Vikan - 19.02.1953, Síða 10
G
Unga
wenn Wi Ikin
stúlkan sem er harmonikumeistari Bretlands
T TNGA stúlkan á forsíðunni
^ er Gwenn Wilkin, sem síð-
astliðið ár hlaut titilinn
Harmonikumeistari Bretlands
og sama ár fékk þriðju verð-
laun í heimsmeistarakeppni
harmonikuleikara. Hún er ný-
komin til landsins á vegum
Ráðningarskrifstofu skemmti-
krafta og ætlar að leika sem
sjálfstætt skemmtiatriði á fé-
lagsskemmtunum í Reykjavík
eða úti á landi. Hún mun að-
eins dvelja hér í einn mánuð.
Byrjaði snemma -
Gwenn Wilkin var fædd og upp-
alin í London. Hún vissi snemma
hvað hún vildi. Þegar hún var þriggja
ára gömul var henni gefin lítil
harmonika og upp frá því lék hún
sér varla að öðrum leikföngum. Þeg-
ar hún var orðin tíu ára gömul
fannst móður hennar tími til kominn
að hún færi að læra eitthvað sérstakt
og ákvað hún þá að læra að leika á
harmoniku.
— Auðvitað vildi ég ekki æfa mig
frekar en önnur böm, segir Gwenn,
— en mamma stóð yfir mér og rak
mig áfram. Úr því að ég var búin
að velja hvað ég vildi verða, ætlaði
hún að sjá um að ég framkvæmdi
það.
Þegar Gwenn var orðin þrettán ára
gömul, var hún orðin nógu leikin til
að leika opinberlega á harmonikuna
sina og síðan hefur hún aflað sér hins
bezta orðstírs, bæði heima í Bnglandi
og víðar.
Fer víða
Þrátt fyrir góðar viðtökur er það
ekki tekið út með sitjandi sældinni
að vera skemmtikraftur á samkom-
um. Síðustu árin hefur Gwenn verið
á sífelldum ferðalögum.
Á sumrin leikur hún í þrjá mán-
uði á skemmtistöðum baðstaðanna í
Englandi og á veturna leikur hún í
útvarpsþáttum í BBC eða „býr í
ferðatöskunni sinni", eins og hún
segir sjálf.
Áður en hún kom hingað hafði hún
fengið tveggja vikna hvíld heima, en
þangað kom hún úr ferðalagi um
la.ndsvæðin við Suezskurðinn, þar sem
hún ferðaðist um og lék fyrir brezka
hermenn. Eftir eins mánaða dvöl hér
fer hún til Austurríkis.
— Ég hefði helzt viljað taka flug-
vél til Frankfurt og svo áfram til
Vínarborgar, en þá verð ég komin
þangað of snemma, svo ég verð að
fara heim til London og bíða þar í
eina viku.
— Fellur yður ekki illa að skipta
svona snöggt um loftslag
— koma úr Afríkuhitanum
í vetrarkuldann á Islandi?
— Nei, ég klæði mig
bara í samræmi við lofts-
lagið. Þegar ég kom heim
um daginn sópaði ég t. d.
öllum hvitu léreftsfötun-
um mínum upp úr tösk-
unni og setti þykkustu
vetrarfötin mín niður í
staðinn. Auk þess er ég
dálítið veil fyrir brjóst-
inu, svo ég reyni alltaf að
komast úr rakanum í
Englandi á veturnar. Lofts-
lagið hérna á þessvegna
sérlega vel við mig.
Ein sýning
á mánuði
— Tóku brezku her-
mennirnir yður og harm-
onikunni yðar ekki vel ?
— 1 hverjum herbúðum
eru um 7000 menn og til
þeirra koma einu sinni í
mánuði nokkrir skemmti-
kraftar, sem hafa eina
sýningu. 1 hvert skipti
komast 300 manns að.
Þeir verða að skrifa sig
á biðlista til að fá miða,
svo þér getið imyndað yð-
ur hvort þeir verða ekki
fegnir að fá einhverja til-
breytingu. Allt er þarna
ákaflega ömurlegt. Nokkr-
um mínútum eftir að ég
fór af einu hótelinu sem
ég bjó á, voru menn
drepnir og særðir þar fyr-
ir utan.
— Við ferðuðumst átta saman og í
þessu ferðalagi kom ég t. d. til
Cyprus, Möltu og Tripoli.
Heimsmeistarakeppni
í Danmörku
Heimsmeistarakeppnin í harmon-
ikuleik fór fram í Milano í fyrra.
Þar voru saman komnir harmoniku-
leikarar alls staðar að og hlaut
Gwenn Wilkin þriðju verðlaun.
Næsta keppni verður í júlímánuði
næstkomandi í Danmörku. Ekki býst
hún við að geta tekið þátt í þeirri
keppni, því hún verður of önnum kaf-
in heima í Englandi.
Gwenn Wilkin hefur heyrt íslenzka
harmonikusnillinginn, Braga Hlíð-
berg, leika og kveðst hafa hvatt hann
til að taka þátt I keppninni í Dan-
mörku.
Hvernig líkar yður
á íslandi?
— Mér líkar mjög vel. Eins og ég
sagði áðan, á þetta þurra loft vel við
mig. Annars finnst mér allt svo ólíkt
því sem ég á að venjast í Englandi,
einkum maturinn, sem mér finnst þó
mjög góður.
— Úg hefi verið að líta í búðar-
gluggana síðan ég kom og séð mikið
af fallegum fötum, sem mig langar
til að eiga. Og þar sem ég get ekki
tekið neina peninga með mér heim,
ætla ég að eyða þeim hérna.
— fig held að íslenzkan hljóti að
vera mjög erfitt mál, segir ungfrú-
in ennfremur. —- Ég get oftast náð
einstaka orðum í þeim málum sem
ég heyri, en sum hljóðin í íslenzk-
unni hljóma svo einkennilega í min-
um eyrum. Eg bý á íslenzku heim-
ili þar sem húsmóðirin og bömin
tala ekki ensku, en það gengur samt
ágætlega. í gær var ég að reyna að
útskýra fyrir frúnni að vasaklútur,
sem hún var að skoða, væri frá
Möltu. Það var dálítið erfitt og að
lokum varð ég að teikna heilt landa-
bréf.
Ráðningarskrifstofa skemmtikrafta
hefur ráðið Gwenn Wilkin hingað og
til hennar ber þeim félögum, sem
ætla að fá hana til að skemmta á
samkomum sinum, að snúa sér.
Eins og gengur —!
Alls staðar standa konurnar karl-
mönnunum framar. Nú hefur stórt
tryggingarfélag reiknað það út að
1940 hafi konur orðið að meðaltali
4,5 árum eldri en karlmenn og 1949
hafi þær verið orðnar að meðaltali 5,6
árum eldri en sterkara kynið. Meðal-
aldurinn fer hækkandi með ári hverju
hjá báðum kynjum, en konurnar
virðast taka meiri framförum.
MAÐXJR okkur, sem úrskurð-
aður hafði verið vitskertur, kom i
geðveikrahæli og var beðinn um að
afhenda læknisvottorð sitt. „Mér þyk-
ir fyrir því,“ sagði hann, „en ég
gleymdi því heima."
„Hvað segirðu!" öskraði dyravörð-
urinn bálvondur. „Heldurðu að þú
getir fengið að koma hingað án lækn-
isvottorðs? Þú hlýtur að vera geng-
inn af göflunum!"
V\
<5Wrmia?
ku£cU
skaba hú&ina-
gera haria hrjúfa og stökka. pessvegna skyldi
maður ávalt nudda Nivea-kremi rækilega á huðina
áður en farið er út í slæmt vebur. Nivea-krem
veitir örugga vernd, eykur motstöðuafl húðarinnar,
og gerir hana mjúka og stælta. Hrjuf og rauð húð
lagast næturlangt og verður aftur slétt og falleg.
NIVEA inniheldur Eucerit,
frá því stafa hin dásamlegu áhrif.
10