Vikan


Vikan - 16.09.1954, Qupperneq 5

Vikan - 16.09.1954, Qupperneq 5
 Maria __19. Chapdelaine Ástarróman úr óbyggðum Kanada eftir Louis Hémon IAUGUM bændanna er allt, sem viðkemur jörð- inni, ræktun hennar og árstíðunum, sem ýmist deyða jörðina eða vekja hana til lífsins, svo mikilvægt, að það eru engin helgispjöll að ræða um það við dánarbeð. Öll litu þau ósjálfrátt í áttina til litla gluggans, en það var enn dimmt af nóttu og þau sáu ekkert út. Ephrem Surprenant byrjaði aftur að lofa hina látnu. — 1 allri sókninni var ekki til duglegri og laghentari kona en hún. Hún var líka svo gestris- in og hvað hún tók elskulega á móti öllum. Það eru ekki margar konur á borð við hana i gömlu sveitinni og jafnvel ekki í þorpunum, sem járn- brautin liggur í gegn um. Já, þú áttir svo sann- arlega góða konu. Brátt reis hann á fætur og fór, sorgmæddur á svipinn. Nú varð löng þögn. Höfuðið á Chapdelaine seig smám saman niður á bringu og hann virtist blunda. María var hrædd um að þetta væru helgi- spjöll og spurði hárri röddu: -— Sefurðu, pabbi ? — Nei, nei. Hann rétti úr sér á stólnum og setti fram brjóst- kassann. En þar sem augnalokin héldu áfram að siga gegn vilja hans, reis hann skömmu seinna á fætur. — Við skulum lesa bænirnar okkar einu sinni enn. Þau gengu að rúminu, þar sem hin látna hvíldi og fóru enn einu sinni með jafnmargar bænir og perlurnar voru á talnabandinu. Þegar þau risu á fætur, heyrðu þau að rigningin lamdi rúðurnar og þakið. Þetta var fyrsta vorregniö og það boð- aði að veturinn væri að enda, að bráðum kæmi jörðin undan snjónum, árnar færu aftur að streyma ofsakátar niðureftir, að enn einu sinni mundi öll veröldin breytast eins og falleg kóngs- dóttir, sem leyst er úr álögum risans. En þau þorðu ekki að gleðjast, því dauðinn var nýbúinn að heimsækja þau, enda fundu þau ekki til mik- illar gleði yfir þessu, þar sem sorg þeirra var djúp og falslaus. Þau opnuðu gluggann, settust aftur og hlustuðu á hvernig stóru droparnir buldu á þakinu. María sá að faðir hennar hafði litið undan og sat hreyf- ingarlaus. Hún hélt því að svefninn sækti enn einu sinni á hann. En þegar hún ætlaði að tala til hans og vekja hann, stundi hann og sagði: — Ephrem Surprenant sagði satt, sagði hann. •— Móðir þin var góð kona, María. Óvenjulega góð kona! María kinkaði kolli og beit á vörina. — Hún var alltaf hughraust og góður ráðgjafi meðan hún lifði, en hún sýndi bezt sína afburða kosti í byrjun, rétt eftir að við giftum okkur, þegar þið Esdras voruð lítil. Eiginkonur smá- bænda geta alltaf átt von á þvi að eiga erfiða æfi. En þær eru ekki margar, sem leysa störf sin eins vel af hendi og hún og með jafn góðu geði, María. — Ég veit það, pabbi, ég veit það, muldraði María. Og hún þurrkaði sér um augun, því sorgin heltók hana. — Þegar við settumst að á fyrstu jörðinni okk- ar i Normandin, áttum við tvær kýr og höfðum fremur lítið haglendi, því næstum allt landið var þakið skógi, sem erfitt var að ráða við. Ég tók mér öxi í hönd og sagði við hana: — Nú ætla ég að ryðja land handa þér, Lára. Og ég hjó skóg- inn frá morgni til kvölds og kom aðeins heim í kvöldmatinn. Og á meðan hélt hún húsinu hreinu, eldaði matinn, hirti skepnurnar, gerði við girð- ingarnar, mokaði gripahúsin og stritaði stanz- Sögulok næst laust. Þrisvar eða fjórum sinnum á dag kom hún út í dyrnar og stóð svolitla stund og horfði út í skógarjaðarinn, þar sem ég kepptist af alefli við að höggva furutrén og birkitrén, til að ryðja jörðina okkar. Svo varð brunnurinn þurr í júlímánuði. Kýrnar gátu ekki svalað þorsta sinum og urðu næstum geldar. Þá lagði mamma þín af stað með sína fötuna í hvorri hendi niður að ánni, meðan ég var úti í skógi. Sandurinn skriðnaði undan fótum hennar, en hún losaði föturnar átta eða tíu sinn- um í tunnuna, sem hún ók svo heim á hjólbörun- um. Þar hellti hún úr henni í stóra vatnskerið í kúagirðingunni. I meira en þrjú hundruð álna fjarlægð frá húsinu. Það var ekkert kvenmanns- verk og ég sagði henni oft, að ég skyldi gera það. En i hvert skipti hrópaði hún upp: — Skiptu þér ekki af því. Þú skalt bara hugsa um að ryðja jörð handa mér. Og svo hló hún til að hughreysta mig, en ég sá það vel, hvað hún lagði á sig og að hún var komin með dökka bauga undir augun af þreytu. Þá tók ég öxina mína og fór út í skóginn. Ég réðist af svo miklu afli á birkitrén, að þverhandar- þykkar flýsar þeyttust í allar áttir, um leið og ég sagði við sjálfan mig, að konan mín væri óvið- jafnanleg og að ef góður guð gæfi mér heilsu, þá skyldi ég ryðja og rækta handa henni góða jörð. Regnið buldi enn á þakinu. öðru hvoru þeytti VEIZTU —? 1. Hverjir eru hinir svokölluðu bedúínar? 2. Hver sagði og við hvaða tækifæri: Um hvat reiddust goðin, þá er hér brann hraunit, er nú stöndum vér á? 3. Er það rétt að Mont Blanc sé í Sviss? 4. Hvaða þjóðai'fáni, af þeim sem enn eru í notkun, er elztur? 5. Hver flutti kartöflur til Evrópu og hvenær var það ? 6. Hvaða ríki er þéttbýlast í heimi ? 7. Hver sagði þessa frægu setningu: — Nú verðum við að hanga saman, herr- ar minir, því annars fáum við að hanga hver fyrir sig. ? 8. Hver ber kostnaðinn af vegum á ís- landi ? 9. Hverjir af þessum bræðrum eru frægir söngvarar: Millsbræður, Wrightbræð- ur, Smithbræður eða Marxbræður? 10. Gáta: Rassboginn og reimaður reyrður á halabroddi, fugla jóð og flóðgarður finnst hjá honum Oddi. Sjd svör á bls. 1J/. rokið þungum regndropum á gluggana, en þeir runnu síðan niður rúðuna, eins og tár. Eftir nokk- urra klukkustunda rigningu yrði jörðin auð, og lækimir mundu renna niður bakkana. Eftir nokkra daga færu þau aftur að heyra árniðinn. Þegar við fengum okkur aðra jörð upp með Mistassini, var þetta alveg eins, hélt Samuel Chapdelaine áfram. — Eilift strit. Hún þrælaði ekki síður en ég. En alltaf var hún jafn uppörf- andi og kát. Þar bjuggum við inni í skóginum, en þar sem við höfðum hvamma með safamiklu grasi milli klettanna, þá fengum við okkur kindur. Kvöld nokkurt . . . Hann þagði enn einu sinni góða stund og þegar hann hóf aftur máls, þá horfði hann fast á Maríu, eins og hann vildi láta hana skilja vel, það sem hann ætlaði nú að segja: — Það var í septembermánuði, á þeim tíma árs, þegar öll dýr skógarins verða ill viðureignar. Maður nokkur frá Mistassini, sem var á leið niður ána á báti og kom við hjá okkur, sagði við okk- ur: — Gætið vel að kindunum ykkar, því birn- irnir drápu kvígu rétt hjá einum bænum i vik- unni sem leið. Um kvöldið fórum við móðir þín upp í grösugu hvammana, til að reka kindurnar heim í hús fyrir nóttina, svo birnirnir tækju þær ekki. Ég fór eina leiðina og hún aðra, þvi það var erfitt að finna kindurnaf miUi elritrjánna. Þetta var um sólarlag og skyndilega heyrði ég að Lára hrópaði: — Ó, illfylgin ykkar! Einhverjar skepn- ur voru að hreyfa sig inni í kjarrinu og það var fljótséð, að það voru ekki kindur, því þær eru eins og hvítir blettir í skóginum í rökkrinu. Ég hljóp af stað eins hratt og ég gat, með öxina í hendinni. Móðir þín sagði mér alla söguna seinna, þegar við vorum á leiðinni heim. Hún hafði séð hvar dauð kind lá á jörðinni og tveir birnir stóðu yfir henni og voru farnir að éta hana. Menn verða að vera mjög hugaðir, til þess að þora að mæta björnum í septembermánuði, þó þeir hafi byssu í höndunum. En þegar það er vopnlaus kona, þá getur hún ekki annað gert en að forða sér og enginn ásakar hana fyrir það. En móðir þín greip grein upp af jörðinni og réðist á birnina og hrópaði :— Feita fallega kindin okkar! Flýið, þjófarnir ykkar, eða þið skulið fá að kenna á því. Ég kom á harða hlaupum, en þegar ég kom til hennar, þá voru birnirnir flúnir inn í skóginn, skömmustulegir og vesældarlegir, þvi hún hafði hrætt þá. María hlustaði og hélt niðri í sér andanum. Hún spurði sjálfa sig hvort móðir hennar, sem hún hafði alltaf þekkt svo blíða og þolinmóða, sem aldrei hafði getað skammað Télephore án þess að taka hann á eftir á hné sér og hugga hann og gráta með honum, um leið og hún sagði, að sig tæki það sárt að þurfa að refsa barni, — hvort hún hefði getað gert þetta. Hinn skammvinni gróðrarskúr vorsins var bú- inn. Tunglið gægðist forvitnislega í gegnum skýin, eins og það væri að athuga hve mikið væri enn eftir af snjónum frá vetrinum eftir fyrstu rign- inguna. Jörðin var enn alhvít. Djúp kyrrð nætur- innar gaf til kynna að enn mundu líða margir dagar, áður en fjarlægu drunurnar frá fossunum færu að heyrast. En hlý golan hvíslaði hughreyst- ingarorðum og fyrirheitum. Samuel Chapdelaine þagði svolitla stund. Hann laut höfði, studdi höndunum á linén og minntist liðinna ára, sem höfðu verið erfið en þó full af glæstum vonum. Þegar hann hóf aftur máls, 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.