Vikan - 24.05.1956, Blaðsíða 3
w
Eg vildi ég væri
töfjrandi fögur!
— segir þessi unga liikkona. En hún hefur samt sannað, að
hæfileikarnir skipta LÍKA máli
HVAÐ á ung leikkona að gera, þegar
kvikmyndaframleiðandi horfir fram-
an í hana og segir: „Ég þori ekki að láta
þig fá hlutverk. Ég held ekki að bíó-
gestir gætu horft á andlitið á þér í tvær
klukkustundir samfleytt.“
Þetta kom eitt sinn fyrir Jill Bennett,
stúlkuna, sem hér er á myndinni. ,,Og
þetta er sífellt að koma fyrir mig,“ segir
hún. ,,Ég hef hvað eftir annað misst af
hlutverkum, vegna þess að ráðamönnunum
hefur ekki fundist ég vera nógu lagleg.
Ég veit ég er ekki lagleg, og mig tekur
það verulega sárt.“
Er hún ólagleg ? Nú jæja. Hún er munn-
stór og fremur nefstór og með heiðgult
hár, sem hún klippir oft sjálf. Fólk al-
mennt telur hana fremur ólaglega, og hún
er því sammála. Hún ætti því naumast að
eiga mikla framtíð sem leikkona.
En þar snýr hún hlutunum við, brýtur
öll lögmál, ef svo mætti orða það. Hún er
25 ára gömul. Og hún er þegar orðin ein
af kunnustu leikkonum Bretlands. Hún
leikur í sjónvarpi, kvikmyndum og leik-
húsum. Gnægð hlutverka bíður hennar.
Gagnrýnendurnir eiga naumast nógu sterk
orð til þess að lýsa hrifningu sinni.
Þótt hún sé ein af yngri stjörnunum,
er hún búin að leika í sex ár. Þegar hún
var í barnaskóla, ætlaði hún að verða list-
dansari. „En ég uppgötvaði," segir hún,
„að ég hafði mest gaman af látbrigða-
dans, og þá kom leiklistaráhuginn nærri
því af sjálfu sér.“
Hún gerði aðra merkilega uppgötvun
um sama leyti. Hún komst að þeirri nið-
urstöðu, að hún væri ólagleg. Flestar tíu
ára telpur hugsa mest um að leika sér. En
Jill Bennett sat fyrir framan spegilinn og
velti því fyrir sér, hvernig hún gæti orð-
ið lagleg.
Nokkrum árum síðar var þetta farið að
valda henni miklum áhyggjum. Ungu pilt-
arnir buðu henni sumsé nálega aldrei út.
Hún tjáði foreldrum sínum, að hana lang-
aði að verða leikkona, og móðir hennar
stakk upp á því, að hún héldi áfram
skólagöngu í eitt ár enn og velti þessu
betur fyrir sér.
Jill hugsaði málið rækilega og ári seinna
innritaðist hún í Konunglega leiklistar-
skólann í London, þar sem hún segist alls
engin afrek hafa unnið.
Hún hætti í skólanum 1949, og nokkru
seinna skrifaði hún forstöðumanni hins
sögufræga leikhúss í Stratford og bað um
vinnu.
Sunnudag nokkurn var hún kvödd til
Stratford og prófuð, en hún var ákaflega
taugaóstyrk á leiksviðinu og hélt hnugg-
in til baka til London.
Margar vikur liðu; hún heyrði ekkert
frá leikhúsinu og þóttist vita, að útlit
hennar hefði orðið henni að falli. Þeir
vilja bara laglegar leikkonur, hugsaði
hún hnuggin, þótt hún væri enn staðráð-
in í að leggja leiklistina fyrir sig.
Þar var hún heppin, því að lokum kom
bréfið frá Stratford og henni bauðst
vinna. Hún fékk nokkur smáhlutverk um
sumarið og æfði sig af miklu kappi.
Þó var hún enn sannfærð um, að hún
væri hvergi nærri nógu lagleg til að geta
komist 1 aðalhlutverk. En maður, sem
hafði meiri áhuga á hæfileikum en útliti,
hafði séð hana leika, og hann bað hana
að koma til viðtals. Þessi maður var eng-
inn annar en Sir Laurence Olivier, hinn
frægi leikari, og svo hrifinn var hann af
leik hennar, að hann bauð henni veiga-
mesta kvenhlutverkið í Carvallo höfuös-
maður.
Nú höfðu gagnrýnendurnir sannarlega
eitthvað til að skrifa um. Þvert ofan í all-
ar venjur, var stúlka, sem var hreint ekk-
ert laglegri en gengur og gerist, á leið-
inni upp á tindinn.
Seinna þverbraut hún enn eina ,,reglu“.
Alan Ladd gerði hana að mótleikara sín-
um í stórmyndinni Hell Below Zero. Satt
var það að vísu, að hún var löðrandi í
olíu til myndarloka og sást oftast með
stóra lambhúshettu á höfðinu. En hún
hafði hreppt hlutverkið, þrátt fyrir sam-
keppni ótal fegurðardísa.
Frammistaða hennar í myndinni sann-
aði enn einu sinni, að þótt hún væri ekki
snoppufríð, gat hún sannarlega leikið.
Jill uppgötvaði loksins, sér til mikils hug-
arléttis, að útlit hennar skipti ekki svo
miklu máli. Hún gat orðið mikil leikkona,
þrátt fyrir allt.
Þó stóð henni ekki á sama, og henni
stendur ekki á sama enn þann dag í dag.
„Það er óttalegt að vera ólaglegur,“ seg-
ir hún. „Ég vildi óska, að ég væri lag-
leg. Stundur hef ég grátið heilu næturnar.
Ég hef jafnvel velt því fyrir mér að láta
breyta á mér andlitinu. Ég vildi óska, að
ég væri töfrandi fögur!“
En Jill er greind stúlka og hún lætur
ekki þessa fegurðarþrá sína verða sér f jöt-
ur um fót. Hún játar þá staðreynd, að hún
er engin fegurðardís, og leggur á það alla
áherslu að skara fram úr í leiklistinni.
Hún fékk aðalhlutverk í ágætu leikriti í
einu kunnasta leikhúsi Lundúna, og síðan
hefur hún' sífellt verið að leika. Hún hef-
ur leikið í tveimur kvikmyndum, síðan
hún lék á móti Ladd. Aðra var byrjað að
sýna fyrir skemmstu, og Jill fékk hina
ágætustu dóma, eins og fyrri daginn.
Hinni verður dreift úr um heiminn í sum-
ar eða haust. Það er mynd, sem bygfyð
er á ævi málarans mikli, Van Gogh. Hún
leikur á móti Hollywood-leikaranum Kirk
Douglas.
Van Gogh myndin var að nokkru leyti
tekin í Hollywood, og Jill segist háfa ver-
Framhald á bls. 18.
i
IVIILLJONIRIMAR
í VIGOFLÓA
UM þessar mundir eru fjórir
Bandaríkjamenn að reyna
að finna fjársjóð, sem gizkað
er á að nemi allt að þúsund
milljónum króna! Hann ligg-
ur á hafsbotni Vig'oflóa á
Spáni.
Hvergi í víðri veröld er vit-
að um jafnmikil verðmæti á
jafnlitlum bletti. Milljónimar
hurfu i hafið, þegar brezk her-
skip sökktu spæriskum flota,
sem var að flytja gull og aðra
dýrmæta málma frá námum
Spánverja í Perú og Mexíkó.
Þetta var árið 1702.
Það er vitað með vissu
að spænsku skipin voru seytj-
án talsins og að þau höfðu að
minnsta kosti 3,400 tonn af
gulli og silfri innanborðs.
Leðjan á botni flóans veldur
mestum erfiðleikum. Ef Banda-
ríkjamönnunum tekst að ná
f jársjóðnum upp, munu spænsk
stjórnarvöld taka við honum.
En samningur hefur verið gerð
ur um, að Bandaríkjamennirnir
fái ákveðinn hundraðshluta af
söluverði hans. Leiðtogi þeirra
er 31 árs gamall verkfræð-
ingur.
Að minnsta kosti fimmtíu
aðrar tilraunir hafa verið gerð-
ar til þess að bjarga fjársjóðn-
um. Fyrstu tilraunina gerði
Englendingur árið 1825. Upp
náðust aðeins fáeinar fallbyss-
ur, nokkrar fallbyssukúlur og
kassi með sleginni mynt.
Seinna tókst öðrum Englend-
ingi að ná upp nokkrum silf-
urdiskum. Enn seinna gerði
Skoti út leiðangur, hafði
heppnina með sér, og náði
ógrynni gullpeninga og gull-
stanga. Híkissjóður Spánar
fékk bróðurpartinn, en Skotinn
var forríkur eftir, reisti sér
stórt og íburðarmikið hús og
lifði góðu lífi til æviloka.
Bandaríkjamennirnir fjórir
hafa enn ekkert verðmætt
fundið, Þeir eru búnir að ná
upp nokkrum ryðguðum fall-
byssukúlum og sviðnu braki.
En þetta bendir til þess, að
þeir séu á réttum stað. Fyrir
því eru áreiðanlegar heimildir,
að sum spænsku skipanna hafi
staðið í björtu báli, þegar þau
sukku.