Vikan


Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 14

Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 14
Nýtt vátryggingafélag STOFNAÐ hefur verið hér í bæ nýtt trygg- ingafélag, VÁTRYGGINGAFÉLAGIÐ H.F. Hið nýja félag mun yfirtaka að mestu vátrygginga- starfsemi Trolle & Rothe h.f. og Carl D. Tulinius & Co., h.f. sem eins og kunnugt er hafa bæði starfað að vátryggingum um tugi ára. Hlutafé félagsins er 1.2 miljónir króna og er það allt innborgað. Stjórn félagsins skipa: Carl Finsen, form. Bergur G. Gíslason varaform., og meðstjórnend- ur Friðþjófur Ó. Johnson, Ólafur Georgsson og Árni Kristjánsson. Félagið mun taka að sér allar tegundir vá- trygginga, er hér þekkjast, auk þess hefur fé- lagið í hyggju að auka verksvið sitt og taka upp nýjar tegundir vátrygginga. Framkvæmdastjóri félagsins er Ólafur Finsen og skrifstofustjóri Gísli Ólafsson. (Fréttatilkynning). Flóttinn frá hversdagslífinu Framhald af bla. 4. móta fyrir afgreiðsluborðinu, kössunum og flösk- unum í myrkrinu niðri. Nú tóku allir þessir gam- aikunnu hlutir á sig aðra mynd; þeir voru orðn- ir að tákni þvingunar og óbærilegra leiðinda. — Hefurðu lokið máli þínu? röddin kom inn- an úr birtunni að baki hennar. — Nei, ég hef ekki lokið máli mínu, Henrik, röddin skalf af hræðslu, en orðin brutust fram á varir hennar. — Nú fer ég og þú skalt ekki reyna að stöðva mig. Ég ætla að fara — nú ætla ég að vera með. Hún staulaðist gegnum myrkrið. Nú var hún komin að dyrunum og skugginn bak við hana stækkaði. Hún þreif í hurðina — loksins lét hún undan og hún fann kalda goluna leika um and- lit sitt . . . Henrik hafði stanzað á miðju búðargólfinu. Þegar hurðin féll að stöfum, fór kippur gegn- um þennan stóra og feita líkama. Allt varð svo hræðilega tómlegt í kringum hann og í kyrrð- inni fannst honum hann heyra allt líf sitt falla í rúst. En úti í kvöldrökkrinu lyfti grannvaxin kona höfðinu og gekk áfram, fyrst með hikandi skref- um en síðan ákveðin. Hún var öll í uppnámi, nútíð og fortíð runnu saman og framtíðin var henni hulin, en hún var viss um eitt: nú gæti hún leikið lady Cynthiu. Andlát Edgware lávarðar Framliald af bls. 6. í kvöld, M. Poirot, sagði hún á leiðinni að lyft- unni. —• Það er svo dásamlegt hvernig allt virð- ist koma upp í hendurnar á mér. Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvað ég ætti að gera og svo leit ég upp og kom auga á yður við næsta borð. Ég sagði við sjálfa mig: — Poirot get- ur sagt mér hvað ég á að gera — Ef ég get orðið yður að liði — hóf Poirot máls. — Ég er viss um að þér getið það. Ég hef heyrt að þér séuð fullkomnasti maður i heimi. Einhver verður að hjálpa mér út úr klípunni sem ég er í og ég er viss um að þér eruð ein- mitt rétti maðurinn. Við stigum út úr lyftunni á annari hæð og hún gekk á undan okkur inn ganginn, stanzaði við dyrnar og steig inn í ríkulegustu íbúðina á Savoy. Leikkonan kastaði hvíta pelsinum sinum á stól, litlu skráutlegu kvöldtöskunni sinni á borð- ið og lét sig falla niður í hægindastól. Svo sagði hún: — M. Poirot, ég verð að losna við manninn minn með : einhverju'móti. Frámhald i nássta blaði. 660. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 eldfæris — 4 skor- dýr — 10 rétt — 13 mann — 15 i fugli — 16 tímabilin — 17 grugg- ugu — 19 rödd — 20 róa — 21 hnykill -— 23 vita — 25 undarleg — 29 slá — 21 tveir eins — 32 dvelja — 33 fangamark leikhúss- manns — 34 hljóð — 35 selja upp — 37 hrek — 39 tal — 41 syngja við —- 42 samtals — 43 horfir — 44 vesæl —- 45 er ekki (fornt) — 47 gerast -— 48 fæða — 49 tveir eins — 50 hjálpar- sögn — 51 hálfsvefn — 53 tveir samstæðir — 55 þyngdareining, sk.st. — 56 flíkur —■ 60 víkir — 61 leynir — 63 umlukt — 64 gangur — 66 bein — 68 meir en nóg — 69 egnir — 71 bíti — 72 mjúk — 73 grýtt leið — 74 forskeyti. Lóðrétt skýring: 1 erill — 2 smágerð — 3 bjarta — 5 fléttaði saman — 6 ask — 7 vitlaus — 8 planta — 9 algeng skammstöfun (öfug) — 10 umhverfis — 11 safna — 12 gælunafn — 14 loka — 16 bæjar- nafn — 18 svikin — 20 þjóðsögusteinn —- 22 keyr — 23 fangamark iþróttafélags — 24 smíða- vél (slanguryrði) — 26 utan — 27 lærði — 28 gimsteinn — 30 fuglar — 34 hörð — 36 lim — 38 hestur — 40 ílát — 41 gruna — 46 leiði ■— 47 sjá — 50 tréð — 52 óhyggin — 54 i hóp — 56 í svefni — 57 mynt, sk.st. — 58 tímatals skammstöfun — 59 skefur — 60 jurt — 62 borg við Eystrasalt — 63 hljóð — 64 efni —- 65 grein — 67 óþrif — 69 tveir samstæðir — 70 beyging- arending (öfug). Lausn á 659. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1 góuþræll — 6 söngur — 9 eiði — 10 önd — 11 klið — 13 nýbýli — 15 rakarinn ■— 17 nei — 18 auðu — 20 náðhús — 24 iðkun — 25 ótigin — 27 Tumi — 29 Púlli — 31 sinar — 32 anís — 33 girtan — 35 Satan — 37 ógalin — 40 kram ■— 41 lak — 43 frækileg — 46 út- þrár — 48 týna — 49 att — 50 Emil — 51 sökn- uð — 52 niðadimm. Lóðrétt: 1 grösin — 2 undrið — 3 rokk — 4 leir — 5 liðin — 6 sinnið — 7 gný — 8 reik- ulir — 12 lagsi — 14 brautina — 16 neinir -— 19 unun — 21 álún — 22 hólsamur — 23 úti — 26 gugnar — 28 maki — 29 pakkhúss — 30 Lísa — 31 sag — 34 tólin — 36 Alfreð ■— 38 lygari — 39 neytum — 42 kætin — 44 kýli -—- 45 lama — 47 þak. ODETTE Framháld af bls. 12. „Get ég ekki fengið að sleppa núna? Ég vildi gjarnan geta hvílt mig dálítið fyrir prófstökkið eftir hádegið." „Sleppa? Það orð þekkist ekki hér. Þú hefur staðið þig ágætlega og þetta er seinasta stökkið. Upp stigann einu sinni enn og haltu olbogunum vel að síðum þér.“ Odette hljóp upp stigann og gekk fram pallinn. Hún settist á brúnina, beygði höfuðið niður og stökk. Hún fann heljarmikið högg í andlit sér, og þegar fætur hennar ientu á dýnunni fór stingur um hægri ðkla hennar upp í hné. Hún hlaut að hafa rekizt á bita í pallinum, og hana snarsvim- aði. Hún stóð upp og steig fram á hægri fót, og um leið fann hún til mikils sársauka. öklinn skekktist er líkamsþungi hennar lagðist á hann. Þjálfarinn studdi hana á læknavarðstofuna. Ungi flugherlæknirinn athugaði hana í flýti. Hann var vanur slysum af þessu tagi, og það tók hann aðeins augnablik að finna hvað að henni var. „Snertur af heilahristingi, og tognun. Þér hafið kannski brákazt eitthvað, en ég held þó að svo sé ekki. Ég ætla að láta gegnumlýsa öklann, og við skulum ekki hugsa ncitt um fallhlífastökk I nokkra daga.“ Hann brosti. „Finnst yður það leiðinlegt?" ,,Já,“ sagði Odette. „Ég ímynda mér það.“ Veggir herbergisins höguðu sér einkennilega, ým- ist hölluðust inn eða út. Framhald i nœsta blaði. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5: 1. Theodor Roosevelt, en hann hafði lítinn björn fyrir kjölturakka. 2. Hans Egede. 3. Panch þýðir fimm á Hindustanmáli og drykkurinn fékk það nafn vegna þess að upphaflega voru fimm efni í honum — arrack (vín), te, vatn, sykur og sítrónur. 4. Hvorutveggja ávextir. 5. Þvermáliö er 3.480 kílometrar. Meðalfjarlægð þess frá jörðu er 384.420 kílometrar. 6. Glommen. 7. Korniö þegar malað er. 8. Buddha var trúarbragðahöfundur, uppi á V. öld f. Kr. Gengis Khan (1154—1227) stofn- andi Mongólaríkisins, Jeanne d’Arc (1412— 1431) mærin frá Orleans, sem frelsaði Frakka í hundrað ára stríðinu. Voltaire (1696—1778) franskur rithöfundur. 9. Offenbach. 10. Tréð er upprunnið í Ameríku. Framleiðslan er mest í Vestur-Afríkulöndunum og Suður- Ameriku. BRÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar 5 krónur. BERGLJÓT SIGURB J ÖRN SDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 17—20 ára), HJÖRDlS R. HELGADÓTTIR (við pilta eða stúlkur 18—22 ára) og HREFNA ÓLAFSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 19—23 ára), allar á Húsmæðraskólanum að Laugum, S.-Þing. — ÁRNI SIGURÐSSON (við stúlkur 16—18 ára) Hátúni, Grímsey. -— TÓMAS ÓLAFSSON (við stúlkur 13—15 ára) Valdastöðum, Kjós, Kjósas. — KARLÓ ÓLSEN Einarshöfn, Eyrarbakka, Árnessýslu. — JÓN GUÐMUNDSSON, GUÐBJÖRN GUÐMUNÐS- SON og MARKIÍS. JÚLlUSSON, (við stúlkur 16—22 ára) Málmgarði 4, Reykjavík. 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.