Vikan - 01.03.1956, Side 9
SlNNKlLLygB
Meinleysislegt hvítt duft, sem leiðir menn inn í lit-
ríkan draumaheim. — Og svo hefjast hörmungarnar
ÞAÐ ERU SEM STENDUR aðeins þrjú
lönd í veröldinni þar sem framleiðsla
á heroin varðar ekki við lög. Þau eru:
Bretland, Belgía og Portúgal. Öll önnur
meðlimaríki Alþjóðlegu heilbrigðismála-
stofnunarinnar urðu við þeirri áskorun
samtakanna að banna heroinframleiðslu.
1 mörgum þeirra var raunar engin slík
framleiðsla til, áður en alþjóðasamtökin
skárust í leikinn.
Það var lagaflækja í lávarðadeildinni
sem olli því, að heroinframleiðsla var ekki
bönnuð hjá Bretum og þeir munu því halda
áfram enn um sinn að framleiða um 70%
af hinum löglegu heroinbirgðum heimsins.
Ársframleiðsla þeirra er 120 kíló, en Belgir
og Portúgalar framleiða samtals 12 kíló.
Aðeins tvö bresk fyrirtæki fá að fram-
leiða heroin og bæði eru undir ströngu
■eftirliti stjórnarvaldanna. Lyfið er aðeins
afgreitt gegn lyfseðli og útflutningur þess
er ekki leyfður, nema sá, sem kaupa vill,
hafi í höndum innflutningsleyfi ríkis-
stjórnar sinnar.
I Bretlandi hefði einungis verið hægt
að líta á bann gegn heroinframleiðslu
sem varúðarráðstöfun, því að þar í landi
er aðeins vitað um 54 forfallna neytend-
ur. En þegar fulltrúar Bandaríkjamanna
hjá Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnuninni
fóru þess á leit, að heroin yrði bannfært,
gerðu þeir það af brýnni nauðsyn. Yfir
Bandaríkin gengur nú ósvikinn heroin-
faraldur, sem haft hefur í för með sér
stórfellda spillingu af ýmsu tagi. Afbrota-
aldan rís sífellt hærra.
Rannsóknarnefnd í New York áætlaði
fyrir skemmstu, að þar í borg væru hvorki
meira né minna en 90,000 heroinneytendur,
þar af 13 af hundraði yngri en 21 árs.
Sömu menn töldu, að einn af hverjum
200 nemendum í gagnfræðaskólum borg-
arinnar hefði verið eða væri eiturlyfja-
neytandi. Síst að furða, þótt einn af á-
hrifamestu leiðtogum New York krefðist
þess, að dauðarefsins yrði lögð við leyni-
legri heroinsölu.
Hitt er álitamál, hvort þyngdar refs-
ingar og ný lagaákvæði mundu duga, því
að það eru nú meira en 30 ár síðan Banda-
ríkjamenn bönnuðu heroinsölu.
Ástralía var eitt síðasta landið sem varð
við áskorun Alþjóðlegu heilbrigðismála-
stofnunarinnar. Bannið var sett á í fyrra,
þegar stjórnarvöldin gerðu þá furðulegu
uppgötvun, að heroinneysla Ástralíumanna
var næst mest í veröldinni: aðeins Finn-
ar voru á undan.
Þetta þarf þó ekki að þýða, að í Ástra-
líu sé annar hvor maður eiturlyfjaneyt-
andi. Ástralíumenn gleypa ósköpin öll af
allskyns pillum og kvillalyf jum, og þannig
er þessum rösklega 11 pundum af heroin,
sem þjóðin notar árlega, komið í lóg.
Ég tók mér fyrir hendur að kynna mér
eiturlyfjaneyslu Ástralíumanna. Það var
þá sem ég uppgötvaði, hversvegna heroin
hefur verið nefnt ægilegasta eiturlyf ver-
aldar og hversvegna kunnur læknir eitt
sinn kallaði það „helvíti úr hvítu dufti.“
Þó ekki vegna þeirra ástæðna, sem ýmsir
reyfarahöfundar vilja fá okkur til að trúa.
Því hvað sem almenningur hyggur, þá
er sannleikurinn sá, að heroin breytir ekki
hæglátu meinleysisfólki í tryllta kynferð-
isberserki og morðingja. Hinir hæglátu
og meinlausu verða þvert á móti ennþá
hæglátari og meinlausari, kjósa ekkert
fremur en að fá að kúra óáreittir í sínu
horni og missa allan áhuga á kynferð-
islífi og áfengi.
Heroin er að því leyti ólíkt flestum öðr-
um eiturlyfjum, að það slævir fremur en
að æsa upp. Það dregur úr allri eðlilegri
snerpu og leiðir neytandann inn í litrík-
an, þægilegan draumaheim. Áhyggjubyrð-
in fellur af öxlum hans. Hann er yfir alla
erfiðleika hafinn, horfinn upp í hinar
unaðslegu skýjaborgir eiturlyf jahiminsins.
Hinir hræðilegu eiginleikar heroins
birtust mér ekki fyrr en ég var kynntur
fyrir manni, sem orðinn var svo ræki-
lega þræll þess, að það er ósennilegt að
hann verði nokkurtíma frjáls maður aft-
ur. Við skulum kalla hann Pete, því að
það kölluðu nánustu vinir hans hann og
ólíklegt er að neinn annar kannist við það.
Pete er hljómlistarmaður, píanóleikari,
og spilar í einum kunnasta næturklúbb í
Sydney. Hann er búinn að vera heroin-
neytandi — „í snörunni“ eins og hann
kallar það — í tvö ár; allt síðan konan
hans hljóp frá honum og tók með sér
hina sextán mánaða gömlu dóttur þeirra.
Eins og flestir byrjendur, byrjaði Pete
með því að taka heroinduftið í nefið.
Þessi bandaríska stúlka, sem þarna
er með manni sínum, var hand-
tekin fyrir eiturlyfjaneyslu. Hún
var heppin. Það tókst að
lækna hana.
Með þeirri aðferð fer þó mikið til spillis
og áhrifin verða með vægasta móti.
Seinna komst hann á það stig að bræða
hið hvíta duft yfir kerti og sprauta því
í handlegginn á sér með venjulegri lækna-
sprautu. Enn seinna byrjaði hann að skera
sig í úlnliðinn með rakblaði og dæla eitr-
inu í sárið til þess að ná skjótari árangri.
Þegar ég talaði við hann var hann kominn
á versta stig heroinnautnarinnar; hann
var byrjaður að „dæla“ — það er að segja,
hann saug blóð inn í sprautuna, þannig
að það blandaðist eiturlyfinu í glerhylk-
inu, og sprautaði að því búnu blöndunni
til baka inn í æðina.
Ég spurði Pete hvað hann gerði, þegar
hann hefði nóg heroin. Hann ypti öxlum:
„Ekkert sérstakt satt að segja. Ligg bara
í heitu baði og hef opið fyrir útvarpið í
næsta herbergi. Jazz er beztur. Svo ligg
ég þarna bara og læt músikina streyma
til mín.“
Pete er 35 ára og lítur út eins og
fimmtugur maður. Rödd hans er róleg,
en undarlegir kippir eru i andlitinu og
hann er orðinn eilítið skjálfhentur. Þessi
skjálfti mun ágerast, uns hann getur ekki
framar leikið á píanó. En löngu áður en
hendurnar verða honum gagnlausar, löngu
áður en eitrið ríður heilsu hans að fullu,
mun heroinneyslan verða búin að eyði-
leggja fjárhag hans.
Því að Pete verður að kaupa heroinið
hjá leynisölum. Hver blanda kostar hann
um 45 krónur. Eins og er þarf hann ekki
færri en fimm blöndur á dag — sem þýðir
það að hann eyðir nærri 1600 krónum á
viku í heroin. h
Meðan sparifé Petes endist, mun hann
kaupa eitrið ,,heiðarlega.“ Þegar það þrýt-
ur, mun hann fara að dæmi þúsunda ann-
arra eiturlyfjaneytenda og snúa sér að
glæpum til þess að eignast peninga.
Pete sagði mér þetta ósköp rólegur, eins
og dauðadæmdur maður, sem búinn er að
sætta sig við örlög sín. En þegar ég spurði,
hversvegna hann hefði ekki reynt að losna
úr eiturfjötrunum, hvarf stillingin af hon-
um.
„Heldurðu ég hafi ekki reynt?“ hreytti
hann út úr sér. „En ég vil allt gera frek-
ar en að ganga aftur gegnum þann vítis-
eld!“
Og síðan skýrði hann mér frá því,
hvernig það væri, og það minnti mann á
sumar lýsingar Dantes á helvíti.
Þegar Pete var búinn að vera án eit-
urlyfsins í sólarhring, byrjuðu tárin að
renna í stríðum straumum úr augum hans
og slím gekk fram úr nefi hans og munni.
Hann byrjaði að hnerra og gráta, uns
augun voru orðin svo þrútin, að hann
átti bágt með að sjá.
Nokkrum klukkustundum síðar byrjaði
hann að geispa og hvert hár á höfði hans
varð eins og glóandi teinn; það var því
líkast sem verið væri að slíta hvert hár
upp með rótum.
Framhald á bls. 18.
if'
9