Vikan - 19.02.1953, Síða 7
ALLT UM HJONASENNUR
— eða svo til allt. Að minnsta kosti nokkur holl ráð
frá fróðum mönnum, sem kannski gætu komið að gagni
ÞAÐ er eins gott að byrja
þessa grein með því að lýsa
yfir því í eitt skipti fyrír öll, að
þau hjón eru naumast til í víðri
veröld sem ekki lenda í háarif-
rildi öðru hvoru. Þeirri spurn-
ingu er stundum varpað fram í
lok fjörugrar hjónasennu, um
það leyti sem stríðsmennirnir
eru að gera að sárum hvors ann-
ars: „Hvað er að okkur og
hversvegna getum við ekki lifað
í sátt og samlyndi eins og annað
fólk ?“
En sannleikurinn er bara sá, að
„annað fólk“ lifir ekki „í sátt og sam-
lyndi", það er að segja ef „sátt og
samlyndi" þýðir í okkar augum sama
og algjörlegá árekstralaust hjónalíf.
I>etta er meðal annars niðurstaða
presta og þeirra manna annarra, sem
fá einna gleggsta mynd af heimilis-
lifi samborgara sinna, og það sem
meira er um vert: þessum mönnum
kemur flestum saman um að líta
megi á „eðlilegar" hjónasennur sem
einskonar öryggisventla tilfinninga-
lífsins og mun ákjósanlegri fyrir far-
sæld hjónabandsins en t. d. innibirgð
óánægja, sem með tímanum getur
snúist upp í ósvikið hatur. Hitt er svo
allt annað mál, að það ríður á miklu,
að hjónin hafi saman og hvort fyrir
sig lag á því að fyrirbyggja, að „eðli-
legu rifrildin" taki ekki á sig þá ó-
■eðlilegu mynd að verða að einskonar
framhaldssögu, þ. e. stöðugu stríði
myrkranna á milli.
Það má segja, að um það séu til
tvær meginkenningar, hvernig hægt
sé að láta ágreining styrkja hjóna-
bandið i stað þess að veikja það.
„Segðu það sem þér býr I brjósti,"
er helsta heilræði sumra sérfræðing-
anna. „Það er engum til góðs að bæla
niður tilfinningar sínar. Segðu hon-
um (henni) meiningu þína án þess
að hika."
Svo segja aðrir sérfróðir menn að
fara verði að öllu með gætni, að
„málamiðlun" sé besta ráðið til ei-
lifrar hjónabandssælu. 1 stað þess að
segja: „Reyndu að gera þér það skilj-
anlegt I eitt skipti fyrir öll . . . “ ráða
þeir fólki til að segja heldur:
„Kannski hefurðu rétt fyrir þér, en
eigum við ekki að sofa á þessu?"
1 raun og veru má slá því föstu,
að báðar aðferðirnar séu góðar. En
menn eru misjafnlega gerðir, einum
hæfir sú fyrrnefnda, öðrum hentar
hin. Auk þess er sennilegast — að
minnsta kosti ef þú hefur verið í
hjónabandinu í nokkur ár — að þú
sért þegar búinn að velja á milli
leiða, semja þina „striðsáætlun." En
er þá víst, að þú beitir þeim aðferð-
um, sem séu heillavænlegastar fyrir
hjónaband þitt ? Hvernig væri að
endurskoða litillega afstöðu þína til
málsins ? Spurðu sjálfan þig eftir-
farandi spurninga og reyndu að svara
eins rétt og heiðarlega eins og þér er
frekast unt:
Q Reiðistu oftar núna en fyrir
til dœmis einu ári?
Q Þarf tiltölulega lítið að bera á
milli til þess að allt fari í bál?
0) Ertu farin(n) að taka þessum
erjum setn sjálfsögðum hlut?
Q Leggurðu þér á minni hluti, sem
þú getur sakað maka þinn um
síðar ?
Q Geturðu talið upp fimm verstu
gállana hennar (hans) á 15
sekúndum ?
0) Nefndirðu að minnsta kosti tvo
þeirra síðast þegar þið rifust?
0) Vannstu síðasta rifrildið?
Ef þú svarar einhverri af þessum
spurningum jákvætt, þá er tími til
þess kominn, að þú takir til ræki-
legrar athugunar þær aðferðir, sem
notaðar eru í húsi þínu til þess
að skera úr deilumálum. Og ef þú
svarar þeirri siðustu jákvætt, þá er
sannarlega illa komið þínu hjóna-
bandi. Það á enginn að „vinna" í
þessum leik.
Auðvitað er það viðurkennd stað-
reynd, að öll hjón verði að komast að
niðurstöðum um það upp á eigin
spýtur, hvernig farsælast sé að leysa
úr deilumálum sinum. Þó má segja,
að fyrir hendi séu ákveðin grund-
vallaratriði, „leikreglur", sem reynsl-
an hefur sannað að koma að góðu
haldi í mörgum hjónaböndum. Lestu
nú þessar reglur, veltu þeim fyrir þér
og reyndu þær ef svo ber undir. Hér
er kannski lykillinn að hinu farsæla
hjónabandi.
Varaðu þig á „rifrildakeðjunni
öll hjónabönd þurfa á sínum „örygg-
isventli" að halda, sinum ákveðnu
aðferðum til þess að losa sig við ó-
ánægju og aðfinnslur. Hinsvegar er
eins og sum rifrildi fæði af sér ný
rifrildi og þannig koll af kolli. Ef
þetta er farið að endurtaka sig í þinu
hjónabandi, þá er kominn tími til að
athuga sinn gang og gera við ,,ör-
yggisventilinn."
Gákktu heill til leiks. Ung hjón
lentu hvað eftir annað í hörðum senn-
um, svo hörðum að þau fóru að lokum
að efast um, að þau „ættu saman.“
Loks uppgötvaði annað þeirra, að
þessar sennur urðu venjulegast á
kvöldin, þegar hún var þreytt eftir
matartilbúninginn og baðherbergis-
slaginn við börnin, og hann skapstirð-
ur eftir erfiði dagsins. Þessi hjón
kipptu hjónabandi sínu í liðinn með
því einfaldlega að geyma ágreinings-
efnin til morguns, þegar bæði voru
búin að fá sína hvild. Þeim til mikill-
ar furðu, reyndist deiluatriðið nærri
alltaf býsna litilfjörlegt að morgni.
Varastu sleggjudóma og reyndu að
hálda þér við efnið, Jan Struther, höf-
undur bókarinnar „Frú Miniver",
skrifaði nýlega, að hún teldi það eitt
mikilvægasta skilyrðið fyrir ham-
ingjusömu hjónabandi, að báðir aðil-
ar forðuðust orðið „alltaf" í deilum
sínum. Hún kvaðst hafa veitt því at-
hygli, að hörkurifrildi hefði hvað eft-
ir annað leitt af setningum eins og:
„Þú vilt alltaf fara úr veislum ein-
mitt þegar fjörið er að færast i þær“,
eða: „Þú gleymir alltaf að setja lokið
á tannkremstúpuna."
Byggðu á sannleikanum, staðreynd-
um.
Vendu þig á að ráðgast um hlutina,
Sýndu tillitsemi í sambandi við þær
ákvarðanir, sem snerta alla fjölskyld-
una. Ráðgastu við konuna þína
(manninn þinn), áður en þú tekur
um það ákvörðun, hvað þú ætlar að
gera þér og ykkur til skemmtunar
um helgina. Þá eiga að minnsta kosti
bæði sök á máli, ef illa tekst til.
Varastu að gera mikið úr hlutun-
um. Það er ekki nema mannlegur
breyskleiki að gera úlfalda úr mý-
flugu. En ef maður gefur sér svolit-
inn tíma til að hugsa, kemur mýflug-
an oftast í ljós.
Temdu þér að biðjast afsökunar,
þegar þú hefur háldið fram röngum
málstað. Það er allt annað en auð-
velt að biðjast fyrirgefningar. En það
Sumir segja að vinsamleg átök á heimilinu geti bara verið hjónábandinu
til góðs.
getur verið óskaplega árangursríkt
einmitt af þeim sökum.
Hafðu stjóm á skapsmunum þín-
um. Það er svolítið skrítið, að við
berum nærri undantekningarlaust
virðingu fyrir þeim mönnum, sem
hafa hemil á skapsmunum sinum. Þó
gerum við ekki nærri alltaf sömu
kröfu til okkar sjálfra — á heimil-
um okkar. Auðvitað er þetta
heimskulegt og mótsagnakennt.
Ef þú hefur fylgst með því, sem
hér er sagt á undan, er sennileg-
ast, að þú sért þeirrar skoðunar, að
f jölskyldufriðurinn sé svo mikils virði,
að nokkuð sé á sig leggjandi til þess
að hlú að honum. í?é raunverulega
svo, ættirðu að vera fús til að breyta
einhverjum venjum þínum, ef það
yrði til þess að færa þig nær mark-
inu. Veltu því fyrir þér, sem hér hef-
ur verið drepið á. Felst ekki i því
einhver þörf ábending til þín? Sjáðu
svo hvernig hún reynist þér næst
þegar allt ætlar um koll að keyra.
Hver veit nema rifrildið beri þá góð-
an árangur!
(Endursagt úr Magazine Digest).
Draugurinn fylgdi með í....
Framháld af bls. Jf.
Þegar ég kom auga á Peter bak
við runnann, var ég viss um að
eitthvað verra hlytist af ef hann
kæmi inn, hélt Bill áfram, svo ég
bað Ebenezar um að losa mig við
hann. Þegar hann var farinn út varð
ég dauðhræddur um að hann mundi
nota brauðhnífinn eða öxina, en allt
virtist fara friðsamlega fram.
— Ég er hrædd um, sagði Elísabet
þurrlega og minntist atburðanna í
garðinum, að þú kunnir ekki fylli-
lega að meta gáfur Ebenezar. Mynd-
in er falleg og það hlýtur að vera
þægilegt. að hafa hann til að gera
húsverkin. En finnst þér ekki óþægi-
legt að vera aldrei einn?
— Nei, Ebenezar er ekki þesshátt-
ar draugur. Auk þess kemst hann
ekki1 í gegnum veggi, eins og þú sást
áðan. Maður þarf ekki annað en að
loka dyrunum og þá kemst hann ekki
inn.
•— Heldurðu að honum geðjist að
mér. Okkar samband er mjög náið.
Heldurðu að hann verði ekki afbrýði-
samur ? Hún gekk fram að dyrun-
um og kallaði: Ebenezar, geðjast þér
að. mér? Ég er að hugsa um að sdtj-
ast hér að.
Rauð rós hóf sig upp úr blómstur-
vasa og settist í hnappagatið á krag-
anum hennar.
, Við brúðkaupið horfðu kirkjugest-
irnir forviða á eftir brúðurinni, þegar
hún gekk inn kirkjugólfið, því brúð-
arslæðan stóð beint út í loftið i met-
ershæð frá gólfinu.