Vikan


Vikan - 01.03.1956, Qupperneq 7

Vikan - 01.03.1956, Qupperneq 7
KONUNGUR VILLI- MANNANNA VAR HVlTUR um Robert Cooper og „konungs- ríkiö" hans AÐ var mikið hlegið í Port Darwin í Ástralíu hinn 5. des- ember 1884. Robinson óðalsbóndi tilkynnti sigri hrósandi, að honum hefði loks tekist að selja leiguréttindi sín á Melville eyju. Allir vissu að Melville var einskis virði. Hún var að vísu stór — iy2 milljón ekrur. En Robinson bóndi hafði aldrei haft af henni neitt nema arðmæðu. Kaupandinn var fámáll risi frá Suður-Ástralíu, maður að nafni Robert Joel Cooper, og menn í Port Darwin voru innilega sammála um, að hann gæti ekki verið með réttu ráði. Allir vissu, að Robinson var búinn að eiga hin 70 ára leiguréttindi í tíu ár — og hafði aldrei þorað að stíga fæti á eign sína, af ótta við að falla fyrir spjótum villimannanna, sem þar lifðu. Nú var þessi ungi sunnlendingur, sem aðeins hafði dvalist í Darwin í þrjú ár, búinn að selja megnið af nautgripum sínum til þess að geta keypt leiguréttinn. Honum var næstum vorkunn. Því ef hann gerðist einhverntíma svo fífldjarfur að reyna að skoða hina nýju eign sína, yrði það áreiðanlega hans hinsta för. En Joe Cooper brosti bara góðlátlega eins og hans var vandi, þegar menn reyndu að gera honum ljóst, hvílíkt erkifífl hann hefði verið. Hann var fæddur í Suður-Ástralíu og lifði á naut- griparækt, og mönnum í Darwin fannst hann yfirleitt dálítið ,,undarlegur,“ að ekki sé meira sagt. Því Cooper var sennilegast eini maðurinn á þessum slóðum sem aldrei bragðaði áfengi, aldrei reykti og — það var kannski makalausast — aldrei formælti. Hitt var annað mál, að hann var ekkert lamb að leika við, þegar hann komst í þann ham. Hann var seinn til vandræða, en ef hann á annað borð reyddist, var vissara að verða ekki fyrir honum. Cooper kom til Darwin með nautgripahjörð sína 1881 og var Harry bróðir hans í fylgd með honum. Hann var að leita að jarðnæði handa sjálfum sér, og þegar Robinson bauðst til að selja honum þessa feiknstóru eyju f jórar mílur undan landi, seldi hann megnið af hjörðinni og sló til. Það höfðu tugir hvítra manna verið drepnir á Melville eyju, svo að það var kannski ekki að furða, þótt mönnum væri skemmt. Ýmsir urðu líka til að aðvara bræðurna, en þeir skeyttu því engu, náðu sér í árabát, reru út til eyjarinnar og gengu á land — óvopnaðir. Þeir sáu tvær ungar innfæddar stúlkur standa naktar á strönd- inni. Joe gaf þeim merki um að þeir kæmu með friði og þær hlógu og komu nær og ávörpuðu hann á máli, sem hvorki hann né bróðir hans skildi. Skyndilega rigndi spjótum kringum bátinn og hópur öskrandi stríðsmanna þusti út úr skóginum. Bræðurnir gripu stúlkurnar og leiddu þær út í bátinn. Svo reru þeir lífróður frá landi. Næstu sex mánuðina geymdi Cooper stúlkurnar í húsi sínu í Darwin. Af þeim nam hann tungu eyjarskeggja og kynnti sér siði þeirra, trúarbrögð og bardagaaðferðir. Strax og Cooper kunni nógu mörg orð, tjáði hann stúlkunum, að hann mundi flytja þær aftur til Melville. Og hvorugur bræðr- anna snerti hár á höfði ,,fanganna.“ Þeir stóðu við orð sín. Þegar þeir þóttust vera búnir að læra nóg, reru þeir aftur til eyjarinnar með stúlkurnar. Aftur tóku öskrandi stríðsmenn á móti þeim, en nú gat Joe ávarpað þá á þeirra eigin máli. Orðin voru ósköp einföld — ,,vinir,“ ,,friður“ og „engin vopn“ — en hinir innfæddu höfðu aldrei áður heyrt þau af vörum hvítra manna. Joe Cooper dvaldist þrjár vikur á Melville áður en hann sneri til balta til Darwin. Þegar Joe reri til Melville í þriðja sinn, kom hann einsamall og var þó enn óvopnaður. Það leið ekki á löngu þar til hann uppgötvaði, hversvegna þeir innfæddu töldu alla utanaðkomandi aðila óvini sína. Á Mel- ville bjuggu fimm ættkvíslir, sem áttu í sífelldum ófriði. Enginn eyjarskeggi gat verið óhultur um líf sitt og hann leit á alla ó- kunna menn sem óvini sína. Óttinn og hatrið útilokaði alger- lega öll friðsamleg viðskipti ættkvíslanna. Cooper talaði við höfðingja ættkvíslanna og ráðlagði þeim eindregið að semja frið. Inntakið í ræðu hans var þetta: „Ef þið semjið ekki frið og haldið áfram þessum mannvígum, þá mun sá dagur renna upp, að allir stríðsmenn ykkar verða fallnir og ókunnir menn munu koma og undiroka ykkur.“ Höfðingjarnir hefðu ekki tekið neitt mark á þessu tali, hefði innfæddur maður átt hlut að máli. En þessi hávaxni, skeggjaði hvíti maður virtist gera sér far um að vera hlutlaus. Auk þess var öll framkoma hans þannig, að menn lögðu við hlustirnar. Og því gerðist það í fyrsta skipti í sögu Melville, að efnt var til friðarráðstefnu ættkvíslanna. Joe ávarpaði fundinn, lýsti á ný þeim hættum, sem steðjuðu að eyjarskeggjum, og gerði það að tillögu sinni, að þeir sameinuðust í eina þjóð. Joe til nokkurrar furðu, féllust höfðingjamir á þetta. En bandalag af þessu tagi þarfnaðist konungs, og þegar þar var komið, stigu þrír menn fram og buðust til að taka að sér embættið: tveir ungir innfæddir kappar og Joe Cooper. Kosningar vom óþekktar á Melville eyju og eyjarskeggjar þekktu aðeins eina kosningaaðferð: einvígi. Svo að Joe Cooper bjó sig undir að berjast um hásætið samkvæmt einvígisregl- um hinna innfæddu. Fyrri hólmgangan fór fram í skógarrjóðri að viðstöddum æðstu mönnum eyjarskeggja. Báðir menn vom klæddir mittis- skýlum og báðum var fengin fangfylli af kastspjótum. Hinn innfæddi varpaði fyrsta spjótinu úr 30 metra fjarlægð og skaut framhjá. Cooper kastaði og hæfði ekki heldur. Bilið minnkaði hægt og hægt og spjótin hvinu um loftið. Báðir voru ómeiddir þegar fyrstu lotu lauk. Næst voru þeim fengnar þrjár þungar kastkylfur. Hinn innfæddi kastaði sínum hverri á eftir annarri, en án þess að hæfa Cooper. Svo hæfði fyrsta kylfa hvíta mannsins and- stæðinginn í kviðinn og hann tók andköf og féll til jarðar. En hann spratt jafnskjótt á fætur aftur til þess að hefja þriðju og síðustu lotuna. Vopnin, sem síðast vom notuð, voru tveggja metra langar stríðsstangir úr tré. Þær voru í laginu eins og höggsverð og með tveimur skörpum brúnum. Hinn innfæddi rak upp stríðsóp og réðist fram og lét högg- unum rigna yfir Cooper. Hann var að reyna að koma á hann höfuðhöggi. Cooper varðist með stöng sinni og beið þolinmóð- ur færis. Þegar það gafst, gaf hann andstæðingi sínum svo vænt högg í höfuðið, að hann féll sem dauður til jarðar. Cooper mátti, ef honum sýndist, fresta síðari hólmgöngunni til morguns, en hann afréð að láta til skarar skríða strax. Þetta var kænskubragð — hinn andstæðingurinn var dauðskelkaður eftir að hafa horft á aðfarirnar. Hann gekk fram hikandi með spjót sín. Cooper skaut spjótum sínum að honum ótt og títt. Það þriðja hæfði hann í mjöðmina og gerði hann óvígfæran. Joe Cooper var orðinn einvaldur á Melville eyju. Hann var „krýndur“ viku seinna og sór fyrir framan feikn- háan bálköst að virða lög ættkvíslanna og verja þær yfirgangi, þótt það kostaði hann lífið. Enginn einvaldur hefur svarið krýningareið sinn af meiri einlægni. Og enginn konungur hefur gert sér meira far um að efna þann eið. Cooper var ekki kirkjurækinn maður, en hann sagði oft, að hann liti á það sem „heilaga skyldu" sína, að bregðast ekki þeim trúnaði, sem honum hafði verið sýndur. Hann var rólegur mað- ur og mildur í daglegri umgengni. En þegar honum fannst velferð þegna sinna ógnað, var annað uppi á teningnum. Þá var hinum stálharða stríðsmanni að mæta. Cooper lét það verða sitt fyrsta verk að banna hinar mann- skæðu erjur, og því banni framfylgdi hann með miskunnar- lausri og óvenjulegri hörku. Það var ekkert lögreglulið á Melville eyju, svo að konung- urinn tók sjálfur að sér að elta uppi og handtaka þá menn, sem „vættu spjót sitt í blóði.“ Ef þess var nokkur kostur, tók hann Framháld á bls. 18. 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.