Vikan - 16.09.1954, Qupperneq 12
JOHN DICKSON CARR:
C n D Q A (í A ■ Það a 35 fara að heng'ja DICK DARVVENX.
I UliOnUn, i>að er búið að undirbúa aftökuna, sem á að
fara fram með morgninum. Þetta kvöld kemur
CROCKIT málafærslumaður í heimsókn til ungfrú
CAROLINE ROSS. Hún hefur ákveðið að læðast inn
í fangelsið og giftast sakamanninum, áður en hann
verður hengdur, til þess að uppfylla þau skilyrði í erfða-
skrá afa síns, að hafa giftst fyrir 25. afmælisdaginn
sinn. Fréttirnar um að Napoleon hafi verið sigraður
gera hana dálítið órólega, því að hún óttast, að múgur-
inn taki upp á þvi í fögnuði sínum að vilja náða fang-
ann. En Crockit róar hana. Fanginn verður hengdur,
segir hann, í fyrramálið.
ÞAÐ kemur víst ekki til mála, að — hvað ætlaði ég nú að segja
— að fólkið taki upp á því að náða fangann eða eitthvað slikt í
hrifningu sinni? Kemst hann með engu móti undan hegningu?
— Ég er hræddur um að þér hafið fengið hugmyndir yðar um
lög landsins úr skáldsögum, ungfrú. Hann kemst ekki undan hegningu!
—- En það er annað. Þér sögðuð, eða gáfuð það að minnsta kosti í
skyn . . . nei, það er of heimskulegt og fráleitt! . . . að ef til vill
myndi hann hafna tilboði okkar.
— Ég hefi lika hugsað um þá hlið málsins. Hann hafnar ekki til-
boðinu.
—- Hvaða tryggingu hafið þér fyrir því?
Crockit gretti sig.
— Þessi Darwent starfaði síðast sem skylmingameistari í nágrenni
Drury Lane leikhússins. Hann varð ástfanginn af ungri leikkonu, einni
þessarra kvenna, sem aðeins fá lítil hlutverk og eiga því venjulega í mesta
basli. Ef Darwent hefði ekki verið farinn að hugsa um hana, þá . . .
— Hvað þá?
— Hann lætur ekkert eftir sig handa henni. Þessi fimmtiu pund, sem
mér finnst enn allt of rífleg borgun, ættu að tryggja henni áhyggju-
laust líf í að minnsta kosti eitt ár. Já, hann gengur áreiðanlega að þessu.
Ég hefi ekki miklar mætur á morðingjum, en þessi Darwent er, þrátt
fyrír allt, hugrakkur og áreiðanlegur náungi.
— Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Hafið þér talað við hann?
—- Nei, ég fór í Newgate fangelsið í dag og ætlaði að tala við
hann. Ég hefði líka gjarnan viljað tala við lögfræðinginn hans, drykk-
felldan þorpara, Morberry að nafni, en svo datt mér í hug að hann yrði
sennilega auðveldari viðureignar, ef samningarnir væru ekki gerðir fyrr
en skömmu áður en aftakan á að fara fram.
GALGA-
BRÚÐURI1II
3
— Já, ég get fallizt á það.
— Varðandi stúlkukindina í leikhúsinu . . .
Caroline hnusaði háðslega, en Crockit lét sem hann heyrði það ekki.
-— Það er sagt, að hann hafi verið mjög hrifinn af henni, sagði lög-
fræðingurinn hugsandi, en allt í einu áttaði hann sig. — Blaður! sagði
hann ergilegur og eins og við sjálfan sig. — Ég skil ekki þessa kjána-
legu viðkvæmni í mér í kvöld. Hvað sem öðru liður, þá á hann að deyja,
ungfrú. Þér getið verið alveg rólegar þessvegna.
2. KAFLI,
Blái vagninn t rökkrinu.
Fangelsispresturinn í Newgate, síra Horace Salisbury Cotton, hrasaði
nokkrum sinnum á leiðinni yfir fangelsisgarðinn.
Fangavörðurinn lýsti honum yfir garðinn með ljóskeri. Ljósið féll á
síðu, svörtu hempuna hans og hvíta hálslínið.
Síra Horace Cotton var hár og útlimalangur maður. Fólk sagði, að
hann gerði sér upp fjálgleik og að ef til vill gengi hann of langt í því að
predika yfir dauðadæmdu föngunum um helviti, en hann væri góðhjartaður
inn við beinið og vandaður maður.
— 1 hvaða klefa er dauðadæmdi maðurinn? spurði hann dimmraddaður.
— Þarna sem þér sjáið Ijósið. Dick hefur borgað vel, til að fá að hafa
svolítið hátíðlegt hjá sér síðustu stundirnar. Þegar þeir nálguðust járn-
spengdar dyrnar, fannst prestinum hann heyra skrölt í hlekkjum fyrir
innan þær, eins og sá sem hlekkjaður var, skylfi. En um leið og lykli
fangavarðarins var snúið í skránni, varð steinhljóð i klefanum.
1 flýtinum hafði presturinn gleymt að skrlfa hjá sér nafn fangans. Hann
spurði því fangavörðinn um það.
— Darwent, göfugi herra, Dick Darwent.
— Og hvað hefur hann brotið af sér?
-— Það get ég því miður ekki frætt prestinn um. Fangarnir eru svo
margir.
Prestinum var hleypt inn og fangavörðurinn læsti dyrunum á eftir hon-
um. Þarna inni sýndist hann enn stærri og rauðari í andliti. Andlitið á
honum Ijómaði eins og sól, sem skín á sorptunnu.
— Vesalings maður . . . hóf hann máls.
Andspænis honum sat einhver mannvera á hálmhrúgu, sem átti að
heita flet. Báðar hendur fangans og annar fótur hans var hlekkjaður við
vegginn.
Hefði Darwent verið þveginn og kembdur, hefði þarna gefið að líta
ungan, grannan en stoltan mann, liðlega þrítugan. Útliti hans hafði hrakað
mjög meðan hann sat i fangelsinu og heið dómsins og hegningarinnar og
það hafði dregið úr kröftum hans. Andlit hans var þakið síðu skeggi, sem
fléttaðist saman við fitugan hárlubbann. Föt hans voru líkust druslum
utan á fuglahræðu. Hann horfði vingjarnlega en festulega á prestinn með
gráum og dálítifí blóðhlaupnum augum.
-- Vesalings maður, endurtók presturinn. — Ég er kominn hingað til
að létta þér síðustu stundirnar í þessu lífi.
— Ágætt, herra prestur, svaraði fuglahræðan kurteislega. — Það er
mjög vingjarnlegt af yður að koma í heimsókn til mín í þessi lélegu húsa-
kynni.
Presturinn hörfaði aftur á bak og kreppti hendina utan um bænabókina.
Hann varð orðlaus af undrun.
1 einum klefaveggnum var lítil gróp, sem nota átti fyrir sæti, ef gesti
kynni að bera að garði. Þar stóð nú ljósker með logandi grútartýru. Að
því undanskildu var ekkert annað í klefanum en tréfata, sem megnan
óþef lagði af. Hún stóð rétt við rúmflet fangans. Við hliðina á honum, á
fletinu, lá koniaksflaska, sem lítið hafði verið drukkið úr.
— Leyfist mér að bera fratn smávægilega tillögu, áður en þér haldið
áfram, prestur, sagði Darwent alvarlega.
— Auðvitað, svaraði presturinn.
Með miklum erfiðismunum reis Darwent á fætur og hallaði sér upp að
veggnum. Hann var mjög máttfarinn, því samlcvæmt dómsúrskurðinum,
fengu dauðadæmdu fangarnir enga aðra næringu en vatn og brauð. Hann
Mannraunir, hetjudáöir og ástir! Spennandi frá upphafi til enda!
12