Vikan


Vikan - 01.03.1956, Síða 10

Vikan - 01.03.1956, Síða 10
GISSUR TEKUR MÁLIN I SÍNAR HENDUR. Gissur: Hvernig í ósköpunum á ég að geta blundað, meðan þessi náungi uppi á lofti lieldur áfram að œfa sig á lúðurinn? Gissur: Halló, þií þarna uppi! Hœttu þessum bansettum liávaða! Gissur: Sá er ekki banginn .... Hávaðinn fer sívaxandi. Rödd að neðan: Hœttu þessum hávaða! Annars kem ég upp og vef lúðrinum utan um hálsinn á þér! Gissur: Nú er maðurinn niðri farinn að kvarta. Það er engin furða. Gissur: Það veit hamingjan, að ég skal binda endi á þennan gauragang. Gissur: Heyrirðu það? Það liggur við að ég taki þennan lúður af þér. Maðurinn: Jœja? Heldurðu að þú sért nógu sterkur ? Gissur: Nú er ég búinn að sýna þessum náunga Maðurinn: Svo það ert þú, sem hefur verið Gissur: Jœja, héðan í frá kemur að minnsta i tvo heimana. Héðan í frá cetti að ríkja friður að blása í þennan lúður állan daginn! Ég mátti kosti ekkert hljóð úr þessum lúðri. og ró i þessu húsi. svosem vita að það mundi vera lítill tittur á borð við þig. Gissur: Bíddu augnablik .... Bilið milli lífs og dauða er oft furðumjótt EIN EINASTA ELDSPÝTA CÆTI BJARGAÐ LÍFI ÞÍNU Eftir A. J. Forrest TVÆRINN var allur í uppnámi. Það var ekki nóg með, að mað- urinn, sem hringsólaði í flugvélinni yfir húsþökunum, hefði stolið henni, heldur hafði hann aldrei flogið flugvél áður! Kon- an hans hafði skilið við hann og hann var viti sínu fjær af af- brýðisemi. Nú virtist hann staðráðinn í að fljúga vélinni beint á hús konunnar. Þetta gerðist í Norköping í Svíþjóð. Sjúkrabílar og slökkvi- liðsbílar voru á ferð og flugi um bæinn. En þessu lyktaði betur en á horfðist. Manninum tókst ekki að hæfa húsið. Flugvélin rakst á vegg og gereyðilagðist. Og út úr brakinu skreið „flug- maðurinn“ alls ómeiddur! Hann hafði reynt að drekkja sér, áður en þessi atburður átti sér stað, en einhver hafði orðið til þess að bjarga honum. Nú lifir hann rólegra lífi. Bilið milli lífs og dauða er oft furðumjótt. Stundum munar ekki nema hársbreidd. Fyrir sex árum féll sex ára drengur niður um gamalt námuop í Camborne í Englandi. Pytturinn var meira en 300 metra djúpur. En í stað þess að láta lífið, féll drengurinn beint ofan í ónýtan rúmgarm, sem einhver hafði fleygt niður um námuopið og sem skorðast hafði um 30 metra frá yfirborðinu. Hann fótbrotnaði, en var ómeiddur að öðru leyti, þegar hann náðist upp. Þó var það á síðustu stundu. Rúmið var byrjað að síga undan þunga hans. Ef hann hefði verið pundi þyngri, hefði það ekki haldið. Það leiðir af sjálfu sér, að í styrjöldum er það að ýmsu leyti hendingum háð, hverjir lifa hildarleikinn af og hverjir tapa lífinu. Kona, sem stundað hafði læknisstörf á Salomons- eyjum og sem nú stjórnar listasafni í London, vaknaði einu sinni á trébekk í líkhúsi! Hús hennar hafði orðið fyrir sprengju og hún hafði legið 24 klukkustundir meðvitundarlaus undir rústunum. Allir aðrir íbúar hússins fórust. Það hvarflaði. ekki að björgunarflokknum, að neinn gæti verið á lífi. Hinn meðvit- undarlausi líkami konunnar var fluttur beint í líkhúsið. Og þar vaknaði hún semsagt og átti þá eftir að ná fullum bata. Kunningi minn, liðsforingi að nafni John Lloyd, tók þátt í innrás bandamanna í Frakkland. Nokkrum mínútum eftir að hann steig á land, settist hann undir stýrið á stórum vörubíl, sem flytja átti herdeild hans fram í víglínuna. Vörubíllinn fór ekki í gang. Lloyd fór að sækja viðgerðarmann. Hann var ekki búinn að ganga nema fáein skref, þegar fallbyssukúla hvein yfir höfuð honum og sprengdi bílinn í smáagnir. I Cincinnati í Bandaríkjunum tókst manni nokkrum að verða fyrir tveimur járnbrautalestum — og sleppa með fáeinar skrám- ur. Hann þurfti að aka yfir járnbrautateina, sá raunar að tvær lestir komu æðandi úr sinn hvorri átt, en hélt hann hefði tíma til að sleppa yfir. Þar misreiknaði hann sig alvarlega. Lestimar lentu á bílnum og möluðu hann mélinu smærra.. Hvað um hinn fífldjarfa öku- mann? Við áreksturinn þeyttist hann út úr bílnum og vissi ekki fyrri til en hann stóð spölkorn frá teinunum og horfði á að- farirnar. Og í höndunum hélt hann á stýrinu! Sjálfsmorðingjum bregst furðulega oft bogalistin. Átján ára umkomulaus stúlka í Sussex opnaði fyrir gasið og stakk höfðinu inn í ofninn á gasvélinni. Hún missti meðvitund — og lifði þó. Gasið þraut; hún hafði gleymt að setja shilling í gasmælirinn. Maria Isobel Dotto heitir ung og Iagleg stúlka, sem er í kvennadeild breska flotans. Hún á líf sitt að þakka einni einustu eldspýtu. Það var. þar á ofan síðasta eldspítan hennar. Hún hafði farið í langa gönguferð með annarri flotastúlku. Þær gengu inn í fallega vík undir þverhníptum björgum. Þær voru ókunnugar þarna og vöruðu sig ekki á því, að á flóði féll sjórinn alveg upp að björgunum. Þær vissu ekki fyrri til en þær voru króaðar inni. Það byrjaði að hvessa með mikilli rigningu og sjórinn hélt sifellt áfram að hækka. Að lokum áttu þær ekki annars úrkostar en að freista þess að klifra upp í bjargið. Vinkona Mariu varð fótaskortur og hún hrapaði til bana út í myrkrið. Mariu tókst að komast upp á þvengmjóa syllu um það bil í miðju bjarginu. Þar húkti hún skjálfandi af kulda. Hún taldi sennilegast, að hún yrði úti þarna, hripaði á bréfmiða örstutta frásögn af því, sem gerst hafði, og stakk hon- um í treyjuvasann. En þegar hún fann, að hún mundi ekki geta haldið sér öllu lengur, var eins og því væri hvíslað að henni, að hún skyldi kveikja á einu eldspýtunni, sem hún átti í fórum sínum. Hún gerði það — og björgunarmenn, sem á því augna- bliki voru að skima fram af bjargbrúninni, sáu blossann. Ef Maria hefði ekki átt eldspýtuna, hefði hún farið sömu leið og vinkona hennar. Els heitir maður nokkur, sem á fagran búgarð í Vestur- Afríku. Hann getur þakkað það frábæru hugrekki konunnar sinnar, að hann er ennþá lifandi. Þau hjónin voru á gangi með börnum sínum, þegar ljón stökk allt í einu út úr runna, felldi Els með einu höggi og bjóst til að rífa hann á hol. Þá kom konan hans til skjalanna. Hún þreif í eyru Ijónsins, reigði höfuð þess á bak aftur og tókst, þótt ótrúlegt sé, að halda villidýrinu með berum höndum á meðan maðurinn hennar skreiddist undan því, tók upp byssu sína og skaut það til bana! BLESSAÐ BARIMIÐ Lilli: Ég sparkaði fótboltanum mínum upp á þakið á næsta húsi og ég get ekki náð í hann, því það er enginn heima þar. Pabbinn: Ég skal ná i hann fyrir þig, Lilli. Pabbinn: Og gœttu þess nú að sparka honum ekki hingað upp aftur. Nágranninn: Hamingjan góða! Ég hef gleymt að skila stiganum, sem ég fékk lán- aðan í gœr. Það er bezt að ég geri það núna strax. Mamman: Maðurinn minn hefur skroppið eitthvað frá, en liann skildi jalckann sinn eftir, svo hann hlýtur að koma rétt strax. Nágranninn: Ég œtla þá að bíða eftir honum, svo ég geti þakkað lionum fyrir lánið á stiganum. Pabbinn: Ég vildi að ég næði í hnaklca- drambið á þessum náunga, sem stal stigan- um: Bara að nágrannarnir ícomi bráðum heim, svo ég komist niður af þakinu. 10 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.