Vikan


Vikan - 24.05.1956, Blaðsíða 10

Vikan - 24.05.1956, Blaðsíða 10
GISSUR GEFUR A GÓÐGERÐARBAZAR. Gissor: Ég vildi óska að Basmína hætti að leika á Rasmína: Gissur! Kvenfélagið ætlar að halda uppboð í góð- Gissur: En Rassmína, I»ú ætlar að gcfa heil- píanóið eða að hún lærði að leika á það. gerðarskyni. Ég ætla að gefa öll húsgögnin, sem við getum marga hluti, sem við getum notað. elcki notað. Rasmína: Æ-i, þegiðu! I»etta er í þágu góðs Gissur: Ég vona að þú gefir ekki hægindastólinn minn. málefnis. Gissur: I»arna koma flutningamennirnir. Rasmína: Ágætt. Ég verð guðsfegin að losna við allt þetta dót út úr húsinu. Rasmína: Allt sem er í þessari stofu má fara. Flutningamaður: Allt í lagi, frú. Gissur: Píanóið hennar Rasmínu er ekki f stofunni, en það líður ekki á löngu áður en það verður þar. Rasmína: Gissur! Píanóið mitt vantar! Rasmína: I»eir áttu ekkert með að taka píanóið Gissur: Ég er viss um að flutningamennirnir liafa tekið það með mitt! Mér er skapi næst að láta þá koma með það í misgripum. aftur. Gissur: Hættu að kvarta, Rasmína! Þetta cr í þágu góðs málefnis. Þegar lífið er eins og svæsnasfi reyfari ANATOLE DEIBLER og Pierre Rous- seau voru miklir vinir. Þeir gengu í sama skólann í Frakklandi, léku sér saman, heimsóttu heimili hvors annars. Dag nokkurn var Jean að erta Anatole. „Pabbi þinn er böðull,“ sagði hann, „meir að segja yfirböðull ríkisins. Þúfet- ar sennilega í fótspor hans og hálshegg- ur urmul af fólki. Heyrðu, kannski þú fáir meir að segja að hálshöggva mig!“ „Ef það á fyrir mér að liggja,“ svar- aði Anatole hlægjandi, ,,þá skal ég gera það fljótt og vel.“ Anatole var þvert um geð að taka upp starf föður síns, en forlögin neyddu hann til þess. Það var sama hvar hann fékk vinnu, fólk komst alltaf að því fyrr eða síðar, að hann var sonur „Monsieur Paris“, hins fræga böðuls, og Anatole var sagt upp hverju starfinu á fætur öðru, unz hann mátti nauðugur viljugur gerast lær- lingur föður síns. Mörgum árum seinna, þegar Anatole var orðinn yfirböðull Frakklands, var honum falið að lífláta illræmdan morðingja að nafni Vacher. Það var hinn 31. desember 1898. Þegar Vacher var leiddur að fallöxinni, brá Anatole ónotalega í brún. Hinn dauða- dæmdi var enginn annar en Rousseau æskuvinur hans! „Jæja, þá mætumst við aftur, Anatole," sagði Rousseu. „Manstu eftir loforðinu, sem þú gafst mér fyrir þrjátíu árum? Það var 31. desmber 1868. Þá lofaðir að láta aftökuna ganga fljótt og vel.“ Fáeinum andartökum síðar stóð Ana- tole fullur geðshræringar yfir líki vinar síns. Og í fyrsta og eina skiptið á hin- um langa starfsferli sínum, — en alls tók hann nákvæmlega 300 konur og karla af lífi, — neitaði hann að halda hinu af- höggna höfði á lofti á meðan lögreglu- Ijósmyndarinn myndaði það. ^orlögin eru dutlungafull; maður veit aldrei hvað bíður bak við næsta leiti. Síðla árs 1953 gekk tuttugu og eins árs gömul hollenzk stúlka inn í pósthús í úthverfi Pretoríu. Hún hét Anna Marie Linhoef- Te Groen og var nýflutt til Suður-Afríku. Hún þurfti að senda skeyti og fékk ein- um hinna fjögurra afgreiðlusmanna, sem þar voru við vinnu, eyðublaðið. Ungi maðurinn byrjaði að telja orðin, en hætti allt í einu í miðju kafi og leit upp. „Þetta er óvenjulegt nafn,“ sagði hann. „Ættarnafn mitt er líka Linhoef- Te Groen og ég átti systir sem hét Marie.“ Stúlkan starði stórum augum á af- greiðslumanninn. „Skírnarnafn yðar er þó ekki Henrik Jakobus?" spurði hún hik- andi. Andartaki síðar vissu þau, að þau voru systkini. Þau höfðu orðið aðskila í júlí 1940 og ekki sézt síðan. Nú hafði tilvilj- unin leitt þau saman aftur. Stúlkan hafði ekki hugmynd um, hvar bróðir hennar var niður kominn. Og þar sem hann hafði verið aðeins fjögra ára og hún aðeins sex, þegar stríðið stíaði þeim í sundur, er næsta ósennilegt, að þau hefðu þekkt hvort annað á götu. Það var fyrir hreina tilviljun, að einn af kænustu fölsurum Kanada, maður að nafni Roy Bergstrom, féll að lokum í hendur lögreglunnar. „Sérgrein" hans var að gefa út falskar ávísanir. Einhvemveg- inn tókst honum alltaf að komast yfir ávísanablöð þekktra fyrirtækja, og fölsku ávísanimar hans bám alla nauðsynlega stimpla. Stimplana bjó hann sjálfur til af miklum hagleik. Hann var á sífelldu ferðalagi um allt landið og gaf aldrei höggstað á sér. Hann rakaði saman peningum, og lögreglan vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Dag einn gekk Bergstrom inn í banka í Ottawa með 1,000 dollara ávísun. Það voru þrír menn á undan honum við gjald- keraborðið. Þegar röðin kom að honum, lagði Bergstrom ávísunina á borðið. Það sáust engin svipbrigði á andliti gjaldkerans, þegar hann þreifaði eftir neyðarbjöllunni með fætinum og hringdi á hjáln. Andartaki síðar var búið að færa Bergstrom inn í skrifstofu bankastjórans og menn voru komnir út á götu til að leita að hinum viðskiptavininum, sem af- greiddur hafði verið fáeinum sekúndum á undan ávísanafalsaranum. Forlagadísirnar höfðu gert honum slæm- an grikk. Á ávísun Bergstroms hafði „út- gefandinn“ verið þekkt firma í Windsor í Ontario, og hann hafði falsað undir hana nafn forstjórans, manns að nafni H. G. Hunt. En maðurinn, sem lagt hafði fram ó- svikna ávísun andartaki á undan honrnn, hafði verið enginn annar en nefndur for- stjóri! í þokkabót hljóðaði ávísun hans upp á sömu upphæð og Bergstroms. Sízt að furða, þótt gjaldkeranum þætti þetta grunsamlegt. Forlögin eigá það líka til að taka í taumana í ástarmálum. Fyrir nokkrum mánuðum varð ungt kærustupar ósátt í Höfðaborg í Suður-Afríku. Stúlkan var 22 ára og hún var búin að vera trúlofuð piltinum í þrjú ár. Deila þeirra jókst orð af orði, unz bæði voru orðin fjúkandi vond. Loks fleygði stúlkan trúlofunarhringnum í unnustann og rauk á dyr. Bæði voru innilega ástfangin, en bæði voru líka hinar mestu þrákálfar. Þrátt fyrir tilraunir foreldra þeirra, fékkst hvor- ugt þeirra til að biðjast afsökunar. Nokkrar vikur liðu og ungi maðurinn ákvað að fara í frí. „Ég ætla til Natal,“ tjáði hann móður sinni; „ég hef gott af að skipta um um- hverfi. Kannski tekst mér þá að gleyma henni.“ En hann tók ekki fram, hvar hann ætlaði að dvelja. Hann vissi það ekki, að kærastan hans fyrrverandi var að undirbúa nákvæmlega samskonar ferðalag. Hún vildi vera á ein- Framhald á bls. 18. BLESSAÐ BARNIÐ Fabbinn: ættuð báðir ekki. Eilli þó! að vera Hvað ertu að gera? Og þú líka, orðnir nógu stórir til að vita að Siggi. Þið Pabbinn: Náðu í fat með licitu sápu- þetta má vatni. Ég skal reyna að ná þessu af, áður en mamma þín kcmur. Fabbinn: Síminn hringir. Kannksi það sé símtalið, sem ég er að bíða eftir. Fabbinn: Já, sæll, Edward! Já, með mcstu ánægju. Hvað er heimilisfangið? Pabbinn: Ég finn ekkert blað hérna. Jæja, í þctta sinn sakar það víst ekki þó ég skrifi það á vegginn. Mamman: I»að er dálaglegt að sjá til þín, fullorðins karlmanns. Kf EiIIi skrifaði á vegginn, mundirðu áreiðanlega hegna honum fyrir það. 10 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.