Vikan


Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 6

Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 6
— Getur verið. -—- Þú virðist ekki vera sannfærður imx það. — Ég held að það sé undir atvikum komið. Ef hún er þungamiðjan í leiknum, ef allt snýst um hana — já, þá getur hún leikið hlutverkið vel. En ég efast um að hún geti leikið smáhlutverk sæmilega eða það sem kallað er karakterhlutverk. Það verðttr .að skrifa leikritið fyrir hana og um hana. Mér .virðist hún vera af þeirri tegundiimi, sem aðeins hefur áhuga fyrir sjáifri sér. Hann þagnaði en hætti svo við alveg óvænt: — Lífið er slíku fálki jnjög hættulegt. — Hættulegt ? spurði ég undrandi. — Ég sé að ég hefi notað orð, sem þú ert hissa á, mon ami Já, hættulegt! Vegna þess að slik kona sér aðeins hitt — sjálfa sig. Konur af þessu tagi sjá ekki hætturnar og tilviljanimar sem um- kringja þær — sjá ekki árekstrana í lifinu sem stafa af Jgynnum og hugðarefnum. Nei, þær sjá ekkert annað en sinn eigin beina veg. Og — fyrr eða síðar — dynur ógæfan yfir. Mér þótti ganian að þessu og ég varð að viður- kenna að þetta hafði mér ekki dottið í hug. — Og hvað um hina? spurði ég. — Ungfrú Adaxns? Hann leit á hana. — Hvað viltu að ég segi um hana? — Hvernig hún kemur þér fyrir sjónir. — Mon cher, er ég í kvöld einhver spákona, sem les í lófa og sér lyndiseinkunnir manna ? — Þú getur gert það betur en flestir aðrir, sagði ég. — Þú hefur mikla trú á mér, Hastings. Ég er mjög hrærður. Veiztu ekki, vinur minn, að sér- hver okkar er fullur af leyndardómum, við erum völundarhús ástríðna, langana og tilhneiginga, sem rekast hver á aðra? Maður dæmir og í níu af hverjum tíu tilfellum hefur maður rangt fyrir sér. — Ekki Hercule Poirot, sagði ég brosandi. — Jafnvel Hercule Poirot. Ég veit að þú heldur alltaf að ég hafi mikið sjálfsálit, en ég fullvissa þig um að ég er í raun og veru ákaflega lítillátur maður. Ég hló: — Ert þú lítillátur? — Já, það er ég. Nema hvað ég verð að játa það að ég er dálítið montinn af yfirskegginu mínu. Ég hefi hvergí í London séð skegg sem kemst í hálfkvisti við það. — Þú getur verið alveg viss um að þú finnur það ekki, sagði ég þurrlega. — Svo þú ætlar ekki að hætta á að segja mér álit þitt á Carlottu Ad- ams? — Hún er listamaður, sagði Poirot aðeins. — Það lýsir henni, eða er það ekki? — Þú heldur þá ekki að lífið sé henni hættu- Jegt ? — Það er öllum hættulegt, vinur minn, svaraði Poirot alvarlega. — Hvenær sem er getum við orðið fyrir óláni. En hvað ungfrú Adams viðvíkur held ég að henni muni vegna vel. Hún er slungin og hún hefur líka ýmsa aðra kosti. Þú hefur vafa- laust veitt því athygli að hún er Gyðingur? Það hafði ég ekki gert. En þegar hann minntist á það, sá ég að hún bar merki semitakynstofns- ins. Poirot kinkaði kolli. — Það bendir til velgengni. Samt gæti það orðið henni hættulegt, fyrst við erum farnir að tala um hættur. — Hvað áttu við? — Ást á peningum. Ást á peningum gæti af- vegaleitt hana, svo að hún hætti að gæta sín. — Það gæti komið fyrir alla, sagði ég. — Það er að nokkru leyti rétt, en bæði ég og þú mundum sjá hættuna, sem er þvi samfara. Við gætum vegið og metið kostina og gallana. En ef þú ert of fíkinn í peninga, sérðu ekkert annað en peningana, allt annað hverfur i skugga þeirra. Ég hló að þvi hve alvarlegur hann var: — Það liggur vel á Esmeröldu, tatarastúlkunni í kvöld, sagði ég í stríðnistón. — Það er mjög skemmilegt að sálgreina fólk, sagði hann án þess að láta orð mín á sig fá. — Maður getur ekki haft áhuga fyrir glæpum án þess að hafa um leið mætur á sálfræði. Sérfræð- ingarnir hafa ekki aðeins áhuga fyrir morðinu, heldur miklu fremur því sem liggur á bak við það. Skilurðu hvað ég á við, Hastings? Ég kvaðst skilja það. — Ég hefi veitt því athygli að þegar við erum að vinna að einhverju máli saman, ert þú alltaf að reyna að fá mig til að leysa af hendi likamleg störf, Hastings. Þú villt að ég mæli spor, efna- greini sígarettuösku, og leggist á magann til að rannsaka einhverja smámuni. Þú skilur ekki að maður geti komizt nær lausn málsins með því að halla sér aftur á bak í hægindastól með lokuð augun. Þá sér maður með augum hugans. — Það geri ég ekki, svaraði ég. — Þegar ég halla mér aftur á bak í hægindastól og loka aug- unum getur aðeins eitt komið fyrir mig. — Ég hefi veitt því athygli, sagði Poirot. — Það er afar einkennilegt. Undir slikum kringum- stæðum ætti heilinn að starfa ákaft I stað þess að falla i mók. Starfsemi heilans er svo uppörf- andi. Það er andleg ánægja að finna hvernig litlu gráu sellurnar vinna. Þeim einum er treystandi til að leiða mann í gegnum flækjuna að sannleik- anum. Ég er hræddur um að ég sé farinn að missa áhugann fyrir litlu gráu sellunum hans Poirots, því ég hefi heyrt hann tala svo oft um þær. 1 þetta sinn fór ég að virða fyrir mér fólkið við næsta borð meðan hann lét dæluna ganga. Þegar hann hafði næstum lokið máli sínu skrikti ég svolítið og sagði: — Þú gengur svei mér í augun á Lady Edgware. Hún getur ekki haft augun af þér. — Henni hefur vafalaust verið sagt hver ég er, sagði Poirot og reyndi að sýnast hógvær, þó það mistækist. — Ég hugsa að það sé þessu fræga skeggi þínu að þakka, sagði ég. — Hún er alveg yfir sig hrif- in af þvi. Poirot laumaðist til að strjúka skeggið: — Það er satt að það á engan sinn líkan, sagði hann samþykkjandi. — Tannburstaskeggið sem þú ert með er hreinasta hörmung — þetta afstyrmi er gagnstætt öllum lögmálum náttúrunnar. Pyrir alla muni rakaðu það af þér, vinur minn. — Hamingjan góða, sagði ég og skipti mér ekkert af beiðni Poirots. — Hún stendur upp og ég held að hún sé á leiðinni hingað. Bryan Martin er að mótmæla því, en hún vill ekki hlusta á'hann. Það var alveg rétt. Jane Wilkinson reis skyndi- lega upp og kom yfir að borðinu til okkar. Poirot stóð á fætur og hneigði sig. Ég reis líka á fætur. — M. Hercule Poirot, er það ekki? ságði hún, hásri röddu. — Hvað get ég gert fyrir yður? — M. Poirot, ég þarf að tala við yður. Ég verð að tala við yður. — Sjálfsagt, madame. Fáið yður sæti. — Nei ekki hérna. Ég þarf að tala við yður einslega. Við getum farið upp í íbúðina mína. Bryan Martin hafði komið á eftir henni. Nú hló hann hæðnislega og sagði: — Þú verður að bíða svolitla stund, Jane. Við erum að borða og það er M. Poirot líka. En það var ekki auðvelt að fá Jane Wilkinson ofan af því sem hún hafði ákveðið. — Hvað gerir það til, Bryan? Við getum látið senda matinn upp. Viltu ekki biðja um það? Og Bryan — Hann var á leiðinni frá borðinu en hún elti hann og virtist reyna að fá hann á sitt mál. Mér skildist að hann vildi ekki láta undan, því hann hristi höfuðið og gretti sig. En hún talaði þá með enn meiri ákafa, þar til hann yppti að lokum öxlum. Einu sinni eða tvisvar meðan hún talaði við hann leit hún á Carlottu Adams svo mér datt í hug að hún væri að tala um amerísku stúlkuna. Þegar hún hafði sigrað kom hún brosandi til baka. — Við skulum koma upp núna, sagði hún og brosið sýndi að hún átti við mig líka. Henni datt auðsjáanlega ekki í hug að spyrja hvort við vær- um henni sammála eða ekki. Hún tók okkur með sér án þess að afsaka það hið minnsta. — Ég var svei mér heppin að hitta yður hér Framhald á bls. 14. Mannslíkaminn er sterkari en margur hyggur. Hann getur þolað ótrúlegan skort og mikið harðrétti. Dæmin, sem tínd eru til í þessari grein, eru furðuleg en sönn. AÐ er ekki ýkja langt síðan Bvertingja- stúlka í Chicago var flutt i sjúkrahús, eftir að hafa legið úti í húsasundi heila nótt í yfir 20 stiga frosti. Líkamshiti hennar var aðeins rúmlega 20 stig, þ. e. 16 stigum lægri en hann átti að vera og minnsta kosti tveim- ur stigum lægri en talið var banvænt. Þó var lífsmark með henni. Og þó svo færi að lok- um, að hún missti báða fæturna og alla fing- urna nema þumalfingurinn á vinstri hendi, þá lifði hún þetta af. Hér er enn eitt dæmi þess, hve mannslík- aminn er ótrúlega seigur og harðgerður. Það má allt að því líkja honum við skriðdreka, svo furðu mikið hnjask þolir hann, án þess að sálin gefist upp og flytjist búferlum. Þó að atburðurinn í Chicago sé stórfurðu- legur, þá greina annálar læknavísindanna frá öðrum engu ómerkilegri. Læknarnir, sem stóðu fyrir hinum viðbjóðslegu og ómannúð- legu „læknisfræðilegu" tilraunum í sumum fangabúðum nasista, héldu t. d. nákvæma skýrslu um eina tilraun, þar sem líkamshita fanga var haldið undir 20 gráðum í hálfa klukkustund, án þess að fórnardýrið gæfi upp öndina. Á Islandi eru þess mörg dæmi, hvernig menn hafa legið úti dögum saman í hríð og frosti og þó komist til byggða hjálparlaust. 1 Banda- ríkjunum lá kona eitt sinn í fönn í átta daga, en lifði samt og komst til góðrar heilsu, þótt hún missti nokkrar tær. Hár sótthiti Til eru einnig í læknaskýrslum frásagnir um karla og konur, sem lifað hafa af svo háan sótthita að ótrúlegt er. Kona sem fengið hafði taugaáfall, var flutt í sjúkrahús í Dublin. Þar mældist hiti hennar nærri 55 stig, þegar hann komst hæst. Þó lifði hún. Þó er það sennilega Bandaríkjamaður, sem á heimsmet- ið. Hann slasaðist illa og fékk 65 stiga hita! Sú staðreynd, að hann var brunaliðsmaður, hefur kannski hjálpað honum að lifa þetta af! Menn hafa löngum velt því fyrir sér, hve lengi líkaminn gæti þraukað án allrar fæðu. Fyrir 25 árum fylgdust nokkrir vísindamenn i Washington með langri föstu. Maðurinn, sem tilraunina gerði, fastaði í 31 dag. Hann borð- aði ekkert og drakk aðeins eimað vatn. Þó gat hann síðasta daginn gengið hjálparlaust upp stiga. Fyrir rösklega tveimur árum fastaði þýzk- ur maður í glerkassa í dýragarðinum í Frank- furt. Hann lifði á sódavatni og sígarettureyk í 58 daga. Hann léttist um 70, pund, en sagð- ist líka hafa sett nýtt heimsmet I þessari ,,íþróttagrein“. Enginn hefur orðið til þess að mótmæla þessu — opinberlega. Þó er vitað um 62 ára gamlan vélsmið, sem sagt er að hafi neitað að borða í fjóra mánuði — og lifað það af. Önnur furðusaga fjallar um enska konu, sem lifði í tvö ár á engu öðru en ópíum, gini og vatni. Skaut sig — batnaði En skortur og harðrétti eru ekki einustu óvinirnir, sem mannslíkaminn getur sigrast á. Stundum getur hann jafnvel borið sigur 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.