Vikan - 16.09.1954, Page 10
HEIMILIÐ
KITSTJÖRI: EUN PAUVIADÓTTIR —
Hvernig
munu börnin min lifa?
ERUÐ þið búin að búa um rúmin ykkar? Eruð þið búin að lesa lexí-
urnar ykkar? Þegar ég: legg þessar spurningar fyrir börnin mín, þá
dettur mér stundum í hug, að í raun og veru sé það ákaflega kjána-
legt að vera að fást um þetta.
Þegar þau verða orðin þritug, fertug eða fimmtug, þá verður þjóð-
félagið, sem þau lifa í, að minnsta kosti eins frábrugðið því þjóðfélagi,
sem við lifum í nú og það var ólíkt þeim heimi, sem ég ólst upp í. Margt
af því, sem þeim finnst sjálfsagt, var óhugsandi þegar ég var á þeirra
aldri. Og það var þó um 1930.
Hvernig munu börnin mín og börnin ykkar þá lifa árið 2000?
Það getum við ekki gert okkur grein fyrir, nema gefa hugmyndaflug-
inu lausan tauminn. En það skiptir litla fólkið, sem við berum ábyrgð á
og sem við eigum að búa undir framtíðina miklu máli.
Hópur af ungum áhugamönnum hefur leitað upplýsinga hjá færustu
vísindamönnum, til að reyna að gera sér einhverja hugmynd um þetta.
Árangurinn af fyrirhöfn þeirra, er skráður og geymdur í geysiþykkri
skjalamöppu. Þegar ég fletti í gegnum þessi blöð, þá finnst mér ósjálf-
rátt gæta of mikillar hégómagirni í þessum spádómum, þó þeir geri mig
líka dálítið órólega.
Það ber ekki svo að skilja, að ég trúi þeim ekki. Þvert á móti. Ég
tek það fulikomJega gott og gilt, þegar mér er sagt, að börnin mín
eigi eftir að búa í húsum, þar sem ekkert hljóð heyrist á milli herbergja,
sem eru öll jafn sólrík, vegna plastskerma, sem endurkasta sólarljósinu
í allar áttir. Þessi herbergi er hægt að stækka og minnka með þvi að
færa veggina, í þeim er alltaf jafnlieitt og sérstakir lampar eyða öllum
bakteríum, sem kunna að flækjast inn.
Það er verið að gera tilraunir með þetta allt í rannsóknarstofum.
Mér er sagt að árið 1974 muni dóttir mín ekki sofa við venjuleg sæng-
urföt, heldur í einangruðum plastlökum, sem ha-ldi alltaf jöfnum hita.
Ef hún sefur þá nokkuð, þvi bjartsýnustu spámennirriir búast við að ein-
hverjar rafsveiflur og bylgjur geti á einum klukkutíma endurnært lík-
amann betur en 8 tima svefn?
Hún mun auðvitað ekki hafa neina þjónustustúlku og heldur ekki
þjóna neinum. Tæki, sem dregur til sín allt ryk í stofunum og safnar því
á stálbakka, mun halda húsinu síhreinu.
Þegar dóttir mín situr við morgunverðarborðið í eldhúsborðstofunni
sinni, þá mun hún borða nákvæmlega það magn hitaeininga og eggja-
hvítuefna, sem hún þarf á að halda, samkvæmt rannsóknum á þörfum
hennar. Hún fær allan mat heim í dósum. Langi hana í nýtt grænmeti
eða nýja ávexti, fer hún niður í kjaliara, en þar er gróðurhús.
En spámennirnir segja ýmislegt fleira. Þrjátíu og fimm ára gömul
mun dóttir mín sennilega hafa heilsuræktarherbergi í húsinu sinu, eins
og við höfum baðherbergi.
Á morgnana, árið 1984, mun hún byrja á því að fá sér sinn daglega
skammt af hátíðnistónum inni í slíku herbergi, meðan maöur hennar les
IMýir franskir tízkuhattar
dagblöðin, sem hann framkallar á vegginn fyrir framan sig. Hann get-
ur lesið blöðin þegar hann vill, því það verður hægt að stilla tækið til að
taka á móti þeim, þegar þau eru send út og geyma þau. Bréfin hans verða
send heim á sama hátt. Það verður enginn bréfberi, sem kemur með þau.
Þegar einhver hringir á dyrabjölluiia, byrtist mynd hans um leið inni í
húsinu, þar sem húsráðandi getur stutt á hnapp, ef honum lízt á gestinn
og látið útihurðina opnast. Eftir morgunverð geta börnin mín svo ákveðið,
hvort þau ætla að skreppá til New York i hádegismat eða til Shangai.
Ég get gert mér góðar vonir um að börnin mín verði ákaflega lang-
lif og að þau losni alveg við hrörnunarskeiðið. Kannski tilheyrir dóttir
mín fyrstu kynslóðinni, sem getur fengið allar sinar seliur endurnýjaðar og
haldið þannig hinu unglega útliti alla æfi.
Hér fer á eftir úrdráttur úr spádómunum um það hvernig fólk muni
lifa árið 2000 og 2500. Þeir virðast kannski svolitið fjarstæðukenndir, en
ætli öfum okkar og ömmum hafi ekki fundizt margt af því, sem okkur
finnst alveg sjálfsagt, dálitið fjarstæðukennt árið 1900.
Árið 2000.
Bústaðirnir: Öll hús eru einbýlishús vegna bættra samgangna, byggð
fyrirfram og reist á 10 tímum, veggir færanlegir og hitunar- og kæl-
ingartæki ósýnileg. Það er hægt að fylgjast með börnunum inni í barna-
herberginu á mynd og á næturna er kornið fyrir hljóðnema við vögguna,
svo móðirin heyri ef barnið gefur frá sér hljóð, en enginn annar vakni.
Allur matur er útbúinn fyrirfram og geymdur frystur. 1 kjöllurunum eru
gróðurhús með nýju grænmeti og ávöxtum. 1 húsinu eru baðherbergi og
likamsræktarherbergi með heislusamlegum geislasturtum og hátíðnistækj-
um. Dagblöðunum er sjónvarpað inn á heimilin og einnig persónulegum
bréfum, skeytum og umbeðnum upplýsingum. Borgirnar hækka upp í loft-
ið. 1 flestum borgum eru tvær hæðir, neðri hæð, sem er upplýst með raf-
magni og lofthæð. Milli þeirra er farið eftir rúllandi gangstéttum og stig-
um. Undir borgunum eru neðanjarðarbrautirnar og uppi yfir þeim heli-
coptervellir.
Samgöngur: Flestir mótorar ganga fyrir atómorku. Bílar hafa síma
og sjónvarp í mælaborðinu. Rakettuflugvélar eru orðnar algengar (25.000
km. á klukkustund). Almenningur notar helicoptera fyrir einkaflugvélar
eða sem strætisvagna. Radarkerfi er um allt. En ennþá eru ferðalög til
næstu stjarna aðeins æfintýri.
Líkaminn: Fólk heldur sér miklu lengur en áður ungu, með hormóna-
gjöfum og alls konar rafmagnsaðgerðum. Heilsunnar gætir mjög ná-
kvæm vél, sem getur mælt og sagt til um, hvort mann vanti einhver
efni. Læknar kunna að græða á nýjar taugar og önnur viðkvæm líffæri.
Til að Iosna við þreytu fær fólk sprautu eða rafstraum. Svefninn er orð-
inn næstum óþarfur, þvi með nýjum aðferðum geta menn hvílzt betur
á einum klukkutíma en með átta tíma svefni. Konur geta átt eins mörg
börn og þær kæra sig um og einar, ef þær vilja, þvi hægt verður að fá
tilbúið sæði. Það er hægt að taka fóstrið þriggja eða fjögurra mánaða
gamalt úr móðurkviði og láta það þroskazt undir handleiðslu læknis. Föt-
in eru nú gerð úr gerfiefnum, sem haldast heit eða svöl, eftir aðstæðum.
Hegðun og siðir: Konur hafa jafnrétti við karlmenn. Það er ekki leng-
ur mjög mikilvægt að vera dyggðugur. Einustu syndirnar eru þær, sem
bitna á þjóðfélaginu. Þeir, sem brjóta af sér, eru látnir vera undir læknis-
hendi: geðveikrahæli koma í stað fangelsa, og heilaskurðir gera krafta-
verk. Fólk er hætt að leggja eins mikið upp úr æfilöngum giftingum, en
ruglar saman reytum sínum til nokkurra ára og gerir með sér samn-
ing. Læknar geta tekið burtu hluta úr heilanum (sem sumir kenna nú þeg-
ar um alla sjúkdóma). Sársauki er ekki lengur til.
Vinnan: Vélar og tæki losa menn alveg við erfiðisvinnu og vinnu-
stundum hefur fækkað. Jarðarbúar eru að sameinast í eina þjóð, sem
stjórnað er á tæknilegan hátt, samkvæmt þjóðfélagskenningum, sem hægt
er að staðfesta vísindalega.
íþróttir og skemmtanir: Iþróttakeppnir verða tæknilegri, t. d. er kapp-
flug í þrýstiloftsflugvélum vinsæl dægrastytting. Kvikmyndir eru sýndar
á geysistórum tjöldum, í fallegum litum og leitast er við að láta þrívídd-
armyndirnar birtast allt í kringum áhorfandann. Sjónvarpið sýnir upp-
hleyptar myndir og litmyndir og kemur í stað dagblaðanna. Utvarpið er
runnið saman við síma og sjónvarp.
Árið 2500.
Bústaðirnir: Nú eru húsin orðin að ,,íbúðarvélum“. Þar lifir maður-
inn eins og dýr í búri og hefur samband við umheiminn og aðra menn í
gegnum sima, sjónvarp o. s. frv.
Samgöngur: Vöruflutningar fara fram á landi og sjó, en fólk ferðast
í helicopterum og rakettuflugvélum. Nú eru fyrstu rakettuflugvélarnar
farnar að fljúga til annarra stjarna. Rúmsjármyndir eru þegar komnar
í staðinn fyrir skemmtiferðalög.
Líkaminn: Fjölgun mannkynsins er stjórnað af yfirvöldunum og fer
fram eftir ákveðnu skipulagi. Fötin eru orðin gagnsæ. Þau þurfa ekki
lengur að hylja likamann, sem er jafnfallegur og unglegur á öllu fólki á
öllum aldri.
Hegðun og siðir: Hugtakið fjöskylda er horfið. Fjölgun mannkynsins
stendur ekki lengur í sambandi við ást, sem nú er eingöngu andleg (þar
sem allir eru jafnfallegir, þá skiptir ytri fegurð ekki lengur neinu máli).
Allt samband fólks er komið á andlegan grundvöll og stundum þekkist
það aðeins gegnum fjarskynjun.
Vinnan: Nægar matvælabyrgðir eru tryggðar með nákvæmum áætlun-
um stjórnarinnar, sem reynir að láta framleiða sem beztar vörur með sem
minnstum vinnukrafti.
Skemmtanir: Skepimtanir beinast sífellt á andlegri og listrænni braut-
ir, sem hver og einn getur notið heima hjá sér með hjálp þrívíddarmynd-
anna.
Næst gætum við tekið árið 5000, en finnst ykkur ekki nóg komið? Ég
er að minnsta kosti búin að fá nóg.
(Francois Giroud).
10