Vikan


Vikan - 01.03.1956, Page 17

Vikan - 01.03.1956, Page 17
beið og um leið og hann sá skuggann, skaut hann hendinni út í myrki'ið og þreif til hálsins. Hann kom við beran handlegg, læsti höndunum í skuggann og fann ekki fyrr en þá að þetta var kona. „Maria Cristina?" „Slepptu mér.“ Röddin var kuldaleg, næstum því kæruleysisleg. Þó fann hann greinilega spennuna í líkama hennar. Hún steig aftur á bak. Hann heyrði andardrátt hennar greinilega i myrkrinu; hún var móð. Móð af hlaupunum? Eða . . . „Hélt að það væri Lantz.“ Hún svaraði ekki. Hann steig nær henni, uns skugginn hvarf af andliti hennar. „3£g er að fara,“ sagði hann. ,,Ég er búinn að valda ykkur nógu miklum erfiðleikum." Enn svaraði hún ekki og enn stóð hún gafkyrr. „Þú bjargaðir lífi mínu.“ Hún horfði þögul á hann og hann gat ekkert lesið úr svip hennar. „Þú ert hugrökk, Maria Cristina. Hann er mikill auðnumaður, sem hreppir þig.“ „Þú talar of mikið.“ „Kannski — og kannski segi ég ekki nóg.“ Hann vissi að hann vildi gjarnan segja mikið meira. En hann kunni ekki að koma orðum að því. Hún hafði þannig áhrif á hann þessi svart- hærða stúlka. „Þú mátt ekki fara.“ „Ekki um annað að velja. Þeir vita að ég er ekki langt undan.“ Hún svaraði ekki og hann skildi ekki þessa þögn. Hann gekk að hesti sínum, klappaði honum og byrjaði að beizla hann. Hann verkjaði í sárið, þegar hann lyfti hnakknum. Hann logsveið í það. Hann hallaði sér upp að hestinum og tók andköf af vanlíðan. Hann stai’ði út í myrkrið á meðan hann beið eftir að sviðinn minnkaði. Heppnin varð vissulega að vera með honum, ef hann átti að sleppa lifandi frá þessu. „Þú getur ekki komist upp einstigið.“ „Hvað um skriðuna?" „Hún er skái'ri, en þeir hljóta að heyra til þín.“ Hann herti hnakkgjörðina. Hún var þá búin að fallast á að hann færi. Sennilega fegin að losna við hann. Þó var hann undarlega tregur að fara. Hann minntist spennunnar, sem hann hafði fundið í líkama hennar fyrir fáeinum augnablikum. Minningin virkaði á hann eins og freyðandi vín og hann sneri sér allt í einu við og þreif til hennar og kippti henni að þér. Þér getið ekki dæmt um beztu RAKVÉLABLÖÐIN fyrr en þér hafið reynt FASAN DIIRASCHARF Biðjið kaupmann yðar ávallt um þessi rakvélablöð BJÖRN ARNÚRSSON UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN Sími 82328 Reykjavík Hún reyndi að víkja sér undan, en hann var þegar búinn að grípa utan um hana. Hún barðist eins og tígrisdýr, en hann lét það ekki á sig fá og þrýsti henni fast að sé. Þá hætti hún að berjast og var graf- kyrr i fangi hans, eins og tuskubrúða. En hún var algerlega ónæm fyrir atlotum hans, eins og henni kæmi þetta ekki við. Og þegar hann sleppti henni, reyndi hún ekki að hörfa aftur frá honum. „Þú ert skepna." Rödd hennar var lág, tilfinningalaus. Hann tók hana aftur i fangið og kyssti hana blíðlega, kyssti varir hennar og kinnar, háls hennar og herðar. Hún sýndi þess engin merki, að hún fyndi kossana, en hún forðaðist hann ekki. Hann sleppti henni aft- ur og þau stóðu bpeði kyrr langa stund án þess að mæla orð. Hún reyndi ekki að fara, en hún gaf honum heldur á engan hátt í skyn, að hún kærði sig um meira af svo góðu. Hann vissi ekki hvað hann átti að taka til bragðs. Hann þráði að komast að hjarta hennai', vekja hjá henni þá ólgu, sem hann vissi að henni var í blóð borin. En hún var eins og steingervingur, eins og dauð- ur hlutur. „Farðu heim," sagði hann. „Ég fer í kvöld.“ Hún beygði sig eftir bögglinum, sem hún hafði misst: ,,Hér er eitt- hvað matai’kyns.“ Hún virtist hika andartak; snei’i sér svo frá honum. „Maria Cristina?" Hún nam staðar, en leit ekki við. „Ég kem aftur.“ Hún virtist ekki heyra til hans: „Farðu inn dalinn. Farðu upp gljúfrið á vinstri hönd. Farðu þvert yfir fjallið þar til þú kemur að djúpu og nærri þráðbeinu gljúfri. Farðu gljúfrið á enda; þú kemst upp það og upp á fjallshrygginn fyrir norðan það. Þú átt að sjá rauðan klett, sem rís eins og kirkjuturn. Við rætur hans er dautt kaktustré. Fyrir aftan klett- inn er ágætt fylgsni og þaðan er opin leið út á eyðimörkina þegar að því kemur.“ „Komdu þangað til mín og komdu með mér.“ Hún hikaði: „Hvers vegna skyldi ég gera það? Heldurðu ég sé Ame- ríkani? Ég er mexikönsk." „Komdu, Maria Cristina. Ég vil að þú komir.“ „Þú veist ekki hvað þú segir.“ Hann gekk til hennar og hún leit við. Tunglskinið féll á andlit hennar. „Ég kem aftur. Ég stend í meiri þakkarskuld við þig en ég get nokk- urntíma endurgi'eitt.” „Þetta er ekki neitt." „Komirðu ekki út að klettinum, kem ég aftur og sæki þig.“ „Þeir drepa þig.“ „Nú jæja, en ég kem.“ Hann ætlaði að taka utan um hana, en hún sleit sig lausa allt í einu og augu hennar leiftruðu: „Hvað heldui’ðu að ég sé? Heldurðu að ég sé einhver lauslætisdrós, sem kemur þegar blistrað er á hana? Þar Framhald á bls. 18. I i ef menn gæta þess aó bera NIVEA-smyrsl ó andlitið kvöldið óður. í NIVEA er eucerit, sem heldur húðinni mjúkri. Mo riiiiiivíihH tehst niiklii hetnv 17 6H40

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.