Vikan


Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 5

Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 5
PER5ÚNUR: Hercule Poirot, frægur Hastings kapteinn, vinur 9 hans. Sögumaður Andlát Carlotta Adams, amer- * ísk eftirherma Jane Wilkinson, Lady Edg- * ware, leikkona Bryan Martin, leikari, vinur * Jane Wilkinson 1. KAFLI Leikarasamkvæmi MINNI MANNA er skammvinnt. Áhuginn og .eftirvæntingin, sem morðið á George Alfred St. Vincent Marsh, fjórða baróni af Edgware vakti, eru þegar liðin hjá og gleymd. Nýjar æsi- fregnir eru komnar í staðinn. Vinur minn, Hercule Poirot, var ekki nefndur opinberlega í sambandi við málið. Mér er óhætt að fullyrða að það hafi verið í samræmi við ósk- ir hans sjálfs. Hann vildi ekki vera við málið riðinn. Aðrir fengu heiðurinn af því — og þannig vildi hann hafa það. Þó einkennilegt megi virð- ast er Poirot þeirrar skoðunar að í þetta sinn hafi sér fatast. Hann sver alltaf og sárt við leggur að nokkur orð, sem ókunnur maður sagði af tilviljun úti á götu, hafi komið sér á sporið. Hvernig sem því er varið, þá var það hinum frábæru hæfileikum hans að þakka að sann- leikurinn kom í ljós. Ég efast um að glæpur- inn hefði verið rakinn til illræðismannsins, ef Hercule Poirot hefði ekki komið þar við sögu. Þessvegna finnst mér tími til kominn að ég skrifi allt það sem ég veit um þetta mál. Ég er öllum hnútum kunnugur og mér er óhætt að segja að það er samkvæmt ósk mjög aðlaðandi konu að ég geri það. Ég hefi oft rifjað upp fyrir mér daginn, þegar hinn litli vinur minn skálmaði fram og aftur í snotru stofunni sinni og gaf okkur snilldarlegt en einkennilegt yfirlit yfir málið. Ég ætla að byrja söguna á sama hátt og hann — í leikhúsi í London I júnímánuði síðastliðnum. Carlotte Adams var ákaflega vinsæl um þess- ar mundir í London. Árið áður hafði hún haft nokkrar éftirmiðdagssýningar, sem höfðu notið almennrar hylli. Nú var hún búin að leika í þrjár vikur og þetta var næstsíðasta kvöldið hennar. Chárlotte Adams var amerísk stúlka, sem hafði frábæra hæfileika til að bregða upp myndum af fólki án hjálpar leiktjalda eða farða. Hún virtist tala hvaða mál sem var þvingunarlaust. Þáttur hennar „Kvöld á útlendu hóteli" var stór- kostlegur. Amerískir og þýzkir ferðamenn, enskar millistéttarfjölskyldur, forvitnar konur, fátækir rússneskir aðalsmenn, og orðvarir, þreytt- ir þjónar birtust á leiksviðinu. Myndir hennar voru ýmist alvarlégar eða skop- legar. Maður fékk kökk í hálsinn yfir konunni frá Tékkóslóvakíu, sem var að deyja á sjúkra- húsi. Á næsta augnábliki velltist maður um af hlátri meðah tannlæknirinn gerði við tennur og spjallaði vingjarnlega við sjúklinginn á meðan. Hún lauk sýningunni með nokkrum eftirherm- um, eins og hún kallaði það. Hún hafði líka ótrúlega mikla leikni í þessu. Án nokkurs farða virtist hún leysast upp og um- myndast í frægan stjórnmálamann, leikara eða kunna fegurðardís. 1 hverju hlutverki hélt hún stutta ræðu sem var einkennandi fyrir hvern um sig. Ræðurnar voru mjög vel samdar. Þær virtust draga fram hvern veikleika þess sem um var að ræða. Meðal annars hermdi hún eftir Jane Wilkinson — frægri amerískri leikkonu, sem var vel þekkt i London. Það var sérlega vel gert. Hégómleg orð hrutnu af vörum hennar þrungin viðkvæmni og skírskotun, svo ósjálfrátt fannst manni þau mátt- ug og þýðingarmikil. Röddin, sem var dálítið hás, var hrífandi. Hinar hnitmiðuðu hreyfingar, sér- hvert einkenni í framkomu hennar, sveigjanlegt göngulagið og jafnvel hin velvaxni likami hennar var þarna lifandi kominn — ég get ekki skilið hvernig hún fór að því. Ég hefi alltaf dázt að Jane Wilkinson. Ég hefi hrifist af hinum viðkvæma leik hennar og mót- mælt þvi þegar fólk hefur haldið þvi fram að hana vanti alla leikhæfileika þó hún sé falleg. Það var dálítið óviðkunnanlegt að heyra þessa þekktu og dálitið hásu rödd, sem hafði svo oft hrifið mig og að horfa á hvernig hún kreppti hægt hnefana eins og af sársauka og hvernig hún kastaði skyndilega til höfðinu svo hárið féll aftur á bak, eins og Jane Wilkinson gerði alltaf í lok hvers atriðis. Jane Wilkinson var ein af þeim leikkonum, sem hafði hætt að leika þegar hún gifti sig, en snúið sér aftur að leiklistinni eftir nokkurn tima. Fyrir þremur árum hafði hún gifzt hinum rika en dálití^ sérvitra Edgware lávarði. Það var sagt að hún hefði yfirgefið hann eftir nokkra mánuði. Að minnsta kosti var hún farin að leika í amer- ískri kvikmynd átján mánuðum seinna og hún hafði náð miklum vinsældum á leiksviðinu í Lond- on á þessu ári. Meðan ég horfði á Carlottu Adams herma svo vel en þó dálitið illkvitnislega eftir henni, fór ég að hugsa um hvernig viðkomandi tæki því að hermt væri eftir henni. Var hún hrifin af frægð- inni og auglýsingunni sem það hafði í för með sér? Var ekki Carlotta Adams keppinautur sem sagði: ,,Ó, þetta er aðeins gamalt bragð! Það er mjög einfalt! Ég skal sýna ykkur hvernig það er gert!“ Ég er sannfærður um að ef svona væri farið með mig, mundi ég verða sárreiður. Auðvitað mundi ég fara leynt með það, en mér mundi á- reiðanlega ekki geðjast að því. Maður verður að vera ákaflega frjálslyndur og hafa mikla kýmni- gáfu til að kunna að meta það að flett sé svo miskunnarlaust ofan af manni. Ég var einmitt búinn að komast að þessari niðurstöðu, þegar hinn yndislegi hási hlátur, sém ég þekkti svo vel af leiksviðinu, glumdi við fyrir aftan mig. Ég leit snöggt við. I sætinu fyrir aftan mig sat sú sem verið var að herma eftir og hallaði sér fram. Það var Lady Edgware, betur kunn undir nafninu Jane Wilkinson. Ég sá strax að ályktun min hafði verið alger- lega röng. Hún hallaði sér fram með opinn munn- inn og ánægja og eftirvænting skein úr augum hennar. Þegar eftirhermurnar voru búnar, klappaði hún ákaft ög sneri sér hlægjandi að manriinum sem sat við hlið hennár. Hann var ákaflega myndar- legur, líkastur griskum guði og ég þekkti þar andlit sem állir könnuðust við úr kvikmyndunum. Þetta var Bryan Martin, hin vinsæla hetja í kvik- myndunum. Hann hafði leikið á móti Jane Wilkin- son í nokkrum myndum. — Er hún ekki dásamleg ? sagði Lady Edgware. Hann hló: — Jane, þú ert svo æst. — Já, hún er mjög fóð. Mikið betri en ég bjóst við. Ég heyrði ekki hverju Bryan Martin svaraði, þvi Carlotta Adams var byrjuð á nýju atriði. Ég mun alltaf álíta það sem næst gerðist ein- kennilega tilviljun. Eftir að sýningunni lauk, fór- um við Poirot á Savoy til að fá okkur kvöldverð. Við næsta borð sátu Lady Edgware, Bryan Martin og annað par, sem ég þekkti ekki. Ég benti Poirot á þau og meðan við virtum þau fyrir okkur, settust maður og kona við næsta borð. Ég kannaðist við svip konunnar, en gat ekki kom- ið henni fyrir mig í augnablikinu. Allt í einu varð mér ljóst að ég starði á Carlottu Adams. Manninn kannaðist ég ekki við. Hann var laglegur og. glaðlegur á svipinn, en spjátrungs- legur. Mér geðjaðist ekki að þeirri manntegund. Carlotta var í mjög óbrotnum svörtum kjól. Andlit hennar var ekki þannig að það drægi að sér athygli. Það var eitt af þessum viðkvæmu andlitum, sem svo auðveldlega breyta um svip og herma eftir. Það gat breyzt í svipmikið andlit, en sjálft var það sviplaust. Ég útskýrði þessar vangaveltur fyrir Poirot. Hann hlustaði af áhuga á mig og egglaga höfuðið á honum hallaðist dálitið til hliðar um leið og hann horfði hvasst á þessi tvö umræddu borð. — Svo þetta er Lady Edgware. Ég minnist þess að hafa séð hana leika. Hún er falleg kona. — Hún er líka mjög góð leikkona. VEIZTU -? 1. 1 Ameríku eru bangsar kenndir við frægan stjórnmálamann og kallaðir „Teddy bear“. Hver var Teddy? 2. Hvað hét fyrsti kristniboðinn á Græn- landi ? 3. Púns er góður og hressandi drykkur, en af hverju eij hann kallaður þessu nafni ? 4. Hvort eru olífur grænmeti eða ávextir? en tómatar? 5. Hvað er þvermál tunglsins og hver er meðalfjarlægð þess frá jörðu? 6. Hvað heitir stærsta áin í Noregi ? 7. Hvað fer gullt undir bergið, en kemur hvitt undan því aftur? 8. Hverjir voru þessir menn (kona) og hvenær voru þau uppi: Buddha, Gengis Khan, Jeanne d’Arc og Voltaire? 9. Hver er höfundur óperunnar „Orfeus í undirheimum” ? 10. Hvaðan er kakótréð upprunnið og hvar er nú framleitt mest af því? Sjá svör á bls. 11/.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.