Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 5
PERSDNUR
Hercule Poirot, frægur
leynilögreglumaður
Hastings Kapteinn. Sögu-
maöur
Andlát Edgware lávarðar
1® Eftir AGATHA CHRISTIE
Jane Wilkinson, Lady
Edgware
Geraldine Marsh, dóttir Edgware
lávaröar
Ungfrú Carroll, einkaritari hans
Ronald Marsh, erfingi hans
Bryan Martin, leikarr
Jenny Driver, vinkona Carlottu
Adams,
Japp lögreglufulltrúi
16. KAFLI.
Almennar umræður.
EGAR VIÐ KOMUM HEIM, beið Japp okkar
þar.
— Ég ætlaði bara að lita inn og rabba við
ykkur, áður en ég færi á vakt, Poirot, sagði hann
glaðlega.
— Eh bien, kæri vinur, hvernig gengur það?
— Það gengur ekki of vel. Og það eru engar
ýkjur. Hann virtist hnugginn.
— Geturðu nokkuð hjálpað mér, Poirot?
— Ég hef eina eða tvær smá-hugmyndir, sem
ég vildi gjarnan minnast á við þig, sagði Poirot.
— Þig vantar ekki hugmyndirnar! Þú ert að
sumu leyti eins og hættumerki, Poirot. Það er
þó ekki svo að skilja, að ég vilji ekki heyra þær.
Því það vil ég. Það er eitthvað inni í þessu ein-
kennilega lagaða höfði þínu.
Poirot þakkaði gullhamrana fremur kuldalega.
— Hefurðu nokkra lausn á tvifaramálinu ? Hana
þætti mér gaman að heyra. Ha, Poirot? Hver var
konan ?
— Ég ætlaði einmitt að tala um hana við þig.
Svo spurði hann Japp, hvort hann hefði nokkurn
tima heyrt minnzt á Carlottu Adams.
— Ég kannast við nafnið. En ég get ekki komið
því fyrir mig í svipinn.
• Poirot útskýrði það fyrir honum.
— Jæja, er hún eftirherma? Hvers vegna ertu
að minnast á hana? Hvað ætlaðirðu að segja mér
um hana?
Poirot sagði honum nú frá því, sem við höfðum
komizt að og hvaða ályktanir við höfðum dregið
af þvi.
— Hamingjari góða, það lítur út fyrir að þú
hafir rétt fyrir þér. Fötin, hatturinn, hanskarnir
jafnvel hárkollan. Já, það hlýtur að vera — þú
ert hreinasti snillingur Poirot! Að vísu finnst
mér ekkert benda til þess, að einhver hafi fengið
hana til þess. Það vii'ðist nokkuð langsótt skýr-
ing. Um það atriði er ég þér ekki sammála. Mér
finnst sú kenning gripin úr lausu lofti. Ég hef
meiri reynslu í þessum efnum en þú og ég trúi
ekki kenningunni um þorparana bak við tjöldin.
Það er áreiðanlegt, að Carlotta Adams er rétta
stúlkan, aðferðin getur verið tvenns konar. 1
fyrsta lagi að hún hafi fai'ið þangað i eigin er-
indum — kannski til að kúga fé út úr honurn, úr
þvi hún átti von á peningum. Þau hafa deilt.
Hann orðið ofsareiður og hún líka. Og þá hefur
hún gei’t útaf við hann. Þegar hún kom heim,
hefur hún svo fengið taugaáfall. Hún ætlaði aldr-
ei að myrða hann. Að mínu áliti hefur hún tekið
of stóran skammt af eiturlyfinu, af því að það
var auðveldasta leiðin út úr ógöngunum.
— Finnst þér það eiga við allt, sem við vitum ?
— Það er auðvitað fjölmargt, sem við vitum
ekki enn. En það er samt gott að hafa einhverja
tilgátu, til að fara eftir. 1 öðru lagi, er ekki vist
að nokkurt samband hafi verið á milli morðsins
og þessa síðai-i atburðar. Það er ef til vill ekki
annað en tilviljun.
Ég vissi, að Poirot var honum ekki sammála.
En hann sagði aðeins, án þess að breyta svip: -—
Það getur verið.
—• En hvernig lízt þér á þessa skýringu? Eft-
irhermurnar eru ekkert annað en saklaust gam-
an. Einhver fréttir það og sér, að það hentar
honum ágætlega. Þetta er ekki svo vitlaus hug-
mynd, finnst þér það ? Harin þagnaði og hélt
svo áfram: ■— Ég held þó helzt, að tilgáta nr. 1
sé rétt. Einhvern veginn munum við komast að
því, hvaða samband var á milli lávai'ðarins og
stúlkunnar.
Poirot sagði honum frá bréfinu til Ameríku,
sem stúlkan setti í póstkassann, og Japp sam-
þykkti, að það gæti orðið okkur að liði.
— Ég ætla að rannsaka málið undir eins, sagði
hann og skrifaði það i vasabókina sína.
— Ég er þeirrar skoðunar að stúlkan sé sú
seka, úr því ég get ekki fundið neinn annan, hélt
hann áfram, um leið og hann stakk vasabókinni
í vasann. —- Nú skulum við snúa okkur að Marsh
kapteini eða núverandi Edgware lávai'ði. Hann
hafði ástæðu til að drepa frænda sinn. Hann hef-
ur heldur ekki sem bezt orð á sér. Hann fer illa
með peninga og var í fjárþröng. Auk þess lenti
hann í rifrildi við frænda sinn í gærmorgun. Satt
að segja sagði hann mér það sjálfur — og það
dregur auðvitað úr mikilvægi þess. Já, hann
væri líklegur sökudólgur. En hann hefur góða
og gilda fjarverusönnun. Hann var í ópex-unni
með Doi'theimerfjölskyldunni. Það eru ríkir Gyð-
ingar, sem búa við Grosvenortorgið. Ég er búinn
að tala við hjónin og það er alveg rétt hermt.
Hann borðaði með þeim kvöldmat, fór í ópei-una
og svo til Sobranis á eftir. Svona liggur rnálið
fyrir.
— Og hvað urn ungfrúna?
— Áttu við dótturina? Hún var heldur ekki
heima. Hún borðaði hjá einhverjum hjónum, sem
heita Carthew West. Þau fóru með hana í óper-
una og fylgdu henni svo heim á eftir. Hún kom
heim þegar klukkuna vantaði fimmtán mínútur
í tólf. Það útilokar hana. Það virðist heldur eklc-
ert vera athugavert við einkaritarann — það er
heiðai'leg og dugleg kona. Þá komum við að þjón-
inum. Ég get ekki sagt að mér geðjist að honum.
Það er ekki eðlilegt, að kai'lmenn séu svona
glæsilegir. Það er einhver tvöfeldni í svip hans
og það er líka einkennilegt, hvernig hann komst
í þjónustu Edgware lávarðar. Ég er að rannsaka
hann nánar, þó ég geti ekki skilið að hann hafi
haft nokkra ástæðu til að di-epa Edgware lávarð.
— Hafið þið ekki frétt neitt nýtt?
-— Jú, eitt eða tvö atriði. En það er erfitt að
segja, hvoi't þau hafi nokkra þýðingu í þessu
sambandi. 1 fyrsta lagi er lykill Edgwares lávarð-
ar týndur.
— Lykillinn að útihurðinni ?
— Já.
— Það er vissulega eftirtektarvert.
— Já, eins og ég sagði áðan, þá getur það ver-
ið tvíeggjað. Það fer eftir staðháttum. En það
ei' annað, sem mér finnst vera rneira virði. Edg-
ware lávarður tók peninga út úr bankanum í gær
— ekki mjög háa upphæð að vísu, en þó hundrað
pund. Hann fékk upphæðina í frönskum frönkum
— sýnilega vegna ferðalagsins til Frakklands i
dag. Nú eru þessir peningar hoi'fnir.
— Hver sagði þér þetta?
— Ungfrú Carroll. Hún fór með ávísunina í
bankann og tók við peningunum. Hún minntist
á það og seinna komst ég að því að þeir voru
horfnir.
— Hvar voru þeir í gærkvöldi?
— Það veit ungfrú Carroll ekki. Hún fékk Edg-
ware lávarði þá um klukkan háif fjögur. Þá var
hann staddur í bókaherberginu. Peningarnir voru
í umslagi frá bankanum. Hann tók við því og
lagði það á borðið hjá sér.
—- Það gerir málið miklu flóknara.
— Eða einfaldara. Meðal annai'i-a orða, sárið . ..
— Já?
— Læknirinn segir að það sé ekki eftir venju-
legan pappírshníf. Heldur eftir furðulega beitt
áhald með öðruvísi löguðu blaði.
— Var það þá ekki rakblað?
— Nei, nei. Miklu minna.
Poirot hleypti hugsandi brúnum.
— Þessi nýi Edgware lávai'ður virðist hafa
gaman af þessu, sagði Japp. — Honum virðist
finnast það ákaflega skemmtilegt, að vera gi'un-
aður urn morð. Það er dálítið undarlegt.
— Kannski hann sé bara svona skynsamur.
•— Það er líklegra að hann hafi slæma sam-
Veiztu —?
1. Hvernig stendur á því, að allt fíngert
mjöl getur sprungið?
2. Hver var fyrsti kvenstúdentinn, sem
útskrifaðist hér á landi?
3. Hvað heitir stærsta eyja í Asiu?
4. Hver samdi tónlistina í óperettunni
„Annie get your gun“?
5. Hve lengi stendur ein lota í boxi ?
6. Eftir hvei'n er þessi vísa:
Ljósið loftin fyllir
og loftin verða blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.
7. Hvaðan kemur orðið ,,sófi“ ?
8. Hve rnarga hálsliði hefur maðurinn?
9. Er tunglið sjálflýsandi ?
10. Hvernig anda froskarnir?
Sjá svör á bls. 14.
Ö