Vikan


Vikan - 15.01.1953, Blaðsíða 4

Vikan - 15.01.1953, Blaðsíða 4
Maðurinn sem samdi Robinson Crusoe að er næsta furðulegt, en ein af vinsælustu bókunum í veröldinni í dag var hvorki rituð á þessari öld né síðastlið- inni öld heldur snemma á átjándu öld af enskum manni, sem einu sinni stóð þrjá daga í röð í gapastokknum á einni fjölförnustu götunni í London. Þessi maður hét Daniel Defoe og hann skrifaði bókina um Robinson Crusoe. Hann skrifaði raunar miklu fleiri bækur, var alveg ótrúlega mikill af- kastamaður á því sviði. 1 einni æfi- sögv hans er talað um 250 bækur og ritlinga frá hans hendi, og þó sú tala sé sennilegast of há, þá er það fullvíst, að hann var sérstaklega ið- inn rithöfundur, sem skrifaði um allt milli himins og jarðar. Engin höfðingjasleikja Hann byggði ritsmíðar sínar á eig- in reynslu, og hann reyndi ótrúlega margt um dagana. „Moll Planders", sú af bókum Defoe, sem næst geng- ur „Robinson Crusoe", er til dæmis byggð á ársdvöl höfundar í einu al- ræmdasta fangelsinu í London — en í það var hann settur fyrir ádeilu- rit um stjórnarvöldin, svo biturt skoprit, að hann var dæmdur i 200 marka sekt, til þess að standa í þrjá daga i gapastokknum og til fang- elsisvistar „svo lengi sem drottning- unni þóknast." Defoe stóð í gapa- stokknum í þrjá daga, þó að fram- kvæmd þeirrar refsingar yrði nokkuð á annan veg en stjórnarvöldin höfðu ætlað. 1 þá daga var venjan sú, að múgurinn stytti vesalingum í gapa- stokkum stundir með því að ausa yfir þá alskonar óþverra. Það kom jafn- vel fyrir, að menn voru drepnir i gapastokknum, grýttir til bana. En í þetta skiptið gerðist það, að söku- dólgurinn var hylltur: menn báru blóm á gapastokkinn, sem Defoe stóð í, og drukku honum til í brjór og brennivíni. Hann var hetja dagsins, og ekki í fyrsta skipti. I alræmdu fangelsi Það gekk á ýmsu í lífi þessa hug- myndarília rithöfundar. Hann var stundum efnaður, stundum blásnauð- ur. Um eitt skeið átti hann verk- smiðju og villu, skemmtibát og kerru og fjóra hesta. En svo fór hann á höfuðið og tapaði aleigunni — og seinna skrifaði hann fróðlega ritgerð um það, hvernig menn ættu að kom- ast hjá því að fará á höfuðið! Hann var um skeið mikill vinur iandstjórnarinnar og handgenginn Vilhjálmi konungi. En þegar kon- ungur féll frá og Anna drottning tók við ríkjum, breyttist þetta á einni nóttu: nú var Defoe svarinn óvinur stjórnarvaldanna og einn sá harð- skeyttasti. Þessi kúvenda var af trúarástæð- um — og ýmsu fleiru. Og svo var maðurinn þannig gerður, að hann gat ekki verið skoðanalaus höfðingja- sleikja, jafnvel þótt hreinskilni hans kostaði hann aleiguna. Hann upp- götvaði það líka snemma, að penni hans var öflugt vopn, og hann beitti þessu vopni vægðarlaust, hver sem átti hlut að máli. Samdi heilræði — handa öðrum Það má líka segja, að upp úr alda- mótunum 1700 hafi Daniel Defoe ver- ið á stöðugum flótta. Hann fer oft huldu höfði, hefur þá skrifað eitt- livað, sem hann óttast að muni kosta sig fangelsisvist. Stundum er hann líka að flýja skuldafangelsið. En Defoe gafst aldrei upp og alltaf hélt hann áfram að skrifa. Hann skrifaði um drepsóttina miklu í London 1665, hún gekk yfir borgina þegar hann var barn að aldri. Hann skrifaði einskonar handbók eða heil- ræðabók fyrir verzlunarmenn, taldi þar upp samviskusamlega, hvað menn ættu að gera og hvað þeir ættu að varast, til þess að vegna vel í starf- inu. (Sjálfur braut hann raunar all- ar þessar reglur). Og hann skrifaði skáldsögur, þar sem hann er greini- lega sjálfur söguhetjan og fléttað er saman sönnum viðburðum og tilbún- um. Eín þessara sagna var, eins og fyrr er getið, sagan um Robinson Crusoe. Og svo merk er þessi bók, að þótt Defoe hefði aldrei skrifaS annað um æfina, mundi hún ein r.ægja til þess að skipa honum sess meðal merkustu höfunda heimsins. Defoe var enn á flótta, þegar hann andaðist í apríl 1731. Það er ekki vit- að, hvern eða hverja hann var að flýja. Kannski var hann nýbúinn að vera óvenju berorður á prenti. Kannski var hann skuldum vafinn í hundraðasta sinn. En honum vannst ekki tími til að segja frá því, ann- ars hefði verið eftir honum að skrifa um það eina bók eða svo, að minnsta kosti fróðlegan bækling. NU ERU ÞEIR KOMNIR AFTUR S JÚRÆNING JARNIR ÞAÐ eru komnir sjóræningjar á Miðjarðarhafið aftur, nýtízku sjóræningjar vopnaðir marghleyp- um og vélbyssum. Það hafa komið fréttir af þeim í blöðunum að undanförnu, svo furðulegar fréttir, að þær eru líkari ræningja- og riddarasögum en sönnum viðburðum. Þó er það deg-' inum sannara, að ófyrirleitnir þorp- arar hafa undanfarna mánuði haft af því drjúgar tekjur að ræna skip úti á rúmsjó. Það hefur komið fyrir þrisvar sinnum á skömmum tíma, að þess- ir menn hafa ráðist á skip frá Tangier, ruplað öllum eigum skip- verja og hirt sígarettufarma fyrir tugi þúsunda. Sígaretturnar eru eftirsóttur ránsfengur, fyrir þær má fá offjár á svörtum markaði á Spáni, Italíu og i Frakklandi. Svo arðvænlegt fyrirtæki er þetta, að það er haft fyrir satt, að „hátt- settir" bandariskir glæpamenn séu komnir I spilið. Svo mikið er víst, að hinir nýtízku sjóræningjar hafa óspart tekið visindin í þjónustu sína og skipulagt þessa þokkaiðju út í æsar. Það er vitað til þess, að þeir hafi notað flugvélar til að visa á skip. Og þeir nota loftskeytatækin óspart. Tangier er aðalbækistöð glæpa- mannanna. Lögreglan þar fær við ekkert ráðið. Þar á ofan hefur oft- ar en einu sinni slegið í innbyrðis brýnu hjá glæpamönnunum: tveir eða fleiri bófaflokkar hafa ágirnst sama ránsfenginn og jafnvel bar- ist með vélbyssum úti á rúmsjó. Smygl er aðalstarf þessara manna. Tóbak er aðal smyglvaran. Svo athafnasamir eru þeir orðnir, að heiðarlegir verzlunarmenn á staðnum, sem verzla með tóbak fyr- ir opnum tjöldum, eiga í vök að verjast. Þeir hafa gripið til þess ráðs meðal annars að gefa ekkert upp um biottferðartima skipa sinna. Það er þá líklegra, að áhafn- ir þeirra komist hjá þvi, að alvopn- aðir ræningjar ráðist um borð um miðja nótt og hirði farminn. Ofan á raunir kaupmannanna bætist svo það, að óhlutvandir sjómenn eru í slagtogi við bófana. Það er jafnvel vitað til þess, að skipstjórar hafi slegist í lið með þeim, þó að enn hafi ekki tekist að sanna sök á slíka menn. Þessir skipstjórar láta glæpamennina ein- faldlega vita hvenær þeir ætli að leggja úr höfn. Þeir segja glæpa- mönnunum lika, hvert ferðinni sé heitið. Svo ryðjast sjóræningjarn- ir um borð einhverja nóttina og láta greipar sópa um skipið, en skipstjórinn snýr til hafnar og seg- ir sínar farir ekki sléttar. Og við hentugt tækifæri fær hann hluta af ránsfengnum. Það er engum að treysta í Tang- ier, segja yfirvöldin. Innan um þessa spillingu þróast svo allskonar aðrir glæpir. Fjár- kúgarar lifa góðu lífi á því að láta lögbrjóta múta sér til að þegja. Æfintýramenn frá ýmsum löndum hafa ofan af fyrir sér með því að smygla alræmdum glæpamönnum yfir Miðjarðarhaf. Enn aðrir stunda hvíta þrælasölu. Þarna eru líka menn, sem hafa af því góðar tekjur að kaupa þýfi af stórþjófum. Talsverðu af skartgripum hertogafrúarinnar af Windsor (konu Játvarðs, fyrrver- andi konungs) var stolið í Eng- landi síðastliðið ár. Nú bendir ýmis- legt til þess, að þeir hafi verið fluttir til Tangier. Þar er líka góð- ur markaður fyrir dýmæt lyf af ýmsu tagi: samviskulausir þorpar- ar gera út menn til þess að kaupa þau í Evrópu og Ameríku, selja þau svo á laun margföldu verði í löndum þar sem innflutningur þeirra er mjög takmarkaður af gjaldeyrisástæðum en eftirspurn hinsvegar mikil. Á Spárn er til dæmis góður markaður fyrir peni- cillin og streptomycin. ffl ) 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.