Vikan


Vikan - 15.01.1953, Page 6

Vikan - 15.01.1953, Page 6
• Turn sem segir sex Þ ÓTT ótrúlegt sé, hefur verið stungið upp á því oftar en einu sinni í fullri alvöru, að Eiffelturninn í París, sem nú er 63 ára, yrði rifinn. Þessar uppá- stungur hafa oftast komið frá vafa- sömum listamönnum (sem segja að turninn sé ljótur), og þótt enginn hafi tekið mark á þeim enn þann dag í dag, þá líður ekki svo ár, að einhver ráðist ekki hatrammlega á tuminn á gmnd- velli listrænnar fegurðar. En Eiffelturninn verður varla rifinn úr þessu; hann er orðinn hluti af París og raunar öllu Frakklandi. Nú er líka svo komið, að Parísarborg hefur öðlast full yfirráð yfir tuminum; það var gert með samningi til 30 ára, sem und- irritaður var 1950. Tekjurnar af Eiffeltuminum hafa alltaf verið góðar. Þegar Gustave Eiffel byrjaði að byggja hann, sögðu að vísu margir, að maðurinn væri vit- laus. Því var spáð, að tuminn mundi falla, að minnsta kosti mundi enginn voga sér upp í hann nema örgustu glannar. En turninn hefur staðið af sér öll veður, enda segja verkfræðingar nú- tímans, að hann sé bæði vel byggður og vel hugsaður. Þetta er 984 feta há stálgrind og það kostaði 7,800,000 franka að reisa hann. Eiffel stofnaði hlutafélag um fyrirtæk- ið og tók fimm milljón franka lán. Lán- ið gat hann endurgreitt sex mánuðum eftir að byggingunni var lokið. 1 dag er Eiffelturninn virtur á 520 miljónir franka, það er að segja efnið í honum. En það er harla ólíklegt, að Parísarbúar vilji selja. Tyegar turninn var vígður 1889, kost- " aði aðgangurinn að fyrsta palli tvo franka, að öðnun palli þrjá franka og að þeim þriðja fimm franka. Ef þú vilt horfa út yfir borgina af efsta pall- inum, þá verðurðu hinsvegar að borga fyrir það 300 franka. Og það vantar ekki viðskiptavinina. I fyrra fór meir en milljón manns upp í tuminn, og það er engin ástæða til að ætla, að aðsókn- in verði minni í ár. En aðgangseyririnn er raunar ekki einasta tekjulind þessa mikla mann- virkis. 1 turninum eru tvö veitingahús og ein vínkrá. Þar geturðu látið taka mynd af þér (fyrir framan málverk af Eiffelturninum) eða leigt þér sjónauka fyrir 100 franka. Á efsta pallinum get- urðu keypt líkneskjur af turninum (verðið er 100—300 frankar) og þaðan er útsýnið bezt. TJ eksturskostnaður turnsins er auð- vitað mikill. Á hann fara 35 tonn af málningu, og það er ársverk að mála hann. Þá eru þarna 200 starfsmenn og eftirlitsmenn. Mælingar em framkvæmdar öðm hvom, til þess að fylgjast með því, hvort tuminn sé nokkuð farinn að hall- ast. Hann svignar um rúmlega þrjá sentimetra í hvassviðri og rösklega sjö sentimetra í verstu stormum. fyrir þig. Það verður að rífa allt innan úr her- berginu." „Stúlkan hefur gott minni,“ sagði Cross. „Kannski þú getir grætt á þessu í annað sinn, majór. Eigum við að senda eftir viðgerðarmann- inum ?“ „Ég leyfi ekki að eignir mínar verði eyðilagð- ar í annað sinn vegna svo lítilmótlegra aðdrótt- ana,“ svaraði majórinn. „Sama segi ég,“ sagði Goya. „Enginn skal fá að eyðileggja nýviðgerða herbergið mitt.“ „Það skiptir engu máli,“ greip Stirling framí. „Stúlkan er að ljúga. Hún hefur hjálpað dóttur minni til að hlaupa að heiman." „Hvernig sem því er varið,“ sagði Cross. ,,f>á er Beatrice horfin og við verðum að ná I hana. Hringdu til lögreglunnar." Stirlinghjónin litu hvort á annað. Svipur þeirra beggja afmyndaðist af skelfingu. Loks stundi frúin: „Nei. Þessi hræðilega mynd . . . ég get ekki gleymt augunum í henni.“ „En þið ráðlögöuð mér það.“ „Viltu þá að það sama komi fyrir mig?“ spurði Stirling. „Nei," sagði Cross. „Ég vil ekki að neinn líði þær vitiskvalir, sem ég hefi orðið að þola. Þess vegna vil ég beina ykkur í rétta átt. Hg óttaðist hið versta. undir eins, vegna þess að mig grun- aði hvernig í öllu lá. En ef um venjulegt stúlku- rán er að ræða, eru rök ykkar enn óhrakin og þið ættuð að hringja til lögreglunnar. 20. KAFLI. Töfraspegillinn Liggðu kyrr,“ hvíslaði Goya. „Þau trúa þér ekki hvort sem er.“ Viola skildi að hún hafði rétt fyrir sér og var henni þakklát fyrir að vera sú eina sem var vingjarnleg við hana. Miljónamæringurinn var utan við sig af angist og reiði, en það hafði minni áhrif á Violu en hugrekki frúarinnar. Og ég hló að þeim af því þau voru of rik, hugsaði hún. En hvað fátæklingarnir geta verið misk- unnarlausir við ríka fólkið . . . Mack, vörður Beatricar, kom inn. Frúin hljóp á móti honum. „Hg hefi tapað slóðinni," sagði hann. „Hún var hvergi sjáanleg á götunni. Umferðin var mik- il um þetta leyti og umferðarlögreglan varð ekki vör við hana . . . En hún kom samt niður bruna- stigann. Einn skrifstofumannanna á skrifstofunni á móti fór út að glugganum til að draga fyrir og hann segist hafa séð stúlku í hvitri kápu koma niður brunastigann. Það var komið myrkur, svo hann sá ekki hvert hún fór.“ Viola hlustaðx agndofa á Mack meðan hann sagði frá. Hún var að brjóta heilann um hvern- ig í ósköpunum Beatrice hefði getað komizt í gegnum heilan vegg og inn í herbergið hennar. „Eg hringdi til Dons,“ hélt Mack áfram. „Ég sagði honum að fara til Austins og komast að því hvort Beatrice er hjá honum. Það þýðir ekk- ert að hringja til hans, því hann mundi ekki segja okkur þó hún væri þar. Hann hringir hing- að þegar hann veit eitthvað." „Hvað gerðist, Mack?“ spurði Stirling. „Sagði hún ykkur það ekki?“ spurði Mack og hrxeigði höfuðið í áttina til Violu. „Eg hefi ekki heyrt annað en lygar. Ég vil að þú segir mér það, Mack.“ „Þegar við komum hingað fórum við beint upp á stigapallinn. Viola sagði að þær ætluðu að líta á herbergið hennar. Ég stanzaði við dymar nr. 17, svo að ég gæti fylgzt með því sem fram færi, en leigjandinn þar var að flytja út. Athygli mín dróst að skáp, sem ekki komst út um dyrnar og ég fór að hjálpa til við að snúa honum. Þeg- ar ég sá Beatrice síðast stóð hún við hliðina á Violu, sem var að opna hurðina sína, en þegar ég leit við aftur, æpti Viola að hún væri horfin. Ég hljóp strax irm í herbergi nr. 15 og fann gluggann galopinn og Ijósin kveikt. Ég klifraði út um giuggann og elti hana niður stigann, en Viola reyndi að halda aftur af mér og telja mér trú um að hún væri einhvers staðar annars staðar. Hún var að hjálpa henni til að komast undan.“ Meðan Viola hlustaði á hann fann hún andúðina gegn sér vaxa, Þegar hún kynntist honum fyrst liafði hún undrast það að hann ávarpaði Beatrice alltaf eins og hún væri enn barn, en hún komst brátt að því að margra ára holl þjónusta hans hafði aflað honum vináttu fjölskyldunnar og trausts. Allt í einu hringdi síminn. Mack svaraði. Augu hans glömpuðu af æsingi, en ákafi hans fjaraði út meðan hann hlustaði og vonbrigðin sáust i svip hans. „Nei,“ sagði hann og lagði tólið á. „Hún fór ekki til Austins. Don hefur fengið sannanir fyrir því að hann var í tyrkneska baðhúsinu síðdegis. Dyravörðurinn á hótelinu segir að hún hafi ekki komið þangað og Don er viss um að Austin seg- ir satt. Hann veit ekkert um hana.“ „Hvar er Don núna?“ „Á hótelinu okkar. Hann hefur talað við síma- stúlkuna þar, sem segir að Viola hafi beðið Goyu í símanum að spá fyrir sér í dag. Stúlkan segist ekki hafa hlustað á samtalið, en hún hafi heyrt nokkurn hluta þess um leið og hún gaf sam- bandið." „Þetta eru ekki góðar fréttir," sagði Cross. „Ég var búinn að aðvara þig, Goya, þvi ungum stúlk- um hættir til að gera svo mikið úr spádómum." „Ég bað hana aldrei um að taka á móti okk- ur,“ sagði Viola. „Hún segir satt,“ sagði Goya. „Það var ekki hennar rödd. Ég mundi þekkja hana hvenær sem væri.“ „Hún er leikkona," sagði miljónamæringurinn. „Hún getur vafalaust breytt röddinni að eigin vild.“ „En ég gerði það ekki," mótmælti Viola. „Auk þess gaf frú Stirling okkur leyfi til að fara hingað." „Ég leyfði ykkur að fara til að skoða leikskól- ann þinn,“ sagði frúin þreytulega. „En hvaða gagn er að þvi að láta svona. Það skiptir engu máli hvernig við höfum verið svilcin, en við verð- um að finna Beatrice." Viola, sem eklti var enn búin að ná sér eftir fallið, hlustaði rugluð á þessar umræður og var jafnvel farin að efast um að hún vissi hvað hafði komið fyrir. En allt í einu kom dyravörð- urinn inn með bréf í hendinni. „Ég fann þetta bréf í bréfakassanum. Það hef- ur einhver stungið því þar, því ég tók sjálfur við bréfunum af póstmanninum. Það stendur að það sé áriðandi." „Ágætt,“ svaraði majórinn. „Stirling bíður eft- ir því.“ Cross þreif bréfið um leið og hurðin féll að stöfum. „Utanáskriftin er prentuð," sagði hann. „Alveg eins og á mínu bréfi." Andlit miljónamæringsins var stirðnað af skelf- ingu — og hann gat engu svarað. Violu rann kalt vatn milli skinns og hörunds, þegar hún minntist kvöldsins þegar Cross fékk bréfið. Stirl- inghjónin höfðu haft mikla samúð með honum þá, þó þau litu á máliö frá sinum eigin sjónarhóli. Hún fór að brjóta heilann um það hvort Cross væri eins innanbrjósts núna meðan hann opnaði bréfið þeirra. „Elskurnar mínar," las hann. „Segið Greeny að ég hafi nú loks lent í æfintýri. Mér hefur verið rænt. Þið fáið bráðum að vita lausnargjaldið. Borgið það ef ykkur finnst ég þess virði og hvort sem er. Mér líður vel, bæði andlega og líkamlega. Hafið engar áhyggjur, því ég kem bráðum aftur." Enginn sagði neitt. Loks rauf Cross þögnina: „Þekkirðu skriftina hennar?" spurði hann frxlna. „Já, þetta er skriftin hennar," svaraði hún með erfiðismunum. „En mundi hún skrifa svona bréf?“ Framhald í nœsta blaði. 6

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.