Vikan - 19.02.1953, Blaðsíða 4
Þegar Bill keypti húsið
vissi hann ekki að
DRAUGURINN FYLGDI
MEÐ 1 KAUPUNUM
Eftir CLIVE BURNLEY
SAGAN byrjar þegar frú Fawcett
fór í heimsókn til Bills Reilly
og kom aftur í sjúkrabíl.
Bill Reilly var ungur og glæsileg-
ur maður, sem lét alveg eins og
kvenréttindakonur hefðu aldrei verið
tii. Þegar hann stóð upp fyrir konu
í strætisvagninum, fannst henni hún
vera í krínolíni og með fjaðrahatt,
og þessháttar kurteisi kunna konur
að meta.
Frú Fawcett var líka elskuleg
kena, en hún vildi hafa hönd í bagga
með öllu og ekki nóg með það, hún
var alltaf að svipast um eftir ein-
hverju til að hafa hönd í bagga með.
Henni þótti mjög vænt um einkadótt-
ur sína, Elísabetu, og Elísabetu þótti
mjög vænt um Bill Reilly. Allir vissu,
að Bill var viðkunnanlegur og efn-
aður ungur maður af góðum ættum,
en enginn vissi, hvort hann orti
sálma eða myrti fólk í litla húsinu
sínu, því enginn hafði nokkru sinni
komið þar inn fyrir dyr, ekki einu
sinni Elisabet.
Ég er viss um, að allt er í óhirðu
hjá honum, hugsaði frú Fawcett.
Enginn hefur tekið þar til í þrjú ár,
þó hann hafi vel efni á að hafa ráðs-
konu. Ef maðurinn er sóði, verð ég
að koma í veg fyrir áð Elísabet gift-
ist honum. Ef allt er aftur' á móti
fágað og strokið hjá honum„.hlýt-
ur hann að vera kvenlegur og ekki
er það betra. Ég segist hafa frétt,
að hann sé fárveikur og að ég sé
komin til að hjálpa honúm.
Meðan frúin var i burtu hafði
Peter komið í heirpnókn til Elísabet-
ar. Hann vai; ljóshærður og myndar-
legur piltur og þátttakandi í kapp-
hlaupinu um hylli Elísabetar.
Frú Fawcett var náföl þegar hún
steig út úr sjúkrabílnum, eins og
hún hefði fengið taugaáfall. Hún
studdist við handlegg Peters inn í
húsið og þar hneig hún niður í stól.
— Elísabet, ég þori ekki að segja
þér hvað kom fyrir, en þú mátt aldrei
framar hitta Bill Reilly. Ég fór heim
til hans.
Gamli læknirinn fann ekkert að
henni, svo hann gaf henni bara járn-
meðal og það var komið undir kvöld
þegar hún náði sér. Samt vildi hún
ekki gefa nokkra skýringu á því,
sem komið hafði fyrir hana, en endur-
tók í sífellu, að Elísabet mætti aldrei
framar tala við Bill.
Þegar dimmt var orðið, földu Peter
og Elísabet sig bak við runna í garði
Bills og reyndu að gægjast inn um
gluggann.
— Hættu þessu, sagði Elísabet.
Hún gat ekki þolað það, að Peter
notaði tækifærið, þó þau sætu svona
nálægt hvort öðru í myrkrinu. Látum
vera, að hann taki utan um mig,
hugsaði hún, en þegar hann fer að
klípa mig í hnén . . .
— Hvað áttir við ?
— Ég er farin, svaraði Eiisabet og
reigsaði út á veginn. Hann fylgdi
henni kurteislega heim, þó hann
furðaði sig á því hve taugaóstyrkar
og æstar konurnar af Fawcett-ætt-
inni væru.
Skömmu seinna var Elísabet búin
að koma sér aftur fyrir bak við runn-
ann.
—i Hvers vegna kemurðu ekki inn,
Elísabet, kallaði Bill og hallaði sér
út um gluggann. Var mamma þin
mjög hrædd? Hún hefur samt varla
orðið hræddari en ég.
— Við hvern varstu að tala áðan?
— Sjálfan mig. Veiztu hvað kom
fyrir ?
— Nei, en ég get helzt ímyndað
mér, að þú sért hættulegur njósnari
eða að lík sé gxafið Undir eldhús-
gólfinú. ; ';'h'
Þegar Elísabet gekk inn í stofuna,
gat hún ekki séð neitt dularfullt.
.Stofan var ákaflega heimilisleg ö'g á
einum veggnum hékk jafnvel mynd
af litlum dreng og fallegri telpu í
gylltum ramma.
<— Ég'kom eingöngu af því að ég
elska þig, én ég vil fá að vita, hvað
er um að vera, sagði. Elísabet.
— Ágætt, ég skal segja þér það,
en fyrst skulum við fá okkur eitthvað
að drekka. Imyndaðu þér að þú sért
í fjölleikahúsi og eigir von á töfra-
manninum fram á sviðið. Ebenezar,
kallaði hann svo, komdu með gin og
appelsin handa tveimur.
Dyrnar opnuðust og bakki með
tveimur glösum kom svífandi í met-
ers hæð frá gólfinu. Hann hafnaði
á borðinu án þess að dropi færi til
spillis. Dyrnar lokuðust aftur.
Elísabet greip um borðbrúnina:
Þetta var ágætt töfrabragð.
— Já, en það er bara ekki bragð.
Smakkaðu á gininu. Það er ekki eitr-
að. Hlustaðu nú á mig. Ég verð að
viðurkenna, að þú tekur þessu betur
en mamma þín.
— Ég keypti húsið með húsgögn-
unum fyrir þremur árum. Ég trúði
ekki á drauga, hafði hvorki verið á
andatrúarfundum né farið til spá-
Þarftu alltaf að fara frá mér fyrir fullt og aMt áður en þú tekur
til matinn?
konu. Ég kom öllu fyrir eins og ég
vildi hafa það.
Fimmtánda október byrjuðu lætin
með því að tebollinn kastaðist úr
hendi mér og tók einkennileg loft-
köst áður en hann mölbrotnaði á
veggnum. Eftir það frömdu glös og
diskar sjálfsmorð hvert í kapp við
annað. Ég varð alveg æfur af reiði.
En þetta var bara byrjunin. Á hverju
kvöldi i heila viku tókust brothættir
hlutir á loft, þar til ekkart var eftir,
sem gat brotnað. Einu sinni var ein
rúða heil í húsinu. Eftir það flugu
um stofuna áilir hlutir sem vega
minna en 25 pund --- engu var samt
kastað að mér og myndin þarna á
veggnum hreyfðist aldrei.
Hann benti á rúyndina af prúð-
búnu bömunum, sem störðu kvíðin
inn í myndavélina.
— Ég vildi samt ekki gefast upp
•og kvöld nokkurt, þegar ég sat hérna
og las í bók um drauga og kærði
mig kollóttan þótt skörungurinn flygi
um herbergið, fór ég að hugsa um
hve undarlegt það væri, að mynd-
inni væri áldrei kastað. Ég reis á
fætur, greip hana og hrópaði: Þú
gleymir þessari. Nú skal ég brjóta
hana fyrir þig. Skörungurinn hætti
að hreyfast og það lá einhver ein-
kennileg eftirvænting í loftinu. — Svo
þér er illa við það. Þér þykir kannski
vænt um þessa hræðilegu mynd ?
Jæja, nú fer ég upp að sofa og ef
allt verður ekki komið í samt lag
í fyrramálið þá brýt ég myndina mél-
inu smærra.
Mér datt auðvitað ekki í hug
að þetta hefði nokkur áhrif, en þar
skjátlaðist mér. Nokkrum sinnum
um nóttina heyrði ég hávaða og um
morguninn voru öll glerbrotin horf-
in, klukkan komin á sinn stað, allir
húnar fægðir o. s. frv.
Næsta mánuð hótaði ég á 15 min-
útna fresti að brjóta myndina og þú
mátt trúa því, að hér var unnið.
Öll hreingerning fór fram með friði
og spekt, bóndósin og tuskan svifu
um og Ebenezar — ég kalla hann
þessu nafni — kunni jafnvel að búa
til óbrotinn mat. Auðvitað varð ég
að kenna honum það, sem vandasam-
ara er . . .
— Þegar einn mánuður var liðinn,
veitti ég þvi athygli, að hann gerði
fleira en ég bað hann um. Af því
réð ég, að honum geðjaðist að þessu
fyrirkomulagi, svo ég hætti að ógna
honum og fór að tala vingjarnlega
við hann. Nú gerir hann hvað sem
ég segi honum, jafnt inni í húsinu
sem úti í garðinum, en því miður get
ég ekki gert mikið fyrir hann. Ég
keýpti gylltan ramma utan um
myndina og öðru hvo^u set ég blóm
fyrir framan hana. Ég er viss um,
að hann kann að meta það. Hann
er líka fremur skarpur, éf máður
gefur sér. tíma til að útsk,ýra hlut-
ina fyrir honum. Samt. held ég, að
hann kunni ekki að lesa, því hánn
lætur bækumar stundum standa á.
1. 1
höfði.
Þetta losar mig við leiðinlegar
íáðskonur, sem slúðra og nöldra, en
Ebenezar er gefinn fyrir einveruna og
ég get ekki boðið hingað gestum. I
dag kom svo móðir iþín. Ég bauð
henni tebolla og ætlaði að koma með
það sjálfur, en Ebenezar vill allt fyrir
mig gera. Allt í einu kom bakkinn
svífandi inn. Það var hræðilegt!
Mamma þín fékk taugaáfall og ég
er viss um, að Ebenezar hefur aldrei
séð neitt slíkt áður, því hann varð
alveg utan við sig af hræðslu og
vildi allt fyrir hana gera. Hver hlut-
urinn á fætur öðrum kom svífandi
inn, plumkaka, ávaxtasafi, höfuð-
verkjarpillur . . . Ég varð að reyna
að stöðva hann og þá heyrði mamma
þín, að ég talaði við hann. Ástandið
fór alltaf versnandi og svo leið yfir
hana. Hún heldur auðvitað, að þetta
hafi verið lúalegt bragð eða að það
sé eitthvað dularfullt og óhugnanlegt.
En Ebenezar er allt annað en óhugn-
anlegur. Líttu á myndina . . .
Framhald á bls. 7.
4