Vikan


Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 11

Vikan - 26.02.1953, Blaðsíða 11
Á njósnaskólanum var hún spurð: Hvað mundirðu gera ef stór SS- maður kæmi að þér? Ég mundi hlaupa í hina áttina, svaraði hún hrein- skilnislega. — Svo var henni kennt að skjóta úr vélbyssu HANN sagði hermi frá brezkum iiðsforingja, sem hefði starfað sem skemmdarverkamað- ur í Frakklandi marga mánuði. Hann ferðaðist um landið undir þvi yfirskyni að hann væri farandsali, seidi úr og gerði við þau. Hann hafði lifað sig svo inn í hlutverk sitt, að. hugur hans snerist bókstaflega um fjaðrir og tannhjól og annað sem úr og klukkur samanstanda af. Kvöld eitt var hann á leið til felustaðar í Mið-Frakk- landi eftir að hafa unnið skemmdarverk í Norður- Frakklandi. Hann ferðaðist með lest, og var mjög þreyttur eftir tveggja sólarhringa vökur. Hann sat úti í homi í vagni, þar sem samankomið var margt manna. Eftir skamma stund sofnaði hann. Farþegar voru alltaf að koma og fara, meðan hann svaf. Þegar stanzað var á einni stöðinni, kom þýzkur liðþjálfi inn í vagninn, ýtti hranalega við þeim brezka og settist við hlið hans. Hann rumskaði aðeins, muldraði ofurlítið fyrir munni sér, og hélt áfram að sofa. Þýzki liðþjálfinn yfir- gaf lestina á næstu stöð. Þegar lestin var komin þangað sem brezki liðsforinginn ætlaði, rauk hann upp með andfælum og þaut út á stöðvar- pallinn. Lítill grannvaxinn maður fylgdi honum eftir þegar hann gekk út af stöðinni. Brezki liðsforinginn reyndi að losna við hann, en litli maðurinn hélt áfram að tala um þetta hræði- lega stríð og allan matvælaskortinn og hinar miskunnarlausu loftárásir brezka flughersins. Loksins stanzaði brezki liðsforinginn á fáförnu götuhorni og sagði hranalega: „Hvað viljið þér eiginlega maður minn?“ Litli maðurinn leit í kringum sig og brosti. Síðan sagði hann á óaðfinnanlegri ensku: „Mér datt bara í hug að láta yður vita, að þegar feitur og andstyggilegur þýzkur liðþjálfi stjakaði við yður, þá sögðuð þér á ensku: „So sorry“. Það var allt og sumt.“ Hann brosti aftur, tók ofan og hneigði sig. „Verið þér sælir herra minn,“ sagði hann. Og þannig lauk sögunni. Buckmaster hló. „Ég segi yður þetta aðeins til að sýna yður, hvað það getur haft mikla þýðingu — og orðið erfitt að vera alltaf á verði, vakinn og sofinn. Það er þessvegna sem Gestapo- lögreglan kýs alltaf að yfirheyra fórnarlömb sín undir sterku rafljósi þegar þau eru hálfsofandi. Það vildi svo til, að báðir þessir menn unnu í okkar deild, svo að allt fór vel. Við kölluðum úrsmiðinn heim og veittum honum hvíld sem hann hafði löngu unnið til. Hann fór yfir um aftur í seinustu viku.“ Buckmaster kvaðst vera að skipuleggja hóp kvenna til að fara á námskeið í skólanum í New Forest og vonaðist til að undirbúningi yrði lokið eftir fáa daga. Sérhver nemandi varð að velja sér nafn, skírnarnafn, og þvi nafni og engu öðru mundi viðkomandi verða nefndur þar. Hvaða nafn mundi nú frú Sansom helzt kjósa sér? Odette hugsaði sig um eitt augnablik. Hún hafði verið skírð Odette Marie Céline. Hún sagði varlega: „Mundi Céline geta gengið?" „Vissulega. Það er engin Céline í deildinni okkar. Vegna þjálfunarinnar verðið þér eftir- leiðis kölluð CéHne og ekkert annað. Og nú ætla ég að fela yður í umsjá góðrar konu sem starf- ar hjá F.A.N.Y Hún kemur til með að fylgjast náið með yður — Vertu sæl, Céline." ODETTE „Vertu sæll, mon Commandant.“ Hún átti eftir að kynnast honum betur. Odette var fenginn einkennisbúningur að klæð- ast næstu mánuðina. Og að fám dögum liðnum var henni ekið ásamt öðrum ungum konum í almenningsvagni upp í sveit, og eftir nokkra stund var stanzað í New Forest. Sterkur hervörður var hafður um skólann, og enginn komst þar í gegn fyrr en hann hafði sýnt piörg og nákvæm skilríki. En fyrir innan stóð snotur bóndabær í vinalegu umhverfi. A honum voru franskir gluggar, og frá þeim lá gangstíg- ur niður að fallegu vatni, en hinumegin við vatnið voru þykkir skógar. Hún vaknaði fyrsta morguninn og hlustaði hálfmókandi á óma náttúrunnar, en inn í þá blandaðist bollaglaumur úr eldhúsinu. Hún hafði verið vöruð við því, að vinnan hér mundi verða erfið. En þessa stundina leit sannarlega ekki út fyrir það . . . Lítill fugl flaug fyrir gluggann hennar, og hún geispaði. Já, erfið vinna! A sama augnabliki var drepið á dyrnar. Þetta var þjón- ustustúlkan hennar, Kennedy, að færa henni te í rúmið. Hún lagði frá sér bakkann, og tilkynnti Odette að hún væri beðin að mæta kl. 8 í leik- fimisfötum og leikfimisskóm úti á tennisvellin- um, þar sem fram mundi fara dálítið af hress- andi líkamsæfingum. Odette var mjög frönsk í afstöðu sinni til ííkamsæfinga, og taldi þær ekki nema að vissu marki kvenlegar. Hún hugsaði með sér, af nokk- urri ólund, að hún hefði gerzt sjálfboðaliði í því augnamiði að starfa sem kona i leyniþjónustunni, en ekki til að synda yfir Ermarsund. En hún reimaði leikfimisskóna sina, og hélt af stað út á tennisvöllinn. Eftir fáeinar minútur fór hún að finna til vöðva, sem hún hafði hingað til enga grein gert sér fyrir. Eftir því sem hún beygði sig meira og teygði eftir skipunum glæsilegs ungs íþrótta- manns í hvítri peysu, sótti meir á hana sú spurn- ing, hvort meiningin væri að hún færi á bringu- sundi frá Dover yfir á Frakklandsstrendur. „Nú skulum við hvíla okkur svolítið og athuga fáeinar spurningar, Céline." Þetta var mikill léttir fyrir Odette og hennar þreyttu vöðva. Hún fylgdist hugfangin með skóg- ardúfu sem flögraði yfir heiðan himininn. „Céline!“ Hún hrökk við er hún skildi allt í einu að þessu ávarpi var beint til hennar. Hún flýtti sér að segja: „Eg biðst afsökunar. Já?“ „Setjum svo, að stór SS-maður kæmi að þér, hvað mundirðu gera?“ „Ee . . . hvað stór?“ „Voða stór,“ sagði þjálfarinn þolinmóður. „Yfir sex fet á hæð og eftir þvl þrekinn." Odette hugsaði málið. „Ég mundi hlaupa í hina áttina," sagði hún lireinskilnislega. „Eins fljótt og ég gæti.“ • „En ef hann næði þér nú?“ „Þá,“ sagði Odette, „mundi ég klípa hann.“ „Svo já, þú mundir klipa hann, já. Mundirðu gera nokkuð annað?" „Eg mundi rifa I hárið á honum." „Þú mundir klípa hann og rífa I hárið á hon- um. Aumingja maðurinn. En hvað mig tekur þetta sárt hans vegna. — Stúlkur mínar, það er hin óþægilega skylda mín að kenna ykkur aðrar og áhrifameiri aðferðir til að fást við karlmenn sem kynnu að vilja leggja hendur á ykkur. Við komum að þvi seinna, og ég vona, að þið munið taka því eins eðlilega og það verður lagt fyrir ykkur. Ég hef aldrei fyrr þurft að kenna kven- íólki þessháttar" — hann andaði djúpt — „og ég er mjög feginn því að konan mín skuli ekki vera hér, því það er ekki gott að segja hvernig þetta mundi þá enda. — Jæja þá, hendur á mjaðmir, fætur vel sundur, og beygið svo til hliðar, — hægri, vinstri, hægri . . .“ „Céline." Fyrirlesarinn benti á einkennisklæddan mann á myndaspjaldinu. „Hvaða náungi er þetta, og hvað táknar heið- ursmerki hans?“ Hún hniklaði brýrnar. „Hann er Feld-Webel í þýzka flughernum, og þetta sem hann er með á sér er járnkrossinn, önnur gráða." „Alveg rétt. Segðu nú bekknum hver þessi er.“ „Þessi. Hann er Ober-Leutnant í stórskotalið- inu, en ég veit ekki hvað heiðursmerki hans tákna. Ég held þetta séu ekki merkilegar medalíur." „Herráðið er því miður ekki á sömu skoðun og þú, Céline. Ég verð að gera þá kröfu til þín að þú gefir gaum að því sem við vitum að er þýðingarmikið. Næsti tími verður strax eftir hádegismat, og þá tökum við fyrir kort og korta- gerð, Klukkan tvö í þessari stofu.“ Vélbyssan í höndum Odette hristist og kúlurnar götuðu markið. Svo sleppti hún fingrinum. Skot- þjálfarinn gekk að markinu og kallaði. „Ágætt. Þrjú í miðju. Næsta.“ Þetta voru erfiðar vikur. Odette geðjaðist bezt að útilífinu. Tilgangur líkamsæfinganna varð henni jafnvel ljós með tímanum, og ef viðbragðs- fljótir vöðvar voru álitnir meðal nauðsynlegs út- búnaðar kvennjósnara, ja, þá skyldi svo sem ekki standa á henni að gera sitt bezta. Á vatninu lærði hún að stjórna kajak hljóðlega og af full- kominni leikni: í dimmum skóginum lærði hún að rata án nokkurrar leiðsagnar annarar en þeirrar sem stjörnurnar veittu. Og hún varð sérfræðingur í allskonar hnupli. Hún gat tekið kjúkling út úr hænsnakofa um miðja nótt án þess að minnsta hljóð heyrðist . . . og veitt i gildru, drepið og matreitt héra án þess einu sinni að flá hann áður. En styrjaldarátökin færðust í aukana, og hún beið með óþolinmæði þeirrar stundar er hún gæti sjálf lagt fram lið sitt í baráttunni við óvini föður- lands síns. Hún hafði brennt brýrnar að baki sér, og vegna þess, vegna hinnar óhagganlegu ákvörð- unar um að steypa sér út í baráttuna, gerði þessi nauðsynlegi ,,þykjast“-leikur henni oft gramt í geði — og fyrir bragðið hætti henni til að svara spurningum stuttaralega, eða jafnvel snúa út úr þeim. Stjórnendur skólans, sem höfðu langa reynslu i að þekkja persónuleika fólks, fylgdust með henni af skilningi. Að einum mánuði liðnum, var leynileg skýrsla um Céline send til bækistöðva Frönsku deildarinnar í London. Skýrslan var und- irrituð af yfirmanni skólans; hún var á þessa leið: „Céline er áhugasöm og virðist hafa num■ ið vel það sem henni hefur verið kennt á námskeiðinu. En hún er fljótfœrin og hefur ekki til að bera eins mikla glöggskyggni og œski- legt vœri. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.