Vikan


Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 2

Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 2
IFRÁSÖGUR FÆRANDI FrAMHALDSSAGAN, sem hefst í þessu blaði eftir Agatha Christie, er sú áttimda, sem VIK- AJV tekur til birtingar eftir þenn- an lieimskunna reyfarahöfuml. Sú fyrsta kom í blaðinu 1941 og hét „Dularfullur atbúrður“ og var merkilegur atburður að því leyti, að þetta var fyrsta Christie-sagan sem blað á Islandi tók til fram- haldsbirtingar. VIKAJV hefur því heiðurinn af því að hafa kynnt íslenzka lesendur fyrir þessu merkilega reyfaraskáldi, en frú Christie hefur um mörg undanfar- in ár verið talin meðal snjöllustu höfunda þessháttar bókmennta, sem hér eru á ferðinni. POIROT, frægasti snuðrarinn hennar, er Iíka löngu orðin heims- fræg persóna á borð við sjálft mikilmennið Sherlock Holmes. Þeir menn munu nú skipta þúsundum, sem vita allnákvæmJega hvernig Poirot er í hátt, hvaða persónu- einkenni (,,takta“) hann liefur, hvað honum feUur vel og hvað honum feUur illa. Poirot er Belgíumaður og franska móðurmál hans, en hann talar góða ensku, enda virðist hann hafa nokkurn veginn fastan bú- stað í Bretlandi. Hann er köttur þrifinn og hefur megna óbeit á hverskyns óreglu; hann á í eilífu stríði við myndir, sem hanga skakkt á veggjum, eða öskubakka, sem standa á röngum stöðum, allt þessháttar særir fegurðartilfinn- ingu hans og getur raunar komið honum úr jafnvægi. Þó er hann mjög stilltur mað- ur og einstaklega geðþekkur. Hann notar „litlu gráu frumurn- ar“ til þess að leysa glæpi, en vantreyst- irliálfpartinnfingra- faralestri og öðrum þessháttar vísindum. Hann talar talsvert mikið og kann vel að meta kvenlega feguið, en hann er Tpiparsveinn þrátt fyrir það og deyr sennilegast ókvænt- ur. Svo þarf ekki að taka það fram, að hann liefur leyst mesta fjölda flókinna glæpamála, enda standa stórmenni og ríkisstjórnir í ýms- um löndum í þakkarskuhl við hann. Á meðfylgjandi mynd hafa verið dregin fram tvö aðal útlits- einkenni hans: geysimikið og fall- egt yfirvararskegg og feiknmikið enni. En í bókum er höfðinu á honum stundum lýst svo, að það sé „egglagað“. AgATHA Christie, höfundur Poirot-bókanna og fjölda annarra, er löngu orðin flugrík á fram- leiðslu sinni. Hún er á sextugs- aldri. Hún hefur ferðast mikið, meðal annars með manninum sín- um, sem er fomleifafræðingur. Raunar lætur hún einn reyfarann sinn gerast aftur í grárri forn- eskju, í Egyptalandi faraóanna. 1 þeirri bók notar morðinginn boga og örvar — en fær samt auðvit- að makleg málagjöld. Hér verð ég fyrir kurteisis- sakir rétt aðeins að geta bréfs að norðan, skrifuðu í tilefni af því, að í VIKUNNI birtist fyrir nokkru göm- ul mynd af aftöku Louis kóngs XVI. Bréfritarinn telur það mjög hneykslan- legt fram- ferði af einu blaði að birta svona mynd, hún sé svo ljót, að hún eigi ekki heima í neinu blaði. I>ar er því til að svara, að um- rædd mynd hefur verið að birt- ast í blöðum síðan liún var búin til, en það var skömmu eftir við- burðinn, sem hún á að sýna. Auk þess hefur hún (eða svipaðar myndir) birtst í mannkynssögum á nærri öllum heimstungunum, auk þess birtist daglega í fjölda blaða og bóka fjöldi mynda tífalt verri en þessi litla mynd. Auk þess hefur strúturinn einka- rétt á því að stinga höfðinu nið- ur í sandinn. DeILAN okkar við Englend- inga er gerð að umtalsefni í síð- asta hefti tímaritsins „The Norse- man“, sem gefið er út í Bretlandi og mun nærri einungis vera ætl- að það hlutverk að túlka lífið og menninguna á Norðurlöndmn. Heldur finnst mér Bretinn fara betur út úr því en íslendingar í þessu „norræna“ tímariti, þó er þess að geta, að höfundurinn legg- ur sig sýnilega í framkróka að vera „hlutlaus“. Ýmsum mun þó finnast hann hafa allgreinilega samúð með fiskimönnunum í Grimsby og Hull, sem virðast liafa skilið aðgerðir okkar í landhelgis- málinu á þann hátt, að leikurinn sé gerður til þess eins að fara illa með blásnauða togaramenn brezka. Enda segir í greinarkorni nefnds tímarits að viðlagið á Grimsby-götum sé upp á síðkast- ið svona: „Við ættum að setja línu í skutinn á Islandi og draga það til Norðurpólsins.“ LOKS er hér mynd af June Haver, sem lék aðalhlutverkið í bíómynd í Reykjavík í síðastlið- inni viku og nú hefur sett aUt á annan endann í kvikmynda- • heiminum með því tuð ganga í klaustur. June er 26 ára og heimsfræg úr söng- og dans- myndum. I*egar hún hvarf bak við klaustur- múrana, snemma f bess- um mánuði, hafði hún 57.000 krónur í kaup á viku. I>að mun meðal annars liafa verið vegna óhamingju í ástarmálum, að hún ákvað að taka upp nunnu- búninginn. G.J.A. June Haver Kœra Vika. Viltu vera svo góð að birta fyrir \nig númer á vinningum í happdrœtti Þjóðviljans, sem draga átti þann 1. desember 1952, en frestað var til 20. desember. 1. Flugferð til Parísar og dvöl nr. 32000 2. Stofuskápur — 98902 3. Klæðpaður, kven- — 57339 4. karl- — 66198 5. Þvottavél — 28788 6. Gólfteppi — 27121 7. Hrærivél — 34958 8. Reiðhjól — 4460 9. Ryksuga — 98182 10. Matarstell — 53024 11. Vöflujárn — 85522 12. Islendingasögur — 43483 13. Skíði — 15170 14. Tjald — 98968 3 5. Rafmagnsofn — 84988 16. Kaffistell — 72155 17. Skautar — 34274 18. Svefnpoki - — 43063 19. Veiðistöng — 30000 20. Bakpoki — 26797 Kcera VIKA. 2. Það er ekkert óeðlilegt að fá fílapensla á vissum aldri og þá hverfa þeir venjulega. Þú skalt kreista út úr þeim fituna og þvo hörundið úr sótthreinsandi lyfi á eftir, en þú verður að fara þrifalega að því, svo gröfturinn dreifist ekki út um hör- undið. Ef bólurnar líta illa út skaltu leita, læknis. Getur þú sagt mér utanáskrift til Margaret Englandsprinsessu. Svar fljótt. Kattla. Utanáskrift Margaretar er: Buck- ingham Palace, London S.W.l, Lon- don. _ Kœra Vika' 1. Er ekki snyrtistofa í Rvík sem einkum lappar upp á lýti karlmanna, ef svo er livaða snyrtistofa er það þá og hvar er hún í bœnum, ef svo er ekki til hvaða kven-snyrtistofu er þá helzt að leita? 2. Hvaða gott ráð getur þú gefið mér við miklum og áberandi fíla- penslum. 3. Á hvaða hárgreiðslustofu i Rvík er bezt að fara til að láta leggja á sér hárið ? Með fyrirfrgm þakklœti. Plútó. 1. og 3. Ekki vitum við af neinni snyrtistofu sem sérstaklega er ætluð karlmönnum, nema ef telja skyldi rakarastofur. Annars geta karlmenn leitað til hvaða snyrtistofu og hár- greiðslustofu sem er og gera það. Nýlega kom á markaðinn í Eng- landi ný permanentvél, sem sérstak- lega er ætluð karlmönnum. Hug- myndina að þessari nýju vél fengu uppfindingamennirnir þegar þeir komust að þvi hve margir karlmenn laumuðust inn í hárgreiðslustofur kvenna og að það voru ekki ein- gijngu spjátrungarnir sem það gerðu, heldur miklu fremur „miðaldra verzl- unarmenn og ungir piltar, sem vilja láta útlitið aðstoða sig í að komast áfram í lífinu." Þetta nýja perma- nent kostar um 60 kr. og það tekur 1% klukkustund að fá það. Rakarar í Englandi keppast um að setja upp sérstaka deild fyrir permanent, svo kannski líður ekki á löngu áður en sá siður verður tekinn upp hér líka. FORSÍÐUM YNDIN Myndin er tekin í Vestur- bænum og sýnir hvernig strák- ar leysa sín húsnæðisvandræði að vetrarlagi. Ljósm.: Þorvald- ur Ágústsson. Hvað má lesa úr skrift yöar? Rithandarsérfræðingurinn vill taka það fram að ekki er hægt að lesa úr skriftinni, ef skrifað er með kúlu- penna, því hann er of harður og skriftin missir mikið af einkennum sinum. Og svo enn einu sinni: Skrif- arinn verður sjálfur að semja bréfið, en ekki skrifa eftir bókum. íi' (fuc^ rri ffsCfxK Q-lJfciKK. Cuf c-r- Avei. tffvtuK-i tCOrK chtj [WOivi. Um þessa skrift, (merkt 1. des- ember) segir sérfræðingurinn: Skriftin sýnir að skrifarinn, sem er ung stúlka, er vel gefin, og nokkuð dul í skapi. Hún er reglusöm og vilja- föst og hefur ríka ábyrgðartilfinn- ingu. En stúlkan er ekki laus við að liafa dálitla minnimáttarkennd. Úr skriftinni má einnig lesa vinnugleði og vinnuþrek. Þrátt fyrir þetta virð- ist skrifarinn geta átt dálítið erfitt með að taka ákvarðanir á vissum augnablikum og treysta ekki á sjálfa, sig sem skyldi. Þessi unga stúlka er lífsglöð og virðist vera allmikið náttúrubam. Af skriftinni má ráða að hún er gefin Jyrir heimilisstörf. Hún hefur góðan smeklc, er trygglynd og líklega nokk- uð tilfinninganœm. tTtgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.