Vikan


Vikan - 16.09.1954, Blaðsíða 4

Vikan - 16.09.1954, Blaðsíða 4
Margt benti til þess, að áhöfnin hefði yfir- gefið skip sitt í miklum flýti. En hversvegna? Og hvað hafði orðið af henni? Eldurinn í eldavélinni sannaði, að áhöfnin hlaut að vera alveg nýfarin frá borði. En þó að flota- snekkjan leitaði hennar tímunum saman, bar sú leit alls engan árangur, né heldur fannst neitt, sem bent gæti til þess, hvað skeð hefði. Þremur árum fyrr gerðist svipaður atburður á þessum slóðum. Þá kom bandaiíska seglskipið Ellen Austin að mannlausu flutningaskipi. Menn voru settir um borð í það, til þess að sigla því til hafnar, þar sem skipstjórinn á Ellen Austin gerði sér góðar vonir um há björgunarlaun. Skipin höfðu samflot, en nótt eina í illu veðri misstu þau sjónar hvort af öðru í nokkra klukku- tíma. Þegar Ellen Austin fann skipið aftur, ætl- aði áhöfnin ekki að trúa eigin augum. Það var á ný orðið mannlaust og fannst hvorki tangur né tetur af sjómönnunum, sem settir höfðu ver- ið um borð í það til þess að sigla því til hafnar! Það gekk að vonum illa að fá nýja menn til þess að fara um borð og reyna enn að bjarga skipinu. Það tókst þó, er heitið var allháum björgunarlaunum. Nokkrir sjómenn fluttu sig yfir í hið dularfulla skip — og hvorugt sást framar, þeir né skipið. Það fórst eflaust í stormi, sem skall á skömmu síðar. En um örlög hinnar upphaflegu áhafnar og hinnar, sem næst tók við, er ekkert vitað. Eitt frægasta „draugaskipið", sem um getur, hét Baychimo og var í eigu Hudson Bay verzl- unarfélagsins. Það var 1300 tonn og byggt úr járni. Segja má að Baychimo hafi lent í hverri svað- ilförinni á fætur annarri. Skipið var í förum milli verzlunarstaða Hudsonfélagsins á eyði- ströndum Norður-Kanada. Það var í stöðugri kappsiglingu við kuldann og ísinn. Árið 1931 beið það lægri hiut og festist í ísn- um. Cornwall skipstjóri taldi ótryggt að halda kyrru fyrir 1 því og hélt út á ísbreiðuna ásamt mönnum sínum. Þar reistu þeir sér kofa og biðu þess, að siglingaleiðin opnaðist með vorinu. Flug- vél frá Nome auðnaðist að sækja nokkra af á- höfninni. 1 nóvember gerði fárvirði í nokkra daga, og þegar því slotaði, var skipið horfið. 1 því var skinnavara fyrir 13 milljónir króna. Leit Corn- wall skipstjóra og áhafnar hans bar engan ár- angur. Mörgum vikum seinna gerðist sá óvænti at- burður, að Baychimo birtist á ný á sjónarsvið- inu. Selveiðimaður kom að skipinu þar sem það lá fast í íshröngli. Hann vísaði áhöfninni á það og henni tókst með hjálp Eskimóa að bjarga nærri allri skinnavörunni, áður en fárviðri hreif skipið með sér. Næstu árin á eftir sást það að minnsta kosti sex sinnum í ísnum. En þótt mönnum tækist hvað eftir annað að komast um borð í það, tókst þeim aldrei að ná því úr hinum kalda faðmi ísbreiðunnar. Það sigldi sinn sjó eitt og yfirgefið, sannkallað „draugaskjip". Enginn veit hvenær það sökk — eða hvort það sé sokkið. Kannski einhver eigi eftir að sjá það koma siglandi einu sinni enn. Framhald á bls. 1\ EIN dularfyllsta gátan, sem tengd er sjónum og sjófarendum, fjallar um afdrif áhafnarinnar á seglskipinu Marie Celeste. Hún er ennþá óleyst eftir þrjá aldarfjórðunga. Skipið sigldi frá New York haustið 1872 og fannst undir fullum seglum und- an Azor-eyjum, með rjúkandi morgtm- verð á borðum í lúkamum, skipsköttinn sofandi á sjópoka, logandi eld 1 eldavél- inni — en algerlega mannlaust. Engum hefur enn tekist að leysa þá þraut, hvað orðið hafi af áhöfninni. Örlög annars skips minna þó mjög á þennan dularfulla atburð. 1 febrúar síðastliðnum fann brezka vöruflutn- ingaskipið Ranee seglskipið Holchu á reki milli Singapore og Colombo. Enginn maður var um borð. Ranee dró skútuna til hafnar í Colombo. Mastur hennar var brotið, en að öðru leyti var hún í ágætu standi, með gnægð matvæla, vatns og eldsneytis innanborðs. Máltíð var til reiðu í kokkhúsinu. Holchu fannst 200 mílur fyrir sunnan Nocobar- eyjar, á miðri siglingaleið milli Singapore og Colombo. Hún hafði 105,000 poka af hrísgrjón- um innanborðs. Hver er lausnin á þessari gátu? Morð — og siðan sjálfsmorð? Mannrán og sjóræningjar ? Skyndileg hrasðsla við eitthvað svo ægilegt, að áhöfnin yfirgefur skipið sem einn maður, og fyrirvaralaust ? En það eru til fleiri gátur af þessu tagi. Árið 1884 fann brezka flotasnekkjan Mallard seglskipið Resolven mannlaust á reki við Nýja- Sjáland. Siglingaljósin loguðu enn og það var eldur í eldavélinni. Resolven hafði verið gert út til fiskkaupa á miðunum við Nýja-Sjáland og á borðinu í klefa skipstjórans lágu gullpening- ar, rétt eins og skipstjórinn hefði verið nýbú- inn að taka þá fram — þegar eitthvað skeði. Stundum hafa skip haldist ofansjávar á hinn furðulegasta hátt, þótt þau hafi verið „nærri því sokkin“, þegar áhöfnin yfir- gaf þau. Stundum hafa líka fundist mannlaus skip á hafinu . •. í f ullkomnu lagi! 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.