Vikan


Vikan - 22.01.1953, Side 7

Vikan - 22.01.1953, Side 7
EFRI MYNDIN I»a5 er því miður ekki hægt a5 telja upp öll nöfnin á J myndinni licrna fyrir ofan, en hún er tekin í Iðnó 1920. 1 I»etta er fyrsti grímudansleikurinn fyrir börn, Ólafur Maffn- I ússon ljósmyndari tók myndina, Sylvía Siggeirsdóttir spil- aði á píanó fyrir dansinuin og Si^urður sá um allan undir- búning. Aðgangurinn kostaði tvær krónur og; ballið stóð frá kl. 5 til 10. I»á tók fullorðna fólkið við og; dansaði fram eftir nóttu. En það er næsta tilgangslítiö að reyna að benda á einstök börn á myndinni, til þess eru raðirnar of rug;I- aðar. I»ó skal þess g;etið, að Óskar I»órðarson læknir stend- ur ystur í efstu röð til hæg;ri og; í sömu röð er Friðþjófur Johnson forstjóri sá finnnti frá hæg;ri. Sig;urður Guðmunds- son er fyrir miðju í þessari röð (í svörtum pierrot-bún- ingi með mikla fiöður upp úr liúfunni). Inga Laxness er 1 líka í pierrot-búning;i (hvítum), liún er sú þriðja frá vihstri 1 í efstu röð. í næstu röð má meðal annars benda á Garðar i Gíslason lilaupara (þriðji frá hægri og pierrot-búningurinn / enn) og Gotfred Bernhöft stórkaupmann (annar frá vinstri). i Fyrir miðju í annarri röð (ineð langan lokk á öxlinni) er i frú Rigmor Hanson danskennari. Fjórði maður frá henni hægramegin (í stórröndóttum pierrot-búningi) er Hilmar Thors, þá kemur ónafngreindur í hvítuni fötum, þá Elsa Sigfúss söngkona. Á myndinni eru líka meðal annars Axel og Sveinn Kaabersynir, Erlingur lljaltested bankaritari, Baldvin Jónsson hdl., I»órir Kjartansson lögfræðingur, dætur Gunnars Gunnarssonar kaupmanns, dætur Jóliann- esar í Skuld, Sverrir Bernhöft stórkaupm., Agnar Johnson yfirla'knir o. fl. o. fl. — NEÐRI MYNDIN Myndina tók Jón Kaldal 1924. I»að er danssýning í Iðnó. Frá vinstri: Agnes Kragh, Sigurður Guðmundsson, Margrét llalldórsdóttir, Björn Halldórsson, Fríður Guðmundsdóttir, Sófus GuÖmundsson, Áslaug Borg og Bjarni I>órðarson. I»au eru að dansa skottis. Eiturpyngjan... Framhald af bls. 4 eins og frægn myndirnar hans Girar- dins. Það var sagt, að í henni væru einhver hræðileg leyndarmál. Nú hafði ég gott tækifæri til að komast að raun um það. Gamla peningavesk- ið, sem var alltaf úttroðið, hafði rifn- að um leið og það datt og blöðin lágu á víð og dreif um gólfið; ég þurfti að tína þau upp hvert á fætur öðru. Þar var bunki af bréfum, skrifuð- nm á rauðan pappír og þau byrjuðu 'öll: Elsku pabbi minn, og undirskrift- in var Céline Bixiou. Gamlir lyfseðlar fyrir lyfjum gegn allskonar barnasjúkdómum: hrygg- skekkju, krampa, skarlatsótt, misl- ingum . . . aumingja barnið hafði ekki sloppið við einn einasta þeirra. Og loks lá þar lokað umslag, sem hafði að geyma litla telpuhúfu og nokkur ljós, hrokkin hár; á umslag- inu stóð skrifað með stórgerðri, skjálfandi hönd blinda mannsins: Hárið á Céline, klippt 13. maí, dag- inn sem hún fór. Þetta var það, sem seðlaveskið hans Bixiou hafði að geyma. Sjáið þið til, þið eruð öll eins. Fyr- irlitning, háð, djöfullegur hlátur, ruddalegt gaman, og þegar öllu er á botninn hvolft . . . hárið af henni Céline, klippt 13. máí. SIGURÐTJR GUÐMUNDSSON klæðskeri segir, að dans sé eins og hver önnur íþrótt. Ef þetta er rétt hjá honum, þá er hann mestur íþróttamaður á Islandi með 33 íþróttaár að baki sér. Og það er ástæðulaust að rengja hann. Sigurður veit, hvað hann syngur í þessum efnum, því að hann hefur að baki lengstan starfsferil allra íslenzkra danskennara, byrjaði að kenna í október 1919, þá nýkominn heim eftir fjögurra ára nám úti í Kaupmannahöfn. Hann kom heim með sama skipi og Borgarættarfólkið, þ. e. leikararnir og myndasmiðirnir, sem bjuggu til myndina „Borgarætt- in“. En áður en hann sigldi, var hann í tímum hjá frú Stefaniu Guðmundsdóttur leikkonu, sem þá var um- svifamestur danskennari á landinu. Nú er Sigurður 60 ára samkvæmt kirkjubókunum, þó að menn, sem mæta honum á götu eða í sundlaug- unum, gætu tæpast haldið að hann væri kominn mik- ið yfir fimmtugt. Maðurinn er svo leikandi léttur. En það er tilefni þessa greinarkorns, að Sigurður er ekki aldeilis búinn affl leggja árar í bát. Hann hefur á prjón- unum danssýningar til ágóða fyrir Krabbameinsfélagið (ætlar að sýna dansa frá 1919 fram á þennan dag), og svo er hann að undirbúa ferðalag út á land til dans- kennslu. Hann býst við að koma til Vestmannaeyja, Akureyrar, Isafjarðar og Akraness. Hann segir, að Akureyri sé með skemmtilegustu stöðunum, sem hann hafi kennt á, og Eskifjörður. „Á Eskifirði fannst mér gaman að kenna, vegna þess að þar voru allir eitt — sýslumaðurinn, kaupmaðurinn, bankastjórinn og fólk- ið á reitunum." Annars ber Sigurður satt að segja heldur litla virðingu fyrir dansmenningu Islendinga nú á dög- um. „Fólkið heldur, að það geti lært að dansa svona af sjálfu sér. En dans er íþrótt, list. Auk þess eru þessir nýtízku kaffihúsadansar mestmegnis fettur og brettur og hliðarstökk, jitterbug kalla þeir af- skræmið." Og þetta eru engir sleggjudómar hjá Sigurði. Hann veit um hvað hann er að tala. Hann hefur í öll þessi ár lagt á það áherzlu að kynna sér nýungar í dansi, farið ut- an öðru hvoru til þess að fylgjast með. „Og ég hef hugsað mér að halda þvi áfram.“ Þó hefur hann, heilsu sinnar vegna, aðeins getað kennt í einka- tímum undanfarin ár. Ferjumennirnir á forsíðunni Þorsteinn Jósepsson blaðamaður tók myndina á forsíðunni fyr- ir nokkrum árum. Það er verið að ferja stúlkurnar yfir Jökulsá á Sólheimasandi, einum eða tveim- ur dögum eftir að braut undan brúnni á þessum slóðum með þeim árangri, að bi'úarsporðurinn brast. • Mennirnir, sem eru að vera svona riddaralegir við stúlkurnar, eru eflaust af bæ eða bæjum þarna í grenndinni, þ. e. annað- hvort undan Eyjafjöllum eða úr Mýrdalnum. Jökulsá á Sólheimasandi hefur oft þótt ill viðureignar, og þá auðvitað ekki síst hér áður fyrr, áður en bílarnir og brýrnar komu til sögunnar. Sveinn Pálsson segir í Ferðabók sinni, að áin teljist til meiriháttar jökulvatna og sé raun- ar ein sú hættulegasta sökum straumhörku og hlaupa. Hún varð líka mörgum að fjörtjóni; Sveinn telur laust yfir aldamótin 1800, að um 80 manns hafi farist í henni „á undapförnum 20 árum.“ Hanil getur þess ennfremur, að ekki hafi hún alltaf heitað Jökulsá. 1 Ferðabók Eggerts Ólafssonar beri hún nafnið Fúli- lækur, enda þá aðeins lítill lækur — og daunillur. Jökulsá á Sólheimasandi kemur auðvitað fyrir í ýmsum munn- mælasögum, og síst að furða, svo stórra fórna sem hún hefur kraf- ist. En nú er öldin önnur, þó að forsíðumyndin beri það kannski ekki með sér. Sú mynd tilheyrir líka undantekningunum — og þar er einmitt ástæðan fyrir því, að við birtum hana. Dans er líka íþrótt 7-'

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.