Vikan - 24.05.1956, Blaðsíða 7
meðali, sagði Jóhann við Klöru, þegar
hann heyrði þetta. — Og þú ekki heldur,
góða mín! Sjáðu! Hann tróð peysu inn í
stærstu vísindalegu rifuna.
Maturinn var ólystugur. Þau fengu
hvorki sykur, grænmeti né mjólk. Þegar
þau sáu, að hópur af starfsmönnum við
næsta borð fékk smjör, kál og ávexti,
kvartaði Jóhann og fékk þetta svar: —
Þið eruð á sérstöku fæði. Lítið af víta-
mínríkri fæðu. Engin C og D vítamín.
Þið skiljið það vafalaust.
Daginn eftir tilkynnti Klara starfsmann-
inum sigri hrósandi, að loksins væri hún
farin að finna til sjúkleika. Hún væri með
hlustarverk!
— Ég er hræddur um að við höfum
engan áhuga fyrir hlustarverk, frú, svar-
aði hann. — Það bendir ekki á kvef-
smitun. En þér gætuð auðvitað verið að
fá kýli eða verða heyrnarlaus.
— Jæja þá, en það veldur mér óþæg-
indum. Gefið mér eitthvað við því.
— Því miður gefum við ekki út lyf-
seðla. Við rannsökum aðeins sjúkdóms-
einkenni.
Þá missti Jóhann stjórn á skapi sínu.
— Mér er alveg sama um öll einkenni.
Otvegið konunni minni undir eins hita-
poka.
Starfsmaðurinn flýtti sér að hlýða þessu.
Klara eyddi deginum inni og þrýsti hita-
pokanum vesældarlega að eyranu á sér.
Jóhann sýndi henni samúð sína, með því
að vera hjá henni.
Daginn eftir var komin rigning. Heiðin
var öll sundurgrafin af vatni og dagblöðin
komu ekki. Klöru leið betur í eyranu, en
þau gátu ekki farið út. Þau reikuðu um
herbergin á neðri hæðinni í húsinu og
enginn yrti á þau. Þeim dauðleiddist.
Klara starði á regntaumana á gluggarúð-
unum. Ef þau hefðu aðeins haft eitthvert
annað fólk til að tala við, bækur eða ein-
hvern stað til að fara á.
Ef Jóhanni leiddist nú eins mikið og
henni sjálfri? Ef honum leiddist hún, og
hann væri henni gramur fyrir að hafa
þvingað hann til að ganga í hjónabandið
þetta árið, fyrir þessa heimskulegu brúð-
kaupsferð, fyrir hlustarverkinn í gær og‘
tilraunir hennar til að vera glaðleg í dag?
Og ef — það sem verra var — einhver
af þessum viðbjóðslegu sýklum hefði nú
áhrif og hann yrði veikur? Kannski
mjög veikur eða eitthvað ennþá verra
1 huganum sá Klara fyrir sér nýjan,
hvítan stein:
TIL MINNINGAR UM JÖHANN JÖNS-
SON, SEM DÖ Á BRtJÐKAUPSFERÐ
SINNI OG KLÖRU KONU SINNAR.
Nei! Hún brast í grát og grúfði sig
upp að öxlinni á Jóhanni. — Ég ætlaðist
ekki til þess að það yrði svona, snökti
hún.
— Hvað er þetta, elskan? sagði Jóhann.
— í öll þau ár, sem ég hef þekkt þig,
hef ég aldrei séð þig gráta.
— Nei, en ég hélt að þú værir orðinn
leiður á mér.
— Leiður á þér? Eg skil þig ekki! Ég
kvæntist þér, af því að þú ert eina kon-
an, sem mér leiðist aldrei. Þetta er allt
þessum bannsetta stað að kenna. Rign-
ingunni! Vonbrigðunum! Þessari fjárans
lykt af gólfdúkunum. Ég er orðinn þreytt-
ur á að láta stinga sýklum ofan í kverk-
arnar á mér, mæla í mér hitann og rann-
saka vasaklútinn minn. Ekki af því að
ég sé hræddur við að verða veikur, held-
ur af því að það eru afskipti af einka-
lífi mínu, hveitibrauðsdögunum mínum.
Jóhann andaði djúpt að sér. — Nú veit
ég hvað við skulum gera. Á morgun för-)
um við með áætlunarbílnum niður í þorpið J
Framhald á bls. 18. *
ÁST EÐA
ÆVINTÝRAÞRÁ
ANNAÐHVOKT EÐA HVOKTVEGGJA STJÖRNAÐI
GEKÐUM STtJLKNANNA SEM HÉR SEGIR FKÁ.
1r FYRRA gerðust tvær 17 ára gamlar
brezkar stúlkur launfarþegar á skip-
inu „Melbourne Star“. Þær fundust ekki
fyrr en það hafði verið átta daga í hafi.
Skipstjórinn lét loka þær inni í sjúkra-
klefanum. Hann grunaði áhöfnina um að
hafa smyglað stúlkunum um borð.
En þær voru allt annað en ánægðar.
Þær brutu upp hurðina og földu sig í
vistarverum hásetanna. Þar voru þær til
ferðaloka. Seinna voru þær dregnar fyrir
rétt í Englandi og kærðar fyrir að valda
skemmdum á sjúkraklefanum.
Þegar pokinn veinaði
Það er hreint ekkert óalgengt, að stúlk-
ur gerist launfarþegar. Það komst upp
um eina slíka fyrir skemmstu af tilvilj-
un. Hún var þýzk og trúlofuð bandarísk-
um hermanni. Hermaðurinn var sendur til
annarrar herdeildar í Þýzkalandi. Hann
þurfti að ferðast yfir rússneskt yfirráða-
svæði.
En þýzka stúlkan, kærastan hans, hafði
enga heimild til að koma inn á rússneska
hernámshlutann. Kærastinn ákvað að
flytja hana í farangursvagni lestarinnar
— í poka.
Þetta gekk ágætlega í fyrstu. En svo
þurfti bandarískur herlögreglumaður endi-
lega að sparka í pokann. Honum til mik-
illar furðu, rak pokinn upp ámátlegt sárs-
aukavein. Skömmu síðar var sú þýzka
dregin út úr felustað sínum og send heim.
Stundum eru það elskhugar stúlknanna,
sem fá þær til að grípa til örþrifaráða
af þessu tagi, en stundum gera þær það
af eintómri ævintýraþrá.
Það fór illa, þegar brezkur morðingi
fékk stúlkuna, sem hann var ástfanginn
af, til þess að dulbúa sig og fara með sér
til Kanada. Hann hét Crippen og hafði
myrt konuna sína. Stúlkan, sem hann elsk-
aði, hét Ethel le Neve.
Crippen ákvað að flýja til Kanada, þar
sem hann ætlaði að byrja nýtt líf. Hann
lét Ethel klippa af sér hárið og fara í
drengjaföt. Þau stigu um borð í „Mont-
rose“ í Antwerpen og ferðuðust sem faðir
og sonur. Crippen kallaði sig Robinson.
Framkoma þeirra vakti þó grun skip-
stjórans — ekki sízt þegar hann sá þau
kyssast! Svo barst skipinu skeyti frá
brezku lögreglunni. Hún taldi sig hafa
ástæðu til að ætla, að hinn eftirlýsti morð-
ingi og förunautur hans væru um borð.
Crippen.og Edith le Neve voru hand-
tekin, þegar þau stigu af skipsfjöl, og
send til baka til Englands. Crippen var
dæmdur til dauða og hengdur. Hann bar
það, að Edith hefði enga hugmynd haft
um vprknað hans. Hún var sýknuð.
Þráfaldlega hefur það komið fyrir, að
konur hafa laumast inn í herbúðir og búið
þar á laun með eiginmönnum sínum eða
kærustum.
1 heimsstyrjöldinni síðustu klippti brezk
herstúlka af sér hárið, klæddist einkennis-
búningi af óbreyttum hermanni og labb-
aði sig inn í herbúðir þar sem eintómir
karlmenn voru fyrir. Svo vel lék hún hlut-
verk sitt, að það komst ekki upp um hana
fyrr en á þriðju viku.
Þá var efnt til almennrar læknisskoð-
unar! Þegar röðin kom að stúlkunni, tók
hún til fótanna. Liðþjálfi elti hana, hand-
samaði hana og kom með hana til baka.
„Ur fötunum!“ skipaði læknirinn.
„Ég get það ekki,“ snökti stúlkan, „ég
er kvenmaður."
Skemmra er síðan 22 ára gömul ensk
stúlka bjó í sex mánuði í bandarískum
herbúðum í grennd við Manchester. Hún
hét Teresa, en kallaði sig Terry í herbúð-
unum..Hún gekk í bandarískmn einkennis-
búningi, en það var einkum til þess að
villa yfirmönnunum sýn. Ýmsir hermann-
anna vissu, að hún var dulbúinn kven-
maður.
Hún lét hið bezta yfir herbúðalífinu og
sagði, að piltarnir hefðu verið vænir og
kurteisir. Hún var í ýmsum snúningum
fyrir þá, þvoði fyrir þá, pressaði buxurn-
ar þeirra og þar fram eftir götunum. Hún
hjálpaði þeim jafnvel sumum hverjum að
skrifa kærustunum sínum heima í Banda-
ríkjunum.
Hún komst ekki hjá því að þurfa
stundum að taka þátt í hinum daglegu
störfum herbúðanna, en allt fór semsagt
vel í sex mánuði.
Það komst upp um hana af hreinni til-
viljun.
Þegar allt komst npp
Stundum getur ævintýraþrá þessara
stúlkna þó dregið dilk á eftir sér. Karin
Rohm, sem var búsett í Saar en var af
arabiskum uppruna, fékk þá flugu í höf-
uðið, að gaman væri að skyggnast um í
ósviknu kvennabúri. Hún fór til Marokko,
og í grennd við virkisbæinn Rabat tókst
henni að laumast inn í stórt kvennabúr.
Hún hugðist dvelja þar í þrjá daga.
En strax á fyrsta degi komst upp um
hana og hún var dregin fyrir eiganda
kvennabúrsins.
Hann var æfur. Hann sagði henni, að
með því að hún hefði komizt að leyndar-
málum kvennabúrs hans, ætti hún ekki
betra skilið en dúsa þar áfram.
Hún baðst grátandi vægðar, en allt kom
fyrir ekki. Hún sat fimm ár í kvenna-
búri höfðingjans, áður en hún komst í
burtu!
— A. J. FORREST.
7