Vikan


Vikan - 19.02.1953, Blaðsíða 3

Vikan - 19.02.1953, Blaðsíða 3
Nokkur orð um K I K J I) A Þaö hefur verið í fréttum undanfarnar vihur, að ein- lwerjir „kík- júu“-menn í Austur-Afriku vœru að gera hrezku ný- lendustjórninni þar um slóðir lífið erfitt. Við lesum þessar fréttir dag eftir dag, hvernig tugir Kikuyu- manna (brezki rithátturinn) hafi verið hand- teknir eða tveir þrír livítir menn drepnir á búgörðum sínum. En hvemig eru þessir svörtu, óhlýðnu menn í hátt, hvemig lifa þeir? ÞETTA er friðsamt fólk (segir í kunnu brezku tímariti), sem lifir á akur- yrkju. En það er eins með það eins og aðra afríkanska kynflokka, það er ákaflega hjátrúarfullt og trúir á galdra og hefur feiknmikinn beyg af allskyns særing- um og sendingum. Þar fær Mau Mau hreyf- ingin iíka byr undir báða vængi, félagar hennar sverja mikla hollustueyða á miklum leynifundum, þar sem dýrum er fórnað og allskyns andar — illir og góðir — kallaðir til vitnis. Kíkjúarnir voru „algerir villimenn" fyrir aðeins 75 árum. Þeir voru seldir mansali allt til 1873. Landssvæðið, sem þeim er ætlað að búa á, laut algerri stjórn brezks hlutafélags fram til 1895, en þá tók brezka stjórnin við. Til kíkjúa-kynflokksins teljast nú rösklega milljón manns. En land hans í Kenyu er allt of litið, þéttbýlið allt að óbærilegt og árang- urinn meðal annars mikið eirðarleysi inn- fæddra. Um 250,000 ungir karlmenn vinna á búgörðum hvitra manna eða í borgum hinna hvitu manna, en eiga konur sínar heima, þar sem þeir yrkja svolítinn landskika, og heim- sækja þær í tvo til þrjá mánuði á ári. Auðæfi kíkjúu-mannsins reiknast í naut- gripum og geitfé, því þegar hann vill fá sér konu, verður hann að kaupa hana af foreldr- unum fyrir um 50 geitur, þrjár eða fjórar kýr, nokkur hlý teppi og svolitla peningaupp- hæð. Hann á margar konur, ef hann hefur efni á þvi; því að konurnar yrkja jörðina, safna brenni, matreiða og sjá um allt heimilishald; auk þess eiga þær börn. Þeir búa í ósviknum svertingjgkofum með veggjum úr mold og mykju og stráþökum. Fjölskyldan á heila kofaþyrpingu: einn kofa handa húsbóndanum, einn handa hverri eigin- konu og einn handa eldri sonunum, auk smærri kofa til þess að geyma í korn og verk- færi. I kringum kofana eru svo akrarnir. Það er ekki hægt að segja, að hörund kíkjúans sé svart, það er dökkrautt. Þeir hafa fallegan limaburð, einkum þeir sem ekki hafa fallið í þá freistni að eignast hvítra manna skó. Konurnar skemma þó snemma líkams- vöxt sinn með hinum þungu byrðum, sem það hefur orðið þeirra hlutskipti að bera um dag- ana. Karlmenn þessa kynflokks tala um að baggi sé of þungur fyrir karl: „Þetta er kven- mannsburður"! KARLARNIR teygja eyrnasnepla sína og skreyta þá með allskyns dóti: spýtum, fílabeini, gömlum blikkdósum. Þegar þeir eru heima hjá sér, eru þeir venjulegast sveipaðir síðu sjali eða teppi, en gjarnan vilja þeir eiga hrein og vel pressuð „evrópuföt", reiðhjól og armbandsúr. Konurnar eru hættar að raka af sér hárið og ganga í skinnklæðum, nú eru þær oftast í stuttum léreftskjólum og vefja skrautlegum skýluklútum um hár sitt. Þær virðast hínar ánægðustu með tilveruna. Og þó þær séu ennþá seldar fyrir kýr og geit- ur, þá kemur það sjaldan fyrir nú orðið, að þær séu neyddar til að giftast mönnum, sem þeim fellur ekki við. Mikill meirihluti kíkjúa er hvorki læs né skrifandi. En þeir eru námsfúsir og taka nú örum frámförum. Jazzmaður ársins 1952 Jazz-skjálftinn var lengi að gripa fslendinga - en nú er öldin önnur! ÞAÐ er ungur maður i Reykjavík, sem heitir Gunnar Ormslev og spilar á tenorsaxófón. Hann átti danskan föður og íslenzka móðir. Arið 1946 tók hann sig upp frá Danmörku og fluttist til Islands og ári siðar varð hann íslenzkur ríkis- borgari. Siðan hefur hann unnið fyrir sér með því að spila á tenorsaxófón. Hann byrjaði að spila í Gúttó í Hafnarfirði, ásamt Eyþóri Þorlákssyni, Guðmundi Steingríms- syni og Kristjáni Magnússyni. En í hinni vin- sælu danshljómsveit Björns R. Einarssonar var hann frá 1947 til 1951. Svo átti sá heiður fyrir honum að liggja sem hljóðfæraleikara að verða valinn vinsælasti jazz- leikarinn á öllu Islandi. Það var 1951. Og í ár endurtók sagan sig í Austurbæjarbíói í Reykja- vík, þegar Jazzklúbbur Islands efndi þar til hljómleika snemma í þessum mánuði fyrir fullu húsi. Á þeim hljómleikum voru áheyrendurnir meðal annars beðnir að greiða um það atkvæði, hvern þeir vildu hafa „jazzmann ársins 1951“. Og þegar atkvæðin voru talin, hafði Gunnar hlot- ið titilinn með 185 atkvæðum af 411. 1 framhaldi af þessu sæmdi Jazzklúbburinn hann svo heiðurs- merki úr skíru gulli. Það má segja, að Gunnar hafi komið til Is- lands á heppilegum tíma. Svo mikið er víst, að hefði hann komið tíu árum fyrr (þá var hann raunar bara á tíunda árinu!), þá hefði hann mátt blása í sinn saxófón daginn út og daginn inn, án þess að nokkur maður veitti þvi neina sérstaka athygli. Jú, það var að vísu kominn svolítill jazz- skjálfti í menn hér á landi, en það var fámenn- ur hópur, sem hafði verulegan áhuga fyrir þess- háttar hljómlist, eiginlega aðeins nokkrir menn, sem hurfu í fjöldann. Sagnfræðingar jazzins hérlendis ætla, að hann muni hafa borist hingað með farmönnum ein- hverntíma á árunum 1928—1931. Fjórum til fimm árum síðar var svo komið, að í Reykjavík var talsverður hópur manna með áhuga fyrir jazz- plötum og einhver strjálingur á Akureyri og víð- ar. Þó var það ekki fyrr en á stríðsárunum sem jazzinn náði sér verulega á strik hérna, þá má segja að áhuginn fyrir honum verði talsvert al- mennur og þá er það sem jazzleikarar af lifi og sál byrja að stinga upp höfðinu. □ Það er talið, að jazz hafi verið fyrst leikinn í Evrópu árið 1919. Þá kom „Eagle- band“ frá New Orleans til álf- unnar (klarinet: Sidney Béc- het; cornet: Bunk Johnson) og ferðaðist milli landa. Islend- ingar hafa því verið að minnsta kosti tíu ár að átta sig á þessu fyrirbrigði, og þó í sannleika eiginlega helmingi lengur og kannski nærri því þrisvar sinn- um lengur, ef maður miðar við það tímabil sem hér hefst veru- leg jazzöld á útlendan mæli- kvarða. Áhangendur jazzins hér á landi eru nú geisimargir. Það er gefið út jazzblað, það eru fluttir inn erlendir afburða- menn, það er efnt til al- íslenzkra hljómleika í stærstu samkomuhúsum höfuðborgar- innar og þó fyrir fullu húsi. Auk þess er búið að stofna jazzklúbb, það var haustið 1949. Gísli Jakobsson er for- maður klúbbsins, en með hon- um í stjórninni eru Björn R. Einarsson, Skapti Ólafsson, Ólafur Jónsson og Ágúst Elíasson. Talsmenn þessa félagsskapar (sem röbbuðu ör- lítið við VIKUNA fyrir nokkrum dögum) segja, að megintilgangur hans sé að kynna jazz og útbreiða jazz með öllum ráðum, svo sem erind- um, hljómplötu-skýringum, hljómleikum og „jamm-sessjonum“. Ennfremur eiga samtökin að gefa sem allra flestum hljóðfæraleikurum tæki- læri til að koma saman og leika saman. □ Og hvernig hefur þetta tekist? Vel, segja tals- menn klúbbsins, eins og marka má til dæmis af því, að við fáum Austurbæjarbíó fullt, þó að við verðum að efna tií hljómleika á jafn slæm- um tíma eins og klukkan 23.15, þ. e. rétt fyrir miðnætti. Er allt þá í bezta lagi í heimi jazzins? Nei, raunar ekki alveg. Það er til dæmis búið að fella niður þættina, sem Jazzklúbburinn hafði í útvarpinu í fyrravetur. Svavar Gests sá um þessa þætti. En nú er íslenzka útvarpið eina útvarpið á Norðurlöndum, sem enga hefur jazzþættina, til mikillrar og skiljanlegrar gremju þeim hundruð- um og jafnvel þúsundum jazzunnenda, sem nú eru á Islandi. 1 næsta blaði hefst ný, spennandi framhaldssaga eftir Agötu Christie. Aðalpersónur þeirrar sögu eru litli belg- íski leynilögreglumaðurinn, Hercule Poi- rot, sem frægur er orðinn af öðrum sög- um þessa sama rithöfundar, og Hastings kapteinn, vinur hans, sem segir söguna. Fylgist með frá byrjun. KVARTETT GUNNARS ORMSLEV Guðmundur Steingrimsson, Árni Elvar, Jón Sigurðsson og Gunnar. 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.