Vikan


Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 13

Vikan - 18.06.1953, Blaðsíða 13
Hún vissi, að framtíð hennar og hamingja var i veði HLN VARÐ AÐ SIGRA HJARTAÐ barðist um í brjósti Gabriellu Peray, þar sem hún stóð fyrir framan listmunabúðina í Racinegötu. Það var ekki nema ein vika síðan hún talaði fyrst við Bertoux, sem hafði eignast litla, hættulega bréfastrangann, þegar dánarbú leikarans Radolpe Pontaine var selt á uppboði. Hún efaðist ekki um, að Bertoux mundi gera alvöru út hótun sinni, ef hún gerði honum ekki nógu hátt tilboð . . . og hún var jafn viss um, að Gaston mundi ekki fyrirgefa henni, þó langt væri um liðið síðan hún sveik hann. Ef hann hefði verið svolítið umburðar- lyndari og ekki svona afbrýðisamur, hefði hún valið þann kostinn að segja honum sannleikann; en eins og mál- um var háttað, neyddist hún til að fara aðra leið. Það kæmi líka mest niður á börnunum, ef þetta yrði að hneykslismáli, og þau varð hún fyrst og fremst að hugsa um. Hún hafði brugðizt manni sínum einu sinni í öllu hjónabandi þeirra, og það hafði valdið henni miklu samvizkubiti. Hún hafði aldrei getað fyrirgefið sér það, og þessvegna hafði hún lagt enn meiri áherzlu á að vera fyrir- myndar eiginkona og góð móðir. Það gat ekki átt sér stað, að hið hamingjusama hjónaband hennai' ætti nú að fara út um þúfur. Hún ætlaði að minnsta kosti að berjast eins og ljónynja, til að koma í veg fyrir það. Enn einu sinni fór hún yfir ráða- gerð sína í huganum. Ef hún mis- tækist, mundi öll tilvera hennar hrynja i rúst. Eftir tvo daga kæmi Gaston heim frá ráðstefnunni í Washington, og þá yrði öllu að vera borgið. Hún kreppti hnefana og lyfti höfð- inu. Henni skyldi takast þetta! Bertoux tók brosandi á móti henni og vísaði henni inn í einkaskrifstofu sína. — Gjörið svo vel að fá yður sæti, frú. — Nei takk, herra Bertoux, ég vil heldur standa. — Það gleður mig, að frúin skuli hafa komið, eins og um var talað. Ég efast ekki um, að þér komið með aðgengilega tillögu. — Mér hefur reynzt ómögulegt að útvega peninga, sagði hún, — en þér getið vonandi fallizt á tillögu mína. Mér hefur skilizt, að þér bæruð gott skynbragð á listaverk. Ánægjusvipur færðist yfir feitt andlit listmunasalans. — Já, það get- ið þér verið vissar um. Enn hefur engum tekizt að gabba mig á því sviði. — Við eigum mörg góð listaverk og þar á meðal málverk eftir Degas . . . eitt af allra beztu verkunum hans. Bertoux blístraði. •— Og nú ætlið þér að stinga upp á því við mig, að við skiptum á málverkinu og bréf- unum ? — Einmitt. En ég á von á mann- inum mínum heim þá og þegar, svo að við verðum að hafa hraðann á. — Þetta lítur út fyrir að vera ágætt tilboð, sagði Bertoux og virti Gabriellu fyrir sér. — En hvernig ætlið þér að útskýra það fyrir mann- inum yðar, að málverkið er farið ? Gabriella brosti: — Gaston Feray er mjög gáfaður og menntaður mað- ur, en hann hefur ekki mikið vit á málverkum. Hann mundi ekki sjá mismuninn á frummynd og mjög góðri eftirlíkingu. Ég hef gert allar nauðsynlegar ráðstafanir. Ungur málari, vinur minn, er búinn að gera nákvæma eftirlíkingu af myndinni. Hún er af tveimur ungum dansmeyjum, sem eru að hjálpa hvorri annarri að klæða sig. Bertoux horfði svolitla stund rann- sakandi á hana, en svo fór hann að hlægja. — Ég hefði ekki trúað því, að þér væruð svona barnalegar, frú. Bragðið er alltof auðsætt. Þér ætlið auðvitað að láta mig fá eftirlíking- una, en halda frummyndinni. — Mér finnst þér vera ennþá barnalegri að ætla mér svona kjána- legt bragð. Eg veit, að þér munduð ekki láta gabbast af nýrri eftirlik- ingu. Þessvegna ætla ég að stinga upp á því, að þér komið með mér heim í íbúðina mína, rannsakið mál- verkið og farið með það, ef yður lízt á það.. Áður en þér f arið, fáið þér mér bréfin. — Nei, sagði hann að lokum. — Þér ættuð ekki að geta svikið mig, ef við förum þannig að. — Ágætt, sagði Gabriella. — Þá greiði ég þetta verð fyrir bréfin. En þér verðið að lofa mér því að koma málverkinu ekki í peninga fyrr en eftir dálitinn tíma . . . og að gera það ekki í Frakklandi. Annars gæti maðurinn minn frétt það, og þá . . . Ég verð að treysta yður. Bertoux brosti. Þessi ótti Gabríellu eyddi síðustu efasemdum hans. — Auðvitað, frú. Ég gef yður drengskaparheit um það, að mál- verkið verður selt utanlands, og ekki fyrr en eftir marga mánuði. — Þá treysti ég því. Viljið þér nú ekki hringja á bíl, svo við getum farið heim til mín undir eins og gengið frá þessu. Gabríella virti Bertoux vandlega fyrir sér, meðan hann athugaði málverkið, sem hékk yfir sófanum í lítilli stofu búinni glæsilegum hús- gögnum. Hann gaf sér góðan tíma til að rannsaka það, og að lokum kinkaði hann kolli. — Það er enginn vafi á því, að þetta er frummynd eftir Degas. Gabriella gekk að litlu borði og hellti vini í tvö glös. — Má ég skála við yður, sagði hún. — Þakka yður fyrir, frú. Það gleður mig, að þetta mál skuli hafa verið leyst á svona þægilegan hátt. Hún bauð honum sígarettu og stuttu seinna þurrkaði hún ösku af jakkaerminni hans. — Nú skulið þér taka myndina og fara með hana. En gleymið ekki loforði yðar. — Hérna eru bréfin. Teljið þau. Bertoux tók málverkið og Gabriella gat ekki stillt sig um að hlægja, þegar hún horfði á eftir honum nið- ur tröppurnar. Ramminn var stór og' þungur, en Bertoux litill og feitur, og íbúðin var á f jórðu hæð. Tveimur, timum eftir að Bertoux lokaði búðinni sinni, komu tveir menn frá rannsóknarlögreglunni til hans. Hann var einmitt að dázt að Degas-myndinni, sem hann hafði reist upp við vegginn. Þér eruð ákærður fyrir að hafa stolið þessu málverki úr íbúð Jean Lemoutes í Bernardegötu númer 22. — Ég hef aldrei komið heim til Lemoutes. -— Ekki það? En þér sáuzt koma út úr húsinu með mynd og stíga upp í leigubil, sem beið yðar. — Það er ekki satt! Ég á mynd- ina! —- Þér verðið að koma með okkur heim til herra Lemoutes. Taktu mál- verkið, Marcel. Bertoux staulaðist lafmóður upp stigann milli lögregluþjónanna. Þeg- ar hann kom upp á þriðju hæð, sá hann nafnspjald á hurðinni: GASTON PERAY — Bíðið við, sagði hann. — Ég keypti myndina í þessari íbúð. Lögregluþjónninn hristi hlægjandi höfuðið. — Verið ekki með þessi undanbrögð. Myndin hékk í íbúðinni á næstu hæð fyrir ofan. Bertoux hugsaði sig um. Það var alveg rétt. Hann hafði tekið mynd- ina á fjórðu hæð. Jean Lemoutes tók á móti þeim. — Já, þetta er einmitt myndin, sagði hann. ■— Þér sjáið líka blettinn eftir hana þarna yfir sófanum, þar sem hún hefur hangið árum saman. — Það hefur verið leikið svívirði- lega á mig, sagði Bertoux. — Frú Feray bauð mér hér inn og fékk mér myndina. Lemoutes leit á hann með fyrir- litningu. — Hvernig hefði frú Feray átt að geta boðið yður inn í mína íbúð. Leitið á manninum. Hann er vafalaust með lykilinn i vasanum. Bertoux gat varla komið upp nokkru orði fyrir undrun, þegar lög- regluþjónninn dró nýjan lykil upp úr vasa hans. Það kom í Ijós, að lykill- inn gekk að hurðinni. Nú minntist Bertoux þess, hve vandlega Gabriella hafði þurrkað öskuna af erminni hans. Það lék ekki lengur nokkur vafi á því, að Bertoux var sá seki. Og þeg- ar hann sat í litla gráa klefanum sín- um í fangelsinu, varð hann að viður- kenna, að þó engum hefði enn tek- izt að leika á hann, þegar málverk voru annars vegar, hafði reynzt auðvelt að gabba hann með því að skipta um nafnspjald á tveimur hurð- um. En á þriðju hæð i Bernardegötu númer 22 skálaði Gabríella Feray við húsvörðinn og þakkaði honum fyrir hjálpina. Þakrennur og fleira D ómarinn: „Hver ykkar var við stýrið, þegar bíllinn tór fram af bryggjunni ?" Einn af þremur ölvuðum. „Enginn okkar. Við sátum all- ir í baksætinu!" ! ! ! „Pabbi, fara ljón til Himna- ríkis?“ „Auðvitað ekki, barn.“ „Fer Anna frænka til Himnaríkis?" „Auðvitað." „En ef ljón gleypti nú Önnu trænku?" ; ; i Keykviskur embættismað- ur komst á eftirlaun, keypti sér jörð og fór að búa. Til þess að undirstrika það, að honum væri nú ekki aldeilis fisjað saman, fór hann flestra sinna ferða á hestbaki. Konan hans var spurð, hvort hún væri ekki hrædd um að hann færi sér að voða, kominn á þennan aldur og óvanur reið- rnaður í þokkabót. „Æ, ég veit ekki,“ svaraði hún. „I og með styttir þetta manni stundir. Nú veit ég til dæmis aldrei, hvorum ég á að búast við heim fyrst — mann- inum mínum eða\hestinum.“ ! ! ! , ,H afið þér nú borið yður að eins og ég sagði yður?“ spurði læknirinn. „Já, að öllu leyti — nema einu,“ svaraði sjúklingurinn. „Ég reyndi, en mér er lífsins ómögulegt að ganga tvo kíló- metra á hverjum morgni. Ég fæ svirna." „Svima? Hvað eigið þér við?“ „Ég gleymdi víst að geta þess — en ég er vitavörður." i i i Gfömul kona datt og fót- brotnaði. Læknirinn setti fót- inn í gips og varaði þá gömlu við að ganga upp stiga. Þegar hann kom þremur vikum síð- ar til þess að fjarlægja gips- umbúðirnar, spurði hún áfjáð: „Má ég ganga stigana núna?“ „Já,“ svaraði læknirinn. „En sá léttir," sagði gamla konan. „Þér vitið ekki hvað ég er orðin þreytt á að klifra upp og niður rennurnar!" ! ! ! ,J<]g get fullvissað yður um það, fröken, að þegar ég fór út í kvöld, kom mér ekki grímu- ball í liug!“ 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.