Vikan


Vikan - 22.01.1953, Page 13

Vikan - 22.01.1953, Page 13
RIDDARINN SEM KDNNI EKKI AÐ GEFAST UPP Bjargið konunginum! hrópaði hann. Hann var hœttulegasti óvinur byltingarinnar. stað. I sömu mund læddist De Batz og menn hans út í myrkrið. Eftir sat drottningin, son- ur hennar og prinsessan. Plóttatilraunin var far- in út um þúfur. Þó var De Batz ekki af baki dottinn. Nú hófst hann handa um að grafa undan stjórninni. Hann bjó í húsi svissnesks bakara í útjaðri Parísar; bakarinn var mikill byltingarmaður — á yfir- borðinu. 1 húsi hans tók De Batz á móti þing- mönnunum Julien og Delaunay. Báðir vissu, að De Batz var svarinn óvinur byltingarinnar, að fé hafði veriö lagt til höfuðs honum. En það borgaði sig fyrir þá að þegja. Tugir karla og kvenna flúðu frá Frakklandi á viku hverri. Þetta fólk gat litið sem ekkert tekið með sér af eigum sínum. De Batz keypti þær fyrir lítið verð, mút- aði svo Julien og Delaunay með ágóðanum. Hann hefði getað sent þá báða undir öxina. En hann hafði allt aðrar ráðagerðir í huga. Hann ætlaði að nota þá til þess að ná tangarhaldi á ennþá kunnari mönnum, forystumönnum úr hópi bylt- ingarmanna, fégráðugum mönnum eins og þeim. Svo ætlaði hann að ljóstra öllu saman upp, og hann vænti þess að hneykslið mundi riða stjórn- inni að fullu. Hann lét tvímenningana á sér skilja, að þeir þyrftu að fá öfluga menn í lið með sér. Þeir stungu upp á Chabot nokkrum, kunnum þing- manni, sem var mikill vinur Robespierre, Danton og annarra foringja byltingarinnar. Chabot vant- aði peninga. Hann þráði peninga, gleði og glaum, fallegar konur. De Batz afréð að notfæra sér þetta. Kvöld nokkurt fór Delaunay með Chabot til Junius nokkurs Frey, sem bjó I fögru húsi á fögrum stað í París. Hjá honum var systir hans ,,Poldi“. Frey sagðist vera einlægur lýðræðis- sinni, hann hefði flutts frá Austurríki til Frakk- lands í tilefni af byltingunni. Chabot varð tíður gestur í húsi þeirra systkina. Það leið heldur ekki á löngu þar til Frey lét á sér skilja, að hann væri hlyntur því að Chabot gengi að eiga fröken ,,Poldi“. 4,000 sterlingspund Chabot lét ekki á sér standa, síst þegar hann heyrði, að heimanmundurinn mundi verða 4,000 sterlingspund. Þarna voru auðæfin, sem hann þráði. Nú gæti hann leyft sér að lifa hátt og vel. Og hann tók strax til óspilltra málanna — og innan fárra vikna var hann kominn í miklar skuldir. De Batz fylgdist með þessu öllu; það má ætla, að honum hafi verið vel skemmt. Svo fannst honum tími til kominn að taka Chabot til bæna. Hann sendi Julien á fund hans í þinginu. Julien hafði orð á þvi, að öryggisnefnd byltingarmanna væri farin að spyrjast fyrir um, hvaðan hann fengi alla þessa peninga. Chabot hló, sagði Julien frá hinu fyrirhugaða hjónabandi sinu og heim- anmundinum. En Julien hló ekki. Hann tók Chabot afsíðis: „Aumingja vinur minn,“ sagði hann og lést vera mikið niðri fyrir. ,,Þú hefur gengið í gildru. Það er enginn Frey til. Þessi maður er útsendari hins alræmda De Batz og Poldi er mesti umrenningur. Peningarnir, sem þú hefur þegið, koma beint úr hirsl- um konungssinna." Chabot vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Ef öryggis- nefndin kæmist að þessu, hlaut hún að ganga út frá því sem vísu, að hann væri í vitorði með De Batz, en þá beið hans ekkert annað en fallöxin. Hann grátbað Julien að hjálpa sér. De Batz baröist frarn á síðustu stundu. En þessi urðu endalok herra hans, Louis konungs XVI. Nafnlaust bréf Julien lést vera tregur i fyrstu, en féllst svo á það fyrir þrábeiðni kunningja síns. Fyrst yrði hann, sagði þessi heiðursmaður, umfram allt að losna úr skuldunum. Hann varð að ná sér í pen- inga, strax. En hvernig? kjökraði Chabot. Jú, öll sund voru ekki lokuð. Ef hann færi rétt að, gæti hann kúgað fé út úr einu voldugasta fyrir- tækinu í Frakklandi, Austur-indverska verzlunar- félaginu,' sem enn starfaði, eins og ekkert hefði i skorizt, þrátt fyrir byltinguna. Auðvitað var það De Batz, sem hér var enn að verki. Hann lagði á ráðin, Julien var verkfærið. Ráðagerð De Batz var einföld í sjálfu sér. Það átti að fá Chabot til þess að sökkva sér ennþá dýpra í spillingarfenið og, flækja sem allra flesta í málið. Hneykslið, sem steypa átti byltingar- mönnunum af stóli, átti ekki að vera neitt smá- hneyksli. Og þetta tókst! Chabot þröngvaði verzlunar- iélaginu til að greiða sér þúsund sterlingspund, hótaði að öðrum kosti að beita sér fyrir því á þingi, að félagið yrði gert upptækt! Ýmsir þing- menn voru í vitorði með honum. Enda fannst De Batz nú tími til þess kominn, að þjóðin fengi að vita, hvernig mennirnir, sem hún hafði stutt til valda, færu með umboð hennar. Hann skrifaði mikilsvirtum þingmanni nafnlaust bréf, með þeim árangri, að þingmaðurinn lagði fram ályktun í þinginu, þar sem þess var krafist, að allir full- trúarnir gæfu skýrslu um fjárhag sinn og gerðu þar grein fyrir hverjum einasta eyri. Árangurinn af bréfi De Bátz varð jafnvel meiri en hann hafði búist við. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum féll um snöru barónsins. Hver uppljóstrunin annarri verri barst út um Frakk- land. Almenningur var æfur, fallöxin hafði varla undan. En nú voru það óvinir konungssinna — óvinir De Batz — sem gengu undir öxina. Chabot var dauðadæmdur, sömuleiðis Delaunay og Jul- ien. En þeir skiptu minnstu máli í augum baróns- ins. Hitt var aðalatriðið, að það var komin upp- lausn í fylkingar byltingarmanna, þar var hver höndin uppi á móti annarri, tortryggni og úlfúð. Robespierre, sem ekki var minni bragðarefur en De Batz, sá að visu í gegnum ráðabrugg hans. En allt kom fyrir ekki. Hreinsunin var hafin og ekkert fékk stöðvað hana. Chabot játaði skrif- lega, ljóstraði upp um fjölda háttsettra byltingar- manna, flækti vinsælustu leiðtoga fólksins i mái- ið. Robespierre tók það ráð að hlífa engum, þing- menn voru handteknir hópum saman, dæmdir til dauða og hálshöggnir. Það var ógnaröld í land- inu og enginn óhultur. Að lokum tók þessi hol- skefla hins kæna baróns svo sjálían höfuðpaur- inn, Robespierre, með Sér: þingmennirnir, sem cnn voru á lífi, gripu til þess örvæntingarráðs að saka hann og vini hans um landráð eins og alla hina, svo stóJu þeir einn góðan veðurdag uppi á pallinum hjá fallöxinni og svo vann hún sitt verk á þeim eins og hinum, sem þeir höfðu sent undir hana. Strandaði á einum manni Nú var hið rétta augnablik runnið upp, nú hefði De Batz með þeirri stjórnkænsku, sem hor.um var gefin, átt að vera í lófa lagið að end- urreisa konungdæmið í Frakklandi. En arftakar Louis konungs neituðu að ræða við þá menn, sem svipt höfðu hann lífinu. De Batz varð þess vegna cnn að bíða; í 15 mánuði beiö hann og var þá búinn að safna að sér 60,000 manna her. Það var 1. október 1795. Og enn hefði því draumurinn hans getað ræst og allra annarra konungssinna franskra, ef óvænt- ur maður hefði ekki komið fram á sjónarsviðið. Þann 2. október stefndi De Batz liði sínu að þing- húsinu í París. Það fór í tveimur fylkingum,, En sem það nálgaðist þinghúsið, þá var greinilegt, að þar hafði vörn verið skipulögð af hugvitsöm- um og herkænum manni, Hann svaraði sókn konungssinnanna moð hnitmiðaðri fallbyssuskot- hríð, sópaði þeim af götunum, kæfði aðför þeirra i fæðingunni. Þessi maður hafði gengið á frmd stjórnarvaldanna á síðustu stundu og lagc fyrir þau áætlun um aðgerðir gegn konungssinnum. Einhver eða einhverjir tóku mark á honum, þó ekki verði séð hversvegna. Þetta var enginn hers- höfðingi, heldur atvinnulaus og allsóþekktur her- maður. En hann hét Napoleon Buonaparte. yonsvikinn riddari Hvað varð þá um De Batz, söguhetjuna okkar, sem aldrei gafst upp ? Svo má heita, að hann hverfi í 20 ár. En hann skýtur upp kollinum aft- ur 1816, þegar Frakkland verður aftur konungs- riki. Þá fær hann ósköp lítilfjörlegt embætti, verð- ur herstjóri í Cantral. Konan hans, sem lést ekki fyrr en 1855, segir, að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum, vænst betri launa fyrir hina dyggu þjónustu sina við konungsfjölskylduna. Hann lést 10. janúar 1822. Á dánarvottorðinu stendur, að hann hafi dáið úr flogaveiki. En al- mannarómur hermir annað. Jean De Batz barón varð hirðulaus og lifsleiður og komst í skuldir. Hann reyndi að klóra i bakkann með skjalaföls- un. Svo komst það upp, en í ,,þakklætisskyni“ fyrir unnin afrek var ákæran látin falla niður — með því skilyrði, að sá seki stytti sér aldur. De Batz, hinn heflaði aðalsmaður, samsinnti. 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.