Vikan


Vikan - 26.01.1956, Side 4

Vikan - 26.01.1956, Side 4
Hver dagur á sitf Eftir Luisa Maria Linares leyndarmál 24 J OLGA LEZCANO lendir í flugslysi og er talin af, skömmu eftir að hún hefur gifzt Andrési Lezcano gegnum spánska sendiráðið £ Brazilíu. Hún er týnd í fimm ár. Eftir að henni er bjargað, heldur hún til Madrid, en verður þar aðeins fyrir von- brigðiun og sorgum. Maðurinn hennar er dáinn, eftir að hafa gift sig í annað sinn. Seinni kona hans, ELENA, ætlar að fara að gifta sig aftur, og lætur Olgu leika konu mágs þeirra, XAVIERS, til að kom- ast hjá óþægilegum spurningmn. En Olga fyrirlítur og hræðist Xavier og grunar hann jafnvel um að hafa reynt að myrða sig. Hún fellst samt á að eyða einni helgi uppi í fjöllum hjá foreldrum DICKS, hins nýja unnusta Elenu. Og þangað kemur PAUL WILLIAMS, féiagi hennar í útlegð- inni, öllum að óvörum. Paul vissi ekki hvernig hann átti að skilja æsingu hennar og reyndi að róa hana. — Hvað ertu að segja, Olga? Er þér alvara? Málrómur ungu stúlkunnar lýsti svo miklurn taugaóstyrk og kvíða, að Paul leizt ekki á blik- una. Þau hættu að dansa og hann ruddi þeim braut milli dansfólksins, og leiddi Olgu inn í barinn. Þau settust út í horn og héldu áfram sam- ræðunum. — Viltu skilja við manninn þinn ? — Ég fyrirlít hann . . . ég fyrirlít hann. Auk þess er hann ekki, hann er ekki . . . Paul pantaði wisky í tvö glös og lét Olgu dreypa á því. Olga var svo taugaóstyrk og æst, þegar hún svaraði, að Paul vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þau tóku mér alveg prýðilega, alveg prýði- lega . . . Þau lokuðu mig inni, þau . . . Ég get ekki útskýrt það allt núna. Seinna segi ég þér alla söguna. En farðu með mig héðan núna á stundinni! — Núna á stundinni? Já, undir eins! Mér er alveg sama hvað þau halda. Paul bað um tvöfaldan wiskyskammt. — Vertu róleg, Olga! Við skulum reyna að ráða fram úr þessu á sem beztan hátt. Við getum ekki flúið núna, eins og einhverjir ódæðismenn. Sjáðu nú til, elskan mín, reyndu að vera svolítið róleg. Þú verður að ræða málið við manninn þinn. — En ég á engan mann, hrópaði hún upp. — Ég er algerlega laus og liðug. Hann er dá- inn! Dáinn segi ég! Hann var dáinn, þegar ég var að ímynda mér að hann hugsaði enn til mín . . . þarna inni í frumskóginum. Paul hélt að hún talaði í óráði. — Olga, gerðu það fyrir mig að segja ekki annað eins. Viltu fara heim? Ef þér líður ekki vel, skal ég fylgja þér heim. Nei, hún vildi ekki fara heim. Hún vildi fara til kíadrid, undir eins, með honum. Það gengur engin lest þangað svona seint, clskan mín. Og það er ekki auðvelt að fá leigu- bil. Auk þess vil ég ekki að þú afráðir þetta af fljótfærni og allt fari í handaskolum. - Hér er ekki um neina fljótfærni að ræða, og ég hsf heldur ekki fengið högg á höfuðið. Þau eru að reyna að drepa mig! Drepa þig? Hann horfði alveg agndofa á hana, sannfærður um að hún væri ekki með sjálfri sér. Þú ert búin að fá eitt af þessum hitaveikisköstum þínum, Olga. Hún titraði frá hvirfli til ilja. — Þau hafa reynt . . . reynt að drepa mig með eitruðu lofti. — - Eitruðu lofti ? Hann strauk fingrinum eft- ir innri brúninni á flibbanum sínum, því kald- ur sviti spratt út um hann. — Með eitruðu gasi, sem notað er til að drepa pöddur, sem leggjast á beinagrindurnar af . . . Hún strauk hendinni um ennið. Henni var illt í höfðinu. Hugsanirnar byltust hver um aðra i huga hennar og hún sá að Paul skildi hana ekki. — Ó, Paul, horfðu ekki svona á mig! Ég fullvissa þig um að ég er ekki vitskert. Nú kemur þú heim, sagði hann ákveðinn. Allt í einu stóð Dick hjá þeim og truflaði samræður Olgu og Pauls. - - Ég er hræddur um að þú hafir fengið tauga- áfall við þessa óvæntu komu mína. Maðurinn minn er dáinn. Ég er ekkja. Ef þú vildir bara hlusta á mig. - Ég geri ekki annað en að hlusta, elskan. En það sem ég vil að þú gerir núna, er' að hvíla Þig- En Paul, ég er að segja þér að ég sé ekkja. Hjónaband mitt er ekkert annað en skrípaleik- ur. Mér ei' fx-jálst að giftast þér, þegar þú vilt . . . ef þú vilt það þá. - Auðvitað vil ég það, ástin mín, en ég get samt sem áður ekki rutt manninum þínum úr vegi. Og þegai' Olga mótmælti þessu, hélt hann áfrarn: -- Já, já, ég veit að þú ert ekkja. Vertu nú róleg! Tekurðu ekki inn pillurnai' þínar? Hvaða pillur? Þessi snögga breyting á umræðuefni, gerði hana alveg ringlaða. Pillui-nar, sem læknirinn í Ríó skipaði þér að taka vegna hitasóttarinnar. Hefurðu ekki haldið áfram að ganga til læknis héi'na? Nei? hvað hugsar maðurinn þinn eiginlega? Ætlar hann að láta þig fá heilablóðfall ? Þú ert svo sannarlega illa á þig komin, elskan mín, og ég fer ekki rólegur héðan á morgun. — Ferðu á moi'gun? — Ég get ekki látið foreldra nxína biða í París, það hlýtui'ðu að skilja. Þau hafa ekki sé3 mig í fimm ár. — Þú elskar mig ekki, Paul. Þetta kom Paul á óvart og hann hrópaði upp: - - Elska ég þig ekkx? — Ef þú elskaðii' mig, létii'ðu mig ekki vera rnínútu lengur undirorpna miskunn annars manns. Svona, elskan mín, vertu nú skynsöm. Fáðu mig ekki til að segja það sem ég ekki vil segja og biddu ekki um það sem er gagnstætt allri skynsemi. Fyi'irgefðu, Paul. Þá það! Þú vinnur. Ég skrifa þér þá til Parísar og útskýri ástandið eins og það í raun og veiu er. Þú skilur það ef til vill betur þannig. Fylgdu mér þá heim núna. — Ég skal aka frú Lezcano heirn í bílnum mínum, ef mér leyfist það. Olga leit við og sá að Dick hallaði sér upp að barnum. Afsakið að ég skuli blanda mér í samræður ykkur, Williams. En ég heyi'ði Olgu segja, að hún vildi fara heiin. Ég er með bílinn minn héi-na fyrir utan, svo ég get sparað yður ómakið. - Ágætt! Dick fylgir mér þá. Það er of kalt til að fax’a fótgangandi. Við sjáumst þá á morg- un, minn kæri. Og í fylgd með Dick hélt hún út i kalda en stjörnubjarta nóttina. Inni i bílnum var rökkur og það hafði ró- andi áhrif á Olgu. Eftir að hafa ekið í fimm mínútur steinþegjandi, stöðvaði Dick bílinn og sneri sér að henni. — Ég bið afsökunar á að hafa blandað mér í samræður, sem mér komu ekki við, en mig lang- ar til að tala við þig. Þetta er fyrsta tækifærið sem ég fæ til þess í dag. Að tala við mig, Dick? — Ég er ákaflega eftirtektarsamur og síðan ég sá þig fyrst á h.eimili . . . Elenu, sem svo 4

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.