Vikan


Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 7

Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 7
Það er enginn barnaleikur að koma ínönnum í gröfina úr býtum í baráttunni við „ólæknandi" sjúk- dóma. Fyrir tíu árum var kona nokkur skorin upp við krabbameini í New York, enda þótt upp- skurðurinn væri af öllum talinn þýðingarlaus. 1 fyrra kom hún aftur í sjúkrahúsið, vegna annars sjúkdóms. Þegar læknar skoðuðu hana í þetta skiptið, uppgötvuðu þeir áð hún hafði læknast af krabbanum „af sjálfu sér“ — sem sýndi enn einu sinni, að líkaminn á margt óvænt í poka- horninu. Ennfremur er til sjúkdómssaga um Breta, sem skaut kúlu í hægra gagnaugað á sér. Það er ekki nóg með hann lifði þetta af, heldur læknaði skotið hann af geðveiki. Konan kans skýrði þó svo frá seinna, að hann væri „alveg eins geðvondur, þver og erfiður eins og Jhann var áður.“ Eitt mikilvægt líffæri, sem stundum getur laskast og þó haldið áfram að vinna, er sjálft hjartað. Það er vitað um hermenn, sem lifað hafa eðlilegu lífi með kúlu í hjartanu. Stundum geta jafnvel óásjálegustu aumingjar reynst ótrúlega lífseigir. Mike ódrepandi er gott dæmi. Á kreppuárunum og bannárunum í Banda- ríkjunum dró hann að sér athygli nokkurra þorp- ara, þegar hann sat að drykkju í leynikrá. Hann var horaður og veiklulegur, þar sem hann dróst með veikum burðum upp að barnum hvað eftir annað að sækja sér aftur i glasið sitt. Þorpar- arnir fylgdust með ferðum hans og fannst það ótrúlegt hvað maðurinn þoldi. Svo datt einum þeirra í hug að líftryggja þenn- an dauðvona vesaling og hjálpa honum slðan að drekka sjálfan sig í hel. Einhvernveginn tókst þeim að tryggja hann fyrir 30,000 krónur og svo hófust þeir handa að hella í hann ódýru brenni- víni. Mike varð bara fyllri. Læknavísindin n r. Adams Peylan, lœknir í Israel, grein- ir svo frá, að hann hafi um dlllangt skeið „hlustað“ liðamót, til þess að greina í þeim sjúkdóma. Hann segir að mismunandi sjúkdómar í liðamótum orsaki mismunandi hljóð, og að hœgt sé að greina þau með eyma- tólum, hljóðnemum og mögnurum. □ T eon S. Medalia og Paul D. White, tveir ^ lœknar í Bostón, hafa nýlega lokið ýtarlegri rannsókn, sem miðaði að þvi að sýna, hver vœri oftast dauðaorsökin hjá gömlu fólki. Yfir 1200 lík voru krufin i samhandi við þessa rannsókn. Eins og vœnta mátti urðu hjarta- og œðasjúkdómar efstir á blaði. Nœst kom lungdbólga, þá krdbbamein, þá lifrar- og nýmasjúkdómar, þá berklar. □ pyrir skemmstu var „gerfihjarta“ senni- lega notað í fyrsta skipti í sambandi við uppskurð. Bandarískir lœknar fram- kvœmdu 50 minútna aðgerð á hjartanu í ýl árs gómlum manni. Maðurinn lifði, þótt vélin eða pumpan tœki að öllu leyti við hlutverki hjartans. En með notkun hennar gátu lœlcn- arnir tœmt blóðið úr hjarta sjúklingsins og fengið þannig mun betri „vinnuskilyrði“ en ella. Þeir gáfu honum kynstur af skelfiski vættum í tréspíritus; hann gleypti hann af mikilli grseðgi og heimtaði meira vín. Þeir helltu hann blekfullan eitt kvöld í frosti og óku með hann, út á fáfarinn veg. Þar fleygðu þeir honum fáklæddum út úr bílnum og helltu köldu vatni yfir hann, áður en þeir óku á brott. Hann birtist daginn eftir, svolítið kvefaður. Þá fengu samsærismennirnir leigubílstjóra til að aka yfir hann. Þegar bíllinn hafði ekið yfir hann einu sinni, þvinguðu þeir bílstjórann til að „bakka“ yfir hann líka, svona til vonar og vara. Mike var lagður í sjúkrahús með nokkur brákuð rifbein. Áður en yfir lauk, neyddust aumingja menn- irnir til að pumpa í hann gasi. Þeir stungu slöngunni upp i hann og huldu andlit hans með handklæði. Og í þetta skipti hrökk sálin úr Mike. En til þess að komast yfir tryggingarféð urðu þorpar- arnir að fá óvandaðan lækni til að falsa dánar- vottorðið. Og þá komst upp um allt saman. Þeir voru dregnir fyrir dómstólana og sendir í rafmagnsstólinn. Svo að Mike ódrepandi bar eiginlega sigur úr býtum að lokum. Furðulegasta sagan Annað gott dæmi um lífseiglu mannsins er úr síðustu heimsstyrjöld. Sjö sjómenn komust í björgunarbát, þegar skipið var skotið undan þeim árið 1940. Þeir höfðust við í bátnum í 70 daga og sigldu 2,500 mílur! Þeir voru orðnir matvælalausir eftir 50 daga. Eftir 56 daga þraut vatnið. Fimm hinna' sjö manna dóu tiltölulega snemma úr kulda og vos- búð. En þeir tveir, sem eftir voru, lifðu þetta af og komust til fullrar heilsu eftir að hafa lent bát sínum í Bahama-eyjum. Loks er hér ein furðulegasta sagan um bata, sem um getur í heimi læknavísindanna. Árið 1847. var verkstjóri hjá bandarísku járnbrautafé- lagi að undirbúa sprengingu, þegar neisti komsí i púðrið og rúmlega meterslangur járnkall lenti í höfðinu á honum og staðnæmdist þar. Járnkall- inn fór inn um vinstri kinnina og kom út um hvirfilinn hægra megin. En maðurinn missti ekki meðvitund, hvað þá meira. Félagar hans fluttu hann til læknis og hann geklt óstuddur upp stigann og inn til lækn- isins. Um kvöldið var hann ennþá við meðvitund. Nokkru seinna fékk hann óráð nokkra stund, en hann náði heilsunni þótt ótrúlegt sé og virtist jafngóður eftir, nema hvað hann missti sjónina á öðru auganu. Þeir taka sér gröf með tönnunum! Það er auðveldlega hægt að drepa sig með ofáti — og fjöldi manns gerir það árlega. 1 næstu VIKU er athyglis- verð grein um offitu og af- leiðingar liennar. Sérfræð- ingarnir aðvara fólk: Ef þú ert einn af þeim feitu, þá er kominn tími til að snúa við blaði. FALKINIM Ungfrú Ásta lætur uppstoppaða fálkann á kennaraborðið. — Má ég svo biðja ykkur um að hafa hljóð í bekknum. Blýantar og teikniblokkir eru dregnar fram og höfuðin lúta yfir borðið. Það er teiknitími í bekknum. Ungfrú Ásta opnar bók. Hún les annaðhvort um aðalsfólk eða ástir — og þessi bók færir hinni þyrstu sál hvorutveggja, sam- einað með háfleygum orðum. Fálkinn stendur á borðinu og starir stirðnuðum augum út um gluggann. Ekkert hljóð heyrist nemá rissið í blýöntunum. Bekkurinn ber virðingu fyrir ungfrú Ástu. Nonni situr aftast. Augnaráð hans hvarflar frá fálkanum út um gluggann, hann geispar og laumast til að lyfta lokinu á púltinu sínu nægilega mikið til að ná stórum bita af rúg- brauðsneið með osti. Dauf matarlykt berst að vitum hans. Hann er svangur. Hann svipast um í von um að sjá flugu, sem hann geti veitt, en það er engin sjáanleg. Hann á eina í penna- stokknum sínum, en hún er dauð — þó gaf hann henni stórt stykki af lundabagga að borða. Hún hefur líklega kafnað. Hann hefur l engan tituprjón, annars mundi hann stinga Önnu feitu í bakið. Hún æpir svo skemmtilega. Allt í einu verður honum litið á fálkann og áhugi hans er vaknaður. Hann er svo reistur og stoltur og . . . augnaráðið svo hvasst og hörkulegt. Hann veit vel að augun eru úr gleri, en það er samt eitthvað heillandi við þau. . . . Það er sagt, að lifandi fálki geti séð bráðina í margra kílömetra fjarlægð og steypt sér yfir hana. Hann situr á hreiðrinu sinu uppi í háum klettum og beinir hvössum lugunum út í f jarskann. Skyndilega baðar hann út vængjunum, hefur sig til flugs og er horf- inn. Nú sér Nonni, hvernig hann steypir sér yfir bráðina — það er mús. Bardaginn er stuttur en ákafur. Svo baðar fálkinn út vængj- unum og lyftir sér frá jörðinni með músina í klónum. Nonni þrífur teikniblokkina og blý- antinn og reynir að koma þessari sýn á blað- Íið. Eitthvað grátt og grænt neðst -— gras og runnar — fálkinn blakar vængjunum og hef- ur sig til flugs —- það er verst að teikna vængina — dauða músin hangir máttlaus í klóm fuglsins, hið hvassa augnaráð — tveir svartir dílar — blár himinn með hvítum skýj- um. 1 baksýn til hægri á myhdinni sjást klett-‘ arnir og lítill fálki situr þar og bíður. Bak- ið á stóra fálkanum litar Nonni dökkbrúnt og á brjóst hans setur hann nokkra rauða dropa — blóðslettur eftir bardagann. Músin er grá með rauða blóðbletti. ITíminn hefur liðið án þess að hann veitti því eftirtekt. Hann er búinn með myndina — og hún tókst ágætlega. Hann er hreykinn af henni; honum hefur tekizt að festa eitthvað af reisn og dirfsku fuglsins á blaðið. Hann hefur skemmt sér i teiknitíma, í fyrsta skiptið á æfinni. Nokkrum vikum seinna kemur ungfrú Ásta með teikningarnar. Hún er búin að raða þeim eftir því hve góðar þær eru. 1 fyrsta sæti skipar hún mynd, sem er nákvæm eftir- líking af fálkanum bæði að lit og formi. — Svona ættu allar teikningarnar að vera, segir hún. — Það er ánægjulegt að sjá hana og læra af henni. Mynd Nonna ætlar hún ekki að hengja upp. Hún er ekki bekknum sæm- andi. Hún heldur myndinni hátt á loft með fyrirlitningarsvip. — Lítið á þetta! Svona á ekki að teikna. Getur nokkurt ykkar séð að þetta á að vera fálki? Hvað er þetta gráa sem hann er með í nefinu — peningabudda ? Hvað er þarna í baksýn — búðingur? Þessi síðasta athugasemd vekur almennan fögnuð í bekknum. Nonni situr álútur á aftasta bekkn- um og kreppir hnefana í vanmátta reiði. — Hvaða blettir eru þetta á brjóstinu á honum? I Hefur hann verið að borða tómatsósu? 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.