
inni, en samt hélt ég áfram að troða á honum,
þar til ég varð þreyttur og örmagna.
Þannig var mér innanbrjósts gagnvart Smæley.
Næstu nótt brá ég út af venju margra ára og
notaði ekki svefngrímuna og eyrnatappana. Ég
vildi geta heyrt allt, og ég vildi geta opnað augu
mín og séð, vegna þess að ég var firrtur öllum
svefni hvort sem var.
Eftir nokkra stund steig ég fram úr og gekk
niður í vinnustofuna, settist þar i myrkrinu og
reykti. Þá iðraðist ég þess beisklega, að hafa
vanrækt vini mína svo mjög upp á síðkastið. Ég
hafði ekki hitt neinn þeirra, nema þá fáu, sem
höfðu borðað hjá okkur. Ég hafði ekki einu sinni
talað við þá í síma. Nú hefði verið gott að hafa
einhvern að tala við.
En ég sat bara þarna hreyfingarlaus og lagði
eyrun að sérhverju hljóði úti fyrir. Það rís tré
rétt við húsið. Stundum sló vindurinn greinum
þess í þakið. Af því kom þruskandi, voveiflegur
hvinur. Þessa nótt spratt ég á fætur i skelfingu,
í hvert skipti sem ég heyrði það, enda þótt ég
vissi, hvað það væri. Síðan tók ég byssuna upp
úr skúffunni. Bara til að stæla kjarkinn. Af
þvi að þá fannst mér ég sæmilega öruggur. Rétt
í þessu brunaði lögreglubíll framhjá.
Þú veizt ekki, hvernig er að bíða svona, með
næstum engu lífsmarki, næstum án þess að anda.
Það var svo hljótt, að ég heyrði nærri því grasið
spretta úti fyrir.
En ég vissi, að hann var í námunda. Og þess-
vegna var ég ekkert hissa, þegar ég
heyrði fótatak á stígnum. Hægt fóta-
tak. Hikandi.
Hann stóð þarna um stund. Ein-
mittj þá leit ég út. Ég sá heldur ekki
neitt til lögreglubílsins. En vitneskj-
an um, að hann stóð þarna, færði mér
þá von, að hann mundi ekki fullviss
um, hvað gera ætti, að hann væri ekki um of
áfjáður að ráðast til inngöngu. Ef til vill mundi
hann ganga upp tröppurnar og hringja bjöllu.
Ég gekk á tánum að framdyrunum, kraup nið-
ur og kippti bjöllunni úr sambandi.
Þá sneri ég til baka og beið í forsalnum, við
dyrnar. Byssan var í vasa mínum, ég snerti hana
ekki. Ég hugsaði ekkert um hana. Ég var stjarf-
ur, með hendur felldar að síðum.
Þá byrjaði hann að ganga upp þrepin. Ég velti
því fyrir mér, hvort heldur það væri af ókunnug-
leika, eða af þvi að hann væri fullur — en hann
staldraði við öðru hvoru. Síðan hélt hann áfram.
Bjarmi af götuljósinu féll í gegnum smárúðu-
glugga öðru megin við dyrnar og myndaði þétt-
riðaðan ljósblett rétt við fætur mér. Að öðru
leyti var myrkt í forsalnum. Nú gekk hann fyrir
gluggann. Og ég beið, og bað. Bjallan hringdi
auðvitað ekki. Ég veit ekki einu sinni, hvort hann
þrýsti á hnappinn. Þá heyrði ég smásmell. Hönd
hans hvíldi á hnappnum útifyrir. Og ég greip
um gikkinn innifyrir.
Nú var það orðið of seint. Hann hafði rétt
barið einu sinni, þegar ég rykkti upp hurðinni
svo langt sem öryggiskeðjan leyfði.
„Burt með þig héðan! Burt!“ Rödd mín var
lág.
„Forbes á hér heima?“ drundi í honum.
Ég sá hann ekki vel. Aðeins útlinurnar. Mik-
ill var hann vexti. Sterklegur var hann. Hann
hefði getað jafnað um mig án þess að draga
nös. Ég hvessti á hann augun — hvernig var
hann, hvernig var hann í framan? En hann stóð
í skugga og ljósið að baki honum.
,,Þegiðu,“ hastaði ég á hann. „Hér eru allir í
svefni.“
Hann lækkaði róminn. „Ég vil tala við Forb-
es . . .“
„Hann er ekki heima," sagði ég. „Og burt með
þig svo, eða ég kalla á lögregluna."
„Ég er ekki hræddur við lögregluna," sagði
hann sauðslega.
Ég lokaði dyrunum. Kannski mundi hann fara.
Ef til vill hafði Sú ekkert heyrt.
Þá hljómaði rómur hans í kyrrð næturinnar.
Það hlýtur að hafa heyrzt allt til Santa Moníku.
„Ég er ekki hræddur við neinn!" sagði hann.
Síðan stóð hann kyrr. Ég hleraði eftir, hvort
ekkert hljóð heyrðist ofan af hæðinni. Skyldi Sú
hafa vaknað? Ég beið.
Þá hélt hann af stað, hægt, seinlega. Hann
var að fara! Hann var að fara burt! Ég varð
svo feginn, að ég gat ekki hrært mig um stund.
Og ég stóð enn í sömu sporum, þegar ég
heyrði þrusk bak við húsið. Hann var á svölun-
um.
Hjarta mitt stanzaði, síðan tók það að ham-
ast í þungum, háum slögum. Hvern andskotann
ætlaði hann að gera nú?
Það er ómögulegt að segja, livað svona gutti
gerir. Rödd Makks. Hann hafði varað mig við
þessu. Já, og nú kom fram, það sem hann sagði.
Ég heyrði braka í dyrum úti á svölunum.
Skref fyrir skref læddist ég i átt til hans, að
frönsku dyrunum, sem lágu að setustofunni.
Hljóðlega. Inniskórnir mínir mjökuðust eftir tepp-
unum. Þeir eru erfiðir þessir piltungar, þeir
tundrast af illsku ef eittlivað ber út af.
Guð, hvað ég vildi hann hypjaði sig burt! Hljóð-
lega, án þess að vekja Sú. Né önnu. En hann
nálgaðist æ meir. Rak fótinn í garðstólinn úti-
fyrir. Stóllinn skrapaði við steingólfið.
Hann fremur lögbrot. Á honum hvílir skilorös-
bundinn dómur. Hvernig er hægt að stöðva hann ?
Hvernig? Ó, hvernig? Það er svo tilgangslaust.
Það hjálpar ekki neinum. Það mundi ekki verða
neinum að neinu leyti til góðs. Það bugar mig
bara. Bugar mig. Og allt mitt stolt.
Ég óskaði mér hann hyrfi út í myrkrið. Ég
lokaði augunum, svo að ég sæi ekki neitt. En
ég heyrði til hans samt, koma nær. Býst ekki
við, að neinn sakni lians.
Bensíndríntöflurnar voru farnar að hrífa.
Hjartað barðist ákaft. Ennið var þvalt, þegar
ég strauk um það hendi. Þvalt var það, samt var
mér kalt. Ég var sveittur. Ég var hræddur. Móna,
taktu hann burt.
Hvar í djöflinum var lögreglubíllinn ? Ég gat
ekki einu sinni hlaupið til þeirra. Ég gat ekki
hreyft mig. Ég var sýldur við gólfteppið, og ótt-
inn spratt út úr svitaholunum líkt og greinar
á tré.
Ég opnaði augun, þegar ég heyrði hann leggja
hönd á húninn. Þarna var hann. Eins og skuggi,
. . . mikill vexti . . . réðist á heimilið mitt . . .
Vopnað innbrot. Nei. Burt með þig. Hljóðlega.
Suðið í höfði mér var svo hávært, að ég heyrði
ekki framar til hans. Ég varð að stöðva hann.
Guttinn er með byssu. Ég hef líka byssu. O, ætli
ekki. Burt með þig þú . . . Dreptu djöfuls dón-
ann. Dreptu djöfuls dónann. Dreptu djöfuls dón-
ann.
Ég stökk fram með byssuna í hendinni. Þrisvar
hleypti ég af. Lét brenna á hann. Óður.
Síðan stóð ég kyrr og horfði á hissa, hvernig
þessi stóri, svarti skuggi seig saman. Hann kvoðn-
aði niður. Nú var hann horfinn . . .
Var mig að dreyma?
O nei. Nú heyrði ég skell i bílhurð. Fótatak
upp útitröppurnar. Sú kallaði.
„Jon! Jon! Hvað kom fyrir?“
Anna fór að kalla. Hún grét ekki. Henni
virtist ekkert brugðið. „Pabbi . . . pabbi . . .“
„Sú, í guðs bænum passaðu barnið!" hrópaði
ég-
Það var barið á útidyrnar.
„Hvað kom fyrir? Hvað kom fyrir?" kallaði Sú
i sífellu.
Ég opnaði dyrnar. Úti stóðu tveir lögreglu-
menn. Ég leit deyfðarlega á þá og síðan á byss-
una í hendi minni. Annar þeirra teygði sig fram,
tók um hlaupið og dró hana varfærnislega úr
hendi mér. Hann brá utan um hana vasaklút. Um
stund lét ég fallast upp að veggnum. Síðan sett-
ist ég niður, á nakið gólfið í forsalnum.
Það var myrkur um langan tíma. Enda þótt
ég opnaði augu mín, sá ég ekkert. Það var eins
og ég sæti niðri í djúpu vatni, allt var óeðlilegt
og hægfara, raddir bárust til mín eins og úr
órafjarlægð. Einhvers staðar hvein i sjúkrabíl.
En ekki hérna. Ef til vill á annarri plánetu. Síðan
tóku Ijósin að leiftra niðri í vatninu, og þau
stungu mig með blikandi spjótum.
Hvað hafði gerzt i húsi mínu? Hvað hafði hent
f jölskyldu mína ? Hvaða fólk var þetta ? Ekki gat
allt þetta fólk verið Smæley?
Húsið var krökkt af fólki. Tveir menn frá
rannsóknarlögreglunni, fingrafaramaður, ljós-
myndari, og lögregluþjónar. Allir höfðu í fórum
sínum litla, svarta kompu; allir voru að skrifa
eitthvað i kompurnar. Utifyrir blikuðu ljósin
eins og áður, og Ijósmyndavél leiftraði á hrúguna
í setustofunni.
Þeir spurðu mig spurninga i sífellu. Allt var
þetta ruglirigslegt og likast martröð.
„Við spyrjum bara," sagði annar maðurinn.
„Maðurinn hefur sinn rétt til að lifa, hver sem
hann er. Allir menn hafa sama rétt til lífsins.“
Hann var glaðlegur, en fastur fyrir.
Þá komu inn einhverjir aðrir menn. Annar
þeirra svipti af mér þyngslahulunni. „Jesús,"
sagði hann. „Ég kannast við guttann. Hann heit-
ir Smæley . . . Hann sat þrjá mánuði í steinin-
um fyrir töskuþjófnað.“
Þeir stungu saman nefjum um þetta. Þá urðu
allir miklu vingjarnlegri við mig. Ekki svo að
skilja þeir hafi verið neitt slæmir við mig áður.
En þeir kunnu því illa, að heimilisfaðir fór of
ógætilega með skotvopn. Það fór í taugarnar á
þeim. En nú urðu þeir allir að greiða gerðir.
11