Vikan


Vikan - 24.05.1956, Blaðsíða 17

Vikan - 24.05.1956, Blaðsíða 17
Æg átti frí. Ég ákvað að fá mér göngutúr, ganga eltthvað út í busk- ann, koma ekki heim fyrr en undir kvöld. Ég fór niður á þjóðveginn og hélt beint af augum. Ég áttaði mig ekki fyrr en ég var kominn niður í Lewistown. Ég gekk inn á bjórkrá og bað um glas af öli. Veitingamað- urinn kannaðist við mig. Ég hafði komið þarna nokkrum sinnum með Mills. Hann deplaði framan i mig augunum og var feikn andagtugur á svipinn. „Það er . . . hm . . . óvenjulegur gestur hjá ykkur, er það ekki?“ „Hvaö áttu við?“ Hann roðnaði. „Ja, þetta er nú helzta umræðuefnið núna, eins og þú skilur. Það er hálf . . . hroðalegt." „Nú?“ „Ja, hún er kvenmaður, þegar öllu er á botninn hvolft.“ Einkennilegt hve mörgum finnst það skipta miklu máli hvort morð- ingi gengur í buxum eða pilsi! „Veiztu nokkuð um hana?“ spurði ég. „Ekki meir en þú.“ „Ég veit ekkert um hana, nema hvað hún á að hafa drepið pabba sinn og það á að hengja hana eftir tvo daga.“ Hann byrjaði að fægja glös af miklum ákafa. „Faðir hennar hét Arthur Benson. Það stóð í blöðunum. Bóndi. Skrít- inn náungi að ýmsu leyti, sagði mér sölumaður, sem fékk sér hérna glas í gær. Ekkjumaður. Fjandanum þrárri. Átti svolítinn landskika og ræktaði á honum baömull og fáeina balla af tóbaki. Hafði engan mann í vinnu, nema nokkra surti um há uppskerutímann. Annars unnu þau þetta allt ein, hann og dóttirin. Skrítið.“ „Nú? Ekki varðar það við lög.“ „Nei, mikil ósköp, það er út af fyrir sig ósköp heiðarlegt. En þetta var cngin jörð. Þú veist: þau rétt skrimtu. Og þó neitaði Benson gamli að selja, þótt honum væri boðið fjórfalt verð að minnsta kosti.“ „Nú? Hver vildi kaupa? Og hversvegna?" „Einhver sérvitringurinn. Átti nóg af peningum. Hélt að það væri góð rjúpnaveiði á jörðinni og ætlaði að eiga þar sumarbústað eða eitthvað þessháttar. En Benson neitaði að selja, þó hann hefði stórhagnast á því.“ Ég bað um aðra bjórkollu. „Það er undarlegt. En hvað um dótturina?" „Ég er að koma að því. Hún vildi selja, segir sagan. Hún var búin að fá nóg af stritinu. Því oftar sem Benson gamli neitaði, þvi æfari varð hún. Og svo . . . svo . . .“ „Svo leysti hún málið með því að gefa honum eitur.“ Ég borgaði fyrir mig og gekk út. Það var orðið ákaflega heitt. Ég fór úr jakkanum og settist á bekkinn undir trénu fyrir framan krána. Ég tók upp pípuna mína og tróð í hana og lygndi aftur augunum. Á andartaki var hún komin til mín. Myndin hefði ekki getað verið skýr- ari, þótt ég hefði staðið við rimlana á klefanum hennar. Ég skoðaði þessa mynd gaumgæfilega. Var morð í augum þessarar stúlku? Mundi hún frekar ganga af föður sínum dauðum, en láta undan vilja hans? Mundu þessar hendur byrla honum eitur til þess að komast upp úr moldinni? Mundu þessar varir segja: „Hérna, drekktu!" og kiprast saman í kaldri ró þegar hann tæmdi eiturbikarinn ? Nei. Svarið var einfaldlega nei. Ég sá enga heift í þessum augum, sá ekkert ofstæki í þessum svip, sá enga grimmd í þessum brúnu, sterku höndum. Ég sá unga sveitastúlku, varnarlausa, örvinglaða, ráðvillta — og eins saklausa af þeim glæp, sem hún var sökuð um, eins og sjálf sólin. Ég opnaði augun og myndin hvarf. Ég stóð á fætur og gekk af stað heimleiðis. Það var komið myrltur, þegar ég kom inn í varðstof- una. Það var heitt kaffi á ofninum, og ég fyllti bollann minn og bar hann út að glugganum og horfði á stjörnubjartan himininn. Butler kom inn frakkaklæddur, spurði hvar ég hefði verið, sagðist raunar líka ætla að bregða sér niður í Lewistown. Hann var með viský- pela í vasanum og bauð mér sopa. Þegar hann var farinn, mundi ég eftir piltinum, sem ég hafði tekið á móti fyrir Butler. Ég var ekki enn búinn að mynda hann og færa hann inn á skrá. Ég ákvað að aðgæta, hvernig honum liði. Hann sneri andlitinu að veggnum, þegar ég opnaði klefann. Hann lá á efri bríkinni og klefafélagi hans var sofnaður og hraut með galopinn munninn. Ég spurði hvernig honum liði. „Mér líður ekki vel.“ „Á ég að lúta læknir líta á þig á morgun?" „Nei, þökk fyrir." „Þú héldur að 'þér muni batna?" „Ég veit það ekki.“ „Ekki gugna.“ Ég kenndi í brjósti um piltinn. Lánið hafði ekki beinlínis leikið við hann það sem af var. „Vertu hughraustur. Þetta lagast, sannaðu til.“ „Þökk fyrir.“ Ég kveikti mér í pípu frammi i ganginum. Um leið. var nafn mitt hvíslað og hendi birtist milli klefarimla framar í ganginum og gaf mér merki um að koma. Ég fleygði frá mér eldspýtunni og gekk að klefanum. Þegar ég kom nær, sá ég, að hendin kom út úr klefa Lynns Hale og Rex Carson. Lynn stóð við rimlana og þrýsti andlitinu að þeim. Rex sat á efri klefabríkinni og dinglaði fótunum og horfði hæðnislega á mig. „Já?“ „Ég þarf að fá að tala við þig?“ Rödd Lynns var áköf, nærri þvi biðjandi. „Þú getur talað við mig á morgun i matmálstimanum." „Ég þarf að tala við þig strax — I einrúmi." „Þú veizt að okkur er bannað að tala við ykkur í klefunum. Þú getur óskað eftir samtali á morgun, þegar ég er á vakt.“ Lynn teygði hendina út á milli rimlanna og greip í handlegginn á mér. Ég sló krepptum hnefanum af alefli í handlegginn á honum, svo að hann gretti sig af sársauka og sleppti takinu. „Þú veist hvað þetta getur kostað þig, Lynn.“ „Þarna sérðu!“ Rödd Rex var hæðnisleg. „Ég var búinn að vara þig við þessu. Þeir eru ekki mennskir." „Áðeins eitt andartak!" Lynn gafst ekki upp. Ég ypti öxlum. „Ég gef þér nákvæmlega eina mínútu. Ef þú reynir að tefja mig sekúndu lengur, læt ég hengja þig hérna upp í rimlana." „Komdu nær.“ Rödd hans var biðjandi. Ég mjakaði mér varlega upp að rimlunum. „Er alls engin von?“ „Hvað áttu við?“ „Ætla þeir í raun og veru að taka hana af lífi ? “ „Já.“ „Ég leyfi það ekki!“ Augu hans voru allt í einu orðin kúffull af tár- um og hendurnar krepptust um rimlana. „Heyrirðu það! Það má ekki ske.“ Ég þvingaði mig til að brosa. „Þú bannar það, Lynn?“ Hann beygði höfuðið og varir hans titruðu. Það var óskemmtileg sjón. Lynn hafði það orð á sér, að hann væri mesta hörkutól. Eitil- harður, rhiskunnarlaus bófi. Stoltur og grimmlundaður ofstopamaður. Og þarna stóð hann og drjúpti höfði og kreisti aftur augun af geðshræringu. Ófögur sjón, og ég leit undan. Eftir stutta þögn: „Var það nokkuð fleira?“ „Nei.“ „Andartak!" Það var Rex, sem talaði. Hann stökk niður á klefagólf- ið. „Veiztu hvað er í bígerð?" „Rex!" Lynn sneri sér leiftursnöggt að honum. „Þegiðu!" Rex sagði þetta ósköp rólega, nærri því góðlátlega. „Ég ætla ekki að ljóstra upp neinum leyndarmálum. Ég ætla einfaldlega að segja honum það, sem allir vita. Segja honum, að það eru nokkrir heimsk- ingjar hérna, sem vildu gefa hönd sína til þess að bjarga kvenmann- inum. Og þegar svo er komið, veit hann eins vel og ég . . ." hann þagn- aði andartak og hvessti á mig augunum . . . „að einhverjir reyna ein- hverja vitleysu áður en það er um seinan." „Já, Rex? Þú átt við, að einhverjlr séu að búa sig undir að bjarga stúlkunni með valdi?" „Kemur það þér á óvart?" „Nei. Ég átti satt að segja von á þvi.“ „Og þessvegna langar mig að spyrja þig einnar spurningar." Rex gekk fast að rimlunum og lækkaði róminn. „Hvað mundirðu gera, ef slík til- raun yrði gerð? Mundirðu snúa þér undan? Eða mundirðu hjálpa böðl- unum?" Ég brosti kuldalega. „Ég skal gleyma þessu samtali, Rex; ég skal gera þér þann greiða. En ef þú endurtekur það, sem þú sagðir núna, þá skal ég heita þér húðstrýkingu — að minnsta kosti. Ég mun þá lxta á það sem skyldu mína, að skýra yfirmönnum mínum frá þvi, sem þú hefur sagt mér.“ Rex glotti. „Góða nótt,“ sagði hann kæruleysislega og sneri í mig bakinu. En Lynn ltallaði á eftir mér: „Þakka þér fyrir." NEI, REX hafði ekki sagt mér nein óvænt tíðindi. Það vofði alltaf yfir, að tilraun yrði gerð til þess að bjarga dauðadæmdum fanga. Þessvegna var dauðafanginn geymdur einn í klefa á afskekktum stað, og þessvegna var vörður yfir honum dag og nótt. Það kom mér vissulega. ekki á óvart, þótt uppi væru ráðagerðir um að bjai’ga Gwen Benson frá snörunni. Eins og ég sagði Rex: Ég átti beinlínis von á einhverju af því tagi. Annað mál var það, að ég vissi, að hversu kænleg og ofsaleg sem sú tilraun yrði, hlaut hún að mistakast. Hversu staðráðnir sem nokkrir fangar væru í að bjarga lífi Gwen Benson, þá hlaut sá að sigra, sem valdið hafði — fangelsið. Menn hlupu ekki burt úr þessu fangelsi. Það var í fáum orðum allur sannleikurinn. Menn reyndu að flýja og menn múndu halda áfram að reyna að flýja. En ef þeir féllu ekki fyrir kúlum fangavarðanna, þá ráku þeir sig óþyrmilega á þá staðreynd, að sú stál og steingildra, sem þeir sátu í, var sterkari en hugvit þeirra, kjarkur og þrek. Hitt var svo önnur saga, að ég nennti ekki að fara með söguburð. Rex hafði talað við mig í trúnaði. Hann hafði ekki beðið mig um það, en framkoma hans hafði sýnt, að hann hafði litið svo á, að hann væri að tala við mig eins og maður við mann, en eltki eins og fangi við fanga- vöi’ð. Frekjuleg framkoma, satt var það, en skiljanleg. Þar að auki var í rauninni ekki um neina uppljóstrun að ræða. Það var búist við því það var skylda fangelsisyfirvaldanna að búast við því — að einhver tilraun af einhvei’ju tagi yrði gerJ í þá átt að bjarga stúlkunni í dauðaklefanum. Sú tilraun yrði gerð í fullri alvöru, og það var mjög sennilegt, að einhvei’jir mundu fá skrámur og einhverjir mundu jafnvel týna lífinu. En eitt var víst: tilraunin mundi mistakast. Ég ætlaði að hætta að hugsa um þetta. Ég var staðráðinn í þvi. Ég viðaði að mér blöðum og skemmtiritum og bjóst til að fara í háttinn. Ég bauð vaktmanninum i varðstofunni góða nótt. Og svo var ég kom- inn að hurðinni inn i dauðadeild og búinn að berja og búinn að ganga niður þrepin inn í ganginn og sestur við borðið hjá Rustam fyrir fram- Framhald á hls. 9. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.