Vikan


Vikan - 01.03.1956, Side 3

Vikan - 01.03.1956, Side 3
TJr annálum heimsstyrjaldarinnar Hættulegur leikur: Tundurdufla- veiðar við Grikklandsstrendur EGAR ég stundaði tundurduflaveiðar í síðustu heimsstyrjöld, voru uppá- haldsmiðin mín skammt undan Misso- longhi, sem er lítið og hnýpið sjávar- þorp á vesturströnd Grikklands. Ég var tundurduflaveiðari í tvö ár samtals. Þess- um veiðum var stefnt gegn Þjóðverjum og á tveimur árum tókst mér að veiða 55 af tundurduflum þeirra. Tilgangurinn var ofur einfaldur: maður hirti duflin þar sem nasistarnir höfðu sett þau í sjóinn og skilaði þeim aftur — á þeirra eigin siglingaleiðum. Ánægðastur var maður, ef manni tókst að losna við veiðina í einhverju djúpu og þröngu sundi, sem þeir þýzku voru nýbúnir að slæða. Svo von- aði maður, að eitthvað hinna stóru flutn- ingaskipa þeirra kæmi siglandi og álp- aðist á duflið. Ég varð ákafur tundurduflaveiðari skömmu eftir að ég gerðist liðsmaður í ?;rískum skæruliðaflokki. Ég hafði séð tali, Þjóðverja og Breta leggja sæg af tundurduflum og var því ekki alger við- vaningur í listinni. Ég vissi til dæmis, að í Miðjarðarhafi er mismunur flóðs og f jöru sjaldnast meiri en 16 tommur, og ennfremur, að tundur- duflum er ávallt lagt á þriggja til fimm faðma dýpi. Þegar dufli er lagt á þriggja faðma dýpi, líður sjaldnast á löngu þar til það slitnar upp. Öldumar sjá um það. Sum duflanna, sem þannig fóru á sigl- ingu, sprungu við ströndina, en önnur sukku einfaldlega. Sum sáust á floti með slitur úr ankerisfestum sínum hangandi niður í sjóinn. Það var þá sem mér datt í hug að hirða þessi dufl og leggja þeim við festar á siglingaleiðum óvinanna. Fyrsta sundið, sem við lögðum dufl í var sjálf innsiglingin til Missolonghi. Þjóðverjarnir notuðu Missolonghi fyrir uppskipunarhöfn og þangað kom 1500 tonna strandferðaskip um það bil einu sinni á viku. Við vissum um tundurdufl, sem rekið hafði á land um fimm mílur fyrir vestan þorpið. Við læddumst að því eins og kett- ir til þess að kanna allar aðstæður. Um helmingur þess stóð upp úr um f jöru og það var sandbotn undir því. Öll sprengi- horn þess stóðu upp úr og það virtist vera þýzkt. Við vorum þarna á litlum mótorbát og skektu. Fyrst hnýttum við gildum kaðli í það af ankerisfestinni, sem enn hékk við duflið. Svo rerum við með spottann út í mótorbátinn. Kaðallinn var 130 metra langur, og við gáfum hann út hægt og gætilega og létum mótorbátinn mjakast frá landi. Þegar spottann þraut, tók hann í duflið. Við gægðumst út úr stýrishúsinu og biðum fullir efttirvæntingar. Og þegar minnst varði, sprakk duflið í loft upp. En heppnin var með okkur. Ég á við, við drápum okkur þó ekki. Við fengum nokkrar flísar í okkur og féllum kylli- flatir, en þetta voru bara skrámur. Verst fór fyrir kaðlinum. Megnið af honum var í tætlum. Það var mikið tjón, því að í öllu Grikklandi var nærri ógerningur að fá kaðalspotta. Þessi atburður sannfærði okkur um, að þýðingarlaust væri að reyna við fleiri strönduð tundurdufl. Þá var að reyna að finna dufl á reki. Þannig orsakaðist það, að við urðum fiskimenn. Við urðum að fara feikn varlega að öllu. Þýzkar eftir- litsflugvélar voru sífellt á sveimi meðfram ströndinni, og ef við ekki gættum okkar, gátu flugmennirnir auðveldlega séð, hvað við höfðum fyrir stafni. Við byrjuðum að leita undan Misso- longlii. Á öðrum degi bar leitin árangur. Við fundum einstaklega fallegt dufl. Niki Spiros, aðstoðarforingi minn, bauðst til að kafa undir það og aðgæta, hvort nokk- uð væri eftir af ankerisfestinni. Hann kom aftur með þær upplýsingar, að eitt- hvað af festinni héngi neðan í því, en hversu löng taugin væri, vissi hann ekki. Hann kafaði aftur og í þetta skipti fikraði hann sig niður taugina eins langt og hann gat — um fimm metra — og hnýtti hana við reipið okkar. Þegar við vorum búnir að draga Niki um borð í bátinn, gáfum við út eins mikið af reip- inu og við gátum og héldum að því búnu af stað með tundurduflið í eftirdragi, Skömmu fyrir miðnætti vorum við komnir á þann stað í Missolonghi-sundi, þar sem við hugðumst skilja duflið eftir. Við höfðum eins hljótt um okkur og við gátum. Loks var öllum undirbúningi lokið. Við vorum búnir að festa heljarmiklar sökkur í ankerisfesti duflsins, og sam- kvæmt útreikningum okkar, áttu sökkum- ar að halda því á þriggja faðma dýpi. Við vorum auðvitað í bráðum lífsháska. Á meðan við lónuðum þarna, vofði sífellt sú hætta yfir okkur, að duflið ræki á bátinn og sprengdi hann — og okkur ■—- í loft upp. Til vonar og vara höfðum við mann á verði með langan krókstjaka. Hann átti að freista þess að ýta duflinu frá, ef það kæmi siglandi út úr myrkrinu. Við vorum ákaflega fegnir, þegar við gáturn kastað ankerisfestinni í sjóinn. Þó var hættan ekki enn liðin hjá. Þegar fest- in sökk til botns, hlaut hún að draga duflið hratt að okkur. Það reið því á að forða sér sem skjótast. Við sluppum líka, en það munaði mjóu. Duflið birtist rétt undir skut bátsins, áður en það hvarf í djúpið. Þar með var þessu lokið — fyrri þætt- inum að minnsta kosti. Duflið lá á þriggja faðma dýpi, sex hundruð pund af sprengi- efni. Það er góð beita — fyrir óvinaskip. Og mikið rétt, þremur dögum seinna sprengdi duflið 1500 tonna strandferða- sidpið í loft upp. Þau tvö ár, sem við fengumst við tund- urduflaveiðarnar, sökktum við alls um 15,000 tonnum af þýzkum skipum, sem ef- laust voru hlaðin hergögnum, vistum og öðrum nauðsynjum handa heilu herfylki. Nú hef ég snúið mér að friðsamlegri störfum. En þótt ég hafi nægan tíma til skemmtana og íþróttaiðkana, hef ég hreint ekkert gaman að veiðitúrum. Ég er svo ansi kvefgjarn. — GEORGI KANANOPOULIS. RAÐVENDNI SDRGAR SIG PAUL.INE SCHMITH heitir Berlínarstúlka, sem nú á eina vinsælustu tízkuverzlun borgarinnar. Hún má þakka það dugnaði sín- um, meðfæddri smekkvisi — og ráðvendni. Fyrir sjö árum var hún í hópi hinna fjölmörgu atvinnuleysingja Vestur-Berlínar. Hún var þá aðeins 19 ára og átti fyrir aldraðri móður að sjá. Hún var búin að leita sér að atvinnu vik- um saman, þegar hún dag einn fann pakka á götu. Hún fór með pakkann heim til sín - - og í honum reyndist vera verðmætt gull- armband. Á seðli var nafn verzlunarinnar, sem selt hafði armbandið. Pauline átti ekki fyrir næstu máltíð og annbandið var þúsunda máltíða virði. Hún hefði getað selt það hjá einhverjum fornsal- anum. En hún kaus að skila því til verzl- unarinnar. Þessi ráðvendni varð til þess, að hún fékk vinnu. Eigandi verzlunarinnar átti kunningja, sem stjórnaði stóru tizkuhúsi. Þýzkar verzl- anir hafa oft kvensendla. Pauline varð einn af þremur sendlum tízkuhússins; hún var að minnsta kosti orðin matvinnungur. Nokkrum vikum eftir að hún byrjaði í vinnunni, veitti maður henni eftirför, þegar hún hélt heim til sín að kvöldi. Hann stakk upp á því, að hún ,,týndi“ tilteknum böggli, sem hún yrði sennilegast send með daginn eft- ir. Hún átti að „týna honum á ákveðnum stað — og fá 500 mörk fyrir vikið. Maðurinn reyndi að sýna henni fram á, að þarna gæti hún auðgast með hægu móti. Hún gæti fengið margra vikna laun fyrir hreint ekki neitt.' Og þótt henni væri sagt upp vinn- unni, þá gerði það minnst til; hann gæti út- vegað henni aðra betur launaða í staðinn. Pauline féllst á þetta ráðabrugg hans -— að nafninu til. Sama kvöld hringdi hún til eiganda tizkuhússins og sagði honum alla söguna. Dag- inn eftir hélt hún af stað með böggulinn. Maðurinn, sem gert hafði henni tilboðið kvöld- ið áður, beið hennar á hinum umsamda stað. Hann rétti henni 500 mörk í seðlum og hún fékk honum böggulinn. Um leið birtist lög- regluþjónn og handtók hann. Hvað var í bögglinum, sem hann ætlaði að komast yfir með svona hægu móti? Djásn, sem virt var á 20,000 mörk! Aftur komst Pauline að raun um, að ráð- vendni borgar sig. Hinn þakkláti eigandi tízku- hússins bauð henni afgi-eiðslustarf. Fáeinum vikum seinna var hún leidd í freistni í þriðja skipti. Hún fann peninga- veski fyrir framan afgreiðsluborðið, sem í voru þúsundir marka! Hún skilaði því á næstu lög- reglustöð. Eigandinn reyndist vera vellauðug- ur kaupmaður. Hann fól Pauline forstöðu einn- ar af verzlunum sinum. Seinna lánaði hann henni peninga til þess að stofna með sina eigin verzlun. Nú er hún 27 ára. Og hún er orðin efnaður verzlunareigandi. — IRA MURPHY. 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.