Vikan - 19.02.1953, Síða 12
„O. Ekki strax. Þjálfunin mundi taka talsverðan
tíma, því eins og þér skiljið, þá er margt að læra.
Þér munduð ekki fara, fyrr en við — og þér —
værum alveg viss um að þér væruð orðnar fylli-
lega hæfar til starfsins, tæknilega, likamlega og
andlega."
Hún reis á fætur. Hann fylgdi henni út úr her-
berginu, eftir ganginum og að lyftunni. Þetta var
allt mjög hráslagalegt og ómannlegt. Og það
gladdi hana á vissan hátt. Það mundi hafa verið
miklu erfiðara að segja nei undir öðrum kringum-
stæðum en þessum. Lyftan stanzaði á hæðinni
hjá þeim. Hún sneri sér að Jepson og rétti út
hendina.
„Þakka yður fyrir,“ sagði hún. „En ég held . . .
ég held ég hljóti að segja nei.“
„Við sjáum til. Þakka yður kærlega fyrir kom-
una.“ Hann fékk henni bréfmiða, og hún leit
snöggvast á hann. Þetta var símanúmer. Hún
stakk miðanum í veskið sitt. Hann sagði:
„Þér hringið kannski til mín einhverntima?“
„Já. — Já, ég skal gera það. Verið þér sælir.“
„Sjáumst aftur, frú Sansom", sagði hann og
brosti.
Selwyn Jepson gekk aftur inn í herbergi nr.
238. Hann tók upp úr borðskúffunni pappírsörk
sem hafði að geyma vélritaðar upplýsingar um
Odette Sansom. Þarna stóð skrifaður fæðingar-
dagur hennar og fæðingarstaður, nöfn nánustu
forfeðra hennar og formæðra, skólarnir þar sem
hún hafði stundað nám, staðirnir þar sem hún
hafði átt heima. Allt var þarna — nema ef vera
skyldi stærðarnúmerið á hönzkum hennar og blær-
inn á varalitnum sem hún notaði. Ef nauðsyn
hefði krafið, mundi Jepson sennilega hafa getað
bætt þeim upplýsingum við með sæmilegri ná-
kvæmni. Uppi i horninu vinstra megin stóð
skrifuð stutt og laggóð athugasemd. Hún
hljóðaði á þá leið, að þeir sem áttu að grafast
fyrir um lyndiseinkunnir fólks og skapferli, hefðu
komizt að þeirri niðurstöðu að frú Sansom væri
mjög eftirsóknarverð manneskja, á allan hátt.
Jepson horfði lengi hugsandi út í bláinn. Því
næst settist hann niður og skrifaði vandlega neðst
á örkina:
„Skapföst og hugrökk. Guð hjálpi nazistunum
ef okkur tekst að koma henni nógu nærri þeim.
S. J.
Hann braut örkina saman og stakk henni í vasa
sinn. Hann leit um herbergið. Það var tómlegt
eins og fangaklefi. Hann setti hattinn á höfuðið,
fór niður í lyftunni, tók strætisvagn og hélt út í
borgina, þangað sem hið raunverulega skipulags-
starf Firmans átti sér stað.
Þegar hún kom heim var Lily í baði. Hún
spurði:
„Hvað vildu þeir þér, mamma?“
Odette leit inn í gufuna, og þetta var í fyrsta
sinn sem hún skrökvaði að dóttur sinni:
„Það var ekki neitt. Þeir höfðu villzt á mínu
nafni og einhvers annars. Þetta eru meiru kján-
arnir."
„Eru eintómir kjánar í hermálaráðuneytinu?"
„Nei. Ekki eintómir."
Hún háttaði þær og slökkti ljósið. Það kom
ekki til mála að yfirgefa þær og fara til Frakk-
lands. Það var hreinasta firra að hugsa sér það.
Hún lá lengi andvaka. Hún sofnaði ekki fyrr
en undir morgun. Og eftir skamma stund vaknaði
hún aftur. Henni fannst eitt augnablik að hún
væri ekki lengur frú Sansom, heldur fröken
Brailly, ætti engin börn, en væri á göngu eftir
ströndinni á Normandie, og framundan var ægi-
legt myrkur.
Síðan róaðist hún, og þarna í þögn dagrenn-
ingarinnar gerði hún sér grein fyrir því hvað svar
hennar hlaut að verða. Það mundi verða mjög
einfalt svar, og hún yrði stolt af að gefa það.
Leitarljósin voru enn á ferð um himininn, en
nú virtust þau breytt frá því sem áður var. Það
var skrítið. Svo vissi hún, að leitarljósin voru enn
hin sömu. En það var hún sem hafði breytzt.
Hún var orðinn félagi þeirra, hún og þau voru
skyld. Hún og þau voru hluti af striðinu. Hún
sagði upphátt, og í þögn herbergisins hljómaði
það eins óg bæn:
„Með öllum mætti mínum."
„ CÉLINE“
UM það bil viku eftir að Odette Sansom hafði
rætt við Selwyn, Jepson, hringdi hún til hans
og sagðist vera reiðubúin að takast á hendur starf
það sem hann hafði rætt um. Hann virtist alls
ekkert undrandi yfir þessu, stakk upp á því að
hún færi i heimsókn í „Númer sex.“ Hann sagði
henni nákvæmlega frá því hvar Númer sex væri,
og hvernig ætti að komast þangað. Hún átti að
spyrja um Buckmaster majór.
Á þeim tíma sem liðinn var, hafði hún fundið
góðan heimavistarskóla fyrir dætur sínar í klaustri
einu í Brentwood í Essex. Það hét St. Helena-
klaustur, og nunnurnar tilheyrðu franskri reglu.
Abbadisin var mjög vingjarnleg, og Systir' Gerard,
miðaldra kona af írskum ættum, sem ljómaði öll
af góðvilja, tók telpurnar að sér. Þeim mundi
líða vel þarna. Hún hafði sagt þeim, að hún ætlaði
að ganga í kvenhersveitirnar, og kannski yrði hún
send eitthvað burt, jafnvel alla leið til Skotlands.
Þetta var i fyrsta sinn sem hún varð að vera án
barnanna, og á leiðinni aftur til London sat hún
ein úti í horni á járnbrautarvagninum og sá ekki
landslagið sem þaut hjá.
Hún fann auðveldlega Númer sex, og henni kom
á óvart að sjá glæsileik byggingarinnar. Þetta
var eitthvað annað en Hotel Victoria og herbergið
hans Jepsons. Hauðbirkinn maður tók á móti
henni og spurði með frönskum hreim hvað hann
gæti gert fyrir hana. Hann spurði hana ekki að
heiti — og fannst henni það dálítið einkennilegt.
Hún kvaðst eiga að finna Buckmaster majór.
Henni var á þessu augnabliki ekki ljóst, að rauð-
birkni maðurinn, sem nefndist Park, hafði strax
bætt útliti hennar við það safn ljósmynda sem
hann geymdi vel i heila sínum. Eftir þetta brást
það aldrei að hann þekkti hana og byði hana
velkomna.
Henni var vísað inn í lítið sundurstúkað her-
bergi, og Buckmaster majór kom óðara til móts
við hana. Hann var hár vexti, og að þessu sinni
í einkennisbúningi. Henni fannst að andlitsdrættir
hans væru einkennilega kirkjulegir, ef svo mætti
segja. Málarar endurreisnartímans höfðu málað
andlit eins og hans, grönn og ákafakennd, en þó
einhvernveginn fjarlæg. En þar sem hún var
frönsk fram í fingurgóma, þá endurskoðaði hún
strax þetta álit sitt, og sá nú, að I augum hans
bjó eitthvað mjög innilegt og mjög mannlegt.
Hann sagði henni, að hér starfaði deild leyni- .
þjónustunnar, sem sérstaklega hefði með Frakk-
land að gera, og skýrði henni frá því verkefni
sem henni yrði að öllum líkindum fengið i hendur.
Buckmaster var yfirmaður þessarar deildar. Hann
talaði við hana á frönsku. Hann gerði ráð fyrir
að hún yrði höfð til að flytja skilaboð, en hvaða
hlutverk hún fengi sérstaklega i þeim efnum
mundi verða komið undir einkunn hennar í skól-
anum. Hafði Jepson ekki sagt henni að hún yrði
að ganga í skóla? Það var að vísu ekki neinn
venjulegur skóli. Hann var falinn á bóndabæ ein-
um í New Forest, og þar mundi henni verða kennt
sitt af hverju skringilegt. Eitt af því, og ef til
vill það erfiðasta, mundi verða að tileinka sér
nýja framkomu og ný skilríki í samræmi við
hana, og þetta yrði hún stundum látin gera á
augabragði, og hún yrði að gera það svo ræki-
lega, að á eftir fyndist ekki vottur af hennar
eigin persónuleika. Og í öllum, fullkomleika þess-
ara persónuskifta yrði alltaf að gæta ófullkom-
leikans. Því að skáldsagan væri fullkomin, en hin
raunsanna saga væri það aldrei. Þetta væri erfitt
verkefni. Allir, sem svöruðu spurningum of greini-
lega og fljótt, væru grunaðir. Gestapo-lögreglan
væri kæn, hún hefði á að skipa þaulþjálfuðum
mönnum, enginn skyldi vanmeta það fólk.
„Þetta er á margan hátt viðbjóðslegt líf“, sagði
Buckmaster hreinskilnislega. „Það hefur i för
með sér líkamlega áreynslu. Og það sem verra er,
það verður andleg raun, því að þér munuð verða v
Framhald á bls. lJf.
ENGLENDINGUR að nafni Tex Henty hef-
ur undanfarin ár gefið sig að því nær
eingöngu að rannsaka dularfulla, „yfirnáttúr-
lega“ viðburði og safna gögnum um drauga-
gang og afturgöngur. Við þetta verk hefur
hann tekið vísindin í þjónustu sína eftir megni
og hann er kominn að þeirri niðurstöðu, að
þótt „draugagangur" stafi langsamlega oft-
ast af ósköp eðlilegum orsökum, þá gerist þó
þeir atburðir stundum, sem ómögulegt sé að
útskýra á annan hátt, en að einhver öfl séu
að verki „hinumegin".
Henty byrjaði á þessu af hálfgerðri hend-
ingu. 1 janúar 1948 fór hann með þremur
félögum sínum að gömlu bóndabýli í Suður-
Englandi, þar sem bóndinn og kona hans,
öidruð hjón, sögðu að varla væri viðvært leng-
ur fyrir draugum. Henty og félaga hans bar
að garði um kvöld. Hann segir svo frá:
„Gömlu hjónin fullyrtu, að reimt væri í hús-
inu. Við höfðum hinsvegar engin tæki með-
ferðis og engar sérstakar fyrirætlanir á prjón-
unum um það, hvernig snúast ætti gegn
þessu — hvað sem það nú væri. Við vorum
bara ákaflega forvitnir og við vildum gjarn-
an hjálpa þessu gamla fólki. En áður en yfir
lauk, var ekki laust við, að við værum sjálfir
orðnir hálf smeykir. Fyrst leituðum við ræki-
lega í húsunum, hvort ekki væru þar til dæm-
is lausir gluggahlerar og mýs eða hol skilrúm,
sem kynnu að gefa frá sér annarleg hljóð,
þegar vindurinn léki um þau. Svo settumst
við að í stofunni.
„Við urðum fyrst varir við hljóðið þegar
klukkan var langt gengin í þrjú. Þetta var
líkast því sem einhver væri að hrista hlekki
uppi á háalofti. Og þarna stóðum við eins
og álfar og vissum ekki hvaðan á okkur stóð
veðrið. Við leituðum aftur í húsinu, en fund-
um ekkert sem bent gæti til þess, hvað hér
hefði verið á ferðinni. Svo fórum við um sólar-
upprás."
Búnir fullkomnum tækjum
Næst þegar þeir komu í húsið, höfðu þeir
meðferðis nokkra hljóðnema, sem þeir komu
fyrir í herbergjunum. Svo tengdu þeir hljóð-
nemana við magnara, og gátu á þann hátt
fylgst með öllum hljóðum og gert sér ná-
kvæma grein fyrir, hvaðan þau kæmu. Enda
dugði þetta, þvi að um nóttina komst upp um
draugsa. Hann var þá ekkert annað en ein
trjágrein, sem svignaði fyrir stormi og regni
og slóst þá í bárujámið á þaki hússins. Og
hið undarlega hringl í keðjum og hlekkjum
var bara greinin á bárujárninu.
Svona var semsagt upphafið. Og í dag er
svo komið, að Henty hefur á að skipa þaul-
æfðu starfsliði, sem gerir ekkert annað en
rannsaka reimleika í húsum og búið er full-
12