Vikan


Vikan - 16.09.1954, Síða 11

Vikan - 16.09.1954, Síða 11
Æ&ssar or/ hvifc- myndaeftirlit í amerískum myndum mega jafnvel ekki forhertustu glæpamenn nota „Ijót orð“ illjónamæringurinn og kvikmyndaí'ramleiðand- inn Howard Hughes snið- gelík bandaríska kvik- myndaeftirlitið fyrir skemmstu, er hann hóf sýningar á nýjustu söngva- og dansmyndinni sinni, án þess að hirða um að sýna eftirlitsmönnunum hana. Fyrir bragðið var hann tafarlaust sektaður um röskar 140,000 kr. Þó borgaði þetta sig senni- legast fyrir Hughes. Blöðin sögðu frá sektinni undir stórum fyrirsögnum — og auglýstu þannig hina umdeildu mynd milljónamæringnum algerlega að kostnaðarlausu. Hinn harðsnúni Hughes hefur annars oft áður lent í deilum við kvikmyndaeftirlitið í Holly- wood. Einu sinni fór hann í mál við þá virðulegu stofnun og krafði hana um hvorki meira né minna en 30 milljónir króna í skaðabætur. Það var í sambandi við ummæli eftirlitsmanna um Jane Russel myndina Útlag- inn. Málaferlin féllu þó niður af sjálfu sér án þess að kvik- myndaeftirlitið þyrfti að greiða einn eyri. Hughes mun líka frá upphafi hafa gert ráð fyrir því. Aðalatriðið var, að málshöfðun- in vakti feiknmikið umtal og orsakaði ótrúlega mikil blaða- skrif — og á hvortveggja mátti að sjálfsögðu líta sem ókeypis auglýsingar fyrir Útlagann. Það voru bandarískir kvik- myndaframleiðendur sem stofn- settu kvikmyndaeftirlitið í Hollywood. Ástæðan var sú, að allskonar ,,menningarsamtök“ voru byrjuð að hrópa Hollywood niður fyrir of djarfa mynda- töku. Framleiðendumir vonuð- ust til þess að geta stungið upp í áhugamennina með því að bindast samtökum til þess að „hreinsa“ framleiðsluna. Auk kvikmyndaeftirlitsins í Holly- wood lítur svo aragrúi stofnana eftir því, að ekkert „siðspill- andi“ sjáist i amerískum kvik- myndum — fylkin hafa venju- legast sína eftirlitsmenn og síð- an sýslurnar og oft borgirnar og bæirnir. Víða eru hinir ótrúlegustu hlutir bannaðir í kvikmyndum. \ Samkvæmt siða- s' lögmáli kvik- \ myndaeftirlits- ins í Hollywood má til dæmis ekki einn einasti maður nota blótsyrði í kvik- mynd — jafnvel ekki forhert- ustu glæpamenn! Svo strang- lega er þessu framfylgt, að þeg- ar Bandaríkjamenn tóku eins- konar fræðslumynd af daglegu lífi hermanna í Kóreu, urðu þeir eftir heimkomuna að fella úr öll þau atriði þar sem hermenn- irnir notuðu „ljót orð“! Ýmsar fleiri heimskulegar og úreltar reglur standa banda- rískri kvikmyndaframleiðslu nú mjög fyrir þrifum. 1 amerískri kvikmynd má ekki kalla kven- eítirlitið í Hollywood kvað upp þann úrskurð, að kossar mættu aldrei vara lengur en sextán sekúndur. í Svíþjóð komu menn sér saman um, að einn og sami kossinn mætti alls ekki vera lengri en 15 fet — á kvik- myndaræmunni. Meðal kvikmyndakoss varir aðeins fimm sekúndur. Kvik- myndaeftirlitsmaður í Ástralíu bannaði eitt sinn óvenjulangan koss með orðunum: „Þetta er ekki koss — þetta er hveiti- brauðsferð!“ Þar sem kvikmyndaskoðunin er ströngust (eins og til dæm- Áströlskum eftirlitsmönnum fannst Ann Miller of fáklædd i myndinni Kysstu mig, Kata mann vændiskonu, þó að það sé lýðum ljóst frá upphafi myndar- innar til enda, að það eigi kven- maðurinn að vera og ekkert ann- að! Klósettskálar má ekki sýna í amerískum myndum, að maður ekki tali um nakin börn. Karl og kona mega helst ekki sjást í faðmlögum uppi í rúmi — ekki einu sinni hjón. Og svo mætti lengi telja. Annars mega eftirlitsmenn- irnir eiga það, að raunsæi þeirra fer vaxandi með hverju árinu sem líður. Þegar þeir hófu starf- semi sína í Englandi fyrir rúm- lega f jörutíu árum, létu þeir það verða eitt sitt fyrsta verk að banna atriði, þar sem horft er inn í tómt svefnherbergi gegn- um skráargat. Nú mundi engum enskum eftirlitsmanni koma annað eins til hugar. Saga kvikmyndakossanna er út af fyrir sig merkilegur kafli í þróunarsögu kvikmyndaskoð- unarinnar. Eitt sinn lá við því blátt bann, að kvikmyndahetjur kysstust á léreftinu — liggjandi. Seinna spunnust um það miklar deilur hve kossar mættu vera langir frá siðferðislegu sjónar- miði. I Bandaríkjunum urðu endalokin þau, að kvikmynda- is á Spáni), kemur það fyrir, að klipptir eru heilir kaflar úr ágætum myndum, sem eftirlits- menn annarra þjóða hafa leyft óbreyttar. Ástralíumenn gæta þess mjög vandlega, að ekkert „siðspillandi" sjáist og heyrist í bíóum þeirra — og stundum með ótrúlegum afleiðingum. Þegar ameríska söngva- og dansmyndin Kysstu mig, Kata var sýnd í Astralíu, voru hvorki meira né minna en fjór- ir af söngtextum hennar bann- aðir. Menn geta gert sér í hug- arlund, hvað eftir var af músík- myndinni eftir þessa meðferð. Stundum fá meir að segja ódauðleg skáld ekki að vera í friði fyrir siðapostulunum. Þeg- ar Sir Laurence Olivier kvik- myndaði Henry V eftir Shake- speare, varð hann að fella nið- ur sum af kjarnyrðum snill- ingsins. Það veldur kvikmyndafram- leiðendum skiljanlega talsverð- um erfiðleikum, hve skiptar skoðanir eru á því hjá hinum ýmsu þjóðum, hvað sé siðspill- andi í bíó. I amerískum mynd- um eru orð eins og „hórkona" og ,,kynlíf“ stranglega bönnuð. Hinsvegar mega amerískir leik- arar murka úr öðrum leikur- um lífið með öllum tiltækileg- um vopnum. I Bretlandi þykir það ekkert skrítið, þótt leikari nefni kyn- líf og hórkonur sínum réttu nöfnum. Hinsvegar má liann undir engum kringumstæðum (só um eintóman leik að ræða) nefna neinn af meðlimum kon- ungsfjölskyldunnar með nafni. Svona gengur það: það sem er eitur í beinum einnar þjóðar kann að vera gott og blessað hjá annarri. Árangurmn er sá, að hin stærri kvikmynd;afélög taka nú oft varhugaverð atriði tvisvar til þrisvar sinnum, til þess að þóknast eftirlitsmönmm- um. Til dæmis sýnir eitt atriðið í frönsku stórmyndiimi LVC- RETIA BORGIA, þar sem vopn- aðir hermenn ryðjast inn í kvennabað. Frakkai'nir bjuggu til tvær útgáfur af atburðinum. í myndinni, sem þeir ætla að sýna heima hjá sér, láta þeir gufuna í baðhúsinu nægja. til þess að skýla nekt kvenfólks- ins. En í þeim eintökiun niyndar- innar, sem Bretar og Banda- ríkjamenn fá, eru meyjarnar ýmist sveipaðar handklæðum eða klæddar kyrtlum. II

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.