Vikan - 24.05.1956, Blaðsíða 14
RANNSOKNIR
á hegðun barna
MARGT hefur veriS skrifað um börn og'
hegðun þeirra, en fáir hafa þó eytt eins
miklum tíma í að undirbúa sig, áður en þeir
tóku sér penna í hönd og' Bandaríkjamað-
urinn dr. Gesell, sem hefur haft með hönd-
um rannsóknir á börnum í 44 ár. I nýút-
kominni bók hefur dr. Gesell látið sér nægja
að skrifa um hegðun bama, en tveir af samstarfsmönnum hans) sem
unnið tiafa með honum í 22 ár) hafa jafnframt gefið út aðra bók, þar
sem þeir setja fram skoðanir sínar á því hvemig beri að snúast við
hinni margvíslegu hegðun barnanna.
Doktorinn hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að börn hegði sér eins
og þau gera af því að eitt þrozkaskeiðið taki við af öðru, hvert með
sínum einkennum. En ekki er þó rétt að halda, að ef leiðinleg framkoma
er einkennandi fyrir aldursflokk ákveðins barns, þá eigi foreldrarnir
ekkert að gera við því. Langt þvi frá. En vitneskjan um það getur
hjálpað foreldrunum til að vera þolinmóðari við barnið og til að skilja
það.
Auk þess eru sum börn fyrri til og önnur seinni en almennt gerizt.
Það getur farið eftir líkamlegum þrozka, umhverfi og skaplyndi. En
öll ganga börnin samt í gegnum þessi hegðunarstig. Það er því betra fyrir
foreldrana að gera sér grein fyrir þessari stigbreytingu og vita að
logn kemur alltaf á eftir stormi og öfugt, heldur en nákvæmlega hvenær
hæðiinar og lægðirnar í hegðun barnsins „eiga“ að koma.
Nú skulum við taka glefsur úr því, sem doktorinn segir i bók sinni
uni hvert aldursskeið. En rétt er að hafa það í huga að rannsóknir hans
byggjast á athugunum á amerískum börnum.
Frá fæðingu og til tveggja ára aldurs eru vandamál barnsins ákaf-
lega einföld — það sefur, borðar, lærir að ganga og tala, kynnist for-
eldrum sínum og umhverfi. Fram að tveggja ára aldri er það því venju-
lega í tiltölulega góðu jafnvægi og er skemmtilegt. En friðurinn er
venjulega úti, þegar barnið nálgast . . .
Ef það ákveður „Gera sjálfur,“ þá fær enginn að hjálpa því. Og ef það
segir: „Mamma gera“, þá getur pabbi með engu móti komið í staðinn.
En það skiptir óspai’t um skoðun, og heldur alveg jafn ákaft fram hverju
sem er. Venjulega gefst það betur, að fara í kringum börnin á þessu
skeiði en að setja sig upp á móti þeim. Bezt er að forðast spurningar,
sem hægt er að svara með nei, segja t. d. ekki: „Geturðu hengt upp káp-
una þína?“ heldur „Hvar á kápan þín nú að vera?“ Betra er að stinga
upp á því sem gera þarf og nota orð eins og „þú hefur gleymt," „það
er kominn tími til“, „hvernig væri nú,“, „Við skulum“ í stað beinna skipana.
ÞRIGGJA ARA.
ÞEGAR bainið er þriggja ára, verður það rólegra, um stundar sakir.
Venjulega er barn á „ég líka“ aidrinum, þegar það er þriggja ára.
Þá er oft hægt að fá það til að gera eitthvað, með því að benda því á það
hvað annað barn gerir, sem fer rétt að. Þá er oft hægt að ögra barninu
til að gera eitthvað. Sum þriggja ára börn eiga það til að fara fram úr
rúminu á næturnar, til að líta í myndabók eða eitthvað annað. Það
sakar ekki, ef útidyrnar eru bara örugglega læstar.
ÞRIGGJA OG HÁLFS ARS.
NÚ fá foreldrarnir aftur meira en nóg að gera. Þriggja og hálfs árs
barn er óöruggt og samhæfingin er oft í mesta ólestri. Því hættir
til að hrasa, er oft lofthrætt, handahreyfingarnar verða fálmkenndar, og
það kemur jafnvel fyrir að börn, sem aldrei hafa gert það áður, fara
að stama, eða kvarta um að þau „geti ekki séð“ eða „geti ekki heyrt".
Barnið byrjar nú oft að depla augunum, naga neglurnar, bora í nefið
eða sjúga fingurinn meira en áður. Grátur og væl er daglegt brauð. En
það er sama hve miklum tíma er eytt í barnið, ef það vælir mikið, þá
þarfnast það sjálfsagt meiri umhyggju á einhverju sviði. Það þarfnast
kannski leikfélaga eða skemmtilegri viðfangsefna, meiri hvíldar eða að
fá oftar aukabita. Barnið er yfirleitt afbrýðisamt og segir oft: „Þú mátt
ekki hlægja“ eða „Þér þykir ekkert vænt um mig.“ En bezta ráðið við
þessu væli, er að reyna að koma í veg fyrir það fyrirfram.
FJÖGTJRRA ARA.
ENNÞÁ meira þreytandi verður barnið þó yfirleitt, þegar það er orðið
fjögurra ára. Það á það þá til að sparka, kasta steinum, brjóta hluti
og hlaupast á brott. Hávær heimskulegur hlátur kveður við milli reiði-
kastanna. Þá fer barnið venjulega að nota ljótt orðbragð (Hvar í ósköp-
unum hefur það lært þessi orð?) og smjattar á þeim. Bezta ráðið er
að láta sem maður heyri það ekki. Það er einkennandi fyrir fjögurra
ára aldurinn að vera með reiging við foreldrana og gorta og línan milli
raunveruleikans og ímyndaðra hluta er oft æði óljós á þeim aldri. Barnið
skrökvar ekki beinlínis viljandi heldur gerir hlutina bara skemmtilegri
með smáskreitni. Lærið því að meta ímyndunarafl þess.
Auðvitað verður að setja barninu einhver takmörk og vera ákveðinn
við það. En það borgar sig betur að gefa þvi svolítið lausann tauminn,
upp að vissu marki; leyfa því að hlaupa á undan út að næsta horni,
fara út á götu o. s. frv. Ef rétt er farið að, getur barnið verið ákaflega
meðfærilegt. Það má nota ímyndunarafl þess, til að fá það til að fara
að óskum foreldranna, með því að hvísla að því, láta það leika það
sem það á að gera o. s. frv.
' TVEGGJA OG HÁLFS ÁRS ALDURINN
FJÖGURRA OG HÁLFS ÁRS.
ÞÁ byrjar bamið það, sem stundum er kallað „keisaratímabilið," því
það hegðar sér eins og rómverskur harðstjóri. Það verður drottnunar-
gjarnt, kröfuhart óg óþjált. Það gefur skipanir og tekur ákvarðanir.
Þ
EGAR þeim aldri er náð, byrjar barnið að jafna sig eftir erfiða
tímabilið. Það fer að reyna að gera greinarmun á raunveruleikan-
Framlidld á bls. 19.
húsmæður
sápuþvo
Sérstaklega
átbúið til notkunar
í þvottavélar.
Eggert
\
14