Vikan


Vikan - 15.01.1953, Side 3

Vikan - 15.01.1953, Side 3
EINKAR róttækar tillögur um barneignir og fleira komu nýlega : fram í ensku kirkjublaði. Útgefandi blaðsins, séra Charles Augustus Lowe, birtir þessar tillögur í grein, sem hann nefnir: Áætlun um full- komnar fjölskyldur. Tillögurnar eru ísvona: IAð bameignir verði bannaðar nema gegn sérstöku leyfi yfir- valdanna. 2Lœknisaðgerðum verði beitt til þess að hincLra barneignir mis- yndismanna og fávita. 3Giftingar verði bannaðar yngra fólki en þritugu. 4Beitt verði öllum ráðum til þess að sjötugir menn og eldri — af- burðamenn undanskyldir — heim- ili, að þeim sé styttur aldur, „til hagsbóta fyrir þjóðina“. Séra Lowe heldur þvi fram í blaði • sínu, að ofangreindar aðgerðir yrðu bresku þjóðinni til mikillar blessunar: ,,England yrði á nýjan leik skrúð- grænt og yndislegt land“. Hann hefur líka samið áætlun um refsingar þeim til handa, sem ekki hirtu um að sækja um leyfi til að eignast börn. Vísind- unum fleigir fram, segir hann, og „sá dagur er ef til vill ekki langt undan, að Mars verði sú Síbería, þar sem þeim foreldrum verði haldið í útlegð, sem eiga börn í heimildar- leysi“. Ennfremur kæmi til mála að senda börn slíkra foreldra einnig i útlegð ásamt óskilgetnum börnum. Séra Lowe er 63 ára og tveggja barna faðir. □ EIGENDUR kvikmyndahúsa í Bandaríkjunum eru nýbúnir að greiða atkvæði um, hvaða bandarísk- ir kvikmyndaleikar- ar hafi verið vinsæl- astir síðastliðið ár. Sfstir urðu skopleik- aramir Dean Martin og Jerry Lewis, þá kom Gary Cooper og í þriðja sæti varð John Wayne. Síðan er röðin svona: Bing Crosby, Bob Hope, James Stewart, Doris Day, Gregory Peck, Susan Hay- ward og Randolph Scott. Gary Cooper og Bing Crosby hafa nú verið meðal tíu vinsælustu kvik- myndaleikaranna í Bandaríkjunum i samfleytt þrettán ár. Susan Hayward er eini nýliðinn á listanum; hún var sú nítjánda í röð- inni 1951. Af kúa- smalastjörnunum eru Roy Rogers og Gene Autry hins- vegar vinsælastir; Rogers karlinn hef- ur verið í efsta sæti í tiu ár í röð, og þetta er fimmta árið sem kappinn Autry hafnar í öðru sæti. ÞAÐ var vikið svolítið að sjónvarpi í síðustu VIKU, þessu einkabíói heimilanna, sem nú er að ryðja sér Kindugar tillögur kindugs klerks - Vinsælustu kvikmyndaleikararnlr - Óíieppnasti maður í heimi - Milljónir horfa á konu fæða barn til rúms víðsvegar um heim. Fyrir skemmstu kom það fyrir í fyrsta skipti í sögu sjónvarpsins, að áhorf- endum var gefinn kostur á að fylgj- ast með barnsfæðingu. Þetta var í Kalifomíu. Bamið var tekið með keisaraskurði „að viðstöddum mill- jónum áhorfenda", eins og það er orðað í fréttinni. skemmstu tæpar 5,000 í einni get- íaunakeppninni, og í það skiptið komst seðillinn hans til skila á rétt- um tíma. En Smeeton segir, að það taki því varla að sækja þetta lítilræði — og hver getur láð honum það? □ Eisenhower forsetaefni er þegar búinn að velja alla helztu sam- starfsmenn sína, þó að hann taki raunar ekki við embætti fyrr en eft- ir tæplega viku (sjá bls. 9). Nokkrar konur hafa fengið feitar og ábyrgð- armiklar stöður, þar á meðal tvær þeirra þriggja, sem við birtum hér myndir af. Hér undir er önnur þeirra, EINHVER óheppnasti maðurinn í víðri veröld á heima í Salford, Englandi. Hann heitir Sidney Smee- ton. Nokkru fyrir jólin tók hann og fjölskylda hans þátt í getrauna- keppni og tókst að geta rétt til í öllum tilfellum. Verðlaunin fyrir þetta voru um 3,400,000 krónur, en svo kom á daginn, að getraunaseð- ill fjölskyldunnar hafði borist of seint í póstinum, svo að þátttaka hennar var ógild. En nokkrum dögum seinna endur- tók sagan sig! Smeeton og fjölskylda gátu rétt til um öll úrslit þrautar- innar og áttu að vinna — eins og í fyrra skiptið — kr. 3,400,000. Það er að segja, ef getraunaseð- illinn hefði komið til skila á réttum tíma. En það gerði hann bara ekki; og þegar farið var að rannsaka mál- ið, fannst hann í botninum i póst- poka, sem póststofan hélt hún væri búin að tæma fyrir löngu. Og við þetta situr. Smeeton & Co. eru búin að vinna — og tapa — á fá- einum dögum nærri sjö milljónum króna. Smeeton er líka búinn að kæra þetta alltsaman til þingmanns- ins síns. Já, og svo vann hann fyrir Oveta Culp Hobby, sem i stríðinu var yfirmaður kvennadeildanna í bandaríska hernum. Hún verður eins- konar öryggismálaráðherra. Á mynd- inni efra gefur svo að líta hina merkiskonuna, Ivy Baker Priest, sem verður ríkisféhirðir. Hún er að skrifa nafnið sitt fyrir stúlkuna, sem er flugfreyja. Vetrarvertíðin er byrjuð yETRARVERTlÐIN er að byrja og með henni færist eins og endranær nýtt lif í mannfólkið, heldur dauft og dræmt í dálkinn eftir svartasta skammdegið og of- át og oieyosiu jolanna. Og svo var líka verkfall. Fregnir frá verstöðvunum herma, að það sé hugur í mönnum almennt, menn búast nærri undantekningar- laust við því, að árangurs landhelg- isbreytingarinnar fari að gæta strax á þessari vertíð. Lika hefur þetta í för með sér breyttar veiðiaðferðir, eins og glögglega kemur í ljós í fréttaskeyti til Morgunblaðsins frá Vestmannaeyjum. 1 skeytinu segir meðal annars: „Komandi vertíð verður með nokkuð öðrum hætti en verið hefur. Héðan verður enginn með dragnót eða botnvörpu. Undan- farin ár hefur allt að því helm- ingur flotans verið moð þessi veiðarfæri. Bátar þessir taka nú upp línuveiðar og netja. All- margir bátar verða eingöngu með net, en aðrir bæði með línu og net.“ Frá Vestmannaeyjum verða á þessari vertíð gerðir út um 80 bátar, en voru 70 í fyrra. Keflavíkurbátunum hefur líka fjölgað. Fréttaritari Timans á staðn- um símar: „I fyrra voru gerðir út innan við 20 bátar frá Kefiavík og voru nokkrir þeirra aðkomu- bátar, eins og undanfarnar ver- tíðir. En að þessu sinni eru horfur á, að bátarnir verði um 30 talsins. Margir þeirra eru að- komubátar, sem ixafa þar viðlegu með skipshöfnum.“ Þegar þetta er ritað, voru þrir komnir í verið: frá Húsavík, Dalvík og Ólafsfirði. Sömu góðu fréttimar berast frá Sandgerði, þar verða bátamir álíka mai-gir og í íyrravetur, eða um tutt- ugu. En frá nokkrum verstöðvum em fréttirnar þó síðri, eins og t. d. eftirfarandi: Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, Stykkishólmi: „Segja má, að al- mennt atvinnuleysi sé hér í Stykkishólmi . . . Alls er búizt við, að fjórir bátar rói frá Hólm- inum í vetur . . .“ Fréttamaður Tímans á staðn- um bætir svo við: „. . . Land- róðrabátur verður hinsvegar að- eins einn. Fyrir nokkrum árum vora landróðiabátar sex, en þeim hefur farið fækkandi ár frá ári.“ Loks er þess að geta, að vertíðin sunnanlands og öll sú vinna, sem hún hefur upp á að bjóða, hefur komið talsverðu losi á mannfólkið. Fregnir herma, að fjöldi sjómanna og verka- manna af Norðurlandi sé ýmist far- inn til Suðvesturlandsins eða i þann veginn að leggja upp. Dæmi: Frá Dalvík munu alls fara fjórir bátar suður á vertíð og um 70 manns fylgja þeim. Frá Húsavík fara þrír stærstu bátarnir, á þeim verða 30—40 manns og auk þess, fer sennilegast úr pláss- inu álíka margt verkafólk. Og frá Ólafsfirði eru þegar farnir um 40 í atvinnuleit. Forsíðumynd: Þorsteinn Jósepsson. 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.