Vikan


Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 3

Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 3
 FEGRUN & SNYRTING ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,^^^^^^................... lllllllllll■llllllll•l■■llll■••l■ K ‘ARLMENN hafa gaman að því öðru hvoru að saka konuna um „ábyrgðar- leysi og léttúð" og benda þá gjarnan þvi til „sönnunar" á allan þann tima og alla þá peninga, sem þær verji til fegrunar og snyrtingar. Kannski er þetta rétt, kannski er það rangt; eitt er vist: það er enginn til í öllum heiminum, sem getur skorið úr því svo ugglaust sé, hvort; heimurinn væri verri eða betri ef konurnar hugsuðu svolitið minna um út- lit sitt. • Samt sem áður er það staðreynd, að karlmaðurinn er kominn út á mjög hálan ís, þegar hann velur þessa aðferð til þess að gefa kvenþjóðinni ádrepu. Því það er ómótmælanlegur sannleikur, að hinir ókrýndu kóngar tízkuheimsins eru nærri allir karlmenn og karlmennirnir eru það fyrst og fremst, sem verða milljónamæringar á því að framleiða tízku- og snyrti- vörur. Ennfremur er það staðreynd (þótt fáir gefi sér tima til að velta henni fyrir sér) að ef kvenfólkið hætti allt í einu öllu tízkutildrinu, þá mundu tugmilljónir manna um allan heim missa atvinnuna! Til dæmis er áætlað, að um þriðjungur allra verzlana í London, París og New York færu á höf- uðið! Ef menn hættu að líta fallegt kvenfólk og fallega klætt girndaraugum, þá mundi það valda gerbyltingu í öllum hinum siðmenntaða heimi. Við- skiptalífið mundi gerbreyta um svip og aragrúi véla og verksmiðja verða einskisnýtt rusl. Þannig er það óhagganlegur sannleikur (þó að mörgum finnist sjálf- sagt illt að þurfa að viðurkenna hann) að konan með púðurkvastann er ómissandi hlekkur í því efnahagskerfi, sem karlmaðurinn hefur fyrst og fremst skipulagt. 1 þeim heimi, sem við nú byggjum, telja tugmilljónir kvenna sig ekki geta verið án algengustu fegrunarmeðala. Það er kaldhæðni örlaganna, að karlmennirnir, sem þó eru talsvert hreyknir af þvi að vera ■óháðir þessháttar ,,vitleysu“, geta ekki heldur verið án þeirra. Nema þeir séu þá reiðubímir að loka verzlunum sínum og verksmiðjum og byrja upp á nýtt. ÞAÐ virðist eins og ekkert undir sól- inni sé svo auðvirðilegt, að vísinda- mönnum finnist það ekki þrátt fyrir allt vera „fullkomið rannsóknarefni". Þannig er þess getið í nýlegu „Science Digest“, að rannsóknarstofa í Banda- ríkjunum (The Mellon Institute) hafi tekið sér fyrir hendur að athuga við hvaða aðstæður sé auðveldast að raka sig. VIKAN birtir hér helztu niður- stöður hinnar virðulegu stofnunar, í þeirri von að hún geti með því orðið karlmönnunum meðal lesenda sinna að nokkru liði. Rannsóknarstofan slær því föstu, að það sé undirbúningur rakstursins sem mestu máli skipti. Ef maður vilji raka sig nokkurnveginn sársauka- laust, sé það þessvegna brýn nauðsyn, að hann „sápi sig inn“ í að minnsta kosti tvær til þrjár mínútur. 1 þessu sambandi sýndu tilraunir rannsókn- arstofunnar, að ef alls ekkert vatn var borið í skeggrótina, var rakblaðið orðið ónothæft áður en rakstri var að fullu lokið. Ef sápa og vatn var notað í 15 sekúndur, mátti hinsvegar nota blaðið tvisvar sinnum. Og ef' sápan og vatnið var notað í þrjár mínútur, þá entist blaðið að minnsta kosti i fjóra rakstra — og athöfnin varð samasem sársaukalaus. Vatnið er aðalatriðið. Hinsvegar er hlutverk sápunnar fyrst og fremst það að hindra að vatnið renni úr skeggrótinni. Rannsóknarstofan ráðlegg- ur skeggsárum mönnum eindregið, að bíða svolítið með raksturinn eftir að sápan er komin á andlit þeirra; hver sekúnda, sem þannig er varið, mýkir skeggbroddana og minnkar sársaukann. Starfsmenn stofnunarinnar komust að þeirri niðurstöðu, að flestum henti bezt að beita rakvélinni þannig, að blaðið myndi um 25 gráðu horn við húðina. Ennfremur uppgötvuðu þeir undir smásjánni, að aðeins um helmingurinn af því, sem menn raka daglega af andliti sínu, er skegg — hitt eru skinnagnir! Ef menn eru svo „pjattaðir" að skafa andlitið tvisvar sama morguninn, þá raka þeir i seinna skiptið fyrst og fremst af fiér skinn, en furðulitið af skeggi! Auðvitað, segir í lok skýrslunnar, getur karlmaðurinn alveg komist hjá allri þeirri fyrirhöfn, sem fylgir rakstrinum. Það er með þvi að safna al- skeggi. Með því mundi hann (áætla visindamennirnir) spara sér um 36 klukkustundir á ári. En engum ráðleggur hún samt svo róttækar ráðstaf- • anir. , náungar íara I taugarnar á mér! Eftir Don Herold. Yinsældir alkohólsins eiga fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar, að þeir, sem neyta þess, verða heill- aðir af sínum eigin persónuleika. Maðurinn með staupið ljómar eins og sól af eintómri sjálfs- ánægju — og gengur út frá því sem vísu, að þú sért alveg eins hrifinn af honum eins og hann sjálfur. Hann sýpur nokkrum sinn- um, og allt í einu er þetta dauð- yfli orðið uppfullt af gáfum. spekí, kýmni og líkamlegri feg- urð. Hann verður afbragð annarra manna i frásagnarlist, öðlast söngrödd, kann allt í einu að dansa rumbu, verður karl í krap- inu. Þessi maður, sem verið hef- ur svo smár, verður allt í einu svo mikill og merkilegur. Hvað um það, þá fellur mér betur við hann smáan. En þið megið ekki misskilja mig. Ég er ekki bindindismaður af því ég sé svo heilagur. Ég upp- götvaði fyrir mörgum árum, að ég hafði ofnæmi fyrir alkohóli, og þá hætti ég. Upp frá þeirri stundu hef ég nauðugur viljugur orðið að horfa allsgáðum augum ,á skripa- læti vina minna, og mér hefur ekki fundist þeir eins skemmti- legir eins og þeir ætia. Ég hef aöeins þekkt tvo menn um dagana, sem alkohól virtist liafa bætandi áhrif á. En þar er því við að bæta, að báðir eru lík-i einstaklega þægilegir í viðmóti þó þeir séu gjörsamlega ódrukkn- ir. Þó getur það komið fyrir ann- an þeirra, þegar hann hefur feng- ið sér of mikið neðan í því, að hann verði óþolanlega langorður. Sögurnar hans verða að sagna- flokkum. ölvaður maður öðlast yfirnátt- úrlega heyrn og sýn. Hann getur komið auga á næsta fórnarlamb sitt' úr órafjarlægð. Það er allt að því lífshættulegt að láta svona mann króa sig inni. Hann dáleiðir mann með nístandi augnaráði, og það er engrar undankomú auðið fyrr en hann er búinn að játa fyr- ii manni allar syndir sínar. Svo forðast hann mann í mánuð á eft- ir útúr skölnm og iðrun. Það er ómögulegt að halda uppi samræöum viö fullan mann. Hin venjulegustu orð fá í hans augurn einhverja dularfulla meiningu, og hinn einfaldasti þanki verður svo flókinn og þokukenndur, að hann getur ómögulega komið orðum að honum, þó hann hiki ekki við að reyna allt kvöldið. Þér skilst hann sé einhvernveginn og mjög ákveð- ið með einhverju sérstöku. En ef þú finnur upp á þvi að reyna áð vera honum sammála, þá verður hann bara reiður. Þá hefur hann enga ástæðu til að halda áfram áð tala. .Maðurinn með glasið skeytir ekki hót um það, hvað tímanum liður. Engin furða hann skuli oftast koma heim á morgnana! Hefurðu nokkurrrtíma reynt að fá ölvaða menn til að koma sér af stað. Þegar ég er með þessháttar mönnum, hef ég það á tilfinning- unni, að ég sé alltaf að bíða eftir því að þeir ljúki við að segja eitt- livað eða gera eitthvað. Af öllum tegundum alkohólisma i-eynir ko.kteilboðið mest á taugar þeirra manna, sem eru nokkurn- veginn allsgáðir. . . . Þetta er ótvirætt heimskulegasta skemmt- unin, sem fundin hefur verið upp fyrir fullorðna. Það er aðeins eitt, sem gert gæti kokteilveislur verri en þær eru þegar orðnar, það er ef gestgjafar tækju upp á því al- mennt að láta gesti sína fá magn- ara. Því maðurinn með glasið verður sífellt háværari og hávær- ari. Þetta er ekki nema eðlileg íylgja hins vaxandi sjálfsálits. Það, sem ég segi, verður svo miklu gáfulegra en það, sem þú segir, að það er ekki nema sjálf- sagt að æpa og öskra til þess að yfirgnæfa algjörlega orð þín. Arangurinn verður hin makalaus- asta samkeppni, þar sem allir taka fram í fyrir öllum. Það kem- ur mjög sjaldan fyrir, að nokkur maöur fái að ljúka máli sínu. Það er tekið fram i fyrir manni, sem er að taka fram í fyrir manni, sem er að taka fram í fyrir manni. Stundum hefur mig dauð- langað til að búa til nokkurskon- ar kort eða „ættartölu" yfir þetta höfuðeinkenni drykkjuveizlunnar. Ekki má ég gleyma að minn- ast á ölvuðu mennina, sem verða illir, leiðinlegir, fýldir og berorð- ir. Eins og náungarnir, sem fá í sig kjark til að segja: „Konunni þinni er illa við mig, er það ekki?“ Hvernig á maður að svara þessu og þvíumlíku? Ég þekki örfáa menn og tvær eða þrjár stórmerkilegar konur, sem geta haldið áfram að vera yjrðúlegar, þó þær séu í rauninni áugafúllar! En í mínum áUgur er svona fólk bara að eyða peningum og tíma í ekki neitt.;Éitthvað á maður að hafa upp úr krafsinu, þó' ekki sé annað og méira en tækifæri til að gera sjálfan sig að filii. Ég er þréyttur á háfleygum brennivinshugmyndum, mótsagna- kenndum viskývaðli og óviðráðan- legri lífsgleði sprottinni af gini og appelsin. Og skarfar, sem eru leiöinlegir ódrukknir, eru jafnvel lei.önlcgri drukknir; þeim tekst bara aö troða þessu upp á fleira fólk. Nei, mér fellur ekki við druklcna menn. En drukknum manni stendur nákvæmlega á cama. Honum fellur svo vel við s^álfan sig, að það er á við tvo. (tjr Reader’s Digest). Hér lýsir gamansamur bindindismaður því 1 liwersvepa honum leiðist í kokteiMum I ■ 111 • i ■ ■ 111111 ■ i ii imii 11111 íi, 1111 ii 11,, i, i 1111 ■ 11111,11 ■, i 111111,, („ i,, „,,,,,,,,,, llllII■■lll■llll■llllll■llll■ll■l||||||■l1111111111111111||IIitv* 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.