Vikan


Vikan - 15.01.1953, Qupperneq 10

Vikan - 15.01.1953, Qupperneq 10
- HEIMILIÐ - RITSTJÓRI: EUN PALMADÓTTIR Fiskréttir [■ TM þessar mundir er oft erf- ^ itt að fá góðan fisk og þá ríður á því að húsmóðirin kunni að matreiða hann. Gufusoðinn fiskur Fiskurinn verður sérlega bragð- góður ef hann er gufusoðinn, því þá helzt í honum allt það bragð, sem annars vill týnast í vatninu. Þegar búið er að verka og salta fiskinn, er hann lagður á rist í eldtrausta skál og brætt smjör og sítrónusafi látið drjúpa yfir hann. Skálinni er lokað og henni stungið í ofninn. Iskorinn fiskur er soðinn eftir ca. 30 mín., en heill þorskur eftir 1—1 % tíma. Fiskdeig Best er að kaupa fiskinn daginn áður en á að nota hann og láta hann hanga, svo hann verði vatnsminni og stinnari. Það er nokkur fyrirhöfn að laga fiskdeig og þessvegna ágætt að hafa það nægilega mikið til tveggja daga (í bollur annan dag- inn og hring hinn). Ef um fiskflök er að ræða þarf fyrst að þurrka þau með deigum klút og þurrum á eftir. 1 2 kg. af fiski eða 750 gr. af fisk- fiökum þarf 2. tesk. af salti, 2 msk. af hveiti, 2 msk. af kartöflumjöli, 75 gr. af smjöri, 5 dl af kaldri soð- inni mjólk, 2 dl. af köldum soðnum rjóma (eða aðeins mjólk), 2 eggja- hvítur og pipar. Fiskflökin eru hökkuð fimm sinn- um ásamt saltinu, hveitinu og kart- öflumjölinu. Því næst er mjólk og rjóma bætt í, einni skeið í einu. Pip- arinn, eggjahvíturnar og brætt, kalt smjörið látíð í. Deigið verður að hrær- ast vel og lengi. Úr þessu verður um 1 Vi kg. af fiskdeigi. Þorskbuff 3—4 litlir þorskar, salt, pipar, 2—3 laukar, 2—3 msk. hveiti, 75 gr. smjör, V4, 1. mjólk, sósulitur. Fiskurinn er þveginn og flakaður (höfuðið og beinin soðin í vatni með dálitlu salti og lauk). Flökin eru söltuð og látin bíða í ca. 10 min. Þá eru þau skoluð, þurrkuð með klút og vellt í hveiti, sem dálitlu af salti og pipar hefur verið blandað í. Lauk- urinn er brúnaður í 25 gr. af smjör- inu og lagður á disk. Því næst eru flökin steikt í smjörinu og haldið heitum á fati. Leyfunum af hveitinu er nú hrært á pönnunni út í leyfun- um af smjörinu. Þetta er þynnt með soðinu (af höfðinu og beinunum) og mjólkinni, þar til sósan er hæfilega þykk. Þá er bætt í hana 1 skeið af tómatkrafti og hún lituð fallega bnin. Laukurinn er hitaður upp í sósunni, sem annaðhvort er hellt yfir flökin eða borin á borð i sósuskál. Fiskinn má skreyta með steiktum tómatsneið- um. BDRÐTUSKAN sem öllu bjargar og alltaf er útundan. að er margt sem kemur fyrir borðtuskuna á morgnana. Henni er kastað kæruleysislega yfir vatns- rörið, svo ekki getur hjá því farið að hún dragist öðru hvoru niður í vask- inn. Hún kemur að góðum notum við að þurrka af eldavélinni, því kaffið sýður stundum niður og svo er það hafragrauturinn ... já, það er í mörgu að snúast á morgnana. Svo vantar húsmóðurina ef til vill hnif, einmitt þegar annar eldhúshníf- urinn er ataður smjöri og hinn kæfu síðan hún smurði brauðið með morg- unkaffinu — aha, borðtuskan getur bjargað því! Næst þarf að þurrka af skaptpottinum, áður en eplagrautur- inn er settur yfir — enn kemur borð- tuskan í góðar þarfir. Klútnum er kannski snúið við, svo kæfan snúi inn og kannski er það ekki gert. Finnst ykkur ég ýkja? Ég hefi sjálf séð svona borðtuskur og meira að segja á ,,fyrirmyndar“-heimilum. Það er ákaflega undarlegt, en þegar borðtuskan á í hlut, kæra margar húsmæður sig kollóttar um allt hrein- læti, þó þeim mundi sennilega hrylla við uppþurkunarklútnum, ef hann liti þannig út. Engri húsmóður dettur i hug að nota uppþurrkunarklútínn sinn þang- að til svo mikil fita er sezt i hann, að hann hafnar angandi af fýlu i rusla- körfunni. Nei, hann fær virðulegan sess innan um annan óhreinan þvott og er svo þveginn og soðinn eftir listarinnar reglum. Það er að vísu slæmt að ekki skuli fást heppilegar borðtuskur í búðun- um. Þær sem fást líkjast meir gólf- klútum. En öðru hvoru þurfum við að henda ónýtum nærfötum eða öðru, svo það ætti ekki að vera mikil vand- ræði á að safna 6—8 borðtuskum, því svo margar þurfa þær að vera, ef þær eiga ekki að líta ver út en gólfklútar eftir nokkra daga. Ef skipt er um tusku að minnsta kosti einu sinni í viku' og mjög fit- ugir hlutir þurkaðir með pappír — t d. pappírnum utan af brauðinu — ætti ekki að þurfa að sjóða þær sér- staklega í sódavatni. En auðvitað verður að vinda tuskuna upp eftir hvern uppþvott og láta hana þorna að minnsta kosti einu sinni á dag. Þetta er fljótgert um leið og hellt er sjóðandi vatni yfir uppþvottaburst- ann. En hvaða reglur sem þið setjið ykkur með þvott borðtuskunnar þá munið fyrir alla muni að stærsta af- brotið er að strjúka fituna af hnífn- um með henni. Það eru takmörk fyrir því hvað jafnvel borðtuska þolir. Eins og gengur — „1 mörg ár vissi ég ekki hvar mað- urinn minn var,“ sagði kona nokkur, „en svo kom ég einu sinni snemma beim og þar var hann." FÓSTURBARN eftir franska uppeldisfræðinginn Dr. B. Spock Hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, ef hjón hafa í hyggju að taka að sér barn? Bœöi hjónin verður að langa jafn mikið til að taka barnið. Hjónin verða bæði að álíta að þau geti ekki án þess verið. Það er hættu- legt að taka að sér barn: ® ef annað hjónanna lætur það eftir hinu. • ef konan er að reyna að vinna aftur ást manns síns með því. • ef til þess liggja hagnýtar ástæður (hjónin vilja fá hjálp við störf sín, eignast erfingja, eða tr’yg'g'ja sér einhvern til að sjá um sig í ellinni). Það er hættulegt vegna þess að barnið finnur að það er ekki elskað á eðlilegan hátt og getur ekki orðið hamingjusamt: það vantar öryggi, óttast að verða yfirgefið aftur og fer stundum að hegða sér illa. Foreldrar mega ekki vera of gaml- ir og ekki of vanir barnlausu heimili. Það er betra að barnið sé tekið mjög ungt, svo foreldrunum finnist að þau séu að annast sitt eigið af- kvæmi. Samt sem áður vilja sumir bíða, þar til barnið er eins árs, því oft er erfitt að gera sér grein fyrir og velja nýfætt barn. Það liggur líka mikil hætta í að taka barn í stað annars, sem foreldr- arnir hafa misst, því það verður for- eldrunum erfiðara að elska það vegna þess sjálfs. Það er óhætt að taka barn af sama kyni, á sama aldri og svipað dána barninu í útliti, en lengra má Amerískur tízkukjóll ekki ganga og alls ekki ætlast til þess að fósturbarnið hegði sér á sama hátt og hitt barnið. Því tekst aldrei að koma algerlega í stað annars barns og allir aðilar verða fyrir von- brigðum. Foreldrarnir verða fyri alla muni að forðast að gera nokkurn samanburð, bæði upphátt og í hugar- fylgsnum sínum. Á barnið að vita að það er fóstur barn ? Já, segja flestir, sem reynslu hafa í þessum efnum. Barnið kemst áreiðanlega að því einhvern tíma, hvernig sem farið er að og það getur haft slæm áhrif á tilfinningalif þess og öryggistilfinn- ingu um margra ára skeið. • það má ekki bíða og segja barninu það svo eins og um mikið leyndarmál sé að ræða, að það sé fósturbarn. • það ætti að tala eðlilega og hiklaust um þetta mál við barnið og aðra þegar það heyrir til. • það verður að svara öllum spurningum barnsins, varðandi þetta mál, eðlilega og í samræmi við það sem því hefur áður verið sagt. • það verður að gæta þess að leggja hvorki of mikla áherzlu á þetta atriði, né forðast það. • bezt er að áégja barninu oft frá því hversu mjög fósturforeldrana langaði tíl að eiga barn til að láta sér þykja vænt um og hversu glöð þau voru þegar þau fengu loks litla stúlku með blá augu og eplakinnar, alveg eins og þau höfðu óskað sér. • foreldrarnir verða að vera und- ir það búnir þegar barnið spyr (3—4 ára) hvaðan börnin komi. Segið því þá blátt áfram að það hafi vaxið í annari móður áður en það kom til sinnar núverandi móður. • segið barninu aldrei að hin upp- runalega móðir þess hafi ekki viljað það. Það getur eyðilagt traust þess til allra mæðra og fyllt það örvænt- ingu. Segið því að einhverjar ástæð- ur, sem enginn viti um, hafi hindrað hana í því að annast það. Endur- takið svo að nú eigið þið það og munið ekki sleppa því. | SAMTALSÞÆTTIR ! E Sonju í SAMTlÐINNI njóta mik- ■ 5 illa vinsælda. 10 hefti (320 bls.) j ■ árlega fyrir aðeins 35 kr. Sendið E ■ áskriftarpöntun í dag, og þér fá- E ! ið tímaritið frá síðustu áramótum. ■ S Árgjald fylgi pöntun. '■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■ 10

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.