Vikan


Vikan - 19.02.1953, Blaðsíða 13

Vikan - 19.02.1953, Blaðsíða 13
a n d a II r a ifciniiM í cmpi A M El 1 ^n^enni^ atvlnna A UKAuu/i iVtlUUIVI 1 tNuL fi 11 U 1 sem hefur sannfært komnum taekjum eins og talstöðvum, kastljós- um, innrauðum myndavélum, tœkjum til segul- bandsupptöku o. fl. Þetta lið hafði um síðastliðin áramót glímt við „drauga" í nærþví þúsund hús- um viðsvegar í Englandi. „1 fyrstu," segir Henty „var markmiðið ein- faldleg*. að sanna það, að til væru fullkomnar skýringar á öllum draugagangi. Og oft hefur okkur tekist það.“ Til dæmis hafa draugarnir stundum reynst vera týndar en bráðlifandi hæn- ur, óþéttir vatnskranar, stálþök, dúfur, rottur og rafmagnsleiðslur. „Þegar ég byrjaði á þessu,“ segir Henty, „leit ég á það sömu augum og flestir aðrir. Draugar eru ágætir, þar sem þeir eiga heima, en það ér í bókum." Austurlenzka konan ÞaS sem sneri Henty í málinu var atburður, sem gerðist í gömlu, fjögurra hæða húsi árið 1950. Eigandinn, sem var kunnur verzlunarmað- ur, leitaði upphaflega hjálpar Hentys vegna þess að þrír húsverðir sögðu upp starfi hver á fætur öðrum. Henty tók eiðfestar skýrslur af þessum mönnum, þar sem þeir allir lýstu yfir því, að þeir hefðu orðið fyrir óþægindum af austur- lenzkri afturgöngu í konulíki. „Hér höfðum við þá þrjú áreiðanleg vitni," segir Henty, „sem öll báru það sama. Tveir þeirra að minnsta kosti höfðu ekki efni á að segja upp, þó völdu þeir þá leið af ótta við eitthvað, sem þeir skildu ekki.“ Henty heimsótti húsið til að byrja með að degi til. Hann gerði uppdrátt af herbergjaskipan í því. Þetta var stórt hús, í herbergjunum var óvenjuhátt til lofts og þar voru langir gangar og mikið af innbyggðum skápum. 1 rökkurbyrj- un taldi Henty bráðabirgðarannsókn sinni lokið og hélt af stað í áttina að stigapallinum á ann- arri hæð. „Þarna var það,“ segir hann, „eitthvað sem líktist þeldökkri konu í hvítum klæðum, heldur lágvaxin, brosandi, og stefndi í áttina til mín. Ég gat hvorki hrært legg né lið. Þarna nálg- aðist éinmitt það, sem ég hafði alltaf sagt að væri eklti til, og nú sá. ég það í sæmilegu ljósi með mínum eigin: augum. i,Ég hafði í þetta skipti enga myndavél með- ferðis, svo að ég hlaut bara að standa þama með opinn munninn, þar til veran gekk inn um opnar dyr inn í svefnherbergi og hvarf gjör- samlega. „Var þetta það sem fólk kallar draug, anda eða sýn? Ég vissi það ekki. Ég vissi bara, að þetta var ekki mennsk vera, því hún var ekki efniskennd og virtist gegnsæ. Og á þessum stað og þessari stundu hætti ég að efast um dulræn- ar, „yfirnáttúrlegar" sýnir. Það var eitthvað til, sem ég ekki skildi hvað var.“ Henty flýtti sér samdægurs að safna starfs- liði sínu, tólf manns. Þá um kvöldið sýndi hann þeim allt húsið og þeir hófust handa um að setja upp hinar sjálfvirku „draugagildrur" sín- ar. Þeir lokuðu öllum gluggum, festu myndir rækilega við veggina með límböndum, strengdu tvinna þvert fyrir dyr. 1 kjallaranum og á öllum hæðunum og uppi á háalofti komu þeir fyrir segulbandstækjum, hljóðnemum og talstöðvum, og tengdu þetta við tækja- og mælaborð á neðstu hæðinni. Óvenjuleg ljósmynd Henty sat við borðið. 1 fjóra klukkutíma beið hann þolinmóður eftir kalli frá aðstoðarmönnum sínum. En ekkert skeði. Um sólarupprás gáf- ust þeir upp og byrjuðu að taka saman tæki sín. Og einmitt þá, þegar þeir voru sannfærðir um, að öll vinna þeirra hefði orðið til einskis, gerðist það, sem kom þeim til að skipta um skoð- un. Það var blaðaljósmyndari með í ferðinni, og hann tók mynd af þremur mannanna, þar sem þeir voru að baxa við að koma tækjunum upp á vörubíl. Svo kvaddi hann og fór. En þegar hann var að framkalla myndina daginn eftir, tók hann eftir skrítnum, óljósum bletti á filmunni. Það reyndist vera skrítnasti bletturinn, sem nokkru sinni hafði komið fram á filmu hjá honum. Því að þegar búið var að stækka myndina, þvo hana og þurrka, kom í ljós, að þar var komin austur- lenzka konan fyrrnefnda, nokkuð þokukennd að vísu eins og fyrri daginn, en smávaxin, þeldökk kona í hvítum klæðum. Á myndinni stóð hún fyrir framan mennina með tækin, næst mynda- vélinni. Var myndin þá kannski fölsuð ? „Við erum allir fúsir til að sverja, að hér sé ekki um fölsun að ræða,“ segir Henty. „Enginn okkar sá þessa veru við bilinn. Þó kom hún fram á myndinni alveg eins og ég hafði séð hana í húsinu. „Húsverðirnir þrír skoðuðu þessa mynd seinna og sögðu mér, að þetta væri nákvæmlega sama sýnin sem þeir hefðu orðið varir við, þegar þeir unnu 1 húsinu. Að einu þó undanskyldu. Hús- vörðurinn, sem þar var fyrstur, hélt að „ind- verski andinn“, eins og hann kallaðí þetta fyrir- bæri, hefði verið örlítið hærri." Gráthljóð í myrkrinu Síðan þetta gerðist, hefur Henty og starfslið hans kynnst ýmsu öðru, sem erfitt er að útskýra. 1 250 ára gömlu húsi opnaðist hurð úr þykku járni sjálfkrafa rétt eftir miðnætti og sleit tvinn- ann, sem strengdur hafði verið fyrir dymar. Nokkrum sekúndum áður höfðu þeir tekið upp á segulband hljóð, Sem minntu grunsamlega á fótatak í ganginum, sem lá að dyrunum. 1 öðru þátttakendurna um aö draugar og aft- urgöngur séu ekki eintómir hugarórar gömlu húsi fékk blaðamaður að vera með þeim eina nótt- ina, er þeir héldu þar vörð. Blaðamaðurinn sá „hvítklædda konu“, nákvæmlega sömu sýnina og þrír aðrir höfðu séð á undan honum. Kvöld nokkurt sið- astliðið sumar, þegar einn starfsmanna Hentys var staddur uppi í þröngu, dimmu svefnherbergi á ann- arri hæð, heyrði hann skyndilega þung og sár gráthljóð, sem virtust koma hinumegin úr herberginu. Han flýtti sér að setja segulbandsvél sína í gang og beindi um leið geislanum frá litlu vasaljósi út í herbergið. Um leið og gráthljóðið þagnaSi, sá hann hvar teppið á rúminu seig hægt niður á gólf. * Sömuleiðis kom það fyrir síðastliðið ár, að annar maður úr starfsliði Hentys heyrði þru.sk 1 ganginum, þar sem hann var á verði. Hveiti hafði verið sáldrað á ganginn. Og nú sem maður- inn beindi ljósi inn hann, sá hana greinileg för koma í hveitið og stefna til sin og hverfa að lokum við opnar herbergisdyr! Hann kallaði þeg- ar í stað á þrjá starfsbræður sína, en mikil og nákvæm leit bar engan árangur. Áður en þeir fóru, tóku þeir samt myndir af förunum, og þeg- ar málið var rannsakað, lýsti dýrafræðingur yfir því, að förin væru eflaust eftir kött. Þá fyrst skýrði eigandi hússins líka frá því, að hann hefði leitað aðstoðar Hentys og manna hans vegna þess að sumir úr fjölskyldu hans hefðu þóttst verða varir við afturgenginn kött i húsinu! Svo má heita, að á móti hverri góðri drauga- sögu komi aðrar sögur jafngóðar um það, hvernig hægt sé að koma upp um allan draugagang sem hel- beran hégóma. Enda verð- ur þess eflaust langt að bíða, að úr því fáist skor- ið til eða frá, hvorir hafi rétt fyrir sér, þeir sem á afturgöngur trúa, eða hin- ir. Að vekja v Til gamans skal það þó látið fylgja með hérna, hvernig hægt er að „fram- leiða“ dráuga í stórum stíl, sjá sýnir í kola- myrkri. Það geta margir tekið þátt í þessari tilravm. Helst eiga þátttakendurnir að velja veldimmt kvöld og nauðsynlegt er að draga þykk gluggatjöld fyrir alla glugga í herberg- inu, svo að engin utanað- komandi ljós, t. d. bílljós geti truflað. Þá er komið fyrir stól- um í kringum lampa og einn maður látinn standa við lampann til þess að kveikja á honum og slökkva þegar þar að kem- ur. Næst verða allir við- staddir að sitja í hinu myrkvaða herbergi í um það bil tíu mínútur, svo augu þeirra venjist myrkr- inu. Þar næst verður hver maður að beina augum sínum í áttina að lampan- ipp drauga um, én þó ekki beint í ljósið. * Þátttakendurnir verða að gæta þess vel að vera grafkyrrir, og alveg ' sérstaklega að hreyfa ekki ' augun þann tíma, sem Ijósið er á og strax á eftir. Þegar hér er komið, er kveikt á lampanum í góða sekúndu. Þá er slökkt aft- ur. Og skömmu eftir að myrkrið hefur á ný lagst yfir herbergið, munu við- staddir sjá allt umhverfi sitt á nýjan leik, ótrúlega greinilega og ef til vill þó nokkra stund. Og ekki einasta mun allt sviðið birtast áhorfendum ná- kvæmlega eins og þegar ljósið lifði, heldur munu þeir og sjá ýmis smáatriði, sem þeir hafa ekki haft tíma til að átta sig á þessa. eina sekúndu, sem ljósið féklc að skína. Þannig er þá hægt að láta margt fólk í einu sjá greinilega „sýn“ í niða- myrkri. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.