Vikan


Vikan - 26.01.1956, Blaðsíða 3

Vikan - 26.01.1956, Blaðsíða 3
ER getur gert MIKILL AFLGJAFI prúöustu stúlkur að ósvífnustu bragðarefum ANNAÐHVORT giftistu mér eða tek- ur afleiðingunum!“ Nokkumveginn svona hljóma bónorðin þeirra í héraði einu í portúgölsku Vestur-Afríku. Og það eru stúlkurnar, sem bera upp bónorðið! Það vill nefnilega svo til, að í þessari ætt- kvísl er það kvenfólkið, sem stjómar. Karlmennimir fá ekki einu sinni að hafa frumkvæðið í tilhugalífinu! Þegar stúlka biður karlmann að giftast sér, jafnast það í þokkabót á við skipun. Hann þorir ekki að hryggbrjóta hana fyrir sitt litla líf. Geri hann það, er hann að brjóta 1,000 ára gamla erfðavenju og öll ættkvíslin snýst öndverð gegn honum. Setjum nú svo, að stúlkunni fari að leið- ast hann eða finnist hann lélegur eigin- maður. Þá er málið jafn einfalt — frá hennar sjónarhól að minnsta kosti. Hún rekur hann einfaldlega út úr kofanum með allt sitt góss — og þar með er hjóna- skilnaðurinn kominn í kring! Annað mál er það, að það er yfirleitt allt með kyrrð og spekt hjá þessari ætt- kvísl. Það kemur sárasjaldan fyrir, að karlmennirnir reyni að brjótast undan ok- inu. En maður þarf svosem ekki að leita í fmmskógum Afríku til þess að finna stúlkur, sem ekki kalla allt ömmu sína, þegar þær verða ástfangnar. Þess eru dæmi, að prúðustu stúlkur hafa orðið að hreinustu djöflum í mannsmynd, þegar þær hafa verið á hælunum á einhverjum karlmanninum. Tuttugu og þriggja ára gömul ljóshærð Berlínarstúlka beitti hálfgerðum göldrum til þess áð leiða mann þann, sem hún hafði augastað á, í gildruna. Hann var sýnilega að verða leiður á henni, þegar hún trúði honum fyrir því, að hún væri meðlimur í leynifélagi sem stundaði galdra og særingar. Þetta vakti forvitni hans. Nokkru seinna tjáði hún honum, að hann gæti fengið að ganga í félagið og mundi inntaka hans fara fram með mikilli viðhöfn tiltekið kvöld. Þegar maðurinn mætti, leiddi stúlkan hann inn í dimmt herbergi, sem ilmaði af reykelsi. Þar þuldi hún yfir honum ,,galdraþulur“, sönglaði „galdrasöngva" og blóðgaði loks hann og sjálfa sig á hand- leggnum og lét blóð þeirra renna saman. Maðurinn má hafa verið mjög auðtrúa — að minnsta kosti maldaði hann ekki í móinn, þegar sú ljóshærða tjáði honum, að með því að þau hefðu blandað blóði, yrðu þau, hvort sem þeim líkaði verr eða betur, að vera saman til dauðadags! Það var ekki fyrr en fimm árum seinna, að hann mannaði sig upp í að slíta þessu einkennilega ,,hjónabandi.“ Það vekur oftast hneykslun, þegar aldraður maður giftist kornungri stúlku. Pólk segir gjarnan sem svo, að hann hljóti að vera fjáður, stúlkan hljóti að vera að giftast honum til fjár. Stundum er þetta herfilegasti misskiln- ingur. Til dæmis er það í frásögur færandi, að 67 ára gamall Englendingur þurfti fyrir skemmstu að biðja um lögregluvemd, vegna ásóknar tvítugrar stúlku! Hún vildi ólm verða konan hans, gaf honum engan frið og reyndi jafnvel að brjótast inn í húsið hans. Þó reyndi hann með öllum ráð- um að koma fyrir hana vitinu og vissi ekki til þess, að hann hefði nokkurntíma gefið henni undir fótinn. Lagleg áströlsk stúlka varð ástfangin af ungum bóndasyni, en með litlum árangri — þar til henni var í orðsins fyllstu merkingu sparkað i fangið á honum! Hún var að söðla tvo hesta, en hann stóð rétt fyrir aftan hana. Þegar hún hugðist ganga aftur fyrir annan hestinn, danglaði hún til hans hendinni — og hann svaraði fyrir sig með báðum afturfótunum. Stúlkan tókst á loft og sveif í fangið á bóndasyninum. Þremur mánuðum seinna voru þau orðin hjón. Bresk stúlka gekk lengi á eftir banda- rískum hermanni, áður en henni tókst að . klófesta hann. Það getur verið, að það hafi ýtt nokkuð undir hana, að í þorpinu hennar gengu miklar kviksögur um allan auðinn, sem þessi hermaður ætti í Banda- ríkjunum. Nema hvað kviksögurnar reyndust — eintómar kviksögur! Það var ekki nóg með, að hermaðurinn væri alls ekki ríkur — hann var skínandi fátækur. Þegar til Bandaríkjanna kom, uppgötv- aði stúlkan, að ,,höllin“ eiginmannsins var fornfálegur bjálkakofi á stærð við bílskúr. Þetta var í Miðríkjunum svokölluðu. Kofinn var svo afskekktur, að stúlkan mátti ríða nærri þrjátíu kílómetra veg til þess að komast í verzlun! En það skal sagt henni til hróss, að hún gugnaði ekki. Nú er hún þriggja barna móðir og ósvik- in „frumbyggjakona" — og hefur hina mestu ánægju af. Já, það er ekki blöðum um það að fletta. að ástin er hinn mesti aflgjafi. Jeannine Caton heitir frönsk stúlka. sem reyndist alveg einstaklega þolinmóð, þrautseig og úz’ræðagóð í sambandi við „mannaveiðar" sínar. Meðan á stríðinu stóð, faldi hún austur- rískan hei’mann á bæ foreldi’a sinna í grennd við Barre-en-Ouche í Norðuz Frakklandi. Hann hét Fritz Stangi, og' hún varð ástfangin af honum við fyretu sýn. En hann var óvinahermaður, fjand- maður Frakklands. Ef frönsku skærulið- arnir hefðu fundið hann, hefðu þeir senni- legast gengið af honum dauðum og refs- að henni sem föðurlandssvikara. Hún faldi hann í hlöðunni og tókst ein- hvernveginn að halda felustað hans leynd- um. Svo lauk stríðinu. Þar sem hún ótt- aðist, að hann mundi henni tapaður, sagði hún hozzum, að hann væri enn í hættu. Og í tíu ár lék hún þennan leik, þ. e. hélt honum með brögðum sem fanga sínum. En fyrir skemmstu, þegar Austurríki endurheimti sjálfstæði sitt, gaf hún honum frelsi. Fritz sneri heim til Vínarborgar. En kaus hann frelsið lengi? Ekki aldeilis’ Þegar hann var kominn í vinnu, sendi hann eftir hinum laglega fangaverði sín- um og gerðist fangi hans til æviloka. Þau giftust um jóliiz og Fritz kvað vera hamingjusamasti ,,fanginn“ í allri veröld- inni. — JOHN BRANDON. NÝ TÍÐINDI (AF LÉTTARA TAfil) Tf/fAÐUR nokkur í Dallas, Texas, 1 ■*' hringdi til lögreglunnar fyrir skemmstu og tjáði henni, að inn- brotsþjófar hefðu stolið frá honum einum buxum, þrennum samfesting- og eldliúsvaskinum. uni T>REZKUR markmaður kjálka- brotnaði fyrir skemmstu í kappleilí. Þverslá marksins datt á höfuðið á honum! T^ERTUGUR bófi í Japan var fyrir skemmstu handtekinn eftir harla óvenjulegan glæpaferil. Hann beitti þeirri aðferð að bregða sér inn í verzl- anir og bjóða heimatilbúna blævængi til sölu. Hann bar sýnishom af vörunni upp að nefinu á kaupmanninum — með þeim árangri, að sá síðarnefndi steinlá. Það var úr því auðvelt fyrir bófann að fara í peningakassann. Þegar hann loks náðist, kom á daginn, að blævænguriim, sem hann sýndi fómarlömbum sínum, hafði verið vættur með deyfilyfi. ANAFNGREIND, frönsk vinnu- kona var fyrir skemmstu dæmd í 15 mánaða fangelsi. Ástæða: Hún braut upp fjárhirzlu húsbónda síns á meðan hann sat að snæðingi me>ð lögreglustjóranum. JAPANSKUR kennari, sem fyrir fjórani áram flutti að heiman frá konunni sinni, var fyrir skemmstu handtelíinn fyrir bókarstuld. Nafnið á bókinni: „Ævisaga manns, sem hræddist konuna sína.“ 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.