Vikan - 15.01.1953, Blaðsíða 5
Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu
19. KAFLI.
Opinn gluggi og ljós.
1r fyrstu hélt Viola að einhver væi'i á svo misk-
unnarlausan hátt að leika á hana.
,,Beatrice,“ kallaði hún. „Hvar ertu?“
Hún fékk ekkert svar og kallaði aftur. Þögnin
skelfdi hana. Rödd hennar var skræk og titrandi
og fyllti hana óhug. Hún leit í kringum sig og
vissi að þessi atburður hafði gerzt áður. Hún
minntist þess, þegar Marlene hafði sagt henni
órtúlega sögu um stúlku sem gufaði upp — og á
eftir hafði hún hagað sér eins og kjáni, teygt
út hendina og reynt að snerta eitthvað sem hún
sá ekki.
Það sem nú hafði gerzt var ekki síður ótrúlegt.
Hún sá Beatrice fyrir sér i hvítri kápu úr hreysi-
kattarsldnnum, rjóða og hlægjandi. Hún var
sannarlega lifandi vera með holdi og blóði. Það
væri alveg óhugsandi að hún gæti gufað upp og
orðið að lofti.
Hún stóð eins og lömuð og heyrði þegar skáp-
ur ungfrú Power losnaði og var borinn niður
stigann. Majórinn gekk á undan og bað-menn-
ina að fara varlega og rispa ekki veggina. Á eft-
ir þeim gekk ungfrú Power. Hana svimaði. Það
líður yfir mig, hugsaði hún, en þá vakti skelfing-
in hana af þessum dvala og hún hljóp fram á
ganginn.
„Mack! Mack!“ hrópaði hún. „Beatrice er horf-
in. Hún er einhvers staðar þarna inni. Við verð-
um að finna hana.“
Mack leit snöggvast inn til Goyu, en svo þaut
hann inn í herbergi nr. 15.
„Farðu frá, lygarinn þinn,“ æpti hann og hrinti
Violu frá.
Viola. leit inn í herbergið sitt og gat varla
ti'úað sínum eigin augum. öll ljósin voru kveikt
og glugginn stóð galopinn. Hún hafði auðvitað
lokað og krækt glugganum, sem sneri út að
mjórri hliðargötu, áður en hún flutti. Utan við
gluggann var óvenjubreiður brunastigi, sem
majórinn hafði látið setja til öryggis. Mack var
á leiðinni út um gluggann, þegar Viola áttaði
sig og reyndi að stöðva hann.
„Mack, þú verður að trúa mér. Það er eina
von okkar. Hún er í herbergi Goyu. Það eru ein-
hver hræðileg brögð í tafli . . .“
VEIZTU -?
1. Hvaða skinn eru mest notuð í fótbolta?
2. HvaSa myndir eru á fimmkrónu seðl-
unum (ekki kíkja) ?
3. Hvað hét Skotland á dögum Rómverja ?
4. Fyrir hvaða glæp var hótaj sjöfaldri
hegningu ?
5. Hvað hét móðir Grettis Ásmundsson-
ar ?
6. Húsið hennar frænku minnar hefur
fjórar hliöar og á hverri hlið eru marg-
ir gluggar, sem allir snúa til norðurs.
Hvar er húsið?
7. Úr hvaða sögum eru þessar persónur:
1) Mr. Dolittle 2) Hjálmar tuddi 3)
Lord Henry 4) Ketilbjörn á Knerri?
8. Hvar er Shakespeare grafinn ?
9. Hver var Hindemith?
10. Hver gerði rauðkrítarmyndina af Sveini
Pálssyni lækni, sem nú er á Myndlist-
arsafni rikisins?
Sjá svör á bls. 14.
- '
„Hringdu til Stirlings,“ greip hann fram í
fyrir henni og svipur hans var svo ógnandi og
fráhrindandi að hún hrökk undan. Hún hafði verið
svo viss um að þetta væri ekki annað en draum-
ur, að hún hafði á hverju augnabliki búizt við
að koma auga á Beatrice, hlæjandi að örvilnun-
hennar. En nú laust skýringunni niður í huga
hennar:
Það var búið að ræna Beatrice.
Hún reyndi að hrinda þessari hugsun frá sér
með þvi að endurtaka við sjálfa sig að slíkt væri
óframkvæmanlegt. Það gat ekki verið um nein
leynihólf að ræða í nr. 16, úr því heiðarlegur
handverksmaður var nýbúinn að gera við alla
veggi. Og þó svo hefði verið, þá var ekki hægt
að beita unga og hrausta stúlku valdi án þess
að nokkurt þrusk heyrðist.
Hún hafði ekki orðið vör við nokkurt hljóð
meðan hún talaði við majórinn og enginn hafði
verið í herberginu nema Goya. Hún hafði setið
djúpt niðri i hægindastólnum sínum bak við borð-
ið, sem lokaði hana inni í horninu. Það hefði
þurft sterkan fimleikamann og dávald til að
stökkva fram og koma stúlkunni í burtu á nokkr-
um sekúntum og án þess að nokkurt hljóð heyrð-
ist.
Goya, hugsaði Viola. Hún var viðstödd. Hún
hlýtur að hafa séð hvað gerðist.
Hún hljóp inn í nr. 16 og gat ekki dulið von-
brigði sín þegar hún fann spákonuna með lokuð
augun og andlitið falið í höndum sér. Þegar
Viola kallaði nafn hennar leit hún upp.
„Ég var að hvíla augun,“ sagði hún. „Það er
mjög þreytandi að horfa í krystalkúluna. Kom
ungfrú Stirling ekki með þér? Ég á von á
henni.“
Spurningu Violu hafði verið svarað fyrirfram.
Það skipti ekki máli hvort spákonan hafði sofið
eða ekki. Hún ætlaði auðsjáanlega ekki að segja
neitt..
„Má ég hringja?" spurði Viola, en þegar sima-
stúlkan spurði hvaða númer hún vildi fá, gat
hún ekki munað það. Hún starði á sófann, sem
hafði að geyma stórt rúm fyrir sængurföt. Hún
þreif púðana af honum og opnaði hann. Sófinn
var fullur af tómum flöskum.
„Afsakaðu, en ég veit að hún er hérna," sagði
hún.
„Þú ætlaðir að hringja góða, en svo gleymd-
irðu númerinu. Farðu nú niður á skrifstofuna.
Majcrinn getur áreiðanlega aðstoðað þig.“
Viola lagði af stað niður stigann. Hún sá svarta
depla fyrir augunum og hún var enn máttlaus í
hnjáliðunum eftir áfallið. Þegar hún átti eftir
nokkur þrep, létu fæturnir undan og hún vallt
niður stigann.
Dyravörðurinn kom hlaupandi. „Hringdu til
Stirlinghjónanna. Ég er búin að gleyma síma-
r.úmerinu. Segðu þeim að dóttir þeirra sé horfin,"
stundi hún og haltraði inn á skrifstofu majórsins.
Majórinn tók fréttunum rólega og kæruleysis-
lega.
Meðan Viola horfði á skrifstofustúlkuna velja
númerið, þakkaði hún sínum sæla fyrir að hafa
þó ekki vikið af verðinum, þó kvikmyndasamn-
ingur væri í boði. En hún fann aftur á móti til
sektar yfir að hafa eytt tímanum til ónýtis, án
þess að hringja til Stirlinghjónanna strax.
„Sambandið er fengið,“ sagði stúlkan. „Ætlar
þú að tala?“
„Nei, ég get ekki sagt þeim það,“ svaraði
Viola.
Eftir nokkurt hik tók majórinn tólið: „Er þetta
frú Stirling? . . . Þetta er Pomeroy majór í
Pomeraníahúsinu. Viljið þér koma hingað strax.
Ég hefi slæmar fréttir af dóttur yðar . . . Þakka
yður fyrir.“ Hann lagði tólið á og sneri sér að
einkaritara sínum. „Ég er hræddur um að aum-
ingja Goya eigi von á meiri óþægindum."
„Já, og við líka,“ svaraði stúlkan og gretti sig.
Hvorugt þeirra veitti því athygli þegar Viola
hneig meðvitundarlaus niður á gólfið. Þegar hún
rankaði við sér, fannst henni hún vera að koma
úr löngu ferðalagi. Fyrst heyrði hún kunnuglegar
raddir og símahringingu og að lokum tókst henni
að opna augun.
Herbergið virtist fullt af fólki. Allir störðu á
hana, svo hana langaði mest til að hlaupa í felur
og hún lokaði augunum aftur.
„Hún er að ranka við,“ sagði reiðileg rödd.
„Aumingja stúlkan," svaraði önnúr í vingjarn-
legri tón. „Þetta hefur verið hræðilegt áfall fyrir
hana. Hún hefði rankað fyrr úr venjulegu yfir-
liði.“
Hún var lengi að átta sig á því að verið var að
tala um hana. Þegar hún opnaði augun aftur, sá
hún Stirling-hjónin. Varir miljónamæringsins
voru herptar af reiði og úr augum frúarinnar
skein skelfingin. En þegar hún ávarpaði Violu
hafði hún algert vald yfir röddinni og var næst-
um vingjarnleg.
„Ungfrú Green, reyndu að segja okkur hvai'
Beatrice er? Gerðu það fyrir okkur að reyna.“
Beatrice. Þegar Viola mundi það sem gerzt
hafði, reyndi hún árangurslaust að tala. Beatrice
var einhvers staðar í herbergi nr. 16 og þau urðu
að finna hana. En tungan loddi við góminn og hún
gat ekki hugsað skýrt. Mestu smámunir höfðu
venjulega mikil áhrif á taugar hennar og nú var
hún alveg yfirkomin. Allt varð svart fyrir augum
hennar.
Þegar hún kom til meðvitundar í annað sinn,
var verið að stinga silkikodda undir höfuðið á
henni og ilmvatnsglasi var haldið að vitum henn-
ar. Þegar hún opnaoi augun, leit hún beint fram-
an í froskaandlitið á Goyu og í stað þess að finna
til viöbjóðs við að hafa hana svo nálægt sér, var
liún henni þakklát fyrir umhyggjuna.
Nú sá hún herbergið greinilega. Fjarvera
skrifstofustúlkunnar og kyrrðin í húsinu gaf
henni til kynna að enn hefði dýrmætur tími farið
til spillis. Stirlinghjónin, Pomeroy og Goya voru
í herberginu og meðan hún starði á þau, ltom
Raphael Cross inn úr dyrunum.
, Ég var að fá skilaboðin frá ykkur," sagði
hann.
Um leið og Viola kom auga á hann vaknaði
vonarneisti i brjósti hennar og hún fékk hug-
rekki sitt aftur. Lífsorka hans var svo sterk að
f.llir urðu hugrakkari i návist hans. Hann gekk
beint til frúarinnar, greip hönd hennar og sagði:
„Þú veizt hve mikla samúð ég hefi með ykkur.“
Varir hennar skulfu, en röddin var róleg þegar
liún svaraði: „Já, ég veit það, Cross. Það er gott
að þú ert kominn, en þú mátt ekki sýna mér of
mikla samúð, þvi þá fer ég að gráta. Ég verð
að hugsa um Beatrice og vera nógu sterk fyrir
okkur bæði.“ Þetta cíðasta sagði hún lágri röddu
cg leit á miljónamæringinn, sem var alveg utan
við sig.
Cross gekk að sófanum, klappaði á öxlina á
Violu og sagði vingjarnlega, en þó ákveðinn:
„Vesalings Greeny litla. Þetta hefur fengið á þig,
en nú vcrðurðu að hugsa um hana . . . Hvað
kom fyrir?“
Viola sagði sögu sína, en jafnvel henni sjálfri
fannst hún svo ótrúleg að hún leit vonleysislega
framan i alla viðstadda, sem störðu vantrúaðir á
hana.
„Beatrice hljóp inn i herbergi nr. 16 til að láta
spá fyrir sér. Ég leit við til að tala við majór-
inn og einni mínútu seinna var hún horfin." Allir
þögðu. Viola sneri sér að Raphael Cross. „Þetta
er satt. Þú verður að trúa mér. Þetta kom líka
5